Fréttablaðið - 12.02.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.02.2007, Blaðsíða 36
fréttablaðið fasteignir 12. FEBRÚAR 2007 MÁNUDAGUR14 Nýr dýraspítali í Grafarholti. B yggingaframkvæmdir standa yfir á dýraspítala, Dýralæknamiðstöðinni, við Jónsgeisla 95 í Grafarholti. Um er að ræða einnar hæðar 300 fermetra stórt einingahús, búið góðri aðstöðu og tækjabúnaði. Gengið er inn í rúmgóða for- stofu á húsinu, þar sem fyrir eru verslun og afgreiðsla. Þrjú skoðun- arherbergi eru í húsinu þar sem dýrin eru skoðuð og greind. Þar fyrir innan eru apótek, rannsókna- stofa, tannlæknastofa, röntgenstofa og lokuð skurðstofa með yfirþrýst- ingi í loftræstingu, í sóttvarnar- skyni. Einnig aðskilin innlagnar- herbergi fyrir hunda og ketti, sem hafa undirgengist aðgerðir. Loks einangrun fyrir dýr með smitsjúk- dóma. Rúmgóð starfsmannaaðstaða er einnig í húsinu, með sjónvarpi og sófa, kaffiaðstöðu og leikhorni fyrir börn. Hönnun hússins var fyrst og fremst látin ráðast af starfseminni, en bandarískir dýraspítalar hafðir sem fyrirmynd vegna þess hversu fullkomnir þeir þykja vera. Sólark hannaði húsnæðið í samvinnu við eigendurna, dýralæknana Sif Traustadóttur, Steinunni Geirsdótt- ur og Ellen Ruth Ingimundardóttur. Húsform smíðaði einingarnar og annast uppsetningu hússins. Grunnur dýraspítalans var steyptur fyrir rúmu ári. Bygginga- framkvæmdir hófust í september og er áætlað að þeim ljúki í mars. - rve Dýralæknamiðstöð Hönnun spítalans var látin ráðast af starfseminni og bandarískir dýraspítalar hafðir sem fyrirmynd. MYND/ONNO Hér sést Dýralæknamiðstöðin eins og hún mun líta út fullkláruð. MYND/ONNO Verið er að byggja dýraspítala í Grafarholti, búinn fullkomnasta tækjabúnaði á land- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ ER VERIÐ AÐ BYGGJA? N okkrar tegundir meindýra herja á álm. Þar má nefna haustfeta og hins vegar fimm tegundir af álmlúsaætt. Álmlúsin er gulgræn eða brúnleit og bláleit en fimm tegundir af henni finnast hér á landi. Um er að ræða vor-og haustkynslóðir. Egg álmlúsarinnar lifir af veturinn á berki álms. Á vorin klekjast síðan úr þeim kvendýr sem sjúga næringu úr sáldæð- um laufblaða eða úr rauðberjum (rifs) og sólberjum. Þær eignast afkvæmi sem fara niður í rætur plöntunnar og sjúga þar næringu. Afkomendur þeirra fljúga síðan yfir á álm og makast þar og kvendýrið verpir síðan einu eggi sem bíður næsta vors. Blaðlýs eru hin verstu meindýr í gróðri og geta eyðilagt gróður og borið næma sjúkdóma milli planta. Þær skilja eftir sig saur á laufblöðum. Saur- inn er sykurríkur og kallaður hunangsdögg og blöðin verða límkend og það lokast fyrir öndun blaðanna sem verða hrein gróðrarstía fyrir svarta sníkjusveppi ( Lúsasvertu)( Fumago vagans). Hunangsdöggin er mjög vinsæl meðal t.d. geitunga og hunangsflugna. Það er ráðlegt að úða tréð áður en vorar verulega og eins á haustin og þá með skordýralyfjum sem innihalda vaxkendefni og efni sem þurkar upp næringarforðan í dýrinu og drepur það. VARNAÐARORÐ. Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eit- urefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitafélagi. Ein og sér hafa starfsréttindi meindýraeyða og garðúðara ekkert gildi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félagar í Félagi Meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskiptanna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og félagasamtökum gilda ekki á Íslandi. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og Varnir 2004, Guðmund- ur Óli Scheving, Meindýr í húsum og gróðri 1944, Geir Gígja Álmlús (Scbizoneura ulmi) Meindýr og meindýravarnir Guðmundur Óli Scheving Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið: gudmunduroli@simnet.is OPIÐ : Mánudaga t i l f ös tudaga k l . 9 : 00 - 17 :00 — www.hus id . i s Fr um 4ra herbergja Ljósheimar - Rvk Góð 4ra herbergja 100 fm íbúð á efstu, áttundu, hæð í lyftuhúsi í 104 Reykjavík. Göngufæri í alla þjónustu í Skeifunni og Glæsi- bæ einnig göngufæri í útivistar- svæði Laugardalsins. Myndir og nánari upplýsingar á husid.is. Verð 21,9millj. kr Stærri íb. og sérh. Kríuhólar - Rvk Rúmgóð og björt endaíbúð á 6 hæð í lyftuhúsi. Húsið klætt að utan á snyrtilegan máta. Stutt í verslun, apótek, skóla, leikskóla, sund og aðra íþróttastarfsemi. Íbúðin er 116,1 fm ásamt 25,4 fm sérstæðum bílskúr. 3 Svefnherbergi, 2 stofur, svalir, hol, eldhús og baðherbergi. Verð 24,9 Stærri íb. og sérh. Þinghólsbraut- Kóp Mjög stór og rúmgóð 161,4 fm, sjö herbergja efri sérhæð í snyrtilegu og klæddu þríbýlishúsi með glæsi- legu útsýni og aukaherbergi í kjall- ara ásamt 26,1 fm sérbyggðum bílskúr á frábærum stað í vestur- bæ Kópavogs. Eignin skiptist í 4 svefnherb., stóra stofu og arin- stofu, góða borðstofu sem mætti loka og nota sem herbergi ásamt aukaherb. í kjallara. Stutt í gönguleiðir meðfram ströndinni, í sund- laugina og skóla ásamt verslun og þjónustu í Hamraborg. Verð 39,9 m. 3ja herbergja Skúlagata- Rvk SÉRLEGA FALLEG 3ja her- bergja íbúð með stæði í bíla- geymslu í nýlegu ELDRIBORG- ARA húsi við Snorrabraut/Lind- argötu. ÚTSÝNI yfir höfnina, Snæfellsnes, Akrafjall, Skarðs- heiði, Esjuna, Viðey, Klepps- holtið og Úlfarsfell. Falleg og snyrtileg sameign HÚSVARÐ- ARÍBÚÐ, VAKTHERBERGI við inngang, ca 50 manna salur m. eld- húskrók. Aðgangur að mötuneyti þ.e VITATORG félagsheimili aldr- aðra. EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Verð 29.5m. Einbýli Bakkastígur - Eskifjörður Lítið einbýlishús sem er að mestu endurnýjað á 1294fm gróðursælli eignalóð, miðsvæð- is á Eskifirði. Húsið er 82fm að stærð, timburhús byggt upphaf- lega árið 1914. Endurnýjað að utan 1997 og að innan 2005. Gólf, gólfefni, milliloft, veggir og eldhústæki eru nýleg . Nýtt raf- magn lagt í húsið ásamt raf- magnstöflu. Möguleiki t.d. á gesthúsi og eða góðum sólpalli á rúmgóðri lóðinni. Verð 10,5millj. Suðurlandsbraut 50 Bláu húsin v/Faxafen husid@husid.is Sími 513 4300 www.husid.is Vilhjálmur Bjarnason lögg. fast.sali Helgi H. Jónsson lögg. fast.sali Guðný Guðmundsdóttir sölumaður Gunnar Magnússon sölumaður Hrafnhildur Helgadóttir sölumaður Kolbeinn Sigurðsson sölumaður Kristinn Erlendsson sölumaður Ólafur H. Haraldsson sölumaður Ólafur M. Sævarsson sölumaður Vilborg G. Hansen sölumaður Heimir H. Eðvarðsson sölumaður Rannveig Sveinsdóttir móttaka Erla R. Guðmundsdóttir bókari Ómar Haraldsson tölvuumsjón/frágangur Ingvaldur Mar Ingvaldsson framkv.stjóri Hamrahlíð 9, 105 Rvk. Opið hús í dag kl. 18:00 -18:30 Verð 19.400.000 Falleg og vel endurnýjuð 3ja herb. 79,4 fm kjallaraíbúð í þríbýli í vinsælu hverfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi og góðir skápar eru í hjónaherbergi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting og baðkar með sturtu. Eldhús er með ljósri innréttingu með viðarborðplötu, flísalögn á milli efri og neðri skápa, lagt fyrir uppþvottavél og góð tæki. Allt hús og þak málað að utan 2005 og lögð stétt með snjóbræðslu. Kolbeinn gsm. 694 9100 tekur á móti gestum. 2ja herbergja Hamraborg - Rvk. Falleg tveggja herbergja 52,4 fm líklega geymsla ekki með inní fermetratölu íbúð á þriðju hæð í fjölbýli með aðgang að bíla- geymslu. Sameiginlegur inngangur er í kjallara úr bílageymslu og einnig á fyrstu hæð. Snyrtilegt sameiginlegt bílskýli. Lóð með leiktækjum á. Stutt er í alla þjónustu, leikskóla, skóla, verslanir,kirkju og fleira. Verð. 15.9m. 2ja herbergja Holtsgata- Rvk. 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í 4ra íbúða húsi. Verð 14.900.000. Sjá nánari lýsingu á husid.is. Guðný gsm 821-6610 tekur á móti gestum ásamt eiganda. Verið velkomin, kaffi á könnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.