Tíminn - 27.06.1979, Side 10

Tíminn - 27.06.1979, Side 10
MitWikudagur 27. júni 1979. 11 10 Miúvikudagur 27. júni 1979. fólk í listum Saga í fánalitum KARL Kvaran sýnir nú á Kjarvalsstöðum, en þar er hann með 39 málverk dagana 23. júni til 1. júli nk. Þetta er allt stórar myndir, svona á við meðal bilskúrshurðir, sumar hverjar a.m.k., en þó eru tvær smærri myndir undir gleri, málaðar með öðru en oliu. Þetta er þvi meiriháttar sýn- ing, eins konar kraftlyftingamót stórra málverka og minnist ég þess ekki fyrr að hafa séö stóra Vestursalinn á Kjarvalsstööum svo rækilega pakkaöan af svo fáum myndum. Karl Kvaran er i hópi okkar bestu abstraktmálara, á þvi leikur naumast neinn vafi. Hann er 54 ára gamall og skipaöi sér fljótlega eftir listnám i Reykja- vik, Kaupmannahöfn og viðar i röö strangtrúarmanna abstraktlistarinnar, en nú hefur hann starfað sem myndlistar- maður i Reykjavik I þrjá ára- tugi, og er þetta þvi aö öörum þræöi tlmamótasýning, þótt ekki standi Karl Kvaran á nein- um sérstökum timamótum i myndlistinni. Þar þræöir hann sinn stig, sækir á brattann og vindurinn er i fangiö. Þeir, sem fylgst hafa meö myndlist Karls Kvaran gegnum árin, sjá þó ávallt dálitiö nýtt I hverri sýningu. Myndgerö hans hefur þróast hægt og bltandi. Sumar myndirnar eru þannig aö mann sundlar viö aö horfa á litaspil þeirra, aörar tala bliö- lega til áhorfandans, og vona ég að menn skilji viö hvaö er átt. Myndgerö Karls Kvarans nýt- ur sin illa á sýningum. Þaö er eins og leikiö sé á mörg hávær hljóöfæri i einu, mörg lög sam- timis, og þvi veröa menn aö skoöa sýningar hans á alveg sérstakan hátt. Skoða hverja mynd fyrir sig, og passa aö láta aörar myndir ekki trufla. Viö athugun kemur I ljós, aö enn hefur oröiö breyting. Áöur haföi sköpunarverkið oft þann galla, aö maöur haföi þaö sterk- lega á tilfinningunni aö öll myndin heföi ekki komist fyrir á léreftinu, þótt stórt væri, aö hluti hennar væri utan viö myndina sjálfa, en nú hefur ver- iö bætt úr þvi, og þótt myndin láti ófriðlega, þá er hún nú öll meö. Ég veit ekki hvort menn skilja þetta, en maöur hugleiddi þaö stundum áöur, aö myndin væri aöeins brot af stærra verki. Myndir Karls Kvarans eru ekta stofnanamyndir, þurfa helst stóran sal til aö tjá sig i. Mér hefur veriö sagt aö þaö hafi verið vont aö reíkna vexti i Landsbankanum meöan tvær, eða þrjár myndir eftir Karl Kvaran hjengu þar i vixladeild- inni og fólkið i deildinni baö um friö. Ekki veit ég hvort þetta er satt, en sagt er aö myndirnar hafi verið færöar niöur I kjall- ara i bankanum og séu þar nú innan um flotkrónur og gull. Vel geymdar. En hvað um þaö, þessi saga gæti veriö sönn, þvi svo áleitnar og krefjandi geta myndir Karls oröiö, aö þaö er beinlinis óþægi- legt aö láta þær horfa á sig. Fyrir þá sem fást viö mynd- list er þaö Iærdómsrikt aö sjá málverk eftir Karl Kvaran. 1 þeim er eitthvaö bjart og tært. Fánalitir veröa að skrauti i höndum margra málara og eru þaö, en hjá Karli eru skærir lit- ir, hluti af jafnvægi myndanna. Hin djörfu form þarfnast styrk- leika i lit, og oftast fer þetta saman. Formin eru saga i fána- litum. Þó er ein og ein mynd unnin á ööru plani. Ró er yfir formum og linum, og þá er samstundis gripiö til nýrra lita eins og til nýrrar tungu þegar fariö er yfir landa- mæri ólikra þjóöa. Viö lifum á timum þar sem listin er frjáls. Má lita út eins og hún vill, við spyrjum ekki um stil, stefnur eöa skóla. Viö spyrjum um myndir, og þarna fáum viö aö sjá þær. 1 hafróti hins mikla frelsis hefur mörgu vondu — og góöu — skolaö útbyröis, og þaö er svo sannarlega fengur aö þvi aö fá að heimsækja meinlætamann, sem ekkert haggar, sjá lifsverk hans, hluta þess, á einum og sama stað. Ef hægt er aö tala um árangur á málverkasýningum, eins og i hringhlaupum eöa köstum, þá hefur Karl Kvaran náö miklum árangri i sérgrein sinni, eöa keppnisgrein, og keppir nú aö- eins viö sig sjálfan. Þessi sýning er nefnilega viöburöur, ekkert minna en þaö, þótt hún láti minna yfir sér i fjölmiölum en flugsýningar, fornbílasýningar og margt annað sem yfir okkur dynur um sama leyti (sem betur fer). Þaö versta viö þessa sýningu er þaö, hvaö hún er seint á ferö- inni, og fyrir bragöiö munu færri sjá hana en ella. Menn eru byrjaöir að berja laxinn, komn- irá tvist og bast, lika börnin, — en allir sem tima hafa, ættu aö sjá Karl Kvaran og láta mynd- irnarhans horfa á sig um stund, þaö er merkileg reynsla. Jónas Guömundsson Karl Kvaran. — Timamynd: GE. „Viö strákarnir bentum á togarana af þilfarinu á skútunni og sögö- umst ætla aö veröa skipstjórar á honum þessum, — eöa þessum þarna.” „Á Marsinum hjá Hjalta Jónssyni voru enn notuö karbftljós. Raf- magn I skip kom ekki fyrr en 1912” „Oft var erfitt aö vinna viö Kolakranann, þegar alit hristist skókst I rokinu.” „Þetta var hundallf á fólkinu sem hfrðist I lestinni á Sterling.” „Gufuvélarnar var strjúka og klappa, maöur stöðugt að hjálparhönd, til dæmis viö aö ausa vatni á öskuna, áöur en hún var hifö upp úr vélarrúm- inu, sem var i verkahring kynd- arans”. I Vélskóla tslands ,,AÖ lokinni vist minni hjá Hjalta Jónssyni, fór ég I smiöju hálft annaö ár, en aö þvi búnu i Vélskólann, áriö 1912, en lög um vélgæslu höföu veriö sett árið 1909. Ég haföi komist aö raun um aö þótt hugurinn stefndi til skipstjórnar á unglingsárunum, var hinn nýi timi til sjós ekki sist i vélarrúminu. Skólinn stóö einn vetur og viö útskrifuöumst sex námssveinar 1913. Kennar- ar voru Jessen heitinn, sem var skólastjóri og kenndi vélfræö- ina, Haraldur Nielsson, sem kenndi Islerisku, Einar H. Kvar- an dönsku og Böövar Þorvalds- son, faöir Haralds Böövarsson- ar, kenndi ensku. Já, þetta var viröulegt kennaraliö, eins og þú heyrir. Prófdómarinn var svo vélameistarinn á björgunar- skipinu Geir. Eftir vélstjóraprófiö réöst ég svo á einn togara Kveldúlfs og þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst, fór ég á togara á Isafiröi. Siöasti togarinn minn um skeiö Rætt við Július Ólafsson, vél* stjóra á fjölda gufutogara, Sterling, Súðinni og Ægi en ég komst aldrei i samband við mótorana” AM — „Ég var fermdur tólf ára gamall, svo maöur kæmist sem fyrst af staö út meöal vinnandi manna og á fyrsta skipiö mitt réöst ég þrettán ára gamall. Þaö var skúta og hún hét „Golden Hope”. Ég og strák- arnir, jáfnaldrar minir, áttum okkur okkar framtiöardrauma eins og unglingar á öllum tim- um, og stundum man ég aö viö bentum á togarana af dekkinu á skútunni og sögöum: „Þarna ætla ég aö veröa skipstjóri, — eöa á þessum þarna”. En ný öld var I uppsiglingu, vélarnar voru aö leysa skipin af hólmi og þaö var I vélarrúminu sem vett- vangur mins ævistarfs varö”. Július ólafsson, vélstjóri, sem er 88 ára gamall rifjar upp meö okkur sitthvaö frá löngum ferli sinum sem vélstjóri er hinn hressilegasti og glaöasti þegar viö hittum hann á Hrafnistu, enda sáttur og þakklátur viö lif- iö og hlutskipti sitt, þegar hann litur yfir farinn veg. „Ég er fæddur þann 4. júli 1891 aö Stóru-Fellsöxl i Skil- mannahreppi. Við vorum tiu börnin og aldamótaáriö flutti faöir minn meö fjölskylduna til Reykjavikur. Þetta var kannski nokkuð ströng lifsbarátta, en faðir minn 'haföi þó alltaf nóg fyrir sig aö leggja og viö liöum aldrei skort. Ég held aö hann hafi heldur veriö veitandi en þiggjandi. Hann haföi veriö smiöur i sinni sveit og smiöarn- ar komu honum áfram aö gagni, og svo var róiö til fiskjar frá Byggöarenda, — hann er þar sem Frakkastigurinn kemur niöur aö sjónum. Viö rerum á hrognkelsaveiöar og aöeins meö þrjár trossur og þrjú net i hverri. Þaö þætti ekki mikiö nú. Eftir ferminguna i Frikirkj- unni réöst ég svo á skútuna „Golden Hope”. Þaö var áriö 1904 og á skútum var ég til 1909. „Golden Hope” fórst meö allri áhöfn á leiö til Englands tveim- ur árum siöar, minnir mig, en 1906 var ég kominn á skútuna Heklu, sem einnig átti eftir aö farast meö allri áhöfn. Siöasta skútan min var svo Valtýr. A hana fór ég 1907 og siöast sem kokkur, — eldaöi ofan I 24 karla. Kaupiö þætti ekki hátt nú, 45 krónur á mánuöi og helstu hlunnindin sem kokkurinn naut voru þau aö hann fékk ókeypis salt I þann fisk sem hann dró. Nei, eins og oft heyrist sagt af vörum okkar sem gamlir erum orönir, — munurinn á þessum timum og þvi sem nú gerist er svo mikill, aö maður hristir aöeins höfuöiö, þegar maöuF ræöir um þetta”. Á Marsinum með Eldeyj- ar Hjalta „Svo var þaö áriö 1909, aö ég réöst á togarann Mars hjá Hjalta Jónssyni, sem kyndari. Ég man varla lengur hvernig ég fékk þetta starf, en menn þurftu helst aö vera vinnumenn skip- stjóranna eöa nákomnir þeim, til þess aö fá pláss. Og þarna komst ég, sem sagt fyrst i kynni viö gufuvél, en af gufuvélunum átti ég eftir aö hafa náin kynni um dagana. Þá voru karbitljós- in enn um borð I skipum, þvi rafmagnsljós komu ekki til sög- unnar fyrr en 1912 um borö. Vél- in i Marsinum var 220 hestöfl og kyndarastarfib á honum og fleiri elstu togaranna sem ég kynntist var mjög erfitt. Þessi skip voru meö 200 tonna kola- geymslur og fóru meö þetta 12- 14 tonn af kolum I tiu daga túr. Viö þurftum oft aö tvimoka kol- unum úr geymslunum, áöur en hægt var aö moka inn á firana. Gufuvélarnar sem voru allar 3ja stokka hérlendir voru tekn- ar allar I gegn einu sinni á ári, en ketilhreinsun fór fram á sex vikna til tveggja mánaöa fresti. Oftast reyndum viö aö knýja þær meö fersku vatni, eins og kostur var, en þyrfti aö nota sjó, leið auövitað skemmra á milli, þar til hreinsa þurfti katlana. Ketilhreinsunin var afskaplega óþrifalegt verk og I þessu starfi voru oftast sömu mennirnir. Þeir fóru bæöi i sótkassana og i holin yfir eldstæöunum og má nærri geta hvernig menn hafa litiö út, þegar upp kom. Þaö kom sér þarna vel og raunar alla mina tiö sem vél- stjóri og siöar yfirvélstjóri, aö maöur haföi góöa menn sér til aðstoöar, þvi fjórar stripur á erminni ráöa ekki fram úr öll- um vanda. Þannig réttu vél- stjórarnir kyndurunum gjarna varö svo togari sem Siemsen átti en á honum var ég til 1918”. Sterling „Ég réöst á Sterling 1918. Þetta skip var i strandferðum og þær tóku gjarna 14-15 daga á haustin. Þarna voru ekki mörg klefapláss og þvi fór þaö svo.aö þegar farþegar voru flestir, tii dæmis vertiöarfólk á leiö til vinnu á Suöurnegjum eöa austur á firöi, uröu fjölmargir að hirast i lestunum. Þetta var hundalif á fólkinu og þaö varö aö hreiðra um sig ofan i farangri i lestun- um eöa annars staöar, eftir þvi sem aöstæöurnar buöu upp á. En þaö var meö þetta, eins og svo margt I fyrri daga og viö gömlu mennirnir tönnlumst á: — timarnir voru svo ótrúlega ólikir nútimanum. En Sterling, sem var liklega einar 1000 lestir var gott sjóskip og mér féll vist- in þar vel. Þar var ég svo til 1926. Mér er minnisstætt að viö sigldum eitt sinn til Kaup- mannahafnar, rétt eftir aö ég réöst á Sterling. Farþegar sem voru um 200 talsins, voru mest útlendingar, sem hér höföu orö- ið innlyksa vegna striðsins. Af Sterling réöst ég svo á togarana Vinland og þá Baldur. Þaö var á árunum 1922-25. Kolakraninn „Ég var á Sterling til 1926, en þá stóö til aö ég réöist á varö- skipið Þór. Af þvi varö þó ekki og ég var á lausum kili um skeib. En þá rakst ég á Hjalta Jónsson, þá oröinn forstjóra Kol & Salt og segi honum aö nú I 16 ár á Súðinni. standi þaö honum næst aö út- vega mér starf, þvi hann hafi i rauninni komið mér inn I vél- stjórastörfin. Og ekki stóö á þvi, Hjalti kvað mig einmitt mann- inn, sem hann væri aö svipast um eftir, en þá var bygging kolakranans hafin. Bauð hann mér vélstjórastörf þar. Ég var sendur snögga ferö til Kaupmannahafnar, til þess aö sjá hvernig þetta gengi fyrir sig og enn kom hingað danskur maður, til þess aö hafa eftirlit meö gangsetningunni. Viö kola- kranann var ég svo til 1930. Það var meö kolin eins og gufuvélarnar, — nú heyra þau aö mestu fortiöinni til hér á landi, en 1926 voru þau undir- staöa alls mannlifs, ef svo mætti segja. Uppskipunin var erfiö i fyrstu, þvi skipin höföu mörg of þröngar lestarlúgur og erfitt aö koma kranaklónni viö. Þetta fór svo batnandi meö timanum. Viö vorum tveir, sem stjórnuöum krananum á 6 tima vöktum, en sex menn unnu i lestunum. Skipin komu flest frá Eng- landi leiguskip, og ég man ekki eftir einu þeirra fremur öðru. 1 frosti og vindum var starfiö viö kolakranann oft erfitt og áhættusamt, þegar allt nötraöi og skalf i rokinu og kraninn gat festst I frostinu. En aldrei varö þó alvarlegt slys þarna, svo ég muni”. „Af kolakrananum, sem knú- inn var rafmagnsvélum, lá leið- in yfir til gufuvéiarinnar á Súð- inni og þar átti ég eftir að vera i 16 ár. Súöin var byggö i Sviþjóö 1895. Þetta var um 600 lesta skip og hafði verið i siglingum milli Newcastle og Gautaborgar, áö- ur en hún var keypt hingaö. Menn voru ekki á eitt sáttir um kaupin, þvi skipiö var gamalt, en peningar voru heldur ekki miklir i landinu, til þess aö Varöskipiö Ægir. Strandferöaskipiö Súöin I Newcastle, áftur en hún var keypt til Is- lands. kaupa nýrra skip og ég held aö hægt sé aö segja að hún hafi reynst þokkalega. Þarna voru klefar fyrir eina 12 farþega I sex tveggja manna klefum mið- skips, og þokkalegur borösalur. Þegar skipiö kom var einnig út- búiö i þvi annað pláss, sem tók 50eða 60farþega. Þetta var skip sem þræddi margar hafnir og var lengi i förum á móts viö gömlu Esjuna, sem var nokkurs konar hraðferð. Hringferðirnar tóku um þaö bil 12-15 daga á haustum”. Mótorarnir og gufuvélin „Ég fór svo af Súöinni 1947 og geröist vélstjóri á Ægi gamla. Þar meö var samvistum minum vib gufuvélina slitið. Ég kunni aldrei við mótorana og saknaði gufuvélanna. Legurnar i gufu- vélinni smuröi maöur meö handkönnu og var sifellt aö þreifa á þeim og klappa þeim, til þess aö kanna hitastigiö og milli mannsins og gufuvélarinn- ar myndaöist samband, sem ekki fékkst viö mótorana. Þar var allt oröiö innilokaö og menn lásu aöeins af mælum, hvaö vél- inni leiö. Vinnan viö gufuvélina var auövitaö meiri, en mikill var munurinn á hve hæglát hún var á móts viö mótorana. A Ægi var ég svo I niu ár, eöa til ársins 1956, þegar ég hætti sjómennsku, enda tekinn aö fullorönast. Ég var eftir þetta eftirlits- maður varöskipanna i nokkur ár og þá eftirlitsmaöur hjá Haf- skip i 13 ár, eöa þar til i hitteð- fyrra. Þegar ég lit yfir farinn veg, held ég aö ég mundi velja vél- stjórastarfiö aö nýju, þótt mann ói aö sumu leyti viö allri þeirri tækni og sjálfvirkni, sem komin er til sögunnar. Nú er mér sagt að vélstjórar geti sums staöar sofiö fulian nætursvefn, án þess aö þurfa að lita á vélina, en ekki hélt ég aö ég mundi geta sofiö rólegur samt. En kannski maö- ur vendist þvl, væri maöur orö- inn ungur aö nýju á öld nýrrar tækni og aðferða. 51 ár á öldugötunni Ég hef átt þvi láni aö fagna frá fyrstu tiö aö starfa meö góö- um mönnum og njóta góös fjöl- skyldulifs, en ég kvæntist 1916 og kona min hét Elinborg Kristjánsdóttir. Viö eignuðumst þrjú börn, Sigrúnu sem gift er íögfræðingi hér i Reykjavik og tvo syni, þá Loft, sem var tog- araskipstjóri og Kristján, loft- skeytamann sem var á togurum og hjá Rikisskip. Ég varö fyrir þeim missi fyrir fimm árum aö sjá á eftir þeim báðum meö aðeins þriggja mánaöa millibili. Þaö var þungbært, en svona er nú lifið einu sinni. Auk þeirra á ég svo uppeldisdóttur, Ingi- björgu Magnúsdóttur. Ég held aö ég noti tækifærið og biöji fyrir kveöjur til þeirra sem ég hef átt mest samskipti vib meö þókk fyrir vinsemd og elsku. Hér á Hrafnistu liöur mér mjög vel og vel aö mér búiö á allan hátt. Menn veröa lika aö kunna aö gæta þess, einkum þegar aldurinn færist yfir, aö búa sér ekki til vandamál. Þaö held ég aö mér hafi tekist aö forðast, sem betur fer. Július Ólafsson geröist fyrsti kranastjóri kolakranans, 1926. Kraninn var felidur 1968 og sést hér svipmynd frá falli hans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.