Tíminn - 27.06.1979, Síða 9

Tíminn - 27.06.1979, Síða 9
Miövikudagur 27. júnl 1979. 9 Að ferðast með kostakjörum 1 tilefni af furöuskrifum sumra dagblaöanna aö undan- förnu um feröamál og verötil- boö, sér Feröaskrifstofan tJtsýn sig knúöa til andsvara og óskar birtingar á eftirfarandi: Þaö er engin nýlunda aö . keppinautarnir sjái ofsjónum yfir oröstlr og velgengni titsýn- ar, en mér þykir leitt aö sjá góða vini mina á hinum feröa- skrifstofunum bregöast svo reiöa viö, þegar þeir sjá, aö þeir standast ekki samkeppnina, ef eitthvað harönar á dalnum. Þegar sýnt var aö stórfelldar hækkanir á ferðakostnaöi fylgdu i kjölfar gengisfelling- annaifyrra.tóktJtsýnþá stefnu aö bjóöa hlutfallslega enn ódýr- ari feröir og efla „Loftbrúna”, sem flytur 250 farþega I ferð til Miðjaröarhafsins meö nýlegri DC-8 þotu Flugleiða h.f.. Þannig setti tJtsýn rúm 8000 sæti á markaðinn I sumar á ótrúlega hagstæöum kjörum, þannig að t.d. getur fjögurra manna fjöl- skylda, sem feröast saman, sparaö talsvert á aöra milljón króna. I viöskiptum slnum viö Útsýn I einni ferö miöaö viö nú- gildandi verölag. Jafnframt hinum hagstæðu fargjöldum er lögö áhersla á besta aöbúnaö og örugga þjónustu. Þetta kannal- menningur vel aö meta og not- færir sér. Loftbrú Útsýnar til sólarlanda hefur sannað gildi sitt ognáöyfirhöndinni á feröa- markaönum. Flestar feröanna I sumar eru nærri uppseldar og nú þegar yfir 6000 sæti seld. Samt hefur veriö hlaupiö undir bagga meö keppinautunum. Þegar sýnt var, aö Samvinnu- feröir — Landsýn og Sunna gætu ekki rekið s jálfstætt leiguflug til Júgóslavíu og Spánar vegna ónógrar þátttöku, sneru þeir sér til útsýnar og fengu til ráö- stöfunar takmarkaö sætamagn meö hinum sömu góöu kjörum. En sá böggull fylgdi skammrifi, aö viðsemjendur uröu aö skuld- binda sig til aö notfæra sér ekki liösinniö til óheiðarlegrar sam- keppni við Útsýn með undirboð- um. Þvi miöur hefur samkomu- lagiö veriö þverbrotiö að þessu leyti og einnig hvaö snertir greiösluskuldbindingar, svo aö vænta má riftun samninga á næstunni. En góö ráð eru dýr. Reynt er aö koma af staö misheppnaðri rógsherferð gegn Útsýn i Timanum og fleiri dagblööum. Feröaskrifstofu samvinnu- hreyfingarinnar viröist ekki hafa tekistað ná tryggri fótfestu á Islenska feröamarkaönum þótt skipt hafi verið um for- stjóra. Um likt leyti og nýaf- staöinn aðalfundur SÍS var haldinn, birti Tíminn sem aðal- frétt á forsíöu lýsingu á ástand- inu I islenskum feröamálum. Sú lýsing er mjög villandi, þar eö gefiö er I skyn, aö ástandiö sé nánast vonlaust hjá öllum feröaskrifstofunum. Eref til vill verið aö lýsa ástandinu hjá Samvinnuferðum — Landsýn, ogreynaaö bera i bætifláka fyr- ir slæma stööu þeirra? Síöan hefur Tlminn haldið áfram I sama dúr. Sértilboö Útsýnar á nokkrum óseldum sætum i næstu f'eröir eru honum sár þyrnir i augum. Er jafnvel gefið I skyn, aö Neytendasamtökin láti máliö til sín taka, ef Is- lendingar fái aö ferðast meö s vo Ingólfur Guöbrandsson góöum kjörum! Þarna fengu Neytendasamtökin nýtt og óvenjulegt viöfangsefni og verö- ur úrskuröarins beöiö meö eftir- væntingu! Þetta var skot yfir markiö. I nærri 25 ár hefúr Út- sýn veitt umfangsmikla þjón- ustu, sem nýtur almennrar viðurkenningar hér heima og erlendis fyrir heiðarleika og traust. A þessu timabili hafa Neytendasamtökin ekki þurft aö — Greinar- gerð frá Ferða- skrif- stofunni- Útsýn beita sér til þess að viöskipta- vinir Útsýnar héldu hlut slnum. Hvenær skyldi koma aö þvi aö Neytendasamtökin veiti ein- hverja viðurkenningu fyrir góöa þjónustu viö neytendur? Timinn gengur enn lengra. Hann segir mikinn kurr meðal forsjálla viöskiptavina Útsýnar. Hvaðan fær Timinn þær upp- lýsingar? Fréttin er upplogin, þvi hér hefur þessa ekki orðið vart, og tilgangurinn er augljós- lega sá aö vekja tortryggni hjá viðskiptavinumútsýnar. Þaðer ráögáta, hvers vegna Tlminn rekur ævinlega horn I siöu vel- metins fýrirtækis einsogútsýn- ar, og getur komiö til þess að blaðiö veröi látiö sæta ábyrgö fyrir tiltækiö. Útsýn kappkostar gott samstarf viö alla án tillits til stjórnmálaskoöana — jafnvel keppinautana! Sértilboö Útsýnar „fritt fyrir einn i fimm manna hóp og 50% afsláttur fyrir frúna í Júgó- slaviu og Grikklandi,” sem aö- eins tók til fáeinna farþega i næstu ferðum og svarar til 20% eöa 25% afsláttar, er hugsaö sem söluörvandi tilboö og kynn- ingarverö á tiltölulega lltt þekkta staöi. Þaö náöi aöeins til nýrra pantana rétt fyrir brott- för, en hefur ekki áhrif á eldri pantanir. A þann hátt var reynt aö afstýra tilfinnanlegu tapi, en meö þvi aö lækka einnig verö hinna, sem keypt höföu feröina áöur, heföi tapiö I staö þess ver- iö aukiö og grundvöllur brostinn fyrir aö feröin yröi farin. Verð- lagning og framkvæmd feröa hjá Útsýn byggist á magnsamn- ingum til langs tima meö fullum tryggingum á greiöslu án tillits til nýtingar. Þannig tekur fyrir- tækiö geysilega fjárhagslega áhættu a.m.k. ár fram I tlmann. An slikra samninga heföi far- þeginn enga tryggingu fyrir þvl aö feröin yröi farin, né sú gist- ing, sem hann velur, og þjón- usta, sem hann kaupir, sé fáan- leg. Jafnframt yröi veröiö margfalt hærra. A sama hátt veröur feröaskrifstofan aö fá einhverja tryggingu af hálfu farþegans, og þannig er pöntun hans eins konar gagnkvæmur samningur, sem báöir aöilar veröa aö standa viö. A vissan hátt eru flestar Út- sýnarferöir sértilboö, þar eö umfang viöskiptanna er meira en hjá öörum, sem ekki geta boöið sambærilega þjónustu fyrir jafnlágt verð. Verölagning feröalaga er frjáls, og Útsýn rekur starfsemi sína fyrir opn- um tjöldum. Um viöskiptin gild- ir annars sú einfalda og algilda regla, aö neytandinn á enga kröfu til aö fá keypta vöru né. þjónustufyrir lægraverö en hún kostar. Stundum getur seljand- inn hins vegar talið sér hag I þvi aö selja undir kostnaöarveröi til þess aö minnka tap sitt og af- stýra vandræöum, en þaö breyt- ir ekki verðgrundvelli þeirra viöskipta, sem þegar hafa farið fram. Ef feröafólk ætlast til aö fá ferðir sinar keyptar fyrir lægra verð en hagstæöustu samningar gefa tilefni til, verð- ur þess ekki langt aö biða, að engar ódýrar feröir veröi til á islenskum feröamarkaöi. Ætla mætti, að formanni félags isl. ferðaskrifstofa væri þessi sann- indi ljós, þótt svo viröist ekki af samtali hans i Visi, „högg undir beltisstað”. En flestum Is- lendingum öörum en honum er kunnugt, aö hliðstæð tilboö og þau, sem hér um ræðir, eru al- geng á islenska feröamarkaðn- um, svo ekki sé talaö um ná- grannalöndin, þar sem fólk get- ur t.d. gengið inn hjá Tjæreborg og Spies i Danmörku og keypt feröir á stórlækkuðu verði, ef sæti eru laus rétt fyrir brottför. Ekki hefur heyrst, aö aörir far- þegar, sem borga fullt verö og vilja vera vissir um aö fá ferð- ina, hafineitt viöþaö aö athuga, og aöfinnslur þar aö lútandi eru óþekktar hjá dagblööum og neytendasamtökum á Norður- löndum. Væri nú ekki rétt og timabært að rannsóknarblaöa- mennskan hér beindist aö þvl aö kanna og upplýsa almenning um alvarlegri „áviröingar” I rekstri islensku feröaskrifstof- anna en þær aö bjóða heiöarlega þjónustu meö hagkvæmum kjörum? Meö bestu f eröakveöju. Ingólfur Guöbrandsson Útboð fríhafnarrekstrar ekki nýlunda: Fríhöfnin á Kastrup boðin út í fyrra HEI — Útboð á frlhafnarrekstri, eins og Timinn sagöi frá I gær, aö ráðamenn hugleiddu nú meö Fri- höfnina á Keflavikurvelli, á sér nýlega hliöstæöu i Danmörku. Skandina viska flugfélagiö S.A.S. haföi um margra ára bil rekið frihöfnina á Kastrupflug- velli, samkvæmt lokuöum samn- ingi viö danska rikiö. Þetta fyrir- komulag var oröiö talsvert gagn- rýnt i Danmörku. Samgöngu- ráöuneytiö ákvaö þvi I fyrra aö taka upp þá nýlundu, aö bjóöa fri- hafnarreksturinn út á frjálsum markaöi, og úrslitin uröu þau, aö danska flugfélagiö Sterling bauö rlkinu stærstan hlut brúttótekna I þess hlut. S.A.S. llkaöi þetta aö vonum ekki alls kostar og tilraunir munu hafa verið geröar til þess, aö koma þvl svo I kring að útboðiö væri endurtekiö, sem gefiö heföi SA.S. kost á að bjóða betur. Af þvlvarð þó ekki, svo Sterling rek- ur nú frlhöfnina á Kastupflugvelli og þykir nánast ótrúlegt hve háu hlutfalli brúttótekna af rekstrin- um þeir skila til danska rikisins Lögbann á Greenpeacemenn gegn einnar milljón kr. tryggingu GP —1 gær var lögbann sett á aö- geröir Greenpeace-manna, sem beinst hafa gegn hvalveiöum Hvals h.f., og er lögbannið sett gegn einnar milljón kr. trygg- ingu. Þessar lögbannsaögeröir eru I framhaldi af farbanninu, sem sett var á togarann Rainbow Warrior gegn þvi aö þeir heföu menn I landi til þess aö taka viö þessum lögbannsúrskuröi. Komi til frekari truflana af hálfu Greenpeace-manna veröur fariömeö þaö sem lögbrot ogþeir gerðir skaöabótaskyldir. Næsta skrefiö I þessu máli er það, að nú veröur Hvalur h.f. aö gefa út stefnu á hendur Green- peace-mönnum til bæjarþings Reykjavikur og skal það gert inn- an viku. Nýtt Stapafell afhent í haust: Eitt skip í stað tveggja áður HEI —Stapafelli, nýju 2000 tonna olluflutningaskipi, sem smlðað er fyrir Skipadeild Sambandsins og Oliufélagiö h.f., var hleypt af stokkunum i Launeburg I V-Þýskalandi 20. júní s.l., en áætlað er aö þaö veröi afhent I sept. n.k. Skipið er fyrst og fremst ætlaö til flutninga og dreifingar á ollu hérlendis, en einnig búið til flutn- inga á lýsi, fljótandi hrásykri, lausu korni og fiskimjöli. Við < hönnun skipsins hefur einkum veriö tekiö tillit til þessara flutn- inga og rik áhersla lögö á vinnu- sparnaö viö lestun og losun farms, hreinsun farmhylkja og umsjón vélarrúms. Þá hefur ver- iö lögö áhersla á aö uppfy lltar séu ströngustu kröfur um mengunar- varnir. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olfufélagsins, sagöist vona, aö vegna stæröar gæti þetta nýja skip komiö I staö tveggja strand- flutningaskipa af þeirri stærö sem notuö hafa veriö. Vegna frétta nýlega um, aö hægt væri að gera góö kaup i notuöum skipum, var Vilhjálmur spuröur hvort þaö heföi ekki veriö kannaö. Kvaö hann mikið hafa veriö leitaö að skipi af þessari stærö, en þaö ekki fengist. En á þaö væri lika aö h'ta, að meö þvi að skipiö vasri smiöað sérstaklega fyrir okkur, fengjum viö miklu betra skip. Leikmannaskólinn Hólum Hjaltadal HJ — Dagana 6.-8. júlí veröur námskeið I leikmannaskólanum aö Hólum i Hjaltadal fyrir starfs- fólk kirkjunnará Noröurlandi. Aö þessu sinni veröur fjallaö um guösþjónustuna og flytja prófast- ar framsöguerindi. Námskeiö þessi hafa verið tvö undanfarin sumur og notiö mikilla vinsælda. Tilkynna þarf þátttöku til leik- mannaskólans pósthólf 253 á Akureyri eöa til Jóns A. Jónsson- ar i sima %-23532. Hætta á náttúruspjöllum — vegna þekkingarskorts feröamanna HEI —A aöalfundi sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu, sem haldinn var 8. og 9. júní s.l. var m.a. fjallað um umhverfismál. Fundurinn vakti athygli á þeim stóraukna feröamannastraumi og breyttum feröaháttum, sem m.a. stafaraf tilkomu feröa Smyrils til Austfjarða, og hættu á náttúru- spjöllum vegna þekkingarskorts erlendra feröamanna. Er þvi beint til Náttúruverndarráös og Rannsóknarráös, aö þeir aöilar sem hér fái rannsóknarleyfi fái jafnframt nákvæm fyrirmæli um hvernig þeir skuli haga störfum, þannig aö ekki komi til átroðnings og skemmda. Koma þurfi I veg fyrir aö útlendingar geti flutt jaröefni og aöra náttúrugripi úr landián sérstaks leyfis, og hópum útlendinga veröi óheimilt aö ferö- ast um landiö án leiösagnar is- lenskra fararstjóra. Þá beindi fundurinn þvl til Náttúruverndar- ráös aö þaö gefi út leiöbeiningar- rit, sem allir feröamenn fái viö komu sína til landsins. Tvð ný fyrirtæki í Mývatnssveit Frá Jóni IUugasyni fréttaritara Timans I Mývatnssveit. — Hér hefur verið svalt undanfarna daga og gróöri þvi lítið farið fram. Birki er enn ekki útsprung- iö og þvi er landiö gróöurvana yf- ir að íita, einkum þegar fjær dregurvatninu.Bændureruþó að mestu eöa öllu orönir lausir við sauöfé, en ekki hefur verið hægt að bera á öll tún vegna bleytu, sem orsakast af þvi aö klaki er enn i jöröu. Feröamönnum fer fjölgandi þessa dagana svo sem venja er á þessum árstima, en umferð virð- ist þó vera meö minna móti. Framkvæmdir hér eru miklu minni en undanfarin ár. Ekki ber þó á teljandi atvinnuleysi og tals- vert er um aðkomufólk hér I sum- arvinnu. Nýlega hafa veriö stofn- uð hér tvö fyrirtæki Eldá h.f. og saumastofan Sif, sem er fram- leiðslu-samvinnufélag. Eldá h.f. rekur einkum þjónustu fyrir ferðamenn, s .s. fastar feröir milli Mývatns og Aðaldalsflugvallar, bátaleigu á Mývatni og ferða- mannaverslun. Einnig eru fyrir- hugaöar skoðunarferöir um Mý- vatnssveit i sumar. Saumastofan Sif hefur ekki byrjaö rekstur ennþá, en fyrirtækið hefur tryggt sér húsnæöi hjá hreppnum og undirbýr nú aö hefja starfsemi innan langs tima. Jaröborinn Jöt- unn er nú kominn niður á 560 metra dýpi I Bjarnarflagi og hef- ur borunin gengið vel.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.