Tíminn - 07.07.1979, Side 9

Tíminn - 07.07.1979, Side 9
Laugardagur 7. júH 1979 9 * á hjólum Margar hugljúfar endurminningar eldra fólks eru tengdar kassabílunum, en þessi er Ford AA ár- gerö 1931, Kassinn það er farþegarýmið á palli vörubíla er merkas-ta framlag tsiendinga til bila- menningar. stúlkan heitir Ilulda Kristfn Magnús- allt tekið til bæna, það endur- smíöað sem bilað er, eða farið, annað keypt, eða fengið úr haugum, og svo er allt i einu komiö eintak af frægum bil. Þetta minnir á bókasöfnun, þegar menn ná saman heillegri bók úr nokkrum ræflum. Þá voru þarna bilar á smlðastigi, og loks nokkrir bilar sem enn eru á götunum, en hafa notið þvlllkrar umhyggju I foreldra- húsum, að þeir hafa enst I ára- tugi, meðan aðrir sams konar bílar hafa morknað sundur I scltum storminum og peninga- lyktinni, brotnað i fjallaskörö- um, eða oltið niður i gil — eru allavegaekki til lengur. Og svo voru þarna einkennilegir bflar, sportbílar, brunabilar og verð- launajeppar, og er þá liklega flest talið. Bilarnir breytast og mennirnir með Ef finna skal að þessari sýn- ingu, sem er sjálfsagt mál, þá var sagnfræði hennar dálítiö loðin. Bllar eruaö visu lausafé, en um þá eru þó til skýrslur, eða eigaað vera til, ogheföi, ef vel á að vera, átt að segja ættartölur bHanna skilmerkilegar en gert var þarna. Að bill hafi „llklega” verið I eigu eins eða annars, er ekki góð sagnfræði. Saga og ætt- artala bils er nefailega ekki minni partur af gildi hans en blllinn sjálfur, grind hans, skit- bretti eða vél. Lika hefði mátt greina frá sérkennum bíla þarna. Ég kannaðist t.d. við einn, sem fenginn hefur verið að norðan, frá Akureyri, og fyrir tilviljun vissi ég að hann var um sina daga eini billinn á landinu sem fékk árlega skoðun, þótt brems- ur væru aðeins á afturhjólunum. Er á þetta minnst til þess að sýna að tæknisagan skiptir lika máli oggetur verið fróðleg eins og sjálft eintakið af bilnum. Þetta var þó ekki alveg vanrækt á sýningunni, en frekari upplýs- ingar hefðu komið sér vel. Hitt erlikaskiljanlegt, að þeir sem handsmiða nýja bDa upp úr ryðmorknum hræjum, hafa llt- inn tima til annars en að log- sjóða og sllpa, og nóg um það, en hyggjum að hinni bóklegu fortið lfka. Það er meginregla, eða virð- ist vera það, að bllar hafa tekið miklum breytingum á seinustu sex áratugum. Þeir eru ljótari núna, verr teiknaðir og verr smiðaðir. Arkitektúr hefur sumsé hrakað I bllnum. Flug- vélar eru fallegar af þvl að þær gætu ekki flogið ef þær væru ljótar. Þannig leggur eðlisfræði, eða sá hluti hennar er hefst við innan almennrar skynsemi, til sérstakar línur og sérstök form. Bilahönnun fortíðar byggðist á sjálfsögðum hlutum og illri nauðsyn, en á vorum dögum smiða menn bíla til að ljós- mynda með ungum fallegum stúlkum og „töff” mönnum, og svokaupir almenningur draslið, eftir að búið er að sanna að blll- inn þurfl næstum ekkert bensi'n, og svo fram eftir götunum. Tölvur og vlsindaleg hagræðing ráðanú lagi bila, ásamt skrumi á háskólastigi, þar sem veik- leiki bilsins er látinn leika við veikleika mannsins og þá höfum við nýjan bil. Það er dálitið sársaukafullt að þurfa að viðurkenna það, aö billinn virðist ætla að hljóta frekari varðveislu en t.d. útgerð og skip, enda hægara um vik. En þetta leiðir hugann að öðru, sem alveg virðist hafa gleymst i verkfærasögu lands- ins, en það er hestvagninn. Þeir sem sjá „Vestra” I sjón- varpinu, vita það llklega ekki allir, að hestvagnar, eins og þar eru notaðir, voru til á Islandi. Léttivagnar, póstvagnar, kerr- ur, heygrindur og handvagnar. Þetta er, eða virðist vera alveg týnt úr þjóðarsögunni. Islend- ingar fóru ekki af hestbaki á bila frekar en þeir i Texas. Þeir notuðu hestvagna fyrst, síðan komu vélknúnir vagnar, bilarn- ir. Þetta þyrftu grúskarar með hendur úrgulli að hafa i huga.. Bill handa Stalin frá Hitler. Sérfræðingar i fornbilum kunna merkilegar sögur um það hvernig menn hafa fundið sjald- gæf eintök á ótrúlegum stöðum. Stór-verðmætir bllar hafa legið áratugi Ihirðuleysi, ogsvo kem- ur einhver auga á gimstein sem glóir I sorpinu. Við heyrðum margar slikar sögur á sýningu Fornbi'la- klúbbsins, en skemmtilegust var sagan af bflnum, sem Hitler gaf Stalín, þegar þeir voru vinir. Hún var i stuttu máli á þá leið, að Hitler gaf Stalin flottan Benz i vináttuskyni áður en skrið- drekar þeirra skullu saman. Eftir það þótti Stalin minna vænt um Hitler og minna vænt um bilinn. Hann gaf einhverjum herforingja bilinn. Herforinginn tók við bilnum, en þorði auðvitað hvergi að láta sjá sig á honum og geymdi hann i bilskúr eða hlöðu. Sænskur fréttamaður i Moskvu, vissi að Hitler hafði gefið Stalín bH, og fór að svipast um eftir honum. Og viti menn, billinn var enn til — og gangfær. Hann keypti bílinn fyrir venju- legt bilverð —fékk hann ódýrt, en þá var eftir að koma honum úr landi. Nú voru góð ráð dýr. I fyrstu hugleiddi sænski fréttamaður- inn að taka bllinn allan í sundur og senda hann heim I pörtum, svona eins og þeir menn gera, sem stela flugskeytum af nýrri sort. En hann hætti við það og ákvaö að aka bílnum aðeins yfir til Svlþjóöar, láta slag standa. Og það gerði hann. Fréttamanninum var það auðvitað ljóst, að liklegast var að bifreiöin yrði gerð upptæk þegar á landamærunum, sem forngripur. Og þegar hann kom á finnsku landamærin, hófst æðisgengin leit að smygli i biln- um, þvl margt má fela I stórum bD, en ef tir að h afa grandskoðað bllinn — og ekkert „smygl” fannst — hleyptu þeir Svíanum i gegn og með hjartslætti ók hann vestur Finnland. Rólegur varð hann samt ekki fyrren hann var kominn inn yfir sænsku landamærin. Hitler vandaði gjafir sinar til þjóðhöfðingja. Er blllinn I ágætu lagi og sagt er að sænski frétta- maöurinn hafi þarna gert bíla- kaup aldarinnar, þvi hann seldi bílinnsiðarfyrir geypilegt verð, en þvi miður vitum við ekki upphæðina,en þá var hann seld- ur sem konungsgersemi ogeinn finasti blll 1 vlöri veröld. Jónas Guðmundsson Margir biianna á sýningunni hafa séð fifil sinn fegri, en nú er búið aö snurfusa þá upp á ný og sumir litu út eins og endurbornar prima- donnur. Timamyndir Róbert. ......................................... Eigum fyrirliggjandi hinn eftirsótta lúxusbíl SIMCA 1307 og 1508, sem er fimm manna, fimm dyra, framhjóladrifinn f jölskyldubíll í sérflokki. SIMCA 1307/1508 er ekki aðeins traustur og þægilegur bíll, heldur hefur hann einnig orð á sér fyrir að vera sparneytinn á eldsneyti og sem dæmi um það má m.a. geta þess að í sparaksturs- keppni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur 13.5. ’79 reyndist Simca 1508 eyða aðeins 6.95 1 pr. 100 km. SIMCA bílar hafa margsannað ágæti sitt hér og eru eina bflategundin sem hefur f jórum sinnum sigrað í rallkeppnum á íslandi. I dag velur þú þér SIMCA CHRYSLER nnnm UiyLju SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 íír %ökull hf. GMC TRUCKS Ch. Malibu Classic ’78 6.200 Ftuick Le Sabre ’76 6.000 Opei Commandor sjálfsk. ’72 1.950 Ch. Caprice Classic '77 6.500 ScoutII '72 2.000 Jeep Cherokee ’77 7.000 Ch. Malibu, 2ja d. ’78 6.300 Ch. Nova '73 2.400 Ch. Chevette sjáifsk. '76 4.000 Scout II sj.sk. (skuidabr.) '74 4.100 Ch. Nova '78 5.300 Ch. Nova Custom 4.d. ’78 5.600 Ch. Caprice 4d ’75 4.500 Ch. Nova 2jad. ’74 3.200 Dodge Aspen station ’77 5.100 Dodge Dart Swinger •76 4.100 Opel Ascona 1900 2ja d. ’77 4.400 Hanomac Henchel sendif. ’72 tilboö V\V 1303 ’73 1.000 Chevrolet station ’72 3.000 Scoutll 6cyl. '74 3.600 Citroen GS Club '78 3.800 Mcrcury Comet 2ja d. ’74 2.900 Ch.Laguna ’73 3.000 Pontiac Ventura II ”.7 6.000 Ch. Nova Conc. 2d. ’77 5.300 Ch. Nova sjálfsk. ’77 4.700 Datsun 180 B '74 2.200 Mazda 818 4. dyra '74 1.950 Mazda 616 ’74 2.200 Ch. Nova Custom 2d. ’78 6.500 Opel diesel ’74 2.300 Oldsmobile Cutlass ’74 3.800 Opel Record 1900L sjálfsk. ’73 2.300 Scoutll 6cyi. •73 2.700 Datsun 220 C diesel ’74 2.500 Pontiac Parisienne •71 3.500 Opei Caravan 1900 L. ’78 6.500

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.