Tíminn - 27.06.1979, Page 8

Tíminn - 27.06.1979, Page 8
8 GIRÐINGAREFNI gott úrval á góðu verði BÆNDUR! SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR! GIRÐIO GARÐA OG TÚN GIRÐINGAREFNI í ÚRVALI fóður grasfm giráingfrefni HMJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Laugavegur sími 111 25 Kapp- reiðar Kapp- reiðar Hestaþing Glaðs, Daiasýslu verður haldið að Nesodda laugardaginn 7. júlí og hefst kl. 13.00 Keppt veröur í: 250 m. skeiö 250 m. unghrossahlaupi 300 m. stökki 800 m. stökki 800 m. brokki Tilkynna þarf þátttöku til Auöar Kristjánsdóttur I sima 95- 2192 eða 95-2126 fyrir miövikudagskvöld 4. júli. Stjórnin. Alternatorar Verð frá 19.800.- Einnig: Startarar, Cut-Out, Anker, Hendixar, Segulroiar, Miöstöövamótorar ofl. i margar teg. bifreiöa. Póstsendum. Bílaraf h.f. S. 24700. Borgartúm 19. t Ford Bronco, Maverick, Chevroiet Nova, Blaser, Dodgc Dart, Playmouth. Wagoneer Land-Kover, Ford Cortina, Sunbeam, Fiat, Datsun, Toyota, VW, ofl. ofl. Útboð Tilboð óskast i suðu- og járnsmiðavinnu við 5524 m langa aðveitulögn fyrir Hita- veitu Egilsstaðahrepps og Fella. ‘Tilboð verða opnuð á skrifstofu sveita- stjórans á Egilsstöðum, Lyngási 11 og verkfræðistofu Fjölhannar hf. Skipholti 1, Reykjavik, þann 10. júli 1979, kl. 11 f.h. að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Miövikudagur 27. júni 1979. Norðurlandasamtök úr- smiða þinga í Reykjavík GÓ — Noröurlandasamtök úr- smiöa halda sitt árlega þing hér i Reykjavik núna 23.-26. júni. Noröurlöndin halda þetta þing til skiptis og er þetta i fjóröa sinn sem þaö er haldiö hér. Samtökin voru stofnuð 1923, en Úrsmiðafélag íslands geröist að- ili 1957. Núverandi forseti samtakanna er Frederik Stenbroen frá Dan- mörku. Setning þingsins var s.l. laug- ardag 23. júni i Norræna húsinu. Við þaö tækifæri var Magnúsi E. Baldvinssyni veitt minningar- gullmerki Arturs Jonssens fyrir störf i þágu úrsmiöastéttarinnar. Artur Jonssen var um árabil for- seti Norðurlandasamtaka úr- smiöa. Einnig veittu Norðurlandasam- tökin úrsmiðafélagi Islands gull- keðju, sem formaöur félagsins Garðar ólafsson tók viö. En for- menn allra landanna bera slikar keðjur við hátiöleg tækifæri sem þessi. „Krakkarnir mjög jákvæðir” — segir Birgir Finnbogason um reykingavarnastarfið i skólum FI — Siöustuþrjú skólaárin hefur Krabbameinsfélag Reykjavikur staöiö fyrir óven ju umfangsmikiu fræöslustarfi i skólum iandsins. Hefur þaö vaxiö meö ári hverju og I vetur heimsóttu fram- kvæmdastjóri félagsins og fræöslufulltrái samtals 94 grunn- skóla I öllum fræösluumdæmum landsins. Fræddu þeir nem- endurna um áhrif reykinga og um reykingavarnir og sýndu kvik- myndir. Þorvaröur örnólfsson, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfé- lags Reykjavikur, hefur séö um þetta starf i samvinnu viö Birgi Finnbogason, en hann er gömul landsliðshetja I handbolta. Birgir sagði I stuttu spjalli viö Timann, að þetta fyrirbyggjandi starf heföi gengiö vel og krakkarnir væru mjög jákvæöir gagnvart þvi. ,,Ég held, að viö höfum slöur en svo veriö óvinsælir þar sem við komum ogviðgerum okkur góðar vonir um aö 9. bekkurinn næsta ár veröi talsverð fyrirmynd, af þvi aö hann hefur fengið mjög mark- vissa fræöslu um skaösemi reyk- inga. Þaö er einnig áberandi minna um reykingar i 7. og 8. bekk en var hér áður.” Birgir sagði, aö hér væri um hlutlausa fræöslu að ræöa. Gefin væru dæmi um reynslu fólks og rannsóknir. A þennan hátt fengju krakkarnir tækifæri til þess aö gera upp hug sinn gagnvart þess- um ávana. Veigamikill þáttur i fræðslu- starfi Krabbameinsfélags Reykjavikur i skólunum er útgáfa blaösins Takmarks. Blaöiö flytur fréttir af reykingavarnastarfi i landinu, auk erlendra frétta og margs konar annars fróðleiks um reykingavandamáliö. Fjögur tölublöö komuútá skólaárinu, hiö siöasta i' byrjun mai. Flytur þaö einkum ýmislegt efni varðandi Iþróttir, m.a. lýsa nokkrir lands- þekktir iþróttamenn afstööu sinni til reykinga. Aö meðtalinni sérút- gáfu Takmarks, litabókarblööum handa 8 og 9 ára börnum, fóru meira en 106 þúsund eintök af blaöinu i skólana á timabilinu. Krabbameinsfélag Reykjavik- ur veitti nú I annaö sinn viöur- kenningar til reyklausra bekkja i grunnskólum. Hlutu slika viður- kenningu 166 sjöttu bekkir og 69 sjöundu bekkir, 30 áttundu bekkir og 8 niundu bekkir eða samtals 273, en þaö eru 30% af öllum 6. og 9. bekkjum i skólum landsins. Hafði fjöldi viðurkenninga til reyklausra bekkja þrefaldast frá fyrra ári. Vitaö er aö fjölmargir bekkir aö auki stóöu mjög nærri þviaðgeta fengiö viöurkenningu, en hún er þvi' aðeins veitt aö eng- inn I bekknum reyki. Fyrirhugaö er, að reykinga- varnastarfiö I skólunum haldi áfram meö svipuöu sniöi næsta vetur, ef nægur stuðningur fæst af hálfu rikis og sveitarfélaga. Kappreiðar og firmakeppni á Sauðárkróki 32 hestar tóku þátt i keppninni GP/GÓ — Kappreiöar og firma- keppni hestamannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki fóru fram á skeiðvelli félagsins Fluguskeiöi, laugardaginn 16. júni s.l. 32 hest- ar tóku þátt I firmakeppninni og i efsta sæti varð Lyfting Ingimars Ingimarssonar, sem keppti fyrir Matvörubúöina, og hlýtur þaö fyrirtæki farandbikar, sem Búnaðarbankinn gaf, til varð- veislu i eitt ár. I ööru sæti var Mjölnir Jóhanns Hafsteinssonar, sem keppti fyrir vélaverkstæðið Aka og I þriöja sæti var Flótti Finns Björnssonar, sem keppti fyrir fóöurvörudeild K.S. Úrslit kappreiöa uröu þessi: I 250 m hlaupi átti Leifur Þórarins- son tvöefstu hrossin oghljóp ann- aö á l8.9sekoghitt á 19.1 sek. 1 300 m hlaupi sigraði Gráni Magnúsar Jónssonar Asi á 22.9 sek og I ööru sæti varö Jörp Sigurðar Guömundssonar á 23.7 og I þriöja sæti Moldi Magnúsar Jónssonar Asi á 24. sek. í 350 m hlaupi varö Ljómi Magnúsar Jónssonar Asi efstur á 26,4 Blakkur Siguröar Hansen á 26.8 og i þriðja sæti Drama Þor- bjargar Friöriksdóttur 26.8. 1 skeiöi voru engin verðlaun veitt þvi að hestarnir hlupu allir upp.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.