Fréttablaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 4
Þess eru dæmi að heyrnarlausir einstaklingar hér á landi hafi verið sendir til útlanda til að veita þeim sérhæfða aðstoð. Hluti þeirra hefur átt við mikinn vanda að etja eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Niðurstöður könnunar sem Greining og ráð- gjöf vann fyrir Félag heyrnar- lausra sýna að þriðjungur svarenda, 30 manns, höfðu orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi á unga aldri. Svip- aður fjöldi karla og kvenna hafði verið misnotaður með þessum hætti. Helgi Garðar Garðarsson, geð- læknir sem er í þverfaglegu geð- teymi við Félag heyrnarlausra, segir að alvarlegir álagsþættir, svo sem kynferðisleg misnotkun, hafi mjög umfangsmikil áhrif á sálarlíf einstaklingsins. Hjá börn- um séu áhrifin enn meiri því þau eigi eftir að taka út sálrænt þroska- ferli, sem atvik af þessu tagi geti sett út af sporinu. „Börn sem lenda í þessu fá sekt- arkennd og kenna sjálfum sér um það sem aðrir gera þeim,“ segir hann. „Þau reyna að fela reynsluna fyrir umheiminum því þau skamm- ast sín fyrir hana. Úrvinnsla vand- ans getur ekki orðið með öðrum hætti en að þolandi geti tjáð sig með einhverjum hætti um áfallið. Þegar barnið getur ekki einu sinni tjáð sig til þess að mæta skilningi annarra þá er það læst í sínum reynsluheimi og getur ekki unnið úr málunum.“ Helgi Garðar segir að þótt minningin um áfallið sé ekki stöðugt í meðvitundinni þá skjóti hún upp kollinum óbeint í endur- upplifunum eða draumum. Það valdi miklum kvíða sem aftur valdi mikilli árvekni og jafnvel ótta gagnvart umhverfinu eins og mikil hætta sé á ferð. „Þetta er langvarandi vanlíðan, sem hefur áhrif á samskipti við annað fólk sem bætist þá ofan á samskiptaerfiðleika vegna heyrn- arleysisins. Í þessum hópi eru ein- staklingar sem hafa þurft að tak- ast á við alvarlegar afleiðingar vegna þeirrar reynslu sem þeir hafa gengið í gegnum, svo sem kvíða, þunglyndi og þar af alvar- legri vandamál, eins og geðrof eða ofnotkun áfengis.“ Helgi Garðar segir skorta sér- hæfð meðferðarúrræði fyrir heyrnarlaus fórnarlömb kynferð- islegrar misnotkunar hér á landi. Í velferðarsamfélagi eigi að vera kostur á að veita þeim sálfélags- lega aðstoð og starfsendurhæf- ingu, sem geti tekið allt að fimm árum eftir erfiðleikum einstakl- ings. Heyrnarlausir fá aðstoð í útlöndum eftir misnotkun Heyrnarlausir einstaklingar hafa verið sendir til útlanda til að veita þeim sérhæfða aðstoð, meðal annars eftir að þeir höfðu verið beittir kynferðislegu ofbeldi. Hluti þeirra hefur átt við langvarandi vanda að etja. Geðlæknir kallar eftir sérhæfðum meðferðarúrræðum fyrir heyrnarlaus fórnarlömb hér á landi. Hálka á vegum gerði öku- mönnum á suðvesturhorninu erf- itt fyrir í gær, meðal annars urðu átta árekstrar um hádegisbilið. Bíll keyrði á ljósastaur á Álftanes- vegi á hádegi og var ökumaður einn í bílnum. Sjúkrabíll var send- ur á staðinn, en ökumaðurinn var ekki illa slasaður. Óskað var eftir snjómokstri á veginum í kjölfar árekstursins. Fjöldi fólks hefur skipt yfir í vetrardekk á undanförnum dögum. „Það er allt brjálað að gera og það byrjaði um leið og snjóaði,“ segir Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar SP dekk í Skipholti. „Tíu mínútum eftir að byrjaði að snjóa fylltist allt.“ Sturla segir einnig nokkuð um að fólk hafi komið inn með ónýta rafgeyma. „Þegar frostið kom hafa rafgeymar skemmst hjá þeim sem keyra lítið eða eru á eldri bílum,“ segir Sturla. Þrír árekstrar urðu á Hellis- heiði í gær og mátti rekja þá alla til slæmrar færðar. Einnig var tilkynnt um nokkra bíla sem runnið höfðu út af Reykjanes- brautinni í hálkunni. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu urðu 44 umferðaróhöpp í gær. Flest óhöppin voru smávægileg og ekki slys á fólki svo vitað sé. Allt brjálað á dekkjaverkstæðum Olíufélögin hækkuðu meðalálagningu á bensín um 8,6 prósent á árinu 2006 samanborið við álagninguna árið 2005 og borguðu íslenskir neytendur að meðaltali rúmlega tveimur krónum meira fyrir lítrann af bensíni að því er kemur fram á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Eru olíufyrirtækin gagnrýnd fyrir að hafa, á tímum hækkandi verðbólgu og óróa á olíumörkuð- um, hækkað álagningu sína til íslenskra neytenda. Olíufélögin lækkuðu verð í gær vegna lækkandi heimsmarkaðs- verðs. Meðalálagning jókst á milli ára Sjómannafélag Íslands samþykkti í kosningu í gær að ganga úr Sjómannasambandi Íslands – heildarsamtökum sjómannafélaga. 63 félagar Sjómannafélagsins greiddu atkvæði með úrsögninni en einn var á móti. Ástæða fyrir úrsögninni er óánægja með starfshætti forystu Alþýðusambands Íslands sem Sjó- mannasambandið á aðild að. Ein- stök stéttarfélög geta ekki sagt sig úr ASÍ og starfað áfram innan aðildarfélaga þess. Sjómenn sam- þykktu úrsögn Ástæður þess að um 20 tonn af þorski drápust í eldis- kvíum Þorskeldis Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði í vikunni eru enn ókunnar. Sérfræðingar Hafrannsókna- stofnunarinnar þurftu frá að hverfa í gær vegna veðurs en þeir hugðust mæla sjóinn með tilliti til súrefnismagns og gera aðrar mælingar sem varpað gætu ljósi á fiskdauðann. Líkleg skýring er gríðarlega mikil síldargengd í firðinum sem gæti orsakað mengun eða súrefnisskort í sjónum. Síldar- gengdin nú er óvenjuleg og samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun hefur ekki verið síld í þessu magni inni á fjörðum á Vesturlandi í 60 til 70 ár. Fiskdauði enn óútskýrður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.