Fréttablaðið - 13.01.2007, Blaðsíða 32
Birna Ásgeirsdóttir opnaði nýverið tískuvöru-
verslun á Húsavík en Birna rekur einnig hár-
greiðslu-, snyrti- og nuddstofu í bænum.
„Við opnuðum tískuvöruverslunina 9. nóvember og
það gengur alveg rosalega vel,“ segir Birna Ásgeirs-
dóttir eigandi tískuvöruverslunarinnar Metró á Húsa-
vík. Birna rekur einnig hárgreiðslustofu, snyrtistofu
og nuddstofu á sama stað en hún er lærð hárgreiðslu-
dama.
Birna segir þrjár tískuvöruverslanir á Húsavík,
sem er 2.500 manna bæjarfélag, en Birna segir nægan
markað fyrir þessar verslanir. „Húsvíkingar hafa
tekið okkur mjög vel en við tókum húsnæðið mikið í
gegn. Margar konur nota tímann þegar þær koma í
klippingu og litun og fara í styttri snyrtingu á meðan
þær bíða með litinn í hárinu,“ segir Birna sem hefur
búið næstum alla sína ævi á Húsavík nema þegar hún
fór suður í nám og hún er ekkert á leiðinni í burtu.
„Hér er ég fædd og uppalin og finnst frábært að búa
hérna. Hérna er allt til alls og miðað við hvað bæjar-
félagið er lítið er öll aðstaða hér til fyrirmyndar. Síð-
ustu ár virðist sem fólk sé að koma heim aftur eftir
nám sitt sem er alltaf mjög ánægjulegt. Okkur vantar
samt fleiri atvinnutækifæri en það eru vonandi bjart-
ir tímar framundan,“ segir Birna sem á tvö börn.
Birna segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á öllu
sem viðkemur tísku og útliti. „Alveg síðan ég var lítil
hef ég haft áhuga á tísku og að mínu mati eru Húsvík-
ingar mjög meðvitaðir um það sem er í gangi, hvort
sem það snýst um hár eða tísku.“
Húsvíkingar vel
meðvitaðir um tískuna
Opið í dag laugardag 10-18
Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518
Opið laugardag og sunnudag
Útsala
50%
Áður Nú
Ullarkápur 29.900 15.000
Mokkakápur 25.900 13.500
Ullarjakkar 12.900 5.900
Úlpur 12.900 5.900
Dúnkápur 22.900 11.500
Rússkinsjakkar16.900 8.500
Pelsar 26.900 13.500
Mörg góð tilboð