Tíminn - 11.04.1979, Page 6
6
Miftvikudagur 11. aprll 1979
r
V
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siftumúla 15. Sími
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr.
3.000.00 -á mánuöi. Blaöaprent
Erlent yfirlit
Haraldur Ólafsson skrifar:
Kjarnorka í Bandaríkjunum
og grunnvatnið í Kína
Brotið í blað
Nú er upp runnið stutt hlé á fundum Alþingis yfir
Páskahátiðina, og er ekki úr vegi að staldra þá litið
eitt við og lita yfir farinn veg.
Meginverkefni þingsins á þessum vetri hafa eins
og endranær verið á sviði efnahagsmálanna. Mikil-
vægasti árangur starfsins felst i þvi frumvarpi um
efnahagsmál sem samþykkt var um siðustu helgi og
mun marka timamót i islenskri hagstjórn ef vel
tekst til um framkvæmdina. Enda þótt ekki hafi
náðst samkomulag um róttækar aðgerðir gegn
verðbólgunni vegna andstöðu Alþýðubandalagsins,
eru i hinum nýju lögum mörg og mjög merk ákvæði
sem valda þvi að hér hefur verið brotið i blað.
1 þessu efni skiptir mestu um það að með frum-
varpinu er mótuð gersamlega ný stefna að þvi er
snertir fjármagnsmarkaðinn og lánakjör. Með
þeim ákvæðum er stigið mjög stórt og veigamikið
skref i þá átt að slá á þensluna, styrkja fjármagns-
kerfið og koma hér á heilbrigðu markaðshagskerfi.
Ákvæðin um bankamál, rikisf jármál og peninga-
mál hniga til sömu áttar, enda verður að vera sam-
ræmi milli allra þessara þátta ef árangur á að nást.
Að visu tókst ekki samkomulag um öll þau um-
bótaatriði, sem voru i upphaflegu frumvarpi, að þvi
er lýtur að hinu úrelta kerfi verðbóta á laun, visi-
tölukerfinu, sem svo mjög hefur bitnað á launþeg-
um á undan förnum árum. Þrátt fyrir það eru i hin-
um nýju lögum ákvæði sem munu valda hreinum
umskiptum frá þvi ófremdarástandi sem rikt hefur
i þessu efni. Með þvi að fá visitölu viðskiptakjara
viðurkennda hefur megináfangi náðst á leiðinni til
skynsamlegs launakerfis i landinu. Sá fáránlegi
vitahringur, að versnandi staða þjóðarbúsins út á
við valdi kauphækkunum innan lands, hefur með
lögunum verið rofinn.
Og sérstaklega ber að fagna þvi að þetta tókst
með aðild verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Það
má þvi ætla að sú þjóðhagsvisitala sem nú hefur
verið samþykkt geti til frambúðar orðið til þess að
auka jafnvægi i þjóðarbúskapnum og tryggja betur
en verið hefur kaupmátt launa.
Á það verður ekki dul dregin að það veldur mikl-
um vonbrigðum að ekki tókst samstaða um róttæk-
ari aðgerðir gegn verðbólgunni i þessum áfanga. En
hitt er þó meginatriðið að ákvæðin um fjármagns-
markaðinn, verðtryggingu höfuðstóls lána, stefn-
una i rikisfjármálum og peningamálum, ásamt
þjóðhagsvisitölunni eru stórkostleg bylting i efna-
hags- og fjármálalifi þjóðarinnar.
Efnahagslögin nýju eru stórsigur i baráttunni
fyrir heilbrigðu markaðarhagkerfi á íslandi. Þau
marka algertimamót i sögu islenskrar hagstjórnar,
efnahagsmála og launaákvarðana. Enda þótt dreg-
ið hafi verið úr ákvæðunum sem stefnt var gegn
verðbólgunni eru efnahagslögin grundvöllur sem
reynast mun traustur þegar næsti áfangi verður
stiginn i glimunni við verðbólguna.
En enn sem fyrr er árangurinn undir þvi kominn
að vinnufriður haldist og það er sem fyrr undirstaða
stjórnarsamstarfsins að verkalýðsforystan virði
þau samráð sem samstarf stjórnarflokkanna bygg-
ist á.
Kjarnorkuveriö á Three Mile Island, skammt frá Harrisburg i
Pennsylvania.
Hvaö gerist þegar kælikerfi
kjamorkuvers bilar, og hitinn i
kjarnanum hækkar og hækkar?
Hvernig á aö kæla kerfiö aftur
þannig, aö ekki veröi þær
skemmdir á öryggisbilnaöi, aö
geislavirkt vatn seytli út?
Visindamenn og tæknifræö-
ingar fengu tækifæri til aö fást
. viö þetta vandamál þegar kæli-
kerfi kjarnorkuversins á Three
Mile Island, nálægt Harrisburg I
Pennsylvania bilaöi rétt fyrir
slöustu mánaöamót. öryggis-
loki I kjarnorkuverinu bilaöi,
meö þeim afleiöingum, aö efsti
hluti úraniumhleöslunnar, sem
leggur til orkuna viö rafmagns-
framleiösluna, fór upp úr kæli-
vatninu, og hitnaöi svo, aö efstu
hleöslurnar eyöilögöust.
1 nokkrar klukkustundir leit
helst út fyrir, aö stórslys yröi,
en smátt og smátt tókst starfs-
mönnum versins aö koma kæli-
kerfinu i bærilegt lag.
Nefiid sú, sem eftirlit hefur
meö byggingu og rekstri kjarn-
orkuvera, hóf þegar aö rann-
saka hvaö geröistoghvernig viö
var brugöist. Af þvf, sem fram
hefur komiö viröist helst, aö um
mannleg mistök hafi veriö aö
ræöa, fremur en aö öryggis-
kerfiö hafi bilaö. En þegar
geislavirkni óx verulega i
kjarnaofninum / eyöilögöust
mörg stjórntæki vegna geisl-
unar.
Síöast þegar til fréttist var
búiö aö koma i' veg fyrir aö stór-
slys yröi, en hins vegar þykir
ljóst, aö margir mánuöir muni
llöa áöur en unnt veröur aö
komast inn I kjarnaofninn til aö
gera viö þaö sem þar hefur fariö
aflaga, og ekki er vlst aö veriö
veröi nokkru sinni opnaö aftur.
Kjarnorkuveriö á Three Mile
Island framleiddi rafmagn fyrir
stórt svæöi.
Ekki hefur oröiö vart auk-
innar geislavirkni i mat eöa
andrúmslofti, né vatni I grennd
viö Harrisburg svo teljandi sé.
Sú aukning sem oröiö hefúr er
öll langt innan hættumarka.
Hjá þvigat ekki fariö aö at-
buröirnir viö Harrisburg hafi
vakiö miklar umræöur um nýt-
ingu kjarnorku til friösamlegra
nota. Andstæöingar kjarnorku-
verahafa bent á hve lltiö menn
enn vita um starfræsklu slikra
vera, og þær hættur sem þeim
eru samfara. Vilja þeir aö þegar
i staö veröi hætt viö byggingu
allra þeirrakjarnorkuvera, sem
nú eru i byggingu, og smám
saman hætt aö nota þau, sem i
notkun eru.
Meöal almennings viröist þó
gæta tvibentrar afstööu. Margir
telja.aöekki séunnt aö tryggja
Bandarikjunum næga orku
nema meö þvl aö nýta kjarnork-
una, og atburöirnir i Harrisburg
séu ekki alvarlegri en svo, aö
sambærilegir séu viö þá hættu,
sem samfara sé annarri orku-
vinnslu.
Atburöirnir viö Harrisburg
veröa á sama tfma og Carter
forseti og Schlesinger, ráögjafi
hans I orkumálum, eru aö.
leggja slöustu hönd á ráöstafan-
ir, sem miöa aö þvl aö draga úr
orkunotkun I Bandarlkjunum,
og leita annarra leiöa en
brennslu steingeröra jaröefna
til orkumyndunar.
Schiesinger, orkumálaráö-
herra Bandarlkjastjórnar,
hefúr látiö svo um mælt, aö at-
buröirnir viö Harrisburg muni
ekki tefja byggingu kjarnorku-
vera. Hins vegar veröi eftirlit
hert og öryggiskröfur auknar.
Vill hann ekki gera of mikiö úr
þvi, sem geröist, eöa er aö
gerast I kjarnorkuverinu á
Three Mile Island. Þar hafi
aldrei veriö um aö ræöa veru-
lega hættu á geislavirkni utan
versiris.
Atburöirnir hafa haft mikil
áhrif utan Bandarikjanna og
hafa andstæöingar notkunar
kjamorku vlöa notaö Three
Mile Island sem dæmi um hve
hættulegt sé aö fara meö kjarn-
orku, til hverra nota sem er.
Sums staöar hefur þó veriö látiö
nægja aö saka Bandarikjastjórn
um gáleysi I meöferö kjarnork-
unnar. Sovéska fréttastofan
TASSnotaöi tækifæriö til aö lýsa
sök á hendur Bandarikjunum
fyrir aö eitra umhverfi meö
geislavirkum efnum. Jafnframt
lýsti fréttastofan þvl, hve
framarlega Sovétmenn stæöu i
notkun kjarnorku til friösam-
legra þarfa, og hve fullkomiö
öryggiskerfi þeirra væri, — svo
fullkomiö, aö óhugsandi væri,
að svipaöir atburöir geröust I
Sovétrikjunum og geröust á
Three Mile Island.
Þaö var kaldhæöni örlaganna,
aö hálfum mánuöi fyrir atburö-
ina I kjarnorkuverinu á Three
Mile Island var frumsýnd i
Bandarikjunum kvikmyndin
The China Syndrome, spenn-
andi og frábærlega vel gerö
mynd um atburöi sem lýsa at-
burðakeöju svipaöri og var i
veruleikanum.
The China Syndrome þýöir
eiginlega Kína-einkennin, og er
þá átt viö, aö keðjusprengingar,
sem hefjast I biluöu kjarnorku-
veri,faridýpraogdýpraog endi
loks meö þvl aö eitra grunn-
vatniö I Klna.
I myndinni leikur Jack
Lemmon kjarneölisfræöing,
sem hefur eftirlit meö rekstri
kjarnorkuvers I Kalifornlu.
Jane Fonda leikur fréttakonu
hjá sjónvarpi, sem er aö gera
fréttaþátt um rekstur kjarn-
orkuversins. Meö henni er
myndatökumaöur, leikinn af
Michael Douglas, syni Kirk
Douglas. Meöan þau eru i
verinu eykst skyndilega þrýst-
ingur í kjarnaofninum og tekst
þeim aöná myndaf atburöinum
án þess, aö nokkur veröi þess
var. Starfsmönnunum tekst aö
koma I veg fyrir slys, en sföan
er farið aö framleiöa rafmagn I
verinu án þess, að tekist hafi að
gera viö þá bilun, sem trufl-
unum olli. Atburöurinn endur-
tekur sig og myndinni lýkur á
harla dramatlskan hátt, en
grunnvatninu I Klna er þó
borgiö.
Jane Fonda og Jack Lemmon I hlutverkum slnum I myndinni The China Syndrome, þar sem segir
frá svipuöum atburöum og uröu á Three Mile Isiand.