Tíminn - 05.05.1970, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.05.1970, Blaðsíða 15
WUÐJUDAGUR 5. maí 1970. TÍMINN 15 Öelrðir Pramhald af bls. 3. vottar væru að þeim. Var honum sleppt að lokinni yfirheyrslu, svo og nokkrum öðrum sem færðir voru í f„:: gageymslu vegna ó- spekta. Hópurinr. við sendiráðið leyst ist síðan upp eftir klukkustund eða rúmlega það. Um hádegi í gær uppgötvaðist. að mikil spöll höfðu verið unnin á trjám fyrir framan sendiráðs hygginguna við Laufás ag. Senni lega hefur það 'ærið gert aðfara nótt sunnudags. Tjónið er talið nema a. m. k. nokkrum tugum þúsunda. Kjararýrnun Pramhald aí bls ? É" og persónufrádráttur fylgja ekíki þróuninni í efnahagsmálum í landinu. Sagði Kristján að skattamálin Mjóti að koma mjög inn í þá mynd sem nú blasi vió í kjara niálum. Launiþegum sé orðið ljóst það sé ekkert náttúrulögmál, að kauphækkanir sem samið sé um renni allar jafnóðum út í sand inn. Mönnum só þetta ljóst og þessu valdi stefna ríkisstjórnar innar, sem miðað hafi að því að teka hverja kjarabót aftur eftir ðrskamman tíma, t. d. með því að breyta skattakerfinu þannig að byrðunum sé velt yfir á almenn ing, en þeim sleppt sem aðstöðu hafa til að safna gróða. Þjórsárvirkjun Pramhald af bls. 1 fram veitingar, oa kom hópurinn til borgarinnar aftur um klukkan hálf níu, og voru gestir ánægðir ®eð þessa miklu vígsluferð, sem okki á sér aðra líka. SUNNUDAGUR _ Áibræðslan í Straumsvík var y’gð á sunnudaginn. Vígsluat'höfn in hófst kl. 14, og voru mættir um 650 gestir, innlendir og er- léndir. Fór athöfnin fram í korjaskálanum, og gengu gestirn- ir inn í salinn eftir 100 metra löngu rauðu teppi. Athöfnin hófet með setningar- ávarpi Halldórs _ H. Jónssonar, stjórnarformannr ÍSAL. Las hann upp skjal það ,sem sett var í horn ®tein byggingarinnar, en síðan setti forsætisráðherra, Bjarni ®«nediktsson, nýja vinnuvettlingia á hendur sínar og lagði horn- steininn. Jóhann Hafstein, iðnaðarráð- herra flutti síðan vigsluræðu, en á eftir fluttu ávörp þeir Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Lands- virkjunar, Stefán Jónsson, for- seti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Emanuel Meyer, stjórnarmaður Svisisneska álfélagsins. Á milli sungu Fóstbræður íslenzk ættjarð- arljóð O'g eitt svissneskt. Gestir gengu síðan um kerja- skálann og sikoðuðu hann, en á eft ir voru veitingar fram reiddar. Um kvöldið var kvöldverður að Hótel Söigu fyrir gesti Álfélagsins. Á VÍÐAVAIMGI Framhald af bls. 3. þeir hópum saman verða að gefast upp. Það verður að ná þessari kergjulegu tregðu, sem nú mætir mönnum nálega í hverri gátt út úr stjórnkerfinu, og gera það HVETJANDI í stað þess að nú er stjórnkcrfið LETJANDI. f staðinn fyrir þetta botnlausa, lamandi áróð- ursmálæði, sem ríkisstjórnin notar og lætur nota í stað raunhæfra framkvæmda, — en það eru hennar steinar fyrir brauð — verða að koma mynd- arleg átök, sem efla framtak landsmanna. Til þess að þetta komist í framkvæmd, þurfa ný öfl að koma til, nýir, óþreyttir hús- bændur, sem endurskoða stjórnkerfið frá rótum og gæða það nýju lífi. Okkur er sagt að ráðherrar hafi nú ákveðið að Alþingi skuli hætta næstu daga og al- þingismenn fara heim frá öll- um þeim aragrúa merkra nauð- synjamála, sem fyrir liggja hér og sem hafa ekki einu sinni fengist. tekin á dagskrá. Síðan ætla þeir að stjórna með bráða birgðalögum fram á haust, ná- lega hálft árið. Þetta er ein af aðferðum dáðlítillar ríkisstjórnar, sem orðin er hrædd við Alþingi og hefur misst tökin á löggjafar- starfinu eins og dæmin sýna síðustu vikurnar. Sýnir þetta cnn með öðru, að breyta þarf til. — Engir geta þó bót á ráðið nema kjósend- umir. Þeir ættu að byrja á því verki núna í kosningunum í vor — þar sem tækifæri gcfast Í!1 þess.“ TK fslandsheslurinn Framhald ».t 8 siðu hvern hest, sem seldur er úr landi. Dettur mér í hug að það mættu vera 15 til 30 kr. dansk- ar frá hvorum aðila, en það, sem í þennan sjóð kæmi, yrði svo notað til þess að verðlaur.a bændur sérstaklega fyrir góð hross, sem þeir kæmu fram með á sýningum og kappreið- um hér. Sjóðinn mætti einnig nota til annars, sem ég vil hér geta í stuttu máli. Örsjaldan hefur komið fyrir, að seldir hafa verið hestar, sem reynzt hafa veri® sjúkir. Ég vil taka skýrt fram, að þar hefur ekki verið um að ræða, að seljendur hafi vitað um sjúkdómana, þeg- ar hestarnir voru seldir, held- ur hafa þeir verið duldir, og ekki komið í ljós fyrr en síðar. Hestarnir hafa síðan annað hvort drepizt, eða þurft hefur að drepa þá vegna þess. Kaup- andinn situr uppi með sárt enn- ið og sér mikið eftir hestinum, sem hann hafði eignazt. Þessu fólki ætti sjóðurinn að liðsinna, og styrkja það til kaupa á nýj- um, heilbrigðum hesti. Þetta þyrfti ekki að koma oft fyrir, en gæti haft sín áhrif á alla aðila samt. Eins og fvrr getur starfrækir Bert Jþnsson Dansk/íslandsk Hestecenter i Lönholt hjá Frendensborg. Þar hefur nú ver ið stofnaður klúbbur — Jarp- ur —með allmörgum félags- mönnum. Þegar félaigamir koma saman til útreiða eða kappreiða eru þar oftast frá 50 í 150 veltamdir íslenzkir hest- ar samankomnir til þátttöku í því' sem fram fer. Er mikill áhugi ríkjandi rneðal allra og þátttaka almenn. Þarna eru allir ánægðir með hestana sína, enda er islenzki hesturinn einhver bezti og heiðarlegasti hestur, sem hægt er að fá, ef hann er velvalinn og veltaminn, og ekki hafa ver ið skemmdir hinir einstæðu og góðu eiginleikar hans með því ■ að mishjóða honum eða ofhjóða á einhvern hátt, sagði Bert Jönsfion að lokum. Fríða. Jlalcolm litli” Framhalri at ols 2 sem hezta nýja leikritið, sem sýnt var það ár í London. Síðar var leilkurinn sýndur á Broadway og nú er verið að gera kvikmynd eftir Maleolm litla. Leikurinn hefur á síðustu 3—4 ár um verið sýndur viðs vegar um heim og hvarvetna vakið mikla og óskipta athygli og hafa stúd'enta uppreisnirnar og aðrir slíkir at- burðir síðustu ára gefið þessari merkilegu framsmíð Davids Halli well aukið gildi fyrir nútímann. Ekki er rétt að rekja efni leiks- ins hór, enda mun það koma mörgum á óvart hvað sagt og gert er í þessu leikriti. En í stuttu máli má segja að leikurinn fjalli um vandamál æskunnar í dag. — Um rótleysið — um þann vanda, sem ungu fólki er á herðar lagður í nútíma þjóðfélagi. Kaupmannasamtökin Fr.mhald af bls. 2. mundur H. Garðarsson form. Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, Grímur Jósafatsson. kaupfé- kgsstjóri, Selfossi, og Sigurður Magnússon. framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna. Viðskiptamálaráðh. dr. Gylfa Þ Gíslasyni og landbúnaðarráð- herra Ingólfi Jónssyni hefur sér staklega verið boðið á fundinn og hafa þcir báðir þegið það. FaSir okkar Guðbrandur Björnsson fyrrv. prófastor •ézt 30. aprfl 1970. Jarðsett verSor frá Dómkirkjonni í Reykjavfk föstodaginn 8. maí kl. 10,30. Björn GoSbrandsson Elinborg Goðbrandsdóttir SigrfSor GoSbrandsdóttir Sigrón GoSbrandsdóttir hSkkom inniiega aoSsýnda samúS og vinarhog við andlát og larSarför Guðrúnar Þorsteinsdóttur frá Hrafnadal. &uð blessi ykkor öll. Hrefna Jóhannesdóttir Þorkell Einarsson. Þökkom innilega auðsýnda samúð og vinátto, viS andlát og útför, Karls Sigjónssonar, Hofi. Vandamenn. Mótmæli Framhald af bls. 7 irnar við þann breiddarbaug, nokkrum í.iánúðum áður en hann hætti alveg loftárásum á N.-Víetnam f gær tilkynntu bandarískir taLsmenn, að loftárásunum væri hætt o" hnfðu náð til- gangi sínum. Herma fréttir, að 50—100 flugvélar hafi tekið þátt í þeim auk B-52 sprengju- flugvéla. Hernaðarstaðan í gær Samkvæmt fi'éttum í gær, 'mánudag. hefur innrásin að því er virðist gengið nokkuð 'samkvæmt áætlun, nema hvað Norður-Víetnamar og FNL-her menn hafa veitt tiltölulega litla mótspyrnu, og — að því er virð ist — yfirgefið herstöðvar sín- ar. Er talið sennilegt, að banda rísku hermennirnir komi í dag til þess staðar, þrr sem marg nefndar aðalstöðvar FNL voru — en talið víst, að FNL-menn séu farnir þaðan. Vitað er, Saigon-her- mennirnir 9000, sem réðust inn í landið sunnarlega, eru á leið norðureftir til að hitta her mennina, sem réðust inn í „Öngulinn". Var talið senni- legt, að þeir myndu ná sam- an í nótt eða dag, en það er talið þýða, að mestur hluti „Páfagauiksnefsins" sé á valdi Saigon-hersins. Sóknarliðið hefur fundi'ð mikið af hergögnum og birgð- um FNL-manna, og flugmenn hafa komið auga ? margar og miklar jyggingar, sem taldar eru vera margumræddar höf- uðstöðvar FNL. Hins vegar hafa FNL-menn hafið sókn í átt til höfuðborg- ar Kamhódíu, og voru stjórn- arhermenn á undanhaldi í gær. Á sunnudag náðu skæru- liðar bvðingarmiklum ferjubæ við Mekong-fljót — Neak Le- Jung, og í gær tóku þeL þorp- ið Koki Thom sem er 13 km frá ferjustaðnum. Þar með var sambandið milli Phnom Penl og landamæra ’raðanna Svav Rieng og Prey Veng rofið. Er sagt, að skæruliðar FNL hafi mestan hluta svæðisins austan Mekong á sínu valdi. — E.J. Gylfi lofaði Framhald aí bls. 1 á, að vitneskja um fyrirætlun ríkisstjórnarinnar fengist sem fyrst. Eftir að Gylf: hafði í fyrstu svar að loðið og óákveðið, gaf hann yfirlýsingu þá, sem er greint frá hér í upphafi og vænta verður. að hann og stjórnin standi við. PILTAR .PA.A EG HKWGANÁ}^// — PÓSTSENDUM — I Dalasýsla: Ný Jörfagleði EK—Laugafelli, þriðjud. 28. apríl. Héðan eru engin stórtíðindi að frétta. Við þóttumst sjá vorið á leiðinni fyrir fáum döguim, en því virðist eitthvað hafc. seinkað. Hvammsfjörðurinn er auður, en snjóalög eru með allra mesta móti í fjallinu hér fyrir ofan, Lauga- felli. S'kepnuhö’ld hafa ráðizt bet- ur hér um sveitir en leit út fyrir í bjrrjun vetrar. Félagslíf hefur dafnað vel í vet- ur. Tveir sjónleikir hafa verið sýndir í Búðardal. Fyrst lék ung- mennafélagið stutt leikrit, Lási trúlofast, en síðan gekkst Kven- féla- Laxárdals fyrir því að Ævin- týri á gönguför var sett á svið. Leikið er í félagsheimilinu í Búð- ardal, sem er tiltölulega nýtt og stórt. Það er fyrst og fremst að- staðan í félagsheimilinu sem gerir starfsemi sem þessa kleyfa. Ætlunin er að sýna Ævintýrið einnig á öðrum stöðum. Menn hafa ijafnvel haft á orði að í vetur hefði þarna orðið til vísir af Dala- viku eða Dalavöku, sem gæti orð- ið arftaki hinna fornu Jörvagleði og Staðarfellsgleði, sem eitt sinn voru frægastar skemmtanir hér um slóðir. Árshátíð húsmæðraskólans að Staðarfelli verður um helgina en hún er jafnan fjölsótt. og verður sennilega ekki síður nú en ella því námsmeyjar eru fleiri en þær hafa nokkru sinni verið í 20 ár eða milli 30 og 40. Til skemmtun- ar verða leikþættir, léttur söngur, dans og annað. Kennslu lýkur hér í Laugaskóla 15. maí, en þá hefj- ast vornámskeið sjö og átta ára barna, og um mánaðamótin verð- ur skólanum sagt upp í 25. sinn. GÍNSBO-UR SVISSNESKT ÚR VANDAÐ ÚR FRANCH MICHELSEN úrsmíðameistari LAUGAVEGI 39 Pósthólf 812, Rvík Aiiófýs® í Tímpnum Lausf sfarf Staða 1. vélstjóra við dieselstöð Laxárvirkjunar á Akureyri er laus til umsóknar. Próf frá raf- magnsdeild Vélskóla íslands nauðsynlegt. Nokkur starfsreynsla æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir raíveitustjórinn á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k. Laxárvirkjun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.