Tíminn - 27.06.1979, Page 20

Tíminn - 27.06.1979, Page 20
Gagnkvæmt tryggingafélag Frönsk hjön á sjúkrahús eftir bllveltu í Námaskarði GP/JI —1 gær fór litill fólksvagn útaf veginum austarlega I Náma- skarðinu. Þarsem blllinn fór út af er um 30 metra hár kantur og mun billinnhafa oltið þar niður og er nær ónýtur eftir. tbllnum voru frönskhjón og samkvæmt upplýs- ingum sjúkrahússins á Húsavik er konan nokkuð slösuð, mikið marin en óbrotin. Maðurinn hins vegar skarst lltillega á höföi en er annars hress. BQlinn mun hafa farið út af i beygju og hefur það vakið athygli þeirra, sem þarnahafa fariðum, að beygjan er áengan hátt merkt og gæti það verið skýringin á þessú leiðinlega óhappi. RA-UÐARÁRSTÍG 18, SÍIVII 2 88 66 GISYING MORGUNVERÐUR Sovéski markaðurinn okkur nauðsynlegur # lögð verður áhersla á að auka hann, segir Guðmundur H. Garðarsson HEI — „Það liggur fyrir, að gagnkvæmur áhugi rikir hjá Is- lendingum og Sovétmönnum á að halda viðskiptum milli landanna gangandi. En engin leið er að svara þvl, aöhve miklu leyti sala okkar afurða til Sovétrlkjanna er tengd ollukaupum okkar þaðan. Þvl hygg ég aö enginn geti svar- aö, jafnvel ekki Sovétmenn sjálf- ir”, sagði Þórhallur Asgeirsson I viðskiptaráðuneytinu, er hann var spuröur aö þvi, hvort fisk- markaðir okkar i Sovétrlkjunum væru I hættu ef við snerum okkar oliuviðskiptum t.d. til Norö- manna. Guömundur H. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraöfrystihúsanna var spurður hins sama. Hann sagði sovéska markaðinn hafa veriö mjög mikilvægan fyrir is- lenskan sjávarútveg og fiskiðnað, þótt sveiflur hafi verið I sölu þangað. Miðaö við þær aögerðir, sem nú væri verið aö gera til verndarþorskstofninum og þar af leiðandi aukna sókn I ufsa, karfa og grálUöu, væri þessi markaður nauðsynleguroglögð yrði áhersla á að auka hann. Nú hefur oft verið talaö um aö Sovétmenn greiddu lágt verð fyr- ir fiskinn. Guðmundur sagði fóik verða að gerasér grein fyrir þvi, að ekki væri um sömu vöru aö ræða I verðsamanburöi, þótt sami fiskur ætti í hlut. Sovétrlkin gerðu miklu minni kröfurtil umbúða og frágangs en Bandarikja- markaöurinn, þannig að fram- leiðslan þangað væri mun ódýr- ari. Þá mætti ekki gleyma þvi, aö Sovétmenn hefðu haáckað veröið við hvern samning undanfarin ár. Fullyrðingar um að ekki hafi orð- ið hækkanir á fiski til Sovétrlkj- anna væru þvl rangar, þótt kannski mætti deila um hvort þær væru nægilega miklar. Þá yröi að taka mið af þvi, að um væri að ræða fisktegundir, sem takmarkaðir og jafnvel engir markaðir væru fyrir annarstað- ar. Sala þessara tegunda til Bandarikjanna hafi að vlsu veriö aukin, en markaöurinn þar væri takmarkaður. Einnig benti Guömundur á, að ef Sovétmenn á annað borð minnkuðu kaup sín af okkur, þá væriekki aðeins fiskurinn I hættu. Þótt fiskafurðir værustærsti hluti Utflutnings okkar þangað, þá heföu þeir líka stóraukið innflutn- ing héðan t.d. á ullarvörum. Skipasund 80 selt á 28 milljónir Kás —A fundi borgarráðs I gær var tekið tilboði I húseignina Skipasund 80, sem er I eigu borgarinnar, en auglýst hafði verið til sölu. Tilboðið hljóðaði upp á 28 milljónir kr. Þetta tilboð, sem var frá Hilm- ari Sæmundssyni, var að visu ekki það hæsta að krónutölu, en þegar útborgun og tlmi afborg- unargreiðslna höfðu verið tekin inn i, reyndist það hagstæðast. 1 Skipasundi 80 var áður skóla- dagheimili. Borgarstjórn ákvað á siðasta áriað leggja það niður, en flytja starfsemina I hús Thor- valds ensfélagsins. íslenskt og afburðagott Viljirðu tryggja rekstraröryggi heybindivélarinnar, ættirðu að kaupa heybindigarnið okkar. Tvær gerðir fáanlegar: Gult 360 m/kg - siitstyrkur: 120 kg. Blátt 430 m/kg - slitstyrkur: 100 kg. Og að sjálfsögðu fæst það hjá kaupfélögunum um land allt. HAMPIÐJAN HF Jóhann Jóhannesson skokkar slð- asta spölinn i landshlaupinu mikla, sem haldið var á vegum FRI og lauk á Laugardalsveliin- um i morgun, en þar hófst það fyrir 9 dögum eða 17. júni s.l. Miðvikudagur 27. júní 1979 142. tbl. — 63. árg. örn Eiösson formaöur FRt afhendir Þór Magnússyni þjóðminjaverði kefiið sem hlaupið var með, en það verður varðveitt á Þjóðminjasafninu um ókomna tiðkomandi kynslóðum tilsýnis. TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822 Sýrð eik etr sígild eign fcCiÖCiM Jógúrt minnkar blóðfitu Hópar visindamanna I tveim bandariskum háskólum hefur fundið aöferð til að draga Ur æðakölkun, sem er einn algengasti sjúkdómurinn sem viðer að strlða á Vestur- löndum. Eftir tilraunir sem gerðar hafa verið bendir allt til að meö þvi að borða jógúrt daglega sé hægt að lækka blóðfituna og draga þannig stórlega úr hættu á æðakölk- un. Þannig að lyfið við þessum vágesti velmegunarinnar er ekki að fá í lyfjabúð heldur I kaupfélaginu eða hjá kaup- manninum. Upplýsingar þess- ar eru Ur sænska blaðinu Ar- betet. Borgarráð þiggur gjöf frá Silla Kás — A fundi borgarráðs i gær var lagt fram bréf frá Guömundi Ingva Sigurössyni, lögfræðingi. I þvl tilkynnir hann að samkvæmt erföaskrá Sigurliða Kristjánsson- ar, sem oftast var kallaöur Silli ÍSilli og Valdi), hafihann ánafnað leykjavQcurborg 30 hektara af jörðinni Asgaröi i Grlmsnesi. Bróðurpart jaröarinnar arf- leiddi Sigurliöi Skógrækt rikisins. Hjartavernd var arfleidd að 50 hekturum og sumarbústaði við Sogiö. 30 hektara ánafnar hann síöan Reykjavlkurborg með þeirri ósk,aöþar verði komið upp i framtiðinni sumarbúðum fyrir drengi á aldrinum 6—14 ára. Borgarráö samþykkti að þiggja gjöfina. Þess má geta, aö hreppsnefnd Grimsneshrepps hefur gertsam- þykkt þar sem hreppurinn áskilur sér aö neyta forkaupsréttar á jörðinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.