Tíminn - 02.02.1979, Side 3
Föstudagur 2. febrúar 1979
3
Skýrslur um endurgreiðslur
til þingmanna sendar
skattstjóra
AM — Eins og blaðiö skýrði frá I
gær urðu allmiklar umræður á
Alþingi á þriðjudag um bifreiða-
styrk þingmanna, en hann hefur
ekki verið talinn fram til þessa,
þótt meginregla sé að svo skuli
Lögreglubfllinn eftir áreksturinr i gær. - Timamynd G.E.
..Óhemju
tillitslevsi
gert. Hefur forseti sameinaðs
þings nú ákveðið að fela skrif-
stofu þingsins að taka saman
skýrslu um endurgreiðslur til
þingmanna, vegna útlagðs
kostnaðar þeirra. Verður þessi
skýrsla nú send rikisskattsjóra.
Friöjón Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, sagði blaðinu I
gær að enn gæti hann ekki gefiö
upplýsingar um hverjum upp-
hæðum þessar greiðslur næmu i
heild sinni, þar sem enn væri ekki
búiö að vinna þessa samantekt.
Friðjón sagði að ferðakostnaður
hvers þingmanns væri nú 250
þúsund fyrir hálft ár frá 1. júli,
en auk þess hefðu þingmenn utan
af landi, sem eru um helmingur
þingmanna, greiðslur vegna hús-
næöiskostnaöar, sem nú næmu 55
þúsundum á mánuði frá þing-
byrjun, en hefðu verið 39 þúsund.
Fastar greiðslur vegna feröalaga
eru þó eingöngu ætlaðar til venju-
bundinna ferða i kjördæmi þing-
manna, en auk þess eiga þeir rétt
til aukagreiðslna fyrir allt að
tvær feröir á mánuði. Enn fá
utanbæjarþingmenn greiddar
4000 krónur á dag i dvalarkostnað
frá þingbyrjun, en þeir sem búa i
grennd við Reykjavik 2000
krónur, þ.e. þeir sem búa I Kópa-
vogi og Hafnarfirði, en ekki Sel-
tirningar, þar sem Seltjarnarnes
hefur frá gamalli tiö skoðast sem
hluti af Reykjavik.
Friðjón minnti á, aö samkvæmt
10. grein 8. lið tekjuskattslag-
anna, teldust þéssar greiöslur
ekki til tekna og heföi þvi veriö
fariðmeðþærá fyrrgreindan hátt
gagnvart skatti. Þá benti hann á
að þær greiðslur sem opinberir
starfsmenn fá á ferðalögum f jarri
heimili sinu væru mun hærri en
þetta, en dagpeningar þeirra á
ferðalögum innanlands, vegna
kaupa á gistingu og fæði væru 11
þúsund krónur frá 1. nóvember.
Þeirra greiðslur væru endurskoð-
aöar ársf jórðungslega, en
greiðslur til þingmanna ekki
nema einu sinni á ári og það eftir
á, sem talsvert heföi aö segja i
verðbólguþjóðfélagi. Hann sagöi
aðallar tölulegar upplýsingar um
þessi mál hefðu alltaf verið opin-
berar og verið birtar I blöðum og
allt tal um launung væri þvi út I
hött. Þótt þessir peningar skoðist
ekki tekjur sem fyrr segir, sagði
Friðjón að framvegis mundi samt
verða sentyfirlitum þær til skatt-
stjóra frá þinginu, til að forðast
upphlaup á borö við það sem varð
á þinginu á þriðjudag.
Engey
seldi í Hull
SOS—Reykjavlk Skuttogarinn
Engey RE 1 seldi 184.5 tonn af
fiski I Hull i gær. Engey fékk 53.6
millj. fyrir aflann — meöalverð
kr. 290 fyrir kg, sem er léleg saia.
vegfarenda
á slvsstað”
— það sanna slysin I Kópavogi i gær
ESE — Þaö slys varð á Kringlu-
mýrarbraut I gær að maður sem
átti þar leið missti stjórn á
bifreið sinni með þeim afleið-
ingum að hún hafnaði á næsta
Ijósastaur.
Við höggið kastaðist maður-
inn á framrúðuna og auk höfuð-
áverka sem hann hlaut viö
höggið mun' hanri h’afá hárið-
leggsbrotnað.
Að sögn lögreglunnar I
Kópavogi mun maðurinn hafa
misst meðvitund um stund og
var hann þvl hjálparlaus I
bllnum, en svo virðist sem að
enginn vegfarenda hafi haft
rænu á þvi að rétta manninum
hjálparhönd.
Þess má geta I þessu sam-
bandi að er lögreglan úr Kópa-
vogi var á slysstað við Kópa-
vogslækinn I gær var ekið á lög-
reglubilinn þar sem hann stóð
utan vegar og virðist sem svo að
sá sem þar átti hlut að máli hafi
ekki sinnt akstrinum sem skyldi
heldur beint sjónum slnum að
slysinu við Kópavogslækinn.
Sagði varðstjóri I Kópavogs-
lögreglunni I gær að það væri
alveg merkilegt hvernig vegfar-
endur kæmu fram. — Stundum
væri ekki nokkur leið að vinna á
slysstað fyrir forvitnum áhorf-
endum, en I öörum tilvikum
væri forvitnin ekki eins mikil
eins og dæmið með manninn
sem lenti I slysinu á Kringlu-
mýrarbrautinni sannaði. Þaö
væri sama hvernig sem á þessi
mál væri litið, tillitsleysi veg-
farenda væri I flestum tilvikum
algjört.
HEI -Siðastliðiö miðvikudagskvöld var haldinn I Sigtúni aðal-
fundur Félags ungra framsóknarmanna i Reykjavik og var hann
mjög vel sóttur. Nýr formaður var kjörinn Jósteinn Kristjánsson
með 114 atkvæðum en Kjartan Jónasson fékk 54 atkvæði. Aörir I
stjórn voru kjörnir: Arnheiöur Sigurðardóttir, Bjarni Gunnarsson,
Björk Jónsdóttir, Hagerup Isaksen, ólafur Tryggvason, ólafur örn
Pétursson, Sigurður Hólm, Skúli B. Árnason og Þórarinn Einars-
son. i varastjórn eru: Kjartan Jónasson, Katrin Marisdóttir, Jón-
geir Hiinason og Sigurjón Einarsson. Hin nýkjörna stjórn hyggst
koma saman til fyrsta fundar f kvöld kl. 18 að Rauöarárstfg 18 og
mun þá skipta með sér verkum. Timamynd G.E.
r-------------------v
Næst síðasti dagur
Opið til kl. 7 í kvöld
V___________________J
Póstránið
i Sandgerði:
Á yfir
höfði
sér ailt
að
10 ára
fangelsi
GP — Engar nýjar fregnir eru
af póstráninu I Sandgeröi I
fyrradag enda virðist ræninginn
hafa horfið algjörlega spor-
laust.
Leið eins og þá aö rekja pen-
ingaseðlana kvað rannsóknar-
lögreglan i Keflavik næsta
óhugsandi þar sem peningaseðl-
arnir voru á engan hátt skráöir
eða i númeraröð. Talið er aö
maöurinn hafi haft á brott með
sér nærri hálfa milljón króna.
Samkvæmt 252. grein hegn-
ingarlaganna mun maðurinn, ef
hann næst, eiga yfir höföi sér
allt frá 6 mánaöa til 10 ára
fangelsi, allt eftir hversu hart
dæmist I máli hans.
Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1
Tilboð
dagsins Vj
J Blússur
verð
aðeins
kr. 3.900.-
Kveninniskór frá kr. 390
Kvenpeysur frá kr. 990
Kvenblússur frá kr. 950
Pils frá kr. 1.900
Brjóstahöld frákr. 800
Brjóstahaldarasett frá kr. 990
Sokkabuxur frá kr. 195
Strigaskór frá kr. 495
Kuldastigvél frá kr. 3.400
Snjóbomsur frá kr. 2.700
Stigvél frá kr. 490
Barnasmekkbuxur frá kr. 2.200
Flauels- og gallahuxur frá kr. 2.500
\inn uskyrtur frákr. 1.300
Herraskyrtur frá kr. 1.500
(iluggjatjaldaefni frá kr. 790
Flónel efni frá kr. 230
Flauel efni frákr. 690
Denim efni frá kr. 990
Köflótt léreft frákr. 495