Tíminn - 16.03.1979, Síða 20

Tíminn - 16.03.1979, Síða 20
Sýrð eik er sígild eign TRtSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMULA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag mm m Verzlið búðin * sérverzlun með skíphoiti i9. r." *—' litasjónvörp sími 29800. (5 linur) OghljÓmtækí Föstudagur 16. mars 1979 — 63. tölublað — 63. árg. Möðruvallahreyfingin á nýjum slóðum: Lúðvík reynir að komast fyrir safnið Eftir að fyrsta kosningafundi Alþýðubandalagsins lauk, en hann var eins og al- þjóð veit I sjónvarpinu I fyrradag, hafa Ifnurnar tekið að skýrast nokkuð f þvf fjaðrafoki sem rfkt hefur innan Alþýðubandalagsins undanfarna daga og þeim hatrömmu valdaátökum sem hrista f lokkinn og skekja þessa dagana. Svo er aö skilja aö tvær grim- ur séu aö renna á upphlaupsliðiö i flokknum, vegna þeirrar óá- nægju sem vart hefur orðið meðal óbreyttra liösmanna sem telja ásteytingarsteina foringj- anna ekki skipta svo miklu máli að réttlætanlegt sé að sllta stjórnarsamvinnunni þeirra vegna. Asmundur Stefánsson hag- fræðingur hamast við að lýsa „miklum áhyggjum” vegna málsins og er helst á honum að skilja að hann sjái eftir öllu saman, að hafa hleypt öllu i bál og brand á liösfundi foringjanna eftir sl. helgi. A sameiginlegum fundi þing- manna Alþýöubandalagsins með framkvæmdastjórn og „verkalýösmálaráöi” eftir sl. helgi mun Lúðvik Jósepsson hafa ætlað að láta samþykkja umboð til hánda ráðherrunum að ganga að þvi samkomulagi sem fyrir lá að tillögu forsætis- ráðherra. Þessar fyrirætlanir Lúöviks ruku út f veöur og vind þegar Möðruvallahreyfingin greip boltann úr höndum Asmundar og hleypti fundinum upp með áköfum mótmælum. Hávaði Möðruvellinganna varð slikur að almennir fundarmenn fengu á tilfinninguna að „eitt- hvað alvarlegt væri á seyði”, eins og haft eræftir einum þeirra Þegar Lúðvik sá viðbrögð fundarins lagði hann ekki i að bera tillögu slna um umboð fram, og hefur siðan einbeitt sér að þvi að ná forystu og frum- kvæði aftur i slnar hendur, og stöðva þannig rásið sem komið er á safniö niöur hllðina, en þetta kom greinilega fram I hinum fordæmalausa kosninga- fundihans I sjónvarpinu sl. mið- vikudag. Haldreipi Alþýöubandalags- forystunnar i þessum miklu nauðum er krónutala kaups. Um leið reyna þeir að stinga öll- um upplýsingum um raunveru- lagan kaupmátt undir stól. Svo sem vonlegt var sá Guðmundur J. Guðmundsson alþýðufursti i gegnum þetta, og hefur siöustu daga beitt sér fyrir sáttum og samkomulagi. Hann veit sem er hverjir hagsmunir eru i húfi i raun og veru og hefur þyi. lagt allan þunga sinn á það að koma lestinni inn á heimtraðirnar aft- ur að stjórnarheimilinu. Bak viðþetta allt er valdatafl- ið I æðsta ráði Alþýðubandá- lagsins. Lúðvik er að tefla sitt endatafl og hann vill ráða þvi einn hvernig taflstaðan verður þegar hann hverfur af vett- vangi. Asmundur Stefánsson er að kvitta fyrir framboðsátökin i fyrravor, hálfgert aö gamni sinu og með yfirburöum reikni- meistarans. Óiafur Grlmsson og Möðruvaliahreyfingin eru að þjóna lund sinni. Ráðherrarnir eru að berjast fyrir pólitlsku llfi sinu og þeim forystusessi sem þeir hafa náð. Guðmundur J. Guömundsson loks hefur ekkert á móti þvi að sýna einu sinni enn veldi sitt andspænis þingliöinu, en fram undan sér hann svo for- setastól Alþýðusambandsins. Tómas Arnason Frumvarp um tekjustofn Ferðamálaráðs til umræðu á Alþingi „Ákvæðið má lagfæra Ferðamálaráði i vil” — segir Tómas Árnason fjármálaráðherra FI — í fjárlagafrumvarpinu er gertráðfyrir stórfelldri skerð- ingu á tekjustofni Ferðamála- ráðs og má segja, að með þeirri skerðingu yrði starfsemi ráðs- ins lömuð verulega. Tómas Arnason fjármálaráöherra sagði af þessu tilefni á Alþingi I fyrradag, er hann talaði við fyrstu umræðu um heimildar- frumvarp viö lánsfjáráætlun, að viss mistök hefðu átt sér stað I upphafi varðandi löggjöf um Fcröamálaráö, þar sem gert er ráð fyrir, að Ferðamálaráð fái vissa prósentu af heildarveltu i Frihöfninni. Nú er lagt til, að Ferðamála- ráð fái vissa prósentu af þvi, sem Frihöfnin skilar til rfcis- sjóðs, og sagði Tómas i samtali við Tlmann I gær að skv. frum- varpinu, sem fylgir lánsfjár- áætlun, sé gert ráð fyrir þvi að gjaldið til Ferðamálaráös verði 10% af þvi, sem Frlhöfnin skilar I rlkissjóð á árinu. „Þetta myndi þýða stórlækk- un á gjaldi til Ferðamálaráðs, sagöi Tómas, ,,og myndu tekjur ráðsins fara allt niður I 47,9% miiljónir úr 164 milljónum. Það, sem ég lagði til I minni fram- söguræðu, var það að málið yrði athugað nánar I fjárhags — og viðskiptanefnd. Mér finnst þetta of stórtstökk ogsting uppá þvl, að Ferðamálaráð ffli hærri pró- sentu af skilafé Frlhafnarinnar til rikissjóðs. Hef ég lagt til aö prósentan verði hækkuð um helming, sem þýðir að Feröa- málaráð fengi um 96 milljónir i sinn hlut.” — Bjartsýnn á að það takist? — Já, ég á von á aö þessu verði vel tekið i fjárhags- og við- skiptanefnd. Ákvæðið verði alfarið dregið til baka” — segir Heimir Hannesson formaður Ferðamálaráðs íslands Heimir Hannes- son FI — Þaö er mér algjörlega ó- mögulegt að flokka undir mis- tök, að Alþingi tslendinga skyldi fyrir tveimur árum setja heildarlöggjöf um ferðamál og skapa hófsaman tekjustofn fyr- irnýja þjónustustofnun þessarar nýju atvinnugreinar, — tiltekinn lögbundinn tekjustofn, sem er frá atvinnugreininni kominn, þ.e. með álagi á seldar vörur I Frlhöfninniá Keflavikurvelli og tilkominn hennar vegna. Þetta sagði Heimir Hannes- son formaður Ferðamálaráðs I samtali við Tlmann i gær, þegar við bárum undir hann orö fjár- málaráðherra á Alþingi I fyrra- dag varðandi tekjustofn Ferða- málaraáðs. „Við sættum okkur ekki við að fá i senn algeran niðurskurð fjárveitingavaldsins á launum og rekstri við fjárlagaafgreiðslu fyrir þetta ár og þar ofan i kaup- ið mjög verulegan niðurskurð á þvl, sem þá er eftir, þ.e. hinum lögbundna tekjustofni. Hins vegar er fagnaöarefni, að ráðherra skuli hafa viður- kennt, aö i þessari frumvarps- grein sé of hátt reitt til höggs, en við lysum þvl yfir um leiö, aö viö sættum okkur ekki við neitt annað en að nefnd frumvarps- grein verði dregin til baka að fullu og öllu. Og hef ég reyndar ástæöu til að ætla að því fari fjarri að nokkur þingvilji sé fyr- ir framgangi þessa óhugsaða frumvarpsákvæöis.” Japanskir aðilar: Vilia kaupa ferskan kolmunna af íslendingum ESE— Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér hafa aðilar I Japan sýnt mikinn áhuga á því að undanförnu að kaupa héðan ferskan kolmunna og hefur heyrst í því sambandi að Japanirnir hafi jafnvel boðist til þess að senda hingað sérstök verksmiðjuskip/ sem tekið gætu á móti aflanum,verkað hann umtoorð og flutt hann síðan til Japan. Upphaflega mun hafa verið haft samband við Rannsókna- stofnun fiskiönaöarins fyrir tæpu ári og munu þá Japanirnir hafa boöist til þess að kaupa feniskan kolmunna af Islendingum. Að sögn Björns Dagbjartsson- ar, aðstoðarmanns sjávarútvegs- ráöherra, var þetta mál kannað á sinum tima, en hlaut þá litinn hljómgrunn, enda um það rætt að aflanum yrði landað i japönsk skip sem bækistöövar hefðu við Irland. Sagði Björn aö samkvæmt þvi bréfi sem Rannsóknastofnun fisk- iönaðarins hefði borist hefðu Japanirnir einungis haft áhuga á að kaupa kolmunnann af Islend- ingum að sumrinu til og eitthvað fram eftir hausti, en hvort þetta heföi breytst eitthvað vissi Björn ekki. Þessum japanska aöila, sem sýnt hefði áhuga, hefði verið bent á ýmsa islenska útgerðar- aöila, sem möguleika hefðu á að stunda kolmunnaveiðar, en hvort samband heföi verið haft við þá vissi Björn ekki. Timinn hafði i gær samband við Eyjólf Isfeld Eyjólfsson hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, og var hann spuröur að þvi, hvort samband hefði verið haft vð S.H. vegna þessa máls. Eyjólfur sagði að það væri rétt að ýmsir japanskir aöilar hefðu haft samband við þá vegna þessa, og reyndar væri nokkuð langt siðan fyrst var farið að tala um þetta mál. Taldi Eyjólfur ýmis tormerki á þvi að af þessum viðskiptum við Japanina gæti orðið, jafnvel þó að þeir sendu hingað skip, og nefndi sem dæmi að I fyrsta lagi hefði engin kolmunnaveiði veriö hér að ráði. 1 öðru lagi engin kolmunna- veiði, þar sem kolmunninn heföi komið ferskur að landi, sem væri númer eitt i þessu máli. í þriðja lagi væri enginn vinnsluaðstaða fyrir kolmunnann hér og i fjóröa lagi væri þetta spurning um verö, þannig að ljós væri að ýmis ljón væru á veginum. Þess má að lokum geta, að nú er taliö að kolmunnastofninn I Noröur Atlantshafi sé einhvers staðar á milli 10 og 20 milljónir lesta, en loðnustofninn hér við land er ekki nema á milli 2 og 3 milljónir lesta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.