Tíminn - 05.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1970, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. maí 1970. TIMINN Síðasta frumsýning í Þjóðleikhúsinu á þessu vori „MALCOLM LITLI“ Myndin er frá fundinum. (Tímamynd Gunnar) Sfðasta frumsýningin á þessu leikári í Þjóðleikhúsinu verður þann 15. þessa mánaðar og verð- ur þá frumsýnt leikritið Malcolm litli, eftir David Halliwell en þýð- ing leiksins er gerð af Ásthildi Egilsson. Leikstjóri er Benedikt Ámason, en leikmyndir eru gerðar af Birgi Engilberts. Hlutvcrkin í Ieiknum eru aðeins fimm og eru þau öll leikinn af ungum leikurum. Segja má því með sanni a'ð þetta sé leik- rit unga fólksins. Aðalhlutverkið, MOTMÆLA OLLUM VIRKJUNUM ER TEFLA LAXÁRSVÆÐINU í HÆTTU TO—Reykjavík, mánudag. Áhugamenn um náttúruvernd boðuðu til almenns bo^garafundar i Háskólabíói s.l. sunnudag um fundarefnið „Verndun eða eyðing“ með sérstakri hliðsjón af áform- um um svonefnda Gljúfurversvirkj un í Laxá og verndun Mývatns og Laxársvæðisins. Fundinn sóttu 8—900 manns, og 20 eru atvinnulausir eftir verkstæðisbruna á Akureyri ED-Akureyri, mánudag. Eldur varð laus í trésmíða- verkstæðinu Reyni við Sjávar- götu á Akureyri í gær. Húsið eyðilagðist, svo og allmikið af tbnbri, sem þar var. Einnig munu vélar eitthvað hafa skemmst, en það er ekki fullkannað. Siíofckvilið Akureyrar var kallað út M. 15.20 og þegar það kom á staðinn, var mikill eldur í verk- stæðinu og allt fullt af reyk. Hús- ið er gamalt, járnklætt timbur- hús og inni var mikið af timbri Iog öðru eldfimu hráefni. Dælt var sjó úr þrem dælum og ein var tengd við brunahana, en þrátt fyr | ir vatnsbunur úr 10 stútum, réðst | lítið við eldinn, fyrr en hann var búinn að eyðileggja húsið. Slökkvistarfið tók á þriðja klukkustund. Eigendur Reynis eru Ingólfur Jónsson, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri, Guðmundur Valdi- marsson og Einar Valmund'sson. Á verkstæðinu hafa undanfarið unnið um 20 manns. var eftirfarandi samþykkt gerð með nær öllum greiddum atkvæð um fundarmanna, gegn örfáum mótatkvæðum: „Fundur áhugamanna um niátt- úruvernd, haldinn í Háskólaoíói sunnudaginn 3. mai, skorar á ríkis stjórn og aðra ráðamenn orkumála að faila frá öllum þeim virkjunar- áformum í Laxá, er valda áhættu og tjóni á hinu viðkvæma náttúru- !ífi þessa dýrmæta svæðis. Fundurinn lítur svo á, að Laxár- og Mývatnssvæðið sé í flokki þeirra dýrgripa þjóðarinnar, sem á engan hátt megi spilla eða tefla í hættu. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi að samþykkja hið fyrsta lög um verndun bessa svæðis." Ræðumienn á fundinum voru: Þórir Baldvinsson, arkitekt, Andrés Kristjánsson, ritstjóri, Knútur Otterstedt, rafveitustjóri á Akur- eyri, Finnur Guðmundsson, fugla- fræðingur, Hákon Guðmundsson, yfirborgardómari, Björn Friðfinns son, bæjarstjóri á Húsavík, Sigur®- ur Magnússon, blaðafulltrúi, Bjami Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri, Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúd, Jakob Hafstein, lögfræðingur, Ás- geir Ingólfsson, fréttamaður. Fundarstjóri var Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur. Kaupmannasamtökin með fund á Hótel Sögu í kvöld: RÍKISVALDIÐ OG VERZLUNIN Kaupmannasamtökin efna til fundar að Hótel Sögu, Súlnasal, þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30. Til umræðu verður: Meðhöndl un ríkisvaldsins á viðskiptamál ut.i og áhrif þeirrar meðhöndlun ar á stöðu og afkomu smásölu verziunarinnar. Framsögueirindi flytja Guð- Framhald a bls l& ÞÉR GETBÐ FENGIÐ MYNDALISTA YFIR HÚSGÖGNIN OKKAR VERÐLISTA OG 14 MISMUNANDI ÁKLÆÐASÝNISHORN EF ÞÉR HRINGIÐ í SÍMA 22900 UIU * IL Sími-22900 Laugaveg 26 Scrawdyko, er leikið af Þórhallf Sigurðssyni, en hann er enn nem- andi f Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins og hrautskráist þaðan á þessu vori. Þórhallur hefur þegar komið fram í mörgum sýningum hjá Þjóðleikhúsinu, lék meðal ann ars allstórt hlutverk f Fiðlaran- um á þakinu, svo að eitthvað sé nefnt. En þetta verður fyrsta aðalhlut verkið, sem Þórhallur leikur hjá Þjóðleikhúsinu. Aðrir leikendur eru Sigurður Skúlason, sem fer með hlutvcrk Ingham, Hákon Waage, leikur Wick, Gisli Alfreðs- son Nipple og Þórunn Magnús- dóttir leikur Ann. Allir hafa þess ir leikarar verið nemendur i Leik listarskóla Þjóðleikhússins, nema Gísli Alfreðsson. Höfundur leiksins. heitir David Hallwell. Hann er Breti, fæddur í Yorkshire, fyrir 33 árum. Hann stundaði nám við Hudd'ersfifeld- listaháiskólann 1953—1959, en á þcim áram samdi hann revíur og stuttar _ kvikmyndir og stjórnaði þeiim. Árið 1959 innritaðist hann í leiklistarskólann Royal Academy of Dramatic Art og stundaði þar leiklistarnám nœstu þrjú árin. Ár- ið 1962 stofnuðu nokkrir ungir leikarar Victoria leikhúisið í London og var David Halliwiell einn í þeirra hópi. Þar byrjaði hann að semja Malcolm litla, en lauk að vísu ekki við leikinn fyrr en löngu síðar, eða nánar tiltekiS árið 1965. Leikurinn var fyrst sýndur á Unity Theater í London 30. marz 1965 og fór höfundurinn sjálfur með aðalhlutverkið, Schrawdyfce. Síðar var leikurinn sýndur í leiklistarhátíð f Duiblin og hlaut leikurinn mikið lof ^agn rýnenda. í september árið 1966 tók National Yuth Theatre Com- pany leikinn til sýningar í hinu þekkta leikhúsi Royal Court The- atre, en þar hafa verið sýnd mörg leikrit eftir unga höfunda. Vákti sýningin mikla athygli og aðsókn varð mifcil. Leikurinn hlaut það ár Evening Standard verðlaunin, Framhald á bls 15. Kosið í þrjár stjórnir á Alþingi i SKB-Reykjavik, mánudag. í dag var kosið í þrjár stjórnir á Alþingi. í húsnæðismálastjórn voru kjörnir Ragnar Lárusson, Gunnar Helgason. Ólafur Jensson, Óskar Hallgrímsson, Hannes Páls- son, Þráinn Valdimarsson og Guð- mundur Vigfússon. Til vara, Jón H. Guðmundsson, Jóhann Peter- sen, Óttar Halldórsson, Guðmund- ur Gunnarsson, Hákon Hákonar- son og Qlafur Jónsson. í stjórn landshafnar í Þorláks- höfn voru kjörnir Gunnar Markús- son, Friðrik Friðriksson, Grímur , Jósafatsson. Gunnar Sigurðsson, i Ölafur Ólafsson, Benedikt Thor- | arensen og Hjalti Þorvarðarson. í stjórn atvinnujöfnunarsjóðs ' vora kosnir, Magnús Jónsson, Jón- as Pétursson, Matthías Bjamason, Bmil Jónsson, Halldór E. SigurðS- son, Ingvar Gíslason og Lúðvík Jóisefsson. Þá var Steinþór Gestsson kosinn í Þingvallanefnd i stað Sigurðar Bjarnasonar sendiherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.