Tíminn - 13.03.1979, Page 13
ÞriBjudagur 13. mars 1979
13
lHMití'l'
Öfgáhópur í
Frakklandi
Mótmælir dýrtíöinni
með þvi að leggja heilu
verslunarhverfin i rúst
Frakkar hafa lengi óttast að hryðjuverkaaldan,
sem tröllriðið hefur italíu og Vestur-Þýskalandi
ætti eftir að berasttil þeirra. Ótti þessi hefur magn-
ast síðustu mánuði vegna upphlaupa öfgahóps, sem
kallar sig hina sjálfstæðu og hefur það göfuga
markmið að berjast gegn dýrtíðinni. Áhangendur
fara um tugum saman með barefli og Molotoff-
sprengjur að vopni. Eyðileggja þeir og ræna versl-
unarhverfi og hirða þá ekki um, hvort fyrir sprengj
unum verður saklaust fólk. Fjöldi manns hefur
særst í árásum þessum, en þær eru nú orðnar f jórar
talsins. Hópurinn notar laugardagana til árása, en
þá er einna líf legast í búðunum.
í tygjum við
Baader-Meinhof
Þjóðfélagiö séð með augum
þessara ungu manna er fasista-
þjóðfélag. Vilja þeir meina, að
ofbeldi þeirra sé ekki annað en
svörun við ofbeldi þjóðfélagsins,
sem birtíst i liki atvinnuleysis
og fátæktar. Hina sjálfstæðu er
að finna i háskólum og i verk-
smiðjum i Paris, Strasbourg,
Lyon og Toulouse. Málgagn
þeirra nefiiist „Félagi” og skv.
lögregluskýrslum eru félagarn-
ir fæddir byltingarárið 1789.
Samkvæmt upplýsingum frá
frönsku leyniþjónustunni, hafa
hinir sjálfstæðu tið samskipti
við alþjóðleg hryðjuverkasam-
tök, Palestinuskæruliöa, italska
hryðjuverkahópa og þýska hóp-
inn kenndan við Baader.
Eru fundahöldin sögðeiga sér
stað nálægt borginni Grenoble.
Lögreglan hefur meira að segja
þótst bera kennsl á þann, sem
ofbeldinu stjórnar og á það að
vera prófessor nokkur, gamall
vinur „Danna rauða” eöa
Daniels Cohn-Bendit. Biður hún
aðeins eftir fyllri sönnunum til
þess að draga hann fyrir lög og
dóm.
Frakkar búa sig undir að lifa
með hinum sjálfstæðu. En þeir
eru þegar farnir að óttast að
rúðubrot, rupl og rán nægi þeim
ekki til lengdar og gislingar eða
morð fylgi í kjölfarið. Morðin á
Hanns Martin Schleyer og Aldo
Moro eru enn i fersku minni.
Þaö væri kaldhæðið, ef hryðju-
verkaalda brytist út I Frakk-
landi, en hryöjuverkamönnum
hefur einskis orðið ágengt,
hvorki I Þýskalandi, þar sem
þeir hafa verið til staöar i tiu ár,
né á ítaliu, þar sem þeir eru
fimm ára I hettunni.
,, Meinlausir draum-
óramenn”
Birt hefur veriö viðtal við einn
af höfuðpaurum árásarinnar á
verslanir við járnbrautastöðina
Saint-Lazare, en sú árás var
gerð rétt eftir miðjan janúar.
Þá fóru þeir fjörutiu saman
rændu, brutu ogkveiktu i'. Ekki
hafði lögreglan hendur i hári
þeirra, en meðlimir öfgahóps til
hægri sáu framvindu mála og
handsömuðu einn.hinna sjálf-
stæðu,Gracindoaðnafni. Þegar
móður Gracindos var tilkynnt
um handtöku hans brást hún
undrandi við og sagðist ekkert
skiija i þessu pólitiska vafstri
stráksins. Hun vissi ekki betur
en aðaláhugamál hans væru
hestar og gitarspil. Yfirleitt eru
viðbrögð foreldra á þennan veg.
Foreldrar Pennognon, sem
handtekinn var fyrir svipaðan
leik og Gracindo, sögðu hann
meinlausan. „Þetta er ekki
annað en draumóramaður og
skáld”.
Það er dálitið hægt að komast
að hugsanagangi hinna sjálf-
stæðu með þvi að gripa niður i
þetta viðtal við höfuöpaurinn,
sem auðvitað lætur ekki nafns
sins getið. Málfariö er frekar
slappt. „Við höfum haldið hópn-
um smáum til þess að löggan
eigi erfiöara með aö ná okkur.
Við Saint-Lazare var alls ekki
skipulagt fyrirfram að leggja
allt í rúst, en það var ómögulegt
að hafa hemil á strákunum. —
Verstað þessir hægri menn fóru
að skipta sér af Gracindo.
Aldrei heföum við farið að
skipta okkur af þeirra tilræðum
og hjálpa þar með löggunni,
aðalóvininum”.
Ekki bjóst höfuðpaurinn við
að hinir sjálfstæöu myndu
leggja út i aðra mikla árás á
Sum fórnarlambanna eru ósköp aumingjaleg fyrir eins og þessi
sjálfsali f lestarstöðinni, sem útbýtir Hollywood tyggigúmmii á 200
krónur.
borð viö Saint-Lazare árásina I
bráð. Til þess heföu viðbrögð
fólks og fjölmiðlá verið of
hræðslukennd.
Sérstæðir byltingar-
menn: Neita að borga i
bió
Höfuðpaurinn grimuklæddi
staðfesti að hugsjónir sinar
sæktu hinir sjálfstæðu til Itali'u.
Ekki telur hann nauðsyn á
sterkum kjarna I hópnum eða
sterku skipulagi innan hans.
Hann segir að þúsundir fylgi
hinum sjálfstæðu að málum
beint eða óbeint. Það eru þeir,
sem mótmæla dýrtíðinni með
þvi að neita t.d. að borga sig inn
á kvikmyndir eða stela i
verslunum. „Við stelum þó ekki
skotvopnum, þvi að við treyst-
um okkur ekki enn i byssuleik
við valdið”.
Eitt segir höfuðpaurinn at-
hyglisvert. Það er varöandi
kröfugöngur. „Þeir sem fara i
kröfúgöngur gera rikinu greiða.
Allt virðist svo frjálst. Kröfu-
göngur eru bókstaflega rfkis-
reknar. Þeir sem aftur á mótí
leggja út af örkinni með barefli
að vopni, þeir hafa einhverjar
hugsjónir. Vilja fá sinn skerf”
Og höfuðpaurinn heldur áfram
að útlista. „Það má ekki skilja
orð min svo, að við séum að
vinna fyrir alþýðuna. Það, sem
við náum i árásum okkar,
geymum við fyrir sjálfa okkur.
Viðreynum að breyta lifi okkar
hvað sem það kostar”.
FIþýddi
, Það þýðir ekkert annað en aö koma I einkennisbúningi, þegar
maður á stefnumót viöblaðamenn. Þetta er höfuðpaurinn I árásinni Þannig afgreiða hinir
á versianirnar I Saint-Lazare. Molotoff-sprengja I forgrunni. sjáifstæðu sig i bönkum.
Nomin Ba.ha -.Taga
ALÞÝÐULEIKHOSIÐ SUNNAN-
DEILD
Barnaleikritið
NORNIN BABA-JAGA
eftir
Jevgeni Schwarts
Þýðing:
Ingibjörg Haraldsdóttir
Leikstjóri: Þórunn Sigurðar-
dóttir
Leikmynd og búningar:
Guðrún Svava Svavarsdóttir.
Söngtextar:
Ási I Bæ
Tónlist:
Eggert Þorleifsson
Ólafur örn Thoroddsen og
Ási i Bæ
Aðstoðarieikst jóri:
Guðlaug Marfa Bjarnadóttir
Lýsing:
Davið Walters
Leikhljóð:
Eggert Þorleifsson og
Ól. örn Thoroddsen.
Alþýöuleikhúsiö, sunnandeild,
virðist um þessar mundir leggja
mikla áherslu á vinnu fyrir börn,
LEIKLIST
og er það vel, þvi hætt er við aö
þeir sem ekki koma i leikhús sem
börn, láti sér þessa þykjustu lifs-
ins lönd og leið, þegar þeir
stækka. Ekki hefi ég samt fyrir
mér neinar tölur, heldur virðist
mér það dálitið sama fólkið, sem
sækir sýningar. Þótt tölfræðilega
sé unnt að sanna aö allir Islend-
ingar fari a.m.k. einu sinni á vetri
i leikhús, er þaö vissulega ekki
svo, hinn „harði kjarni” sér helst
allt sem boöið er, svo þaö eru
margir — þvi miöur — sem heima
sitja, af þvi að þeir hafa ekki
vanist leikhúsinu eins og signum
fiski eöa hákarli, og verða þvi
litlir neytendur siðar.
A þetta er minnst, vegna þess
aö hópur manna hafði orð á þvi að
Alþýöuleikhúsiö væri að veröa
barnaleikhús, sem geröi heldur
litiö fyrir fullorðna. En nóg um
það.
Úr leikritinu „Nornin BABA-JAGA
Einkennilegur kommi
Jevgeni Schwarts
Jevgeni Schwarts fékk lengi
bágt fyrir þaö heima fyrir að vera
að þvælast með ævintýri borgara-
stéttarinnar inn i leiklistarkerfi
Sovétrikjanna. Eins og Ekkja
Maos og þremenningarnir ill-
ræmdu bönnuðu Beethoven og
Svanavatnið i Kina, þótti Jevgini
einkennilegur með þessi sléttu-
bönd liðinnar tiöar. En svo komu
betri timar, og eldforn ævintýri
um baráttu hins illa og góöa voru
ekki rigbundin við kaupmanninn
á horninu og hans riki, heldur áttu
erindi til allra manna. Það er llka
auösætt I boðskap Nornarinnar.
Aö þaö góöa sigrar kerfiö ef nógu
lengi er barist.
Sagan segir frá verkakonu, sem
tapað hefur tveim sonum i ill-
fygli, eöa nornina BABA JAGA,
sem mun griskt orö aö uppruna
og notað um illa séða förumunka
og trúboða.
Annars er þetta ljómandi vel
skrifað verk og vel upp sett, lik-
lega eitt besta verk leikstjórans
til þessa, þvi„frumleiki” og sér-
kennileg leikbrögö eru sem betur
fer að setja ofan i leiksviðinu hér.
Af leikendum vil ég sérstaklega
geta um þær Helgu Thorberg,
Elisabetu Þórisdóttur og Sigurð
Sigurjónsson.
Þá vil ég aö lokum minnast á
búninga Guðrúnu Svövu Svavars-
dóttur, og leikmynd hennar, en
hún er vaxandi listamaður á
þessu sviöi.
Jónas Guömundsson.