Tíminn - 02.02.1979, Síða 6
6
Föstudagur 2. febrúar 1979
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Sfmi
86300. — Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verb i lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr.
2.500.00 á mánuói. Blaðaprent
V________________________________________________________
J
Erlent yfirlit
Er Carter líklegur til
að ná endurkjöri?
Hann hefur Brown og Kennedy sitt til hvorrar hliðar
Tilveruréttur
verslunar
Hin nýja skýrsla verðlagsstjóra um innflutnings-
verslunina hefur að vonum vakið mikla athygli og
mismunandi viðbrögð. í viðtali við TIMANN nú i
vikunni bendir Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri
Innflutningsdeildar Sambandsins, á það að margt
sé i þessari skýrslu harla brotakennt, lauslegar
áætlanir og ónákvæmar ályktanir dregnar af ófull-
kominni upplýsingaöflun.
Um þetta segir Hjalti Pálsson m.a.:
„Skýrslan hefði styrkst hefðu spilin verið lögð
einarðlega á borðið og hver aðili um sig hefði orðið
að gera grein fyrir sinu máli”.
Hjalti Páisson telur þetta þeim mun mikilvæg-
ara atriði sem „þessari atvinnugrein hefur svo oft
verið mismunað vegna lýðhylli og annars fagurgala
að furðulegt er”.
Um einstök atriði skýrslunnar segir Hjalti Páls-
son m.a.:
„Mega yfirvöld gjarnan vita að þau fyrirtæki sem
versla með brýnustu matvörur landsmanna halda
ekki út miklu lengur, ef skella á skollaeyrum við að-
vörunum manna sem engra eiginhagsmuna hafa að
gæta i þessum málum, en reynt hafa að sinna al-
mannahag”.
Og að tilefni ummæla verðlagsstjóra um umboðs-
laun verslunarinnar, þar sem almannasamtök
samvinnumanna eru dregin i einn dilk með óskyld-
um aðilum segir hann:
„Fyrir hönd Sambandsins neita ég alfarið að svo
og svo margar milljónir i umboðslaun skili sér ekki
i rekstri samvinnuverslunarinnar”.
Hér vikur Hjalti Pálsson að mjög mikilsverðu at-
riði þessara mála. Samvinnuverslunin er almanna-
samtök, og hún leggur alla reikninga sína og bók-
haldsuppgjör fram á opinberum vettvangi. Það er
þvi illa til fundið að dylgja um fjárhagsmálefni
hennar.
A hinn bóginn hlýtur það að verða málstað ann-
arra innflytjenda og heildsala til mikillar styrktar
ef þeir legðu á svipaðan hátt fram ársuppgjör, enda
tiðkast það viða um lönd að fyrirtæk jum beri skylda
til að opinbera stöðu sina og rekstrarárangur með
slikum hætti.
Reyndar ætti það að vera eðlileg og sjálfsögð
krafa allra þeirra heiðarlegu og samviskusömu
manna, sem eru yfirgnæfandi meirihluti þessarar
stéttar sem og annarra stétta, að slikur háttur yrði
tekinn upp hér á landi hið fyrsta.
Hjalti Pálsson var i viðtalinu við TÍMANN inntur
eftir þvi hvað hann teldi til úrræða i verslunar- og
innflutningsmálum, og svaraði á þessa lund:
„Það verður fyrst og fremst að veita þeim aðilum
sem sýsla með nauðþurftir tilverurétt og viður-
kenna að verslunin sé jafnrétthár atvinnuvegur og
aðrir burðarásar þjóðlifsins. Orelta verðlagslöggjöf
á að leggja niður, en efla i staðinn frjálsræði i við-
skiptum þannig að dugnaður og árvekni veiti þá
umbun sem eðlileg er talin. Þegar á heildina er litið
þá á niðurstaðan að verða heilbrigðari rekstur og
fjölþættari þjónusta”.
öðru verður ekki trúað en viðskiptaráðherra
hljóti að bregðast vel við þessum ummælum full-
trúa samvinnuverslunarinnar, svo mjög sem ráð-
herrann lætur sér tiðrætt um viðskipti á félagsleg-
um grundvelli.
JS
RÉTTUR helmingur er nú liö-
inn af kjörtimabili Carters for-
seta. Þaö er venja bandariskra
fjölmiöla að staldra viö á slikum
timamótum hjó nýjum forseta
og draga af þvi ályktanir um,
hvernig hann hafi reynzt og
hvort af þvi megi ráða, aö hann
sé llklegur til að ná endurkjöri
aö tæpum tveimur árum liön-
um. Forsetakosningar fara
jafnan fram I byrjun nóvember,
en forseti tekur ekki viö völdum
fyrr en tveimur mánuöum
siöar. Næsta forsetakjör veröur
i byrjun nóvember 1980. Próf-
kjörin I sambandi við kosning-
arnarhefjast hins vegar i' fehrú-
ar 1980, en áöur en þau byrja fer
fram meira eöa minna langur
undirbúningur. Raunverulega
má segja aö undirbúningur
frambjóðenda vegna forseta-
kjörsins 1980 sé hafinn.
Sjálfir staldra fbrsetarnir aö
sjálfsögðu viö á þessum tima-
mótum og láta ráöunauta sina
og sérfræöinga gera tillögur
um, hvernig timinn fram aö
kosningunum veröi bezt notaöur
tii aö styrkja stööuna, fyrst I
prófkjörunum og siöar i sjálfum
kosningunum.
Edward M. Kennedy
1 SAMRÆMI við áöurgeröa
venju hafa bandarisk blöö birt
undanfariö margar greinar um
störf Carters forseta, stefnu
hans og sigurhorfur i forseta-
kosningunum 1980. Niöurstaöa
flestra þeirra er sú.aö Carter
hafi sýnt, aö hann sé vel greind-
ur og að hann hafi ekki reynzt
illa, en hins vegar hafi hann
tæpast sannað enn sem komið
er, aöhann sé slikur foringi sem
Bandarikin þarfiiast á þessum
tima.
Fjölmiölum kemur saman um
aö Carter hafi gert ýmsa sæmi-
legahluti á sviði utanrikismála
eins og Panamasamninginn. Þá
hafi hann heldur styrkt tengslin
viö Vestur-Evrópu og Japan, en
þaö sé mikilvægt aö Bandarikin,
Vestur-Evrópa og Japan geti
haft sæmilega samstöðu. Fyrir
atbeina Youngs, sendiherra
Bandarikjanna hjá Sameinuöu
þjóöunum, hafi sambúðin viö
Afriku veriö bætt. Hins vegar
hafi Carter ekki enn tekizt aö ná
samkomulagi við Sovétrikin um
Salt-samninginn og sambúöin
viö þau hafi heldur stirönað.m.a.
vegna þess, að mannréttinda-
barátta Carters hafi beinzt of
einhliða gegnþeim. Þá hafihon-
um enn ekki tekizt að koma á
samkomulagi milli ísraels og
Egyptalands og þess vegna geti
ljóminn sem stafaöi um skeiö
frá fundinum i Camp David
fölnað. Mannréttindabaráttan
svonefnda,sem Carter hóf I upp-
hafi kjörtimabils sins, hafi
mælzt vel fyrir i fyrstu en þó
orðið umdeildarii seinni tíö, þvi
aö henni hafi verið beitt mis-
munandi eftir þvi hvort sam-
herjar eða andstæöingar
Bandarikjanna áttu hlut að
máli. T.d.sé henni beitt öðruvisi
gegn Kina en Sovétrikjunum.
Erfitt er að dæma um, hvort
það veikir eða styrkir Carter, að
tekiö var upp stjórnmálasam-
band við Kina um áramótin.
Skoöanakannanir leiöa i ljós aö
meirihluti kjósenda er bæöi
ánægður og óánægöur vegna
þess máls, þ.e.a.s. ánægöur yfir
þvi aö stjórnmálasamband við
Kina hefur komist á, en
óánægður yfir slitum stjórn-
málasambands viö Taiwan.
1 innanlandsmálum hefur
oltiö á ýmsu hjá Carter, því að
sambúðin viö þingiö var stirö
framan af en hefur fariö heldur
batnandi. Hann hefur þvi ekki
fengið fram nema takmarkaö af
þvi sem hann hefur farið fram
á. Þannig samþykkti þingiö ekki
nema takmarkaö af orkufrum-
varpi hans, sem stefndi aö þvi
aö gera Bandarikin óháöari inn-
flutningi á oliu. Nýjar deilur
geta verið framundan I sam-
bandi við þaö aö Carter gerir nú
tillögur um ýmsan sparnaö sem
m.a. nær til félagsmála. Hann
telur þennan samdrátt nauösyn-
legan þátt i baráttunni gegn
verðbólgunni. Hún var 1977
6.75%, en fór upp i 9.25% á
siðasta ári og myndi þaö þykja
ógnvekjandi ef hún héldi áfram
aö aukast. Margir fréttaskýr-
endur telja aö gengi Carters i
prófkjörunum og forseta-
kosningunum, ef hann veröur
valinn til framboðs, fari eftir
þvi, hvorthonum tekst aö draga
úr verðbólgunni eða ekki.
1 PRÓFKJÖRUNUM á fýrra
helmingi næsta árs telja ráöu-
nautar Carters hyggilegast aö
reikna með tveimur hættuleg-
um keppinautum, öörum til
hægri en hinum til vinstri. Til
hægri er Brown rikisstjóri i
KaliforniUy en til vinstri er
Kennedy öldungardeildar-
maður. Það þykir vlst, aö
Brown gefi kost á sér i próf-
kjörunum, en Kennedy hefur
hingaö til neitaö þvi' aö hann
stefni aöframboði. Hann veröur
hins vegar fyrir vaxandi
þrýstíngi og mun ráðunautum
Carters þvi þykja hyggilegast
aö reikna meö honum.
Ráöunautar Carters munu
telja hyggilegastaö Carter skipi
sér i miðið undir þessum kring-
umstæöum. Stefnuskrárræöan,
sem hann flutti á sameiginleg-
um fundi beggja þingdeilda i
slöasta mánuöi,þykir bera vitni
um þetta. Fjárlagafrumvarpið
fyrir 1980, sem nýlega hefur
verið lagt fram, þykir einnig
vitna um þetta. Þar er fylgt
vissri sparnaðarstefnu. Ut-
gjöldin hækkaum 7.7% fráfyrra
ári og nema alls 541.6
milljöröum dollara. Tekjuhalli
er áætlaður um 29 milljaröa
dollara og er það minni halli en
um langt skeið. Otgjöld til
varnarmála eru nokkuð hækkuö
eða um 3% að raungildi og er
það gert til að mæta þvi fyrir-
heiti, sem Nato-rikin gáfu á
siöastl. ári,um aö hækka fram-
lög sin sem þessu næmi. Til þess
aö draga úr lækkun tekjuhallans
og til aö mæta hækkun varnar-
útgjalda er gert ráö fyrir ýms-
um sparnaði m.a. til félags-
mála. Sá samdráttur mun sæta
gagnrýni Kennedys en Brown
mun telja sparnaöinn of litinn.
Þannig hefur Carter skipaö sér i
miöið hvernig sem þaö gefst
honum. Þ.Þ.
Edmund G. Brown