Tíminn - 30.05.1979, Qupperneq 10

Tíminn - 30.05.1979, Qupperneq 10
10 Miðvikudagur 30. mai 1979 Hallgrínsson Helgi f. 14. april 1891 — d. 23. mai 1979 1 dag fer fram frá Dómkirkj- unni útför Helga Hallgrimssonar. Hann fæddist á Grimsstöðum á Mýrum 14. april 1891 og lést s.l. miðvikudag 23. mai 1979. Hann var sonur Hallgrims Nielssonar, bónda á Grimsstöjðum á Mýrum og Sigriðar Helgadóttur frá Vogi á Mýrum, konu hans. Séra Haraldur Nielsson, prófessor, var föðurbróðir hans og margt dugnaðarfólk er i ættinni. Helgi var kennari að mennt, en var lengst af fulltrúi á skrifstofu Reykjavikurhafnar. Tók hann mikinn þátt i félagsmálum og var um langt árabil þingforseti Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Fóru honum þau störf vel úr hendi, enda röggsamur I for- setastóli og mælskumaöur mikill. Hann hugsaði mikiö um þjóðfélagsmál og hélt oft erindi um þau i útvarpiö. Hann var mikill tækifærisræöumaöur og haföi yndi af að flytja kvæöi, einkum kvæöi Einars Benedikts- sonar, sem hann kunni flest utan- bókar. Aðal áhugamál Helga var tón- listin. Hann hafði góöa söngrödd og lék vel á pianó og orgel, m.a. viö messur Haraldar Nielssonar I Frikirkjunni. Hvergi kunni hann betur viö sig en þar sem tónlistin var i heiöri höfö og var þá hrókur alls fagnaöar. Helgi fékkst viö innflutning á pianóum alla ævi allt fram til hins siöasta og þar undi hann sér vel. Vildi hann leggja sinn skerf til, aö tónlistin væri iökuö á flestum heimilum. Einkum var honum annt um, að unglingar heföu tækifæri til aö öðlast staöfasta grundvallar- þekkingu I tónlist. Eiginkona Helga, Ólöf Sigur- jónsdóttir, lést fyrir nokkrum árum. Börn þeirra eru Hall- grimur tónskáld, Siguröur for- stjóri Flugleiöa, Gunnar lögfræö- ingur Flugleiða, Halldór forstjóri Ocean Harvest i Boston og Astriö- ur sendiherrafrú i Washington. Vinir Helga Hallgrimssonar munu minnast hans sem al- vörumanns og gleðimanns og um- fram alltsem góös vinar. Ég naut vináttu Helga um 30 ára skeiö. Þótt aldursmunur væri mikill, fannst mér alltaf, aö viö værum jafnaldrar. Svo ungur var hann I anda og jákvæöur i öllum sinum lifsviðhorfum. Hafðu þökk fyrir samveruna, kæri tengdafaðir. Hans G. Andersen Frá fyrstu starfsárum minum viö Timann minnist ég margra utanbæjarmanna, sem komu á skrifstofu biaösins, til aö ræöa viö ritstjóra og blaöamenn um áhugamál, sem þeir báru fyrir brjósti. Af þessum mönnum eru mér fáir eða enginn minnisstæö- ari en Hallgrimur Nielsson á Grimsstööum á Mýrum. I mál- flutningi hans fóru saman svo mikil orösnilld og eldmóöur, ásamt skörpum skilningi, aö erfitt var aö andmæla honum, ef skoöanir fóru ekki saman. Mér fannst ég jafnan vera eitthvaö rikari eftir að hafa rætt við Hall- grim. Það var gagnlegt ungum manni aö fá leiðbeiningar og fræöslu, áminningu og viöurkenn- ingu frá manni eins og Hallgrimi Nielssyni. Ég kynntist Helga syni hans ekki fyrr en mörgum áratugum siðar, þegar hann var oröinn nær hálfáttræöur. Aldurinn sá þá ekki á honum. Hann var beinn i baki og bar sig vel, manna höföing- legastur i sjón. Þó var meira um vert, aö arfurinn frá Hallgrimi föður hans, andlegt fjör og þrótt- ur, málsnilld og skarpleikur, hafði ekki látið á sjá. Þaö gat vel átt við hann, sem Helgi Hjörvar kvað um frænda hans, Bjarna Ás- geirsson. Glöggt hefur Mýramanna kyn markað sér hinn væna hlyn. Tvennan áttu ættargrip, Egilsmál og Þorsteinssvip. Helgi Hallgrimsson veröur ógleymanlegur þeim mönnum, sem áttu þess kost að kynnast honum náiö. Andleg reisn hans naut sin vel á gleðistundum, þegar hann var hrókur alls fagnaöar og flutti orösnjallar ræöur eöa stjórnaöi söng af lifi og sál. En hann naut sin ekki siður, þegar alvaran kvaddi dyra. Þannig mun þaö hafa veriö á siðastliðnum vetri, þegar mikill harmur var kveöinn að fjölskyldu hans. Þá mun þaö hafa veriö hinn niræði öldungur, sem var mest til hughreystingar. Helgi Hallgrimsson átti þvi iáni aö fagna, aö eignastfimm mann- vænleg börn, sem borið hafa hróður tslands vitt um lönd á sviði lista, viöskipta og dipló- matiskra samskipta, þvi aö það reynir oft ekki minna á konu sendiherrans en sendiherrann sjálfan. Arfurinn frá Grimsstöö- um hefur reynzt endingargóður. Helgi Hallgrimsson hélt and- legri reisn sinni til hinztu stundar. Viö Ragnheiöur þökkum vináttu hans og drengskap um leið og viö vottum vandamönnum hans samúð okkar viö fráfall hans. Gott er að eiga minningu um slikan mann. Þ.Þ. GREIÐSLUKJOR SK’-CORSR 'VÖRPog HUOMTÆKI BUÐIN Skipholti19 Utb 1 ánctími Vpxtir Staðar. 20% 30% 35-95% 35-95% 100% 2 mán. 3 mán. 4-6 mán. 3 mán. 0 0 0 23,5 0 0 0 0 0 0 5% í if&’xgtv -Xtf-f, ? Minnisvarði um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara Austfiröingar hafa minnst ýmissa sinna merkustu manna með þvi aö reisa þeim minnis- varða. Gott eitt er um það aö segjameöanþaöeri hófi. Nú mun minnisvarði Páls ólafssonar senn fullgeröur og hefur verið lengi á leiðinni. Er sannarlega kominn timi til aö minnast hins vinsæl- asta skáids sem Austfiröingar hafa átt. Undanfarin ár hefur nokkuð veriö rætt um aö reisa Sigfúsi Sigfússyni þjóösagnaritara minnisvaröa. Einkum hefur Siguröur Magnússon frá Þórarinsstööum, nú á Seyöisfiröi, beitt sér fyrir þvi máli. Þaö er timabært aö sýna það i verki á þennan hátt aö Austfiröingar kunni aö meta verk Sigfúsar og þannskerf sem hann hefur lagt til islenskrar þjóömenningar. Nú mun vera I undirbúningi ný útgáfa af þjóösögum og sögnum Sigfúsar og er það gleðilegt. Þá færi vel á þvi aö jafnframt yröi hans minnst heima i fjóröungnum meö minnisvarða. Þaö viröist kjöriö verkefni fyrir Menningar- samtök Héraösbúa að beita sér fyrir þvi máli. Boðist hefur staöur fyrir varð- ann nálægt vegamótum á Miöhúsum i Eiöaþinghá, en þar var fæðingarstaöur Sigfúsar. Ég hygg aö þessi staöur mundi henta mjög vel. Hann stendur þar á vegamótum til Seyöisfjarðar og nálægt þorpinu á Egilsstööum. Þegarþesserminnstaö það tók Sigfús 11 ár aö fá nokkuö prentaö af þjóösögum sinum, þó að hann væri búinn aö selja handritiö tvisvar á þessu timabili, má bú- ast við aö þaö taki einhvern tima aðkoma þessu minnisvaröamáli i höfn, þó aö allt sé nú léttara fyrir fætiíþviefriien áöurvar. En timi er kominn til aö hefjast handa. Ekki mun rétt aö ræöa mikiö gerð þessa varða á þessu stigi málsins, enda i verksviöi heima- manna að ákveöa hana. Þó finnst mér aö austfirskt blágrýti mundi vel til fallið aö lýsa skapgerð Sigfúsar og mynd sú af honum sem Rikharður vinur hans geröi mundi sóma sér þar vel. En varð- inn veröur aö bera svipmót þessa manns, sem liföi meira i fortiö en nútiö og skrásetti fróöleik frá horfnum kynslóðum. En ekki veröur svona mann- virki til af sjálfu sér. Meðal ann- ars þarf fjármuni tilaö koma þvi i framkvæmd. Er nauösyn að hefj- ast handa um fjársöfnun i þessu skyni. Viröist mér aö Menningar- samtökin eigi aö hafa forgöngu i þvi. Til aö byrja meö meöal stofii- ana sem munduvilja styöja þetta mál, svo sem Múlasýslna, kaup- staöa og hreppsfélaga á Austur- landi. Wmir Sigfúsar munu fagna þvi aö Austfiröingar hefjist nú handa um aö reisa honum veglegan minnisvarða. Eirikur Sigurösson. Hjólbarðasólnn, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Eigum fyrirliggjandi flestar stœröir hjólbaröa, sólaöa og nýja Tökam allar venjulegar stœrölr hjólbaröa tll sólunar Dmfelgun — Jafnv®gl88Ulilng HEITSÓLUN - KALDSÓLUN Mjög gott verð F/jót og góð þjónusta Opið alla daga PÖSTSENDUM UM LAND ALLT GUMMI VINNU STOfAN HP Skipholt 35 105 REYKJAVlK slmi 31055

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.