Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 36
greinar@frettabladid.is Daginn er að lengja. Myrkrið hörfar undan, og jólin nálgast, þegar ljós eru tendruð í öllum húsum. Það er ekki úr vegi að minna á, að þessi ljós urðu ekki til fyrir tilviljun, heldur vegna þess að íslenskir verk- fræðingar beisluðu hin stríðu straumvötn og leiddu rafmagn í hús. Annað afrek þeirra er að hafa úthýst kuldanum, en sá óvelkomni gestur hímdi í þúsund ár inni í húsum Íslendinga um þetta leyti árs. Sumt, sem við teljum nú sjálfsagt, er afleiðing langrar baráttu, ekki aðeins við náttúruöflin, heldur líka um markmið og leiðir. Hvernig stendur til dæmis á því, að við höfum efni á að eyða stórfé um jólin? Einhverjir eyða eflaust um efni fram fyrir þessi jól. Það breytir því ekki, að Íslendingar eru í röð ríkustu þjóða heims. En það er ekki sjálfsagt fremur en ljós og ylur innan dyra. Í lok nítjándu aldar voru Íslendingar fátækasta þjóð Vestur-Evrópu. Þriðjungur landsmanna hafði hrakist vestur um haf. Fyrri hluta tuttugustu aldar vorum við aðeins hálfdrættingar í tekjum á við Dani. Við hernámið 1940 komumst við hins vegar upp fyrir þá í tekjum og nutum síðan stríðsgróða í heitu stríði og köldu, en einnig þess, að við rákum í fjórum þorskastríðum útlendinga af hinum gjöfulu Íslandsmiðum og jusum þar upp fiski. Í lok níunda áratugar, þegar við gátum ekki lengur treyst ýmist á stríðsgróða eða rányrkju, spáðu sumir hagfræðingar því, að við ættum aftur eftir að verða fátækasta þjóð Vestur-Evrópu. Þær spár voru ekki fráleitar, eins og stjórnarstefnan var á þeirri tíð. Biðstofa forsætisráð- herra var troðfull af fólki, sem var að útvega sér fé úr opinber- um sjóðum til að reka misheppn- uð fyrirtæki. Verkföll voru tíð, en undantekningarlaust samið um miklu hærra kaup en atvinnulífið gat staðið undir og verðbólga látin jafna metin. Þrálátur halli var á fjárlögum, og hið opinbera safnaði skuldum. Ríkið rak fjölda atvinnufyrirtækja, og um þau gilti hið sama og kampavínið: Þegar vel gekk, áttu þau skilið meiri fjárframlög, og þegar illa gekk, sem var miklu oftar, þurftu þau sárlega meiri fjárframlög. Vorið 1991 var skipt um stefnu með það fyrir augum að opna hagkerfið og auka atvinnufrelsi. Biðstofa forsætisráðherra tæmdist snögglega, því að sjóðirnir, sem hann hafði áður skammtað úr, voru ýmist lagðir niður eða settar um þá strangar reglur. Með aðhaldi í peningamál- um hjaðnaði verðbólga niður í það, sem hún er í grannríkjunum. Halli á fjárlögum breyttist í tekjuafgang, sem notaður var til að greiða niður skuldir ríkisins. Afnotaréttur útgerðarfyrirtækja af fiskimiðum var staðfestur í lögum, svo að þau gátu einbeitt sér að arðbærum rekstri. Lífeyrissjóðir voru treystir, en hefðu ella tæmst. Þunglamaleg ríkisfyrirtæki voru seld og tóku óðar fjörkipp, sneru tapi í gróða. Skattar voru lækkaðir, jafnt á fyrirtækjum og almenningi. Íslendingar réttu úr sér og héldu í víking erlendis, þótt þeir veifuðu að þessu sinni verði frekar en sverði. Þessi fimmtán ár hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um nær helming. Eflaust er þeim kjarabótum eitthvað misskipt, en aðalatriðið er það, að allir búa við bættan hag. Íslend- ingar hafa því ekki aðeins efni á jólunum, heldur líka á því að búa vel að þeim, sem eiga undir högg að sækja. Ég skal aðeins nefna hér tvær tölur í því sambandi. Skattgreiðslur bankanna nema á þessu ári um 12 milljörðum króna. Áður greiddu bankar sáralítil opinber gjöld. Skatttekj- ur ríkisins af fjármagnstekju- skatti nema á þessu ári um 18 milljörðum króna (eða jafnvel meira). Áður bar fjármagn á Íslandi lítinn sem engan ávöxt. Samtals eru þessar nýju tekjur ríkissjóðs, sem skapast hafa vegna aukins atvinnufrelsis, um 30 milljarðar króna. Setjum svo, að 5% landsmanna geti ekki bjargað sér sjálfir, til dæmis vegna elli, örorku eða erfiðra sjúkdóma. Þetta eru þá 15 þúsund manns. Sé þessum 30 milljörðum króna deilt beint á þetta fólk, þá fær hver maður tvær milljónir í sinn hlut. Þetta er hinn áþreifanlegi ávinningur af frelsinu. Jólin eru ekki ókeypis Eflaust er þeim kjarabótum eitthvað misskipt, en aðalat- riðið er það, að allir búa við bættan hag. Íslendingar hafa því ekki aðeins efni á jólunum, heldur líka á því að búa vel að þeim, sem eiga undir högg að sækja. S lysavarnafélagið Landsbjörg er stærstu sjálfboðaliða- samtök á Íslandi. Undir samtökunum starfa yfir hund- rað björgunarsveitir og enn fleiri félagsdeildir. Flestir félagar í sveitunum sinna þjálfun í frístundum og eru ávallt tilbúnir þegar kallið kemur. Skiptir þá ekki máli hvenær sólarhringsins það er eða hvort viðkomandi er heima eða í vinnu. Fólk er í viðbragðsstöðu alla daga allan ársins hring. Þessi hluti björgunarstarfs er sjálfsprottinn að stórum hluta á Íslandi. Erlendis þekkist víða að sérhæfðar björgunarsveitir séu hluti af opinberum stofnunum eins og her eða lögreglu. En ekki á Íslandi. Hér eru það borgararnir sjálfir sem mynda hópa af fólki sem er tilbúið að takast á við miserfiðar aðstæður. Skiptir ekki máli hvort bjarga þurfi fólki á sjó, í rústum, á fjöllum eða eftir alvarlegt slys. Björgunarsveitirnar búa yfir sérhæfingu og nauðsynlegum tækjakosti. Og ekki má gleyma dýrmætu for- varnarstarfi sem samtökin sinna. Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til árið 1999 þegar Slysa- varnafélag Íslands og Landsbjörg sameinuðust. Slysavarnafélag Íslands var stofnað árið 1928 en Landsbjörg varð til við sam- runa Landssambands Hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita. Bæði þessi landssambönd voru stofnuð í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Það býr því löng reynsla og hefð innan þessara samtaka, sem sífellt er verið að miðla til næstu kynslóða. Það má halda því fram að þetta fyrirkomulag hafi orðið til þess að styrkja borgaralegt björgunarstarf á Íslandi. Samtökin hafa ekki verið undir pilsfaldi ríkisins og háð náðarvaldi fjár- veitingavaldsins. Þau hafa byggt upp starf sitt á sjálfboðaliðum, fjáröflunum og frjálsum framlögum. Auðvitað fer mikil vinna í tekjuöflun, sem virkar þó um leið sem drifkraftur og knýr starfsmennina áfram. Sá kraftur hefði ekki verið virkjaður væru félagsmenn ríkisstarfsmenn. Því er mikilvægt að björg- unarsveitir haldi sjálfstæði sínu og séu ekki innvinklaðar um of í opinbert stjórnkerfi. Landsbjörg starfar náið með Landhelgisgæslunni, lögreglu og slökkviliði. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið varð ráðu- neyti björgunarmála hinn 1. janúar 2004. Undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefur starf þessara aðila verið samhæft og stofnuð sérstök björgunarmiðstöð í Skógarhlíð. Þar eru nú höfuðstöðvar Landsbjargar, slökkviliðs, Neyðarlínunn- ar, fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þá hefur ráðherra áréttað hlutverk björg- unarsveita sem hjálpar- og varaliðs eftir að varnarliðið hvarf af landi brott. Efling Landhelgisgæslunnar og samstarf þessara aðila tryggir áframhaldandi uppbyggingu björgunarstarfs á Íslandi. Það þarf ekki veðurofsa, skipsskaða eða stórslys til að Íslendingar átti sig á mikilvægi björgunarsveita. Þær hafa löngum sannað gildi sitt. En það er brýnt að við styðjum af fúsum og frjálsum vilja við bakið á fólki, sem er ávallt tilbúið að hjálpa öðrum. Mikilvægt er að Slysavarnafélagið Landsbjörg viðhaldi sjálfstæði sínu svo að það verði áfram stærstu sjálfboðaliðasamtök á Íslandi. Mikilvægir sjálfboðaliðar Oft heyrist sagt að bókaflóðið íslenska með öllum sínum fylgifiskum sé alger- lega sérstætt fyrirbæri og oft hefur vísi- fingurinn verið reiddur á loft til að benda útgefendum og smásölum á að fjölmiðla- ærusta og afsláttargnýr sé andlegri spekt þjóðarinnar síst til framdráttar. Þar gleymist að í fleiri löndum er hart barist á bókamarkaði á aðventu. Bækur eru fyrirferðarmiklar í jóla- verslun allra Norðurlanda og gríðarhart verðstríð breskra vöruhúsa og bóksölu- keðja undangengnar jólavertíðir hefur skekið veröld breskrar útgáfu og bóksölu. Það gleymist líka að Íslendingar kaupa sífellt fleiri bækur á öðrum árstímum, en það breytir því þó ekki að aldrei eru bækur og höfundar þjóðinni jafn mikið áhugaefni og í þeirri miklu útgáfuhátíð sem stendur yfir frá miðjum október og fram til jóla. Þrátt fyrir hvernig allt hefur veltst hafa bækur haldið sínu sem ein vinsælasta gjafavaran á jóla- markaði. Árleg könnun bókaútgefenda á fjölda keyptra bóka og stöðunni á jólamarkaði sýnir þetta glögglega. En í könnuninni kemur líka fram að þrátt fyrir vinsældir bóka gefa um 40% Íslendinga ekki bækur í jólagjöf. Það er einlægur vilji okkar sem störfum að bókaútgáfu að fá sem flesta úr þeim hópi til að velja þó að ekki væri nema eina bók í jólapakkann. Við bendum á að ekki aðeins er þarna um að ræða margbrotna skemmtun og fræðslu (sem ekki þarf heldur að stinga í sam- band), heldur er lestur langmikilvæg- asta þjálfunarleiðin til að taka þátt í nútímasamfélagi. Áður fyrr heyrði það til undantekn- inga að „venjulegt fólk“ þyrfti að koma fram og „selja hugmyndir sínar“ eða stinga niður penna, hvað þá setjast síendurtekið á skólabekk ævina á enda. Sú mennta- og skriftarbylting sem átt hefur sér stað á aðeins fáeinum árum gerir miklar kröfur til færni í móðurmálinu og sú færni er ekki lengur bundin við fámennan hóp, heldur varðar alla þegna samfélags- ins. Hver einasti menntafrömuður getur skrifað undir að lestur er kjarninn í því að öðlast tök á máli og stíl þannig að hægt sé að ná tökum á hugsunum sínum í riti og geta flutt mál sitt í ræðu. Ein lítil bókagjöf hefur því meiri áhrif en flesta grunar. Höfundur er formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Vatnamælingar í bókaflóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.