Tíminn - 11.04.1979, Page 7

Tíminn - 11.04.1979, Page 7
Miðvikudagur 11. april 1979 Sigurfinni svarað 1 Timanum hinn 31. mars s.l. sendir Sigurfinnur Sigurðsson undirrituðum kveðju sina og umvandanir. Tvennt hefi ég unnið mér til dómsáfellis, að mati Sigurfinns. 1 fyrsta lagi að hvetja félaga mina i BSRB til þess að segja nei við Nýja sáttmála og Hrokkinskinnu þeirra forvigismanna BSRB og stjórnvalda. í öðru lagi, að nefna starfsheiti mitt, auk nafns, er ég reit greinarstúfa i blöð um málefni BSRB og samninga. Telur Sigurfinnur það sprottið af fordild minni og sé ætlunin með þvi að hnykkja málstað minum til hagræöis i augum alþýöu. Getsakir Sigur- finns I þessu efni tel ég naumast svaraverðar. Mér er það furða ef Sigurfinnur ætlar félögum okkar það hugarfar, að láta starfsheiti eitt hafa áhrif á almenna umræðuum kjaramál. Astæðan fyrir þvi að ég hefi i greinum er ég hefi ritað um ýmis málefni tengt starfsheiti nafni minu er einfaldlega sú, að nafni minn einn hafði ritað pistla i Velvakandadálka Morgunblaðsins, án þess að láta starfsheitis getið. Varð ég fyrir ýmsu ónæði af þeim sökum og ritaði áréttingu I dálka blaðsins. Siðan hefi ég jafnan einkennt greinar minar meö starfsheiti, til þess að ekki færi milli mála hver höfundurinn er. Nú telur Sigurfinnur að málstaöur minn sé fráleitur. Af þvi sér hann að ég hefi tekið þó riokkra áhættu hvaö undirtektir varðar svo aö ekki er starfsheitið eitt nægilegt til þess að finna sigur i málefnabaráttu Sameinað afl samtaka okkar eitt og félagsmálaþroski er þess megnugt að hrinda áformum stjórnvalda um kjaraskeröingu. Undanbrögö og orðhengilshátt- ur verðbólguvaðalsmanna færir félögum okkar engin réttindi, þótt veifað sé nýjum dagsetn- ingum. Um þessar mundir sendir stjórn BSRB jábræður sina á kostnað samtakanna um land allt með Nýja sáttmála sinn og Hrokkinskinnu nýrrar kjara- skerðingar. Svo traustur er grundvöllurinn, að sjálfum for- sætisráöherranum og formanni BSRB ber ekki einu sinni saman um tilhögun talningar að lokinni væntanlegri atkvæðagreiöslu. Stangast yfirlýsingar þeirra gjörsamlega á svo sem segir i visunni: „Eitt rekur sig á annars horn”. Þar sem Sigurfinnur er áhrifamaður I forystusveit BSRB sting égupp á þvi að hann hlutist til um að starfs- og stéttarheitin ein ráöi ekki þvi, hverjir fá að ávarpa félags- menn okkar á fundum þeim,er forystumenn efna nú til um land allt. Þar er verkefni fyrir hann að sjá um aö almennir félagar úr röðum samtakanna, þeir sem andvfgir eru samkomulapinu, fáieinnigaðlýsa málstað smum og njóti fyrirgreiðslu BSRB. Ég tel réttast að formaöur vor, Kristján Thorlacius, svari sjálf- ur Sigurfinni og öðrum skoöana- bræðrum sfnum. Ég hefi hér tiltæka forystugrein i málgagni opinberra starfsmanna, Asgarði, 1. tbl. 1978. Þar segir Kristján svo: „Ef stjórnendur landsins halda áfram á þeirri braut að litilsvirða og ógilda gerða samninga, minnkar traustið sffellt og þaö verður undirrót annars ábyrgðarleysis I þjóðlifinu. Það væri sist af öllu nein Pétur Pétursson þulur: dyggð né merki um kjark forystumanna samtaka launafólks að styðja þá hug- mynd að rjdfa gerða samninga, eins og nú klingir I eyrum manna. Þvert á móti væri þaö merkium skortá manndómi og heiöarleika.” „Enn ein kjaraskerðingar- sveiflan meðafnámi verðtrygg- ingar kaupgjalds væri óþolandi. Slikt má ekki gerast.” leinfeldniminni héltég aö orð er formaöur vor reit á s t jó r n a r dö g u m Geirs Hallgrimssonar 1978 ættu einnig viö I tið Ólafs Jóhannessonar 1979. Nú er boðiö upp á nýjar dag- setningar varðandi ýmsa samn- inga. og mismunandi tíma- lengd. Telur Sigurfinnur að stjórn, er ekki vill uppfylla augljós samningsákvæði, verði liprari i samningum siðar? Má ekki búast við þvi aö stjórnvöld reyni með ýmsu móti að vikja sér undan samningum þá og vitna i að önnur félög séu eigi með lausa samninga og þvi sé fjarstæða að semja um breyt- ingar við opinbera starfsmenn? Svosem þeirvita er þekkja til Sigurfinns er hann raddmaður góður. Ég leyfi mér aö vekja athygli á honum sem ágætum þul. Þrátt fyrir þá kosti er hann hefir til að bera i þvi efni, er ekki þar meðsagt, að málstaður háns sé réttur. Þar um veröur Framhald á bls. 19 ! Þann 20. mars birtist grein hér i Tímanum eftir Friík'ik Þorvaldsson, athyglisverð að vanda. Vil ég þvi benda fólki á að lesa hana. Það er alltaf hressandi blær yfir þvi sem þessi heiðurskempa segir. Þar er enginn úrtölumaður á ferð. Þeir voru margir framsýnir aldamótamennirnir. Friðrik á sannarlega þakkir fyrir sitt framlag til þessa þjóðþrifa- máls. Fyrir rúmu árifékk ég frá honum langt og fróðlegt bréf og myndir. Fyrir það færi ég hon- um beztu þakkir, ef hann skyldi lesaþessarlinur. Ég hefði skrif- að honum, ef ég hefði fundið heimilisfangið hans. 1 sinni grein minnist Friðrik á hugmynd mina um ferju af Grundartanga yfir á Hvaleyr- ina, sem hreint „fúsk, saman- borið við að ganga hreint til verks og brúa Hvalfjörð”. Vissulega get ég heilshugar tekið undir þessi orð, hef reynd- ar skrifað fleiri en eina grein um þaö álit mitt í blöð, einnig ætið tekið fram að brú væri framtlðarlausnin. En þar semhugmyndinum brú er álitin draumórar einir, enn sem kom- ið er, hjá öllum fjöldanum, þá datt mér I hug, að við mundum liklega veröa fara eins að og Norðmenn og fikra okkur áfram, nota ferju um stundar- sakir, siðan brú, þegar augu manna opnast fyrir framtiðar- lausninni. Auðvitað vituð við öll að brú kemur á Hvalfjörðinn og það vonandi fyrr en siðar. Eins og kemur fram i grein Friðriks og hefur reyndar áður heyrst, þá eru erlendir sérfræðingar reiðu búnir til að koma þessari brú á fyrir okkur, og það sem meira er að, útvega peningana til þess á góðum kjörum, eins og einnig kemur fram. Þvi má segja að þarna bi'ðigefiðtækifæri. Þaðer bara beðið eftir að menn vakni. Sérfróður maður um þessi mál sagði mér um daginn að talið væri að slikar brýr ættu að geta borgað sig á lOárum. Reynslan hefði sýnt að viða erlendis heföu þær borgað sig á allt niður i tveimur árum. Eins og fram kemur I grein Friðriks er brú á Hvalfjörð litil framkvæmd i augum útlendinga, sem búnir eru að byggja fjölda brúa við hin verstu skilyrði, sumar tug km langar. Norðmenn standa okkur feti framar i þessum samgöngubót- Valgaröur L. Jónsson Eystra-Miðfelli um. Þeir eru að leggja niður ferjurnar og brúa bæöi suna milli eyja og fjarðarmynni og það i útkjálkahéruðum. Þvi var það að mér datt i hug að þessar ferjur lægju kannski á lausu fyrir litinn pening og þar sem lendingaraðstaðan er komin á Grundartanga og auðunnin að sunnanverðu viö Hvaleyrina, vegalengdin yfir örfáar skips- lengdir, þá gæti þetta orðiö auð- leystog ódýr bráðabirgðalausn. Við verðum stundum að gera okkur þær að góðu, þó betri kosturinn verði að biða. Ég man að þegar ég var að byrja hér búskap fyrir rúmum 25 árum, þá átti ég enga dráttarvéí. Bændur hér i kring- um mig voru að kaupa sér nýj- ar. Einn henti þeirri gömlu i draslið. Hana fékk ég keypta og gat notast við hana i mörg ár með allgóðum árangri. Vitan- lega hefði ég keypt nýja ef get- an hefði leyft. Viö Islendingar erum margir aldir upp I fátækt og þess vegna stöndum viö öðr- um þjóðum stundum að baki varðandi stærri framkvæmdir, þó þaö valdi okkur fjárhagslegu tjóni þegar til lengri tima er lit- ið, þvi miður. Þetta fer vonandi aðlagast. Éf það þykir eitthvað skrltið að ég skuli hugsa um þessi mál og leggja orð I belg, þá mega þeir sem það undrast vita það, að ég átti heima á norður bakk- anum i 15 ár, svo bráðum 26 hér. Ég er búinn að fara mörg- hundruð ferðir á bil fyrir Hval- fjörð, bæði sem flutningabíl- stjóri og bóndi. Um fermingar- aldur var ég ásamt öðrum dreng yngri látinn fara á bát fram með mjólkina i' veg fyrir áætlunarbátinn, sem hafði ferð- ir úr Reykjavik hér upp eftir. Ég var á Hvalfjarðarsildveið- unum, einnig I transporti á hernámsárunum fyrir herinn á Enn um brú á Hvalfiörð mótorbát, hef sem sagt verið i öllum veðrum þar á ferð bæði á sjó og landi og tel mig þvi þekkja mig hér á þessum slóð- um. Ég var einnig á Fagranes- inumeð Armanni Halldórssyni i gamla daga á leiöinni Akra- nes—Reykja vik, svo ég hefi reynslu af þessu öllu saman. Ég hefi orðið að sætta mig við það, sem fleiri bændur, að krækja allan krókinn fyrir Hvalfjörð með alla aðdrætti að og frá heimilinu, mjólkurflutn- inga, fóðurvöruflutninga, áburð og aút annaö. Oft er ég búinn að þrá að komast stystu leið yfir fjörðinn. Lífið er lika nám Við sem verðum að brjótast áfram i lifinu við hin ýmsuskil- yrði, vitum svolitið hvað erfið- leikar eru og getum þvi verið áhugamenn fyrir úrbótum. Hvort við eigum erindi i' blöðin með okkar áhugamál, læt ég aðra um að dæma um. Meðan málfrelsi er við lýði á tslandi og blöðin birta greinar okkar, þá sé ég enga ástæðu til að blygðast sin fyrir það. Okkurhefur öllum verið gefinn réttur til að lifa i þessu landi þó skólagönguna Þurrkstig kornsins vanti og stlílinn verði við- vaningslegur, miðaö viö þá bók- lærðu og stóru. Það veröur bara hver að krunka með slnu nefi. Hitt getur lika verið einhvers virði sem við þessir vinnulúnu höfum lært úti i athafnalifinu. Það er lika nám. Astæðan fyrir þvi að ég sest niður ogtekmérpenna i hönd er i fyrsta lagi sú, að loks gafst mér timi til þess frá minu bóndastarfi, reyndar i' veikinda- frii. I öðru lagi er hitt að hóp- ur fólks hvetur mig til að koma þessum áhugamálum mi'num á framfæri, vegna þess að þetta fólk er mér sammála, en hefur ekki komið sér að þvi að láta til sin heyra. Svo sannarlega er ég Friðrik sammála aðbrúin séframtiðar- lausnin, en hitt teldi ég mjög athugandi, vegna breyttra að- stæðna varðandi lendingarað- stöðu. Hver hugsandi maður sér að strax þarf aö ráða hér bót á. Akraborgarferðirnar eru úrelt- ar. Aö þræða leiöina inn fyrir allan Hvalfjörð með alla um- ferðina getur varla talist sparn- aðarráðstöfun sú, sem nú er af öllum krafist, vegna oliukreppu o.fl. Vonandi veröur besta lausnin valin af glöggum mönn- um. Gísli Kristjánsson: Siðast liðið sumar var sérlega votviðrasamt á ýmsum svæðum Norðurlanda. Olli það miklum vanda við björgun uppskerunn- ar. Þess vegna urðu hey ónýt i Norður Noregi svo að flytja varð gróffóður þangað viðs vegar að,m.a. frá tslandi. í Danmörku komu votviðrin harðast niðurá uppskeru korns- ins. Var mjög mikill vandi á höndum um björgun þess. Það stóð lengur en skyldi og við uppskeru fékkst sjaldan svo mikið þurrviðri að ekki væri vandi i notkun sláttuþreskivél- anna við uppskeru. Og auðvitað varð öll þurrkun framkvæmd á þurrkunarstöðvum. Vegna við- horfanna var svo fyrir mælt, að korniðskyldiþurrkaö þaö vel að aðeins 14% raki væri i þvi þegar sett var I birgðageymslur. Við þetta rakastig var svo miðað i almennri kornverslun, þvi að gert var ráö fyrir að fyrirmæl- um yrði hlitt. Með þessum ráðstöfunum var til þess ætlast, að unnt yrði að forðast myglu i geymslum. Allviða hafði kornið spirað i axinu á akri og það korn er sér- lega vandgeymt. 1 vetur hefur þaö sýnt sig að umrædd fyrirmæli hafa ekki verið tekin til greina eða kornið hefur annars dregið I sig loft- raka eftir þurrkun, nema hvort tveggja sé. Efnagreiningar hafa yfirleitt ekki sýnt minni raka en 16% og þaðan af meira, en verð korns- ins á markaði annars miðað við umrædd 14%. Það er þvi ekkert smávegis, sem komverslanirnar hafa selt notendum vörunnar sem auka- vatn'i stað mjölvis. Hve mikið danskt vatn við Islendingar höf- um þannighlotið að greiða fram yfir það sem reiknað var með.er ekkivitað, en talsvert mun það, og raunar i öllum árum mun meira en gerist.þegar korn er keypt frá þeim heimshlutum, sem að öllu jöfnu hafa hin ágætustu uppskeruskilyrði i hlýju og þurru veöurfari, svo sem gerist á meginlöndum. Hitt er þó liklegt, að i þetta skipti hafi litið af byggi verið skemmt af myglu,eins og stund- um hefur við borið þegar bjargaö hefur verið og geymt við mun hærra rakastig en um ræddi að þessu sinni. Um liðin ár hefur stundum komið hingað til lands bygg, sem mengaðhefur veriö myglu- sveppum og annarri ólyfjan, sem gert hefur það litt eða ekki hæft til fóðurs og ekki er grun- laust um að kom af þvi tagi hafi við og viö verið i fóðurblöndum, sem keyptar hafa verið tilbúnar erlendis og haföar til skepnu- fóðurs hér. Bygg, sem myglað hefur eða hitnað hefur i, veröur yfirleitt ekki notað til annars en í fóður- blöndur,þótt ekki sé slikt athæfi til neinna heilsubóta nokkurri skepnu,nema siður sé.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.