Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 8
 Lestrarsal- ur Þjóðskjalasafns Íslands er gömul ísbúð. Árið 1999 var ætlunin að nýta lestr- arsalinn í 18 mánuði en þá lét safnið af hendi lestraraðstöðu í Þjóðmenningarhús- inu. Eins og fjallað var um í Fréttablað- inu í gær getur Þjóð- skjalasafnið ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum vegna aðstöðuleysis. Rúm- lega 130 stofnanir geta ekki skilað skilaskyldum skjölum. Ein þeirra er menntamálaráðuneytið sem Þjóðskjalasafnið heyrir undir sem menningarstofnun. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður segir að 60 til 70 prósent af húsnæðinu hafi verið löguð að utanverðu en innan við 30 prósent af húsnæðinu hafi verið endur- bætt að innan. „Það eru tuttugu ár síðan við fluttum hér inn og það hefði þurft að taka á húsnæðismálunum allt frá byrjun. Við erum þeirrar skoðun- ar að best væri að byggja nýtt safna- hús. Lestrarsalurinn er til dæmis gömul ísbúð sem ekkert hefur verið gert fyrir.“ Ólafur segir að útilokað sé að taka á móti skjölum stofn- ana við svo búið. „Meira segja mennta- málaráðuneytið hefur bæst við langan lista stofnana sem vilja skila af sér. En einna verst er að þurfa að flytja skjöl utandyra. Það er mjög slæmt.“ Að sögn Ólafs eru starfsmenn safnsins of fáir og að skjöl hafi eyðilagst vegna aðstöðuleysis. Elstu og viðkvæmustu skjölin eru þó geymd þar sem ekki þarf að ferja þau utandyra, og slík verð- mæti hafa ekki tapast. Hvenær tekur reykbann á veitinga- og skemmtistöðum gildi? Hvað heitir forsætisráðherra Póllands? Hvað heitir skipið sem strandaði í Hvalsnesfjöru? Áætluð þörf fyrir nýtt varðveisluhúsnæði fyrir menn- ingararf þjóðarinnar er tæplega 15.450 fermetrar auk 1.550 fer- metra til geymslu á leikmyndum og búnaði. Að auki er brýn þörf fyrir endurbætur á núverandi húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ). Nokkrar núverandi geymsl- ur upp á 3.800 fermetra eru ófull- nægjandi og munu leggjast af þegar búið er að byggja eða leigja nýjar geymslur. Listasafn Íslands (LÍ) er eitt þeirra safna sem þurfa nýtt geymslurými án tafar. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps um varðveislu- og geymslumál þrettán menningar- stofnana sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefur látið vinna. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að brýnustu varðveisluverkefni Listasafns Íslands og Þjóðskjala- safns Íslands verði leyst nú þegar. Einnig að sameiginlegt þjónustu- og varðveisluhús fyrir höfuðsöfnin tvö sem starfa eftir safnalögum, Þjóðminjasafn og Listasafn Íslands, verði byggt á lóð Þjóðminjasafnsins við Vest- urvör. Þá er mælt með að byggð verði, eða leigð, allt að 5.400 fer- metra varðveislubygging fyrir fjargeymslur Þjóðskjalasafnsins og Landsbókasafns Íslands. Nauðsynlegt þykir einnig að ákvörðun verði tekin um framtíð- araðsetur Þjóðskjalasafnsins við Laugaveg og endurbótum þar innandyra lokið á næstu fimm árum. Byggja þarf geymslu- húsnæði fyrir söfn Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að varðveislu menningararfsins væri ábótavant. Geymslur standast ekki kröfur. Brýn- ustu varðveisluverkefni Listasafns Íslands og Þjóðskjalasafns þarf að leysa strax. Lesrými safnsins er gömul ísbúðarhola Stjórn Félags íslenskra safna og safnamanna hefur sent frá sér ályktun þar sem miklum áhyggjum er lýst vegna þeirrar aðstöðu sem íslensk stjórnvöld hafa búið Náttúrugripasafni Íslands. Félagið skorar á stjórn- völd að tryggja NÍ framtíðarhús- næði hið fyrsta og gera því kleift að vinna samkvæmt lögbundnum skyldum sínum sem höfuðsafn á sínu sviði hvað varðar söfnun, varðveislu, skráningu, rannsóknir og miðlun. Félagið leggur áherslu á að tryggt sé að sérfræðingar Náttúru- gripasafns séu hafðir með í ráðum frá upphafi um uppbyggingu fram- tíðarstarfsemi safnsins, og að hags- munir þess og faglegt starf, ásamt aðgengi almennings að safninu, verði ávallt haft að leiðarljósi. Húsnæðisvanda verður að leysa Landlæknisemb- ættið segir frásögn tímaritsins Ísafoldar um konu sem beinbrotn- aði á dvalar- og elliheimilinu Grund augljóslega ranga. Embættið hefur lokið athugun á Grund en sér ekki ástæðu til aðgerða. Greinina skrifaði blaðamaður sem starfaði á Grund í fimm daga til að afla heimilda og í henni er dregin upp mjög dökk mynd af aðbúnaði á dvalarheimilinu. Í greininni er sagt frá því þegar kona beinbrotnaði og var látin liggja í yfir sólarhring áður en henni var komið til meðferðar. Í skýrslu Landlæknis segir að miðað við öll skrifleg gögn sem fyrir liggja sé sú frásögn röng. Enginn vistmaður hafi beinbrotnað á meðan blaðamaðurinn var við störf. Kona hafi mjaðmagrindar- brotnað áður en blaðamaðurinn hóf störf, en eðlilega hafi verið staðið að því máli. Þá segir í skýrslunni að sam- skipti við erlenda starfsmenn væru engum erfiðleikum háð ólíkt því sem fullyrt er í greininni. Þá hafi verið rætt einslega við nokkra vistmenn og væru margir reiðir blaðamanninum fyrir skrifin. Embættið telur ekki ástæðu til aðgerða í kjölfar greinarinnar en tekur þó fram að láðst hafi að láta viðkomandi starfsmann undirrita trúnaðaryfirlýsingu og verði það gert í framtíðinni. Umfjöllun um beinbrot röng Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar tímaritsins Ísafoldar, sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir höfnuðu því sem fram kemur í skýrslu landlæknis. Í yfirlýsingunni segja þeir að landlæknir fari með rangt mál, tímaritið hafi aldrei fullyrt það sem landlæknir segir rangt í umfjölluninni. Það séu einnig óverjandi vinnubrögð að ekki hafi verið leitast við að heyra sjónar- mið blaðamanns Ísafoldar við gerð skýrslunnar. Ásakanir landlæknis séu alvarlegar og Ísafold muni kanna lagalega stöðu sína vegna þessa. Ritstjórar segja skýrsluna ranga Hlíðasmára1 • 201 Kópavogur • 534 7777 • www.modern.is fegurðin býr í smáatriðunum Maglite vasaljós Verð frá kr. 990.- Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - Sími 590 2000 - Fax 590 2099 - Opið þorláksmessu frá kl. 10.00-16.00 DÓTABÚÐ BÍLAÁHUGAMANNSINS Mikið úrval af dráttarspilum Verð frá kr. 29.490.- Höfuðljós Verð frá kr. 1.995.- Crosshjálmar Verð frá kr. 9.900.- Loftdælur mikið úrval Verð frá kr. 4.990.- www.benni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.