Tíminn - 13.03.1979, Page 7
Þriöjudagur 13. mars 1979
7
Rekstrarlán til
sauðfjárbænda
1 Timanum 21. febrúar s.l. er
grein eftir Halldór Þórðarson á
Laugalandi þar sem rætt er um
rekstrar- og afurðalán land-
búnaðarins. Vegna þess að þar
er ýmsum óskyldum tölum
blandað saman, þykir mér rétt
að gera nokkrar athugasemdir,
ef það gæti orðið bændum og
fleiri aðilum til aukins skilnings
á þessum málum og komið i veg
fyrir að menn drægju rangar á-
lyktanir af þvi sem fram kemur
i grein Halldórs.
Hann birtir ú r skýrslu Seðla-
bankans frá 31. okt. 1977 tölur
um rekstrarlán til sauðfjár-
bænda, sem voru þá kr. 878.222
þúsund. Þá var langt komið eða
lokið slátrun þess fjár, sem lán-
að var út á. Fjártalan reyndist
873J199 dilkar og 70.709 fullorðn-
ar kindur, eða samtals 944.108
kindur. Rekstrarlánin eru þvi
um 930 kr. pr. kindað meðaltali
eða ca. 9% af áætluðu grund-
vallarverði kjöts i september-
grundvelli þá um haustið. A
grundvallarbúið hefði þetta gert
ca. kr. 372 þús. Þetta var veitt i
sjö áföngum frá mars — sept. og
er i september um 6,3% af
brúttó framleiösluverðmæti
grundvallarbúsins. Ekki verður
sagt að það séu rausnarleg
rekstrarlán.
Þá nefnir Halldór uppi-
greiðslulán, sem veitt voru i
maimánuði 1977 til sláturleyfis-
hafa, að upphæð krónur 822.893
þús. Þessu fé var skipt á milli
þeirra sem slátruðu sauðfé
bænda haustið 1976 til að gera
-
þeim fært að auka útborgun upp
i eftirstöðvar afurðaverðs frá
þvi hausti og þetta fé átti að
greiða bændum strax skv. lána-
reglunum. Þetta gæti verið ca.
10-15% viðbót við þau 70-75% af
haustgrundvallarverði, sem
venja er að greitt sé bændum að
haustinu með þá veittum af-
urðalánum. Samanlagt gæti þá
útborgunin i maímánuði verið
farin að nálgast 90% haust-
grundvallarverðsins. Þessu fé
má á engan hátt blanda saman
við rekstrarlánin, þó svo að
ýmsir geri þaö. Það er ekki unnt
að nota það fé tvisvar eða i
tvennum tilgangi á sama tima.
Og þá er ástæða til að ræða
afurðalánin. Þau eru veitt að
mestu i nóv. og desember ár
hvert.
Þá ber að greiða upp
rekstrarlánin, uppgjörslánin,
fóðurbirgðalánin og uppi-
greiðslulánin. Það má ekki
leggja afurðalánin, sem úti
standa i lok október, við
rekstrarlánin svo sem Halldór á
Laugalandi gerir. Afurðalán i
lok október eru svo að segja öll
veitt út á mjölkurvörubirgðir og
eru sauðfjárbændum óviðkom-
andi.
Afurðalánin, sem veitt eru i
nóvember og desembermánuð-
um, eigg að standa undir haust-
greiðslu til bænda og þeim
kostnaði sem þá er fallinn á
kjötið við slátrun og frystingu
þess. Kjötbirðgirnar eru settar
að veði fyrir lánunum. Lánin
eru sem næst 72% af heildsölu-
verði kjötsins en nokkru minna
á aðrar sláturvörur. Gert er ráð
fyrir að i nóvember sé búið að
selja og greiða ca. 10% af kjöti
hvers hausts og þvi geti slátur-
leyfishafar greitt um 80%
haustgrundvallarverðsins til
bænda. Nokkuð er þetta mis-
munandi og þeir sem litla
haustsölu hafa, telja sig ekki
geta greitt meira en 75% og til
eru þeir sem eru enn lægri i
fyrstu greiöslu til bænda.
Já, gott væri ef þetta
gengi.
Nú segir Halldór á Lauga-
landi að greiða skuli afurðalán-
in til bænda „vafningalaust” og
95% strax i sláturtið.
Já, gott væri ef þetta gengi
greiðlega. Mér þætti fróðleikur i
þvi að heyra hvernig ætti að
koma fyrir veðsetningu fyrir
lánunum, ef þau gengju beint til
bænda og hvort bændum væri
ætlað að sjá um mánaðarlegar
endurgreiðslur + vexti af lán-
unum, svo sem afurðasölufélög-
in gera nú og hvernig ætti að
iryggja hverjum einstökum
bónda fé til þessara hluta. Ég
þykist vita að Halldór kunni
leiðir i þvi efni og sé ljúft að
miðla af þeirri þekkingu sinni
okkur fávisum og misvitrum til
upplýsingar og gagns.
Ég sé á öllu að Halldór hefur
nægan tima og vilja til að skrifa
og upplýsa þjóð sina og er vel að
Gunnar
Guöbjartsson
slikir menn skuli enn vera á
meðal bænda, sem láta ekki
brauðstritið beygja sig.
Þá nefnir Halldór fóður-
birgðalán, sem veitt voru vetur-
inn 1976-1977 að upphæð kr. 111
milljónir, Þetta fé gengur til
nokkurra verslunarfyrirtækja
um norðanvert landið, þar sem
hafishætta er. Það er gert til að
gera þeim aðilum fært að kaupa
birgðir af kjarnfóðri að haustinu
og geyma yfir veturinn. Þetta er
ekki bundið sauðfjárræktinni —
heldur er þetta gert til að
tryggja fóður fyrir hvers konar
búpening, ef hafis leggur að
landinu og hamlar þvi að unnt
sé að sigla á hafnir norðanlands
með þungavörur. Þessu má þvi
ekki blanda saman við rekstrar-
lán til sauðfjárbænda.
Enn nefnir Halldór uppi-
greiðslu haustlána kr. 1.277.369
þús. Þessi lán eru veitt slátur-
leyfishöfum i sláturtiðinni til að
greiða vinnulaun og annan út-
lagðan beinan kostnað við slátr-
un fjárins. Þessum lánum er þvi
heldur ekki ætlað að standa
undir kostnaði við búrekstur
bænda og eiga þvi ekki heima i
„rekstrarlán til sauöfjár-
bænda.”
Og enn nefnir Halldór sérstök
rekstrarlán kr. 175 millj. og
minkalán, rúmlega 60 millj.
króna. Minkalánin ganga ein-
göngu til loðdýrabúanna og eru
sauðfjárbændum óviðkomandi.
Hin sérstöku rekstrarlán eru að
ég ætla veitt kjötflytjendum á
meðan þeir biða eftir uppgjöri
útflutnings þá.m. útflutnings-
bótagreiðslum úr rikissjóöi og
eru þvi ekki rekstrarlán til
sauðfjárbænda i venjulegri
merkingu.
Meginmál að fá lánin
aukin
Ég vona að þessar skýringar
sýni hversu rekstrarlán til sauö-
fjárbænda eru litil og það er á-
stæðulitið fyrir bændur að deila
innbyrðis um ráðstöfun þessar-
ar smáu fjárhæðar. Hitt er
miklu meira mál að fá rekstrar-
lánin aukin.
Rétt er að minna á að A-
burðarverksm iðja rikisins
lánar verulegan hluta áburðar-
ins til þess tima að haustinu að
afurðalán eru greidd. Þessi lán
eru fengin erlendis og eru háð
gengisáhættu. Þau eru lánuð
bændum án gengisábyrgðar, en
tap vegna gengisbreytinga
kemur fram i hækkuðu áburðar-
verði árið eftir, ef gengi Is-
lensku krónunnar lækkar. Lánin
ganga að jöfnu til mjólkurfram-
leiðenda, sauðfjárbænda og
garðyrkjubænda.
Ég bið þvi eftir næstu grein
hans með upplýsingum um
þetta efni.
Ritað 4. mars 197
■immrn'iar
Þann 21. mai 1974 staðfesti
forseti íslands lög um grunn-
skóla. Lögin voru mjög frá-
brugðin þeim lögum sem sam-
þykkt voru 1946 og höfðu verið I
gildi — þó með örlitlum breyt-
ingum — allt til 1974.
Þvi má segja að grunnskóla-
lögin færi islenska skólakerfið
inn i nútimann.
í okkar þjóðfelagi eru gerðar
miklar kröfur. Þjóðfélagið gerir
ákveðnar kröfur til okkar og við
á móti kröfur til þess. Til að
geta fullnægt sem flestum kröf-
um er gripið til hinna ýmsu
ráða.
Það er orðið almennt i dag að
báðir foreldrar vinni úti. Þetta
leysir mörg vandamál en skap-
ar einnig önnur. Foreldrar og
börn þeirra hittast ekki nema á
kvöldin og um helgar. Börnin
verða þvi að læra að bjarga sér
sjálf eins fljótt og þau geta. En
hvar eru börnin á daginn? Jú! á
dagvistunarstofnunum, i skól-
anum, á götunni eða á einhver j-
um öðrum stöðum.
Þegar börn eru komin á
skólaaldur eru þau I skólanum á
daginn. Með auknum aldri
barnanna gerir skólinn meiri
kröfurog verða þau þvi að vera
lengi i skólanum. Tólf ára eru
börnin allt að 36 kennslustundir
á viku yfirleitt frá átta til tvö
fimm daga vikunnar. A þessum
tima er það kennarinn sem er
númer eitt hjá barninu, það
hlýðir honum, tekur við fyrir-
mælum frá honum, hlýðir á boð-
skap hans og svo framvegis.
Börnin læra af kennaranum
hvað sé rétt og rangt, þau læra
almenna kurteisi og lenda i tog-
streitu viö önnur form sem rilcja
á heimili þeirra og svona mætti
lengi halda áfram.
Þetta á öllum foreldrum að
vera ljóst. Þeir eiga aö gera sér
grein fyrir að kennarinn er
gifurlega mótandi aðili á börn
þeirra. Þeir eiga þvi að gera
þær kröfur til kennarans aö
hann sé fær um að rækja starf
sitt vel.
En hvaða kennara er kleift að
rækja starf sitt vel?
Grunnskólalögin kveða svo á
r
að kennarar skuli skila þriggja
ára háskólanámi til að öðlast
réttindi til kennslu i grunnskól-
anum, stúdentspróf er ekki
lengur nóg, grunnskólinn aðal
menntastofnun barna ykkar
krefst háskólamenntaðra kenn-
ara til að geta framkvæmt sln
markmið.
Með setningu grunnskólalag-
anna var sú staðreynd þvi enn
itrekuð hvað uppeldi „þeirra
sem erfa landið” var mikilvægt.
Það mátti ekki lengur vera
maður með stúdentspróf, það
var einfaldlega ekki lengur i
takt við timann, það heyrði for-
tiðinni. Það var þvi verið að
segja viö okkur aö það sé ansi
Örn Pálsson
..... ...... ■■ ■ -i
— nemandi i KHÍ
mikill ábyrgðarhluti að senda
barn i skóla þar sem ekki eru
kennarar með fullgildandi
kennaramenntun. Margir
spyrja eflaust hvar er þann
skóla að finna hér á Islandi? Ja!
þvi miður eru þeir ekki margir,
kannski er enginn slikur skóli til
i landinu.
En öll lög þurfa sinn aðlög-
unartima, einnig grunnskóla-
lögin, en sá er hængur á að sá
timi má ekki vera langur.
„Erfingar landsins” hafa ekki
efni á að biða, þvi þróun þjóðfé-
lagsins heldur stöðugt áfram og
eitt af megin markmiðum
grunnskólalaganna er að gera
einstaklinginn hæfan til að
ganga inn i nútimaþjóðfélag.
Út frá þessari staðreynd hlýt-
ur fullgild kennaramenntun aö
skapa hæfari einstaklinga fyrir
þjóðfélagið og stuðlar þvi um
leið aó bættu þjóðfélagi.
Góðir lesendur! það er nauð-
synlegt að vera á varðbergi
gagnvart uppfræðslu barnanna,
þeirra sem erfa landið, þeirra
sem taka við. Látið það ekki liö-
ast, að uppfræðarann skorti
þekkingu til að knýja fram þau
markmið sem nútimaþjóðfélag
krefst af börrum ykkar.