Tíminn - 27.06.1979, Qupperneq 7
Mi&vikudagur 27. júni 1979.
'• '■'4'
SVAR TE KRISTJANS
Kristján Friðriksson leggur
þrettán spurningar fyrir mig I
Timanum þann 20. þ.m. Spurn-
ingar þessar f jalla um sjávarút-
vegsmál eins og við er að þúast.
Kristján hefur eytt miklum
tlma á undanförnum árum i að
kanna ýmsa þætti sjávarút-
vegsmála og ekkert til þess
sparað. Hann hefur svo sann-
arlega ekki haft sina eigin hags-
muni að leiðarljdsi, heldur
hagsmuni þjóðfélagsins I heild,
og á hann mikla virðingu skilið
fyrir, á þeim tima þegar fæstir
virðast sjá annað en þrengstu
hagsmuni sjálfra sln. Þess
vegna er mér það sönn ánægja
aö svara spurningum Kristjáns,
en viö erum I veigamiklum
atriðum ósammála um sjávar-
útvegsmál.
Kristján hefur lagt fram til-
lögur um hvernig stórauka
mætti tekjur af sjávarútvegi
með breyttu skipulagi. Tillögur
slnar hefur hann rökstutt meö
ltkingum úr landbúnaði. Sllkar
likingar eiga sjaldnast við og
eru til trafala fyrir rökrétta
hugsun um það mál sem er til
umfjöllunar. Oftar en hitt leiða
þær til rangrar niðurstöðu.
Tvö hundruð
milljarðar
Kristján notar gjarnan þá lik-
ingu á milli landbúnaðar og
sjávarútvegs að þaö þætti
lélegur bóndi sem slátraði
lömbunum á vorin. Með þessu
hefur hann viljað leggja áherslu
á,á hvern hátt væri farið rangt
að i' sjávarútvegi og I framhaldi
af þvl reiknað út upp á tvö
hundruð milljarða króna
hvernig auka mætti tekjur i
sjávarútvegi. Við skulum skoða
þessa llkingu aðeins nánar.
Getur hún átt við sjávarút-
veginn? Er eitthvað sambæri-
legt I landbúnaði og sjávarút-
vegi sem geri mögulegt að yfir-
færa röksemd úr landbúnaði
yfirá sjávarútveg? Við skulum
fyrst skoða hvort þessi llking
stenst innan landbúnaðarins.
Bændur slátra meirihluta allra
lamba áhaustin. Ég treysti þvl
að flestir viti ástæðuna og lýsi
henni þvl ekki nánar. En
ástæðan er að sjálfsögðu sú að I
heild er það hagstæöast. En það
er hægt að vekja upp spum-
ingar. Hversvegna ekki að lofa
hverri gimbur að lifa uns hún
hefur gefið af sér 6—8 lömb og
allt að tiu kíló af ull? Hvers
vegna ekki að leyfa hrútunum
að ná fullum þunga fyrir slátr-
un, tvöfalda þungann eða þre-
falda? Út frá slikum forsendum
er auðvelt að reikna land-
búnaðinum tvö hundruð millj.
króna tekjuauka. En það hefur
ekkert gildi. Þetta dæmi stenst
ekki eins og flestir menn munu
getaséð. Þaðanaf slður er hægt
að yfirfæra það á alls óskylda
framleiðslugrein, sjávarútveg-
inn.
Bændurslátralömbum slnum
á haustin. Það er undirstaða I
llkingu Kristjáns. En af hverju
slátra þeir kálfunum ekki á
haustin? Af hverju er kálfunum
stundum slátrað fárra vikna
gömlum? Eru það lélegir bænd-
ur sem þaðgera? Auðvitað ekki.
Heppilegasti slátrunartlmi
kálfa fer eftir mismun á kjöt-
þunga og verði annars vegar og
fóðurkostnaði hins vegar.
Bændur hefja slátt að öllum
jafnaði um mánaöamótin júnl
til júli. Hvers vegna biða þeir
ekki eftir þvi að fullri sprettu sé
náð? Mikiö af heyskap er tekið
einum til tveimur mánuðum
áður en fullri sprettu er náð.
Kartöflubóndanum kæmi ekki
til hugar að hefja uppskeru fyrr
en i september, heybóndanum
dettur ekki í hug að draga
heyskapinn fram I september,
enda værihvort tveggja fráleitt.
Engar svona Hkingar eiga þvl
heima innan landbúnaðarins.
Þaðan af slður er hægt að flytja
þær yfir á sjávarútveginn. Allar
samlikingar á borð við þetta eru
þvl út í hött. Alyktanir sem af
þeim eru dregnar standast ekki
þar sem forsendurnar eru rang
ar. Við getum þvl alveg sleppt
öllum bollaleggingum á þeim
grundvelli.
Hugmyndir
Kristjáns
Ekki ætla ég að halda þvl
fram að hugmyndir Kristjáns
séu fram komnar vegna llkinga
við landbúnaðinn. En ég tel að
hann sé of bundinn við land-
búnaðinn, sem hann þekkir
betur en sjávárútveg. Ég fæ
ekki betur séð en hann leitist
jafnan við að sannreyna hug-
myndir slnar með samlíkingum
viðlandbúnaðinn. Aþennan hátt
fara forgörðum mörg af innri
rökum I sjávarútvegi, rökum
sem litlar likur eru til að menn
komist í snertingu við nema I
starfi I greininni, rökum sem
nauðsynleg eru I stefnumótun.
Kristján leggur áherslu á aö
fiskurinn sé sem afurðamestur
þegar honum er slátrað, þ.e.a.s.
að honum sé gefið lengra lif.
Hann leggur til að meginveiðin
fari fram á ákveðnum hafsvæð-
um á ákveðnum tima, t.d. þegar
hrygningarfiskurinn skilur sig
frá öðrum árgöngum og kemur
upp að suöurströndinni til
hrygningar. (Þessar hugmyndir
Kristjáns hafa breytst nokkuð
og færst i rétta átt sBustu
missirin. Ég leyfi mér að telja
þær hugmyndir sem ég heyri
siðastar vera hans hugmyndir I
dag).út úr reiknaðri þyngdar-
aukninguvið þessa tilhögun fær
hanntekjuaukningusem svarar
til tvö hundruð milljarða kr á
ári aö meðtöldum margfeldis-
áhrifum.
Ég fæ ekki betur séð en að
þessi tillaga fjalli um það. að
færa sjávarútveginn I stórum
dráttum aftur i það horf sem
hannvar I fyrir aldarfjórðungi,
þegar ég kynntist sjávarútvegi
fyrst. Þá var fiskurinn I
meginatriðum veiddur á
vertíðum viö suðurströndina,
uppistaðan I veiðinni var stór-
fiskur. Út Ur þessu komu engir
tvö hundruö milljarðar. Þvert á
móti. Sjávarútvegurinn hefur
þróast frá þessu skipulagi, vit-
andivits, markvisst, I þvl skyni
að auka afraksturinn.
Markmiö
í fiskiðnaði
Meginmarkmið I fiskiðnaði 1
dag, sérstaklega frystiiönaði,
eru þessi:
1) að sjá starfsfólkinu fyrir
stöðugri atvinnu,
2) að tryggja Itrustu vörugæöi,
3) að ná hámarksnýtingu
hráefnis,
4) að ná góöri nýtingu
fjárma gns.
Þessi atriði vinna öll saman.
Það er ekki hægt að tryggja
Itrustu vörugæði nema með
þjálfuðu starfsliði. Þjálfað
starfslið verður ekki fyrir hendi
nema að hægt sé að tryggja
stöðuga vinnu o.s.frv. Það er
þessi stefna sem færir okkur
auknar þjóðartekjur. Þess
vegna er ég sannfærður um aö
þetta er rétt stefna. Þess vegna
mun ég vinna að þvl hvar sem
ég fæ þvi við komið að þessari
þróun verði fram haldiö. Að
áframhaldandi þróun verði i
gerð fiskiskipa i þá átt aö afla-
magn veröi sem jafnast á öllum
árstimum. Jafnframt þvl að all-
ir nýtanlegir fiskstofnar séu
nýttir á eölilegan hátt. Þessi
þróun mun valda því að enn um
sinn verður auðvelt að halda þvi
fram meö réttu að veiðiflotinn
sé of stór. Miklar breytingar
kalla oftast nær á ósamræmi á
meðan þær standa yfir. En það
leitar jafnan jafnvægis á lengri
eða skemmri tima.
Hámarksnýtíng
fiskimiða
Hvernig fer þessi stefna
saman við það markmið að ná
hámarksnýtingu fiskimiðanna?
En það er eitt af aöalatriðum
þessa máls. Það fér engan veg-
inn saman að ná hámarksnýt-
ingu fiskimiðanna og hver fisk-
ur nái hámarksþyngd. Þetta
veit Kristján vel og hefur enda
ekki sett markið svo hátt. Það
er mörguháð viö hvaða aðstæö-
ur afrakstur fiskimiöa er
mestur og veltur það ekki slst á
ætismöguleikunum.
Kristján telur að heppilegasta
sláturþyngd þorsks sé 4 kg,’ ef
ná á hámarksafrakstri. Þetta
hygg ég aö láti mjög nærri lagi.
Hins vegar sé ég ekki að þörf sé
á lokunum veiöisvæða heilla
landshluta til þess að ná þessu
marki. Meöalþyngd veidds
þorsks var minnst á árunum
1973—1975, 2.75 kg. Þrátt fyrir
ört vaxandi togaraflota, sem að
jafnaðiveiðir smærri fisk, hefur
meðalþyngd aukist stórlega
slðan og veröur væntanlega ekki
langt frá 3.75 kg i ár. Tvennt
veldur þessu:
1) að 1973 árgangurinn er sterk-
ur og hefur komið inn í veiðam-
ar með aukinni vigt siöustu árin
og
2) áhrif útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar i 50 m Ilur o g siðar í 200
milur, ásamt öörum ráöstöfun-
um til fiskfriðunar eru að koma
fram. Astæða er þvi til að ætla
að æskilegustu meðalþyngd
veidds þorsks verði náð áður en
um langt liður, án þess að gripið
verði til hastarlegra ráðstafana
og án þess aö öðrum mikilvæg-
um markmiðum veröi fórnað.
En þó erutil þau veiðisvæði sem
æskilegt væri að friða allt árið.
Þessari þróun fylgja, eins og
Kristján bendir réttilega á,
auknir aflamöguleikar. Þá afla-
möguleika veröur að nýta. Til
þess þarf ekki að stækka veiði-
flotann, hann má minnka nokk-
uð, en aftur á móti verður hann
að breytast, þannig aö fjár-
festingu i fiskiflotanum er ekki
lokið, hvorki I bili né til lengri
tlma litið. En hitt skiptir þó
meira máli að fiskvinnslu-
stöðvarnar þurfa að vera færar
um að taka við aukningunnl ,
án þess aö slaka á þeim mark-
miðum sem áður eru nefnd. Til
þess að svo megi verða þarf
mikla fjárfestingu. Fiskiðn-
aðurinn þarf að taka við meiri-
hlutanum af þeirri mannafla-
aukningu sem veröur á næsta
áratug. Ég fæ ekki séð betur en
að á meöan ljóst er aö fiskiiðn-
aöurinn skilar þjóðarbúinu betri
afkomu en annar iðnaður, sé
rétt að leggja höfuðáherslu á
hann, en ekki eins og Kristján
leggur til, að láta fiskiðnaðinn
styrkja annan iðnað fyrstu
sporin.
I nýútkomnu fréttabréfi
Félags iðnrekenda er kvartað
yfir veigengni fiskiðnaðarins og
rætt um leiðir til þess að hægt
væri að miða gengi krónunnar
við þarfiriðnaðarinsogþarmeð
að lækka gengi krónunnar veru-
lega. Sama hugsun virðist liggja
að baki hugmyndum margra
um auðlindaskatt. Að hann eigi
að nota til þess aö gera
óarðbæran rekstur mögulegan.
Það er að draga llfskjörin I
landinu niður. Ég er á móti því
og tel mig ekki skyldugan til
þess að rökstyðja það nánar.
Kristján telur aö ég h afi á ein-
um staði ræðuminni sem birtist
i Timanum 1. júnl sl. snúið
sannleikanum við og þaö að
sjálfsögðu án rökstuðnings. Þaö
er þegar ég segi að ekkert hafi
ennþá komið 1 dagsljósið sem
bendi til þess að auðlindaskatti
fylgdu bætt lifskjör. Þvert á
móti. Honumfylgdu lélegri lifs-
kjör. En málið lltur einfaldlega
út á þennan hátt frá minum
bæjardyrum séð. Ég hafna þvl
ekki að hægt sé aö beita
auðlindaskatti þannig að honum
fylgi bætt lifskjör. Hins vegar
ganga þær tillögur sem ég hef
séð, um notkun auðlindaskatts,
flestar í þá átt að vera til
óþurftar, en sumar eru i besta
falli skaðlausar. Þetta má vera
misskilningur minn, mig kann
að skorta aðstöðu til að skilja
málið, ef til vill hafa tillögurnar
ekki verið nógu vel útfærðar, ef
til vill hafa einhver veigamikil
rök fariö fram hjá mér. Úr þvl
mun Kristján vafalaust bæta.
Ég harma að hafa ekki getaö
svarað spurningum Kristjáns
lið fyrir lið, en það heföi oröið of
langt mál á þessum siðustu tim-
um, þegar blööin vilja slður
birta langhunda. Enég vona að I
þvl sem hér hefur veriö sagt
felist I meginatriðum svör við
þeim spurningum sem skipta
mestu máli og einhver ágrein-
ingur er um okkar I milli.
Einhverjum kann að virðast aö
ég telji að afskipti Kristjáns af
sjávarútvegsmálum hafi ekki
skipt neinu máli. Það er ekki
rétt. Ábendingar Kristjáns og
tillögur hafa knúið menn til aö
hugleiða hvar þeir standa og
hvertskuli stefna. Það er hverri
atvinnugrein nauðsynlegt. Það
veitti t.d. sannariega ekki af þvi
að hleypa litils háttar hreinu
lofti inní vöggustofu sósíalista-
félags Isl. iðnrekenda, og er ég
ekki með þessum oröum að
bendla Kristján neitt við þá
ágætu stofnun.
EFLUM TÍMANN
Sjálfboðaliðar hringi i sima
86300 eða 86538, Siðumúla 15
Reykjavik, á venjulegum skrif-
stofutima.
• • • ••
Þeim sem senda vilja framlög
til blaðsins er bent á að giró-
seðlar fást i öllum pösthúsum,
bönkum og sparisjóðum. Söfn-
unarreikningurinn er hlaupa-
reikningur nr. 1295 i Samvinnu-
bankanum.
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
Eg undirritaður vil styrkja Timann með
þvi að greiða í aukaáskrift
□ heila □ hálfa Á mánuðí
Nafn_________________________
Heimiiisf.------------------------------------
Sími