Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 92
Nú líður að áramótum og fjölmiðlar þegar farnir að horfa til baka og skoða árið 2006 og meta. Tónlistarmiðlarnir eru komnir á fullt með ársuppgjörin og mest fer fyrir vali á plötum ársins. Þetta verður að teljast nokkuð merkilegt í ljósi þess að það eru komin nokkur ár síðan spekingar spáðu endalokum plötunnar. Yfirlýsingar um að ný tækni, netið og niðurhal gerðu þessa hefðbundnu „stóru plötu“ úrelta mátti lesa úti um allt: „Nú velja menn bara þau lög sem þeir vilja og þurfa ekki að kaupa heilu plöturnar.“ Þessar spár hafa ekki gengið eftir. Sala á geisladiskum hefur að vísu eitthvað dregist saman, en alls ekki jafn mikið og spáð var og platan er enn þá sá mælikvarði sem er notaður til að meta gæði og frammistöðu einstaka tónlistarmanna. Einn eða tveir smellir geta vakið mikla athygli, en til að sanna sig og öðlast virðingu þarftu ennþá að búa til heila plötu sem eitthvað er varið í. Það eina sem hefur breyst er að nú hala menn niður stökum lögum í staðinn fyrir að kaupa smáskífur. Fréttablaðið birtir á næstunni niðurstöður úr vali hóps gagnrýnenda og tónlistarpælara á plötum ársins. Ég ætla þ.a.l. ekki að fjalla um þær hér. Mig langar hins vegar að tala aðeins um lög ársins. Hvaða lög standa upp úr þegar maður skoðar árið 2006? Til að vera gjaldgengt þarf lagið helst að límast á heilann og það þarf einhver að hafa heyrt það. Þessi lög koma strax upp í hugann: Crazy með Gnarls Barkley (heilinn á nákvæmlega engan möguleika á því að komast undan), Young Folks með Peter, Björn og John (flautið í því lagi mun hljóma í hausnum á mér að eilífu), Over and Over með Hot Chip (grúvið jafnast á við grúvið í Billie Jean!), LDN með Lily Allen (ennþá flottara en Smile), Sexy Back með Justin Timberlake (skrokkurinn fer að hreyfast í takt, jafnvel án vitundar og samþykkis heilans). Og íslenska deildin: Freðinn fáviti með Fræ (þeir nota heilajötun- grip), Love Your Bum með Eberg (grípandi og tilraunakennt, fullkomin blanda), Not Clean með Ghostigital (Mark E. Smith, Einar Örn og Curver í klikkuðu stuði), 7913 með Reykjavík! (spilist hátt, mjög hátt!), Barfly með Jeff Who? (Ennþá fast á heilanum eftir meira en ár!). Þar hafiði það! Lög ársins Þessir piltar heimsækja okkur í mars næstkomandi. Þeir risu upp úr númetal-senunni á sínum tíma, en í dag er ekki hægt að kalla tón- list þeirra neinu öðru nafni en popprokk. Þeir eru mun skildari sveitum á borð við Red Hot Chili Peppers í dag en Korn. Þeir eru ungir að árum, flestir ennþá undir þrítugu, en hafa þó náð að punga út fimm breiðskífum á undan þessari frá árinu 1995. Incubus hefur alltaf verið sér- staklega vönduð sveit, og verður melódískari með hverri útgáfu. Þetta er alvöru sveit, sem við höfum fengið að sjá þroskast úr lostafullu greddurokki yfir í sveit sem leggur nú aðaláherslu á aðgengilegar og ljúfar poppsmíðar. Þannig er titill Light Grenades vel lýsandi fyrir innihaldið. Platan er full af léttum lögum, sem springa annað slagið út í létt rokk. Lagið Earth to Bella er gott dæmi um þetta. Það er ekki ein sekúnda á þessari plötu það beitt að hún skeri í eyru viðkvæmari rokkunnenda. Incubus hafa aldrei verið smeykir við slagarasmíðar og hér er að finna nokkra slíka. Helst þá lagið Dig sem hefur alla burði til þess að verða einn stærsti smellur sveitar- innar frá upphafi. Hetjulag sem myndi sóma sér vel í lokin á hádramatískri bandarískri mynd. Paper Shoes er annað sterkt lag. Flott kassagítarspil og afbragðs hrynjandi grípa eyrað strax. Light Grenades er virkilega heilsteypt og vönduð plata. Miðað við hversu vel hlaðinn slagara- lager Incubus er orðinn með þeim sex plötum sem komnar eru, ætti að vera óhætt að mæla með tón- leikum sveitarinnar. Léttar bombur Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnar- dóttir, betur þekkt sem Lay Low, fékk afhenta gullplötu á miðvikudag, en plata hennar „Please don‘t hate me“ hefur selst í fimm þúsund eintökum. „Ég bjóst nú engan veginn við þessu, þetta kom mjög mikið á óvart. Ég bjóst alls ekki við svona góðum viðtökum,“ segir Lovísa, en hún mun fara í tónleikaferðalag til útlanda eftir áramót. „Það er fínt að komast í smá frí núna áður en það byrjar, ég næ að slappa af yfir jólin.“ Helgi Pjetur Jóhannsson, útgáfustjóri hjá COD, afhenti Lovísu og upptökustjóran- um, Magnúsi Árna Öder Kristjánssyni, ein- tak af gullplötunni kl. 17 í Skífunni í gær. Lay Low er ein af þeim fjölmörgu tónlistar- mönnum sem fram komu á X-mas styrktar- tónleikunum í fyrrakvöld. Komin í gull og tekur sér frí Nýlega kom út heimildar- mynd og plata til heiðurs einni sérkennilegustu hljómsveit rokksögunnar, The Monks. Steinþór Helgi Arnsteinsson kannaði sögu Munkanna betur. The Monks var stofnuð af fimm bandarískum hermönnum, stað- settum í Þýskalandi, árið 1964, þeim Gary Burger, Larry Clark, Dave Day, Eddie Shaw og Roger Johnston. Í fyrstu kölluðu þeir sig reyndar The Torquays en breyttu fljótlega um tónlistarstíl, klipp- ingu, fatastíl og nafn. Hermenn- irnir rökuðu á sér munkaskalla, byrjuðu að klæðast eingöngu svörtu og það sem kannski mestu máli skiptir, framkvæmdu tilraun- ir með tónlist. The Monks hófu að þróa sinn eigin hljóm enda komnir með leið á Chuck Berry eftirhermum. „Það tók okkur líklega ár til þess að finna rétta hljóminn. Við vorum alltaf að gera mikið af tilraunum. Sumar tilraunirnar mistókust herfilega og nokkur laganna voru hræðileg. En þau sem við héldum voru virkilega sérstök,“ útskýrir Gary Burger, aðalsöngvari og gítarleikari sveitarinnar. Meðlimir sveitarinnar hafa líka ítrekað sagt að aðaláhersla sveitarinnar væri á ryþma en ekki melódíur. Lög sveitarinnar voru afar taktföst og fylgdu sjaldnast venjulegum popplagaformúlum. Hljóðheimur The Monks var einnig afar frumlegur og fram- andi. Hljómsveitin var ein sú fyrsta til þess að vinna með hljóð endurvarp (audio feedback) og vann auk þess nokkuð með hljóð- bjögun. Eitt af aðaleinkennum The Monks var líka hrár banjóhljómur en Dave Day, gítarleikari sveitar- innar, spilaði iðulega á sex strengja banjó með hefðbundnum gítar- gripum. Eina almennilega breiðskífa sveitarinnar, Black Monk Time, kom út árið 1966 og vakti kannski ekki mikla athygli þá enda á skjön við allt annað á þeim tíma. Eftir því sem árin liðu hafa tónlistar- spekúlantar hins vegar gert sér meira og meira grein fyrir mikil- vægi þessarar mögnuðu sveitar. Hljómsveitin hefur oft verið flokkuð með garage-böndum sjö- unda áratugarins og má meðal annars finna lög með sveitinni á hinum stórfenglegu Nuggets safnplötum. Hafa einnig margir viljað meina að The Monks hafi haft jafnmikil áhrif á pönkið og til dæmis The Velvet Under- ground. Í þessu samhengi má reyndar benda á myndbandsupp- töku, sem er meðal annars hægt að sjá á youtube.com, sem sýnir frá tónleikum sveitarinnar í þýsku sjónvarpi. Þar sést vel og heyrist hversu hrikalega hrá hljómsveitin var og því ekki að undrast að einhverjir hafi upp- veðrast af hljómnum. Nú á dögunum kom út sérstök hljómplata tileinkuð þessari mögnuðu sveit. Platan heitir Silver Monk Time og þar kennir ýmissa grasa. Meðal flytjenda má til dæmis nefna Silver Apples/ Alan Vega, The Raincoats, Jon Spencer og Solex, The Gossip, The 5.6.7.8’s, Alexander Hacke úr Einsturzende Neubauten, Mouse on Mars, Psychic TV og The Fall sem hafa reyndar nokkrum sinn- um áður sent frá sér sínar útgáf- ur af lögum The Monks. Ekki má heldur gleyma framlagi íslensku sveitarinnar Singapore Sling sem á eitt af 29 lögum plötunnar. Að lokum má líka minnast á heimildamyndina The Transatl- antic Feedback eftir Lucíu Palac- ios og Dietmar Post. Myndin kom einnig út á þessu ári og hefur meðal annars fengið frábæra dóma hjá Mojo, The Hollywood Reporter og Die Zeit. Myndin gefur góða sýn á stuttan feril þess- arar mögnuðu sveitar sem hefur reyndar komið nokkrum sinnum saman á undanförnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.