Fréttablaðið - 12.02.2007, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 12.02.2007, Blaðsíða 73
Nú er komið að flutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn mér og fleirum í eftirhreytum Baugsmálsins. Aðalmeðferð hefst með skýrslutökum og vitnaleiðslum mánudaginn 12. febrúar 2007 og er áætlað að málflutningi ljúki 30. mars nk. Sér þá loks fyrir endann á máli sem hófst með húsleit lögregl- unnar á skrifstofum Baugs hf. 28. ágúst 2002. Um leið og húsleit var heimiluð var gefin út handtökuskipun á hendur mér sem stjórnar-formanni Baugs og Tryggva Jónssyni sem forstjóra Baugs. Mikið lá við. Tryggvi fékk að dúsa í fanga- geymslum lögreglunnar þessa nótt en ég slapp þar sem ég var staddur í viðskiptaerindum í Lundúnum. Að kvöldi innrásar- dagsins kom í ljós að ásakanir Jóns Geralds Sullenbergers um fjárdrátt okkar Tryggva fengu ekki staðist. Menn gerðu ekki greinarmun á debet og kredit. Nærtækar og eðlilegar skýring- ar voru til á öllum reikningum er tengdust viðskiptum Baugs og fyrirtækis Jóns Geralds, Nordica, en á þær skýringar var ekki hlustað af hálfu lögreglunnar. Niðurstaða rannsóknarinnar lá fyrir áður en hún hófst. Við vorum glæpamenn. Ekkert gat því breytt. Málið var að finna sannanir. Hófst þá leit – sumir kalla hana saum-nálarleit – í bókhaldi Baugs að ávirðing- um er réttlætt gætu upphafið eftir að fyrir lá að ásakanir Jóns Geralds féllu dauðar niður. Mér og fleirum varð fljótlega ljóst að of mikið lá undir af hálfu lögreglunnar til að aftur yrði snúið. Heiður áhrifamanna var í húfi. Manna sem höfðu ljáð ásökunum Jóns Geralds fulltingi og hvatt lögregluna til dáða. Síðar kom í ljós hverjir þeir voru þegar tölvupóstar Styrmis voru birtir í Fréttablað- inu. Styrmir, Kjartan, Jón Steinar, Haraldur og ónefndur foringi hinna innmúruðu að nafni Davíð. Miklu veldur sá er upphafinu veldur. Frá upphafi hefur legið fyrir að rannsókn lögreglunnar hvílir á veikum grunni. Hún hefur ávallt einkennst af fumi og fáti og lítilli þekkingu á viðskiptum og bókhaldi. Sífellt var beðið um afhendingu nýrra gagna og oft á tíðum var beðið um gögn og skýringar sem þegar höfðu verið afhent. Starfsmenn félagsins máttu þola endalausar yfirheyrslur og dulbúnar hótanir. Stjórn félagsins sat undir hótunum um að aftur yrði gerð innrás í Baug Allt var reynt. Rangar upplýsingar voru bornar á milli vitna, þeim var hótað og þau vöruð við afleiðingum þess að spila ekki með lögreglunni, þá yrðu þau sett á sakamannabekk. Rannsóknin var illa skipulögð og hroðvirknisleg. Stjórnendur hennar lögðu fyrirfram engan trúnað á skýringar sakborn- inga, starfsmanna félagsins, endurskoðenda þess eða stjórnar. Allt kapp var lagt á að finna glæpinn. Sama hvað það kostaði. Með reglulegu millibili var því lekið í fjölmiðla að rannsóknin væri að vinda upp á sig og hún krefðist sífellt nýrri og nýrri aðgerða. Loks dró til tíðinda þegar fyrsta ákæran í Baugsmálinu leit dagsins ljós 1. júlí 2005. 1) Héraðsdómur vísaði málinu frá í heild sinni 20. septemb- er 2005. 2) Hinn 10. október 2005 staðfesti Hæstiréttur frávísunina að stærstum hluta en lagði fyrir héraðs- dóm að taka átta ákæruliði til efnismeðferðar. 3) Ríkislögreglustjóri sagði sig frá málinu daginn eftir. 4) Héraðsdómur sýknaði sakborninga í öllum þeim liðum sem eftir voru. 5) Hæstiréttur staðfesti sýknudóma varðandi þá sex ákæruliði sem komu til kasta dómsins með áfrýjun ákæruvaldsins. 6) Björn Bjarnason skipaði nýjan saksóknara til að halda málinu áfram. Sesar var fallinn sagði Björn en sagan var ekki öll! Áfram skyldi haldið þessari vegferð. 7) Hinn 31. mars 2006 voru nýjar ákærur gefnar út í 19 liðum. 8) Hinn 21. júlí 2006 vísaði Héraðsdómur viðamesta ákæruliðnum frá dómi með þeim rökstuðningi að þar væri ekki lýst fjársvikum heldur viðskiptum! Hæstiréttur staðfesti frávísun- ina nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu gagnvart fyrir- tæki mínu, fjölskyldu minni, samstarfsmönn- um og mér sjálfum hafa nú staðið yfir í hartnær fimm ár. Loks sér fyrir endann á þessum ósköpum. Eins og að framan er lýst hafa aðgerðir lögreglunnar ein- kennst af kappi fremur en forsjá – afar lítilli fagmennsku - og reyndar hafa helstu forkólf- ar og ábyrgðarmenn málsins, Haraldur, Arnar og Jón H.B., hrökklast frá því við illan leik, rúnir öllu áliti og trausti. Eigi að síður hefur þetta verið mjög erfiður tími fyrir mig, fjöl- skyldu mína, vini og samstarfs- menn. Ég get ekki óskað neinum þess að ganga í gegnum slíka raun. Systir mín og faðir lágu undir ásökunum í málinu í rúm 4 ár. Þau hafa nú verið sýknuð af öllum ákærum. Eftir situr þó biturleiki og reiði. Hvernig er hægt að halda fólki í gíslingu sem þessari í svo langan tíma? Um leið hlýtur maður að spyrja hvað þeir menn hafa eiginlega verið að hugsa sem ábyrgð bera á þessari rannsókn og staðið hafa að henni með þeim hætti sem raun ber vitni. Ómögulegt er að átta sig á því hvað þetta hefur kostað ríkissjóð. Eru engin takmörk fyrir því hve langt menn mega ganga í slíkum ofsóknum? Verður enginn dreginn til ábyrgðar? Nú þegar hefur ríkið þurft að greiða tugi milljóna króna til sakborninga vegna málskostnaðar. Þrátt fyrir allt framangreint er stórkostlegt að hugsa til þess að á sama tíma og klúður lögreglunnar hefur staðið yfir hefur okkur Baugsmönnum tekist að efla fyrir-tækið og vera í fararbroddi þeirra íslensku fyrirtækja er staðið hafa fyrir útrás atvinnulífsins, byggt upp eignir og starfsemi í öðrum löndum. Baugur er í dag margfalt öflugri en í ágúst 2002. Ég er þakklátur öllum þeim stóra hópi vina og vanda- manna sem gert hafa mér og samstarfsfólki mínu þetta kleift. Ekki er þó vafi í mínum huga um að félagið hefur orðið af viðskiptatækifærum er nema hundruðum milljarða króna. Þó að lyktir Baugsmálsins sýnist loks í sjónmáli er framundan mikill sirkus í Héraðsdómi Reykjavíkur. Áætlað er að aðalmeðferð í málinu taki 6-7 vikur. Rétt þykir mér því að draga saman í stuttu máli um hvað verður deilt og hvað mér er ætlað að sanna í réttarhöldunum. Lögreglan og ákæruvaldið virðast nefnilega líta svo á, að sakaðir menn sýni fram á sakleysi sitt. Sú er í öllu falli reynsla mín af samskiptum við þessa aðila. Ákærunni má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka: Í fyrsta lagi eru meintar ólögmætar lánveitingar þar sem ákæruvaldið reynir að gera viðskipti milli Baugs og Gaums tortryggileg en Gaumur er fyrirtæki í eigu fjölskyldu minnar. Gaumur gekk á undan í ákveðnum viðskiptum og tók áhættu. Ekkert er í lögum sem bannar slíka hluti. Ekki var verið að hygla Gaumi á nokkurn hátt eins og sýnt verður fram á undir rekstri málsins þar sem skýrt mun koma fram hvernig Gaumur studdi við framgang félagsins með myndarlegum hætti. Vondir menn hvísluðu því að lögreglunni og ákæruvaldinu að orðatiltækið „að gefa gaum“ hefði öðlast nýja merkingu. Það er þó fjarri lagi en þannig starfar nú Gróa á Leiti. Í öðru lagi eru meint bók- haldsbrot þar sem ákært er fyrir einstakar færslur og staðhæft að þeim hafi verið ætlað að fegra uppgjör félags- ins og hafa þannig áhrif á gengi Baugs á hlutabréfamarkaði. Hafi slíkt verið tilgangurinn voru til aðrar, mun einfaldari aðferðir líkt og allir þeir vita sem fást við rekstur og bókhald fyrirtækja. Ekki er horft á ársreikninga Baugs í heildar- samhengi. Með ákærunni opinberar ákæruvaldið skiln- ingsleysi sitt á ýmsum lykilhug- tökum í viðskiptalífinu. Þetta verður opinberað undir rekstri málsins, jafnvel á fyrstu dögum réttarhaldanna. Í þriðja lagi er meintur fjárdráttur þar sem ákæruvald- ið byggir á framburði Jóns Geralds Sullenbergers sem m.a. hefur hótað mér lífláti. Yfirvöld gerðu ekkert með þær hótanir. Um er að ræða greiðslur til fyrirtækis fyrir þjónustu. Fleiri fengu slíkan stuðning frá Baugi á þessum tíma er gegndu svipuðu hlutverki og hann gagn- vart íslenskum heildsölum. Ekki stendur steinn yfir steini í ásökunum Jóns Geralds og ákæruvaldsins eins og fram mun koma undir rekstri málsins. Bækur félagsins gefa rétta mynd af stöðu félagsins. Þetta er staðfest af endurskoðendum og stjórn. Ég sem forstjóri hef haft fullan stuðning allra hluthafa í málinu. Því má í raun segja þegar horft er á þessar staðreyndir að það sé ótrúlegt að málið sé á leið inn í réttarsal. Valdamiklir stjórnmálamenn og háttsettir menn innan lögreglunnar hafa um nokkra hríð hvíslað því að fólki – ekki síst fjölmiðlafólki - að Baugs- málið sé eitt umfangsmesta ,,fjársvikamál” sem yfirvöld hafa fengist við. Síðar bættist við ,,stærsta skattsvikamál sögunnar”. Þegar liggur fyrir hvað er svona stórt og mikið við þetta mál. Í fyrsta lagi eru þess fá ef nokkur dæmi að æðstu yfirvöld landsins hafi haft önnur eins afskipti og lagt eins mikið undir í nokkru opinberu máli. Í öðru lagi eru þess fá ef nokkur dæmi að helstu áhrifa- menn í stærsta stjórnmála- flokki þjóðarinnar, fyrir atbeina ritstjóra eins helsta morgun- blaðs landsins, hafi haft önnur eins áhrif á aðkomu lögreglu í opinberu máli. Í þriðja lagi eru þess fá ef nokkur dæmi að opinbert mál hafi verið rekið áfram af öðru eins ofstæki og eins miklu kostað til og raun ber vitni. Í fjórða lagi eru þess fá ef nokkur dæmi að blásið hafi verið til sóknar í áberandi máli á eins veikum forsendum og í Baugsmálinu. Í fimmta lagi eru þess fá ef nokkur dæmi að ákæruvaldið hafi blásið til eins umfangsmikillar aðalmeðferðar fyrir dómi – ég vil kalla þetta sýndarréttarhöld – og í þessu máli. Hvað eiga öll þessi vitni að bera um? Þetta er stórt mál en einkum er það stórt vegna þess að þegar hátt er reitt til höggs og af rangindum þá verður fallið hátt og drunurnar miklar svo að undir tekur í fjöllunum þegar málið hrynur fyrir hinum innmúruðu og innvígðu valdsherrum og erindrekum þeirra sem ábyrgð bera á málatilbúnaði ákæru- valdsins í Baugsmálinu. Höfundur er forstjóri Baugs Group. Umfangsmestu sýndarréttarhöld Íslandssögunnar? Hvort sem þú ert sérfróður um viðskipti eða einn af þeim sem finnst viðskiptafréttir yfirleitt of flóknar og háfleygar, getur þú fylgst með öllu því sem er að gerast í viðskiptalífinu í gegnum Markaðinn. Við færum þér fréttirnar skýrt og skorinort. MARKAÐURINN EINA VIÐSKIPTABLAÐIÐ SEM ÞÚ ÞARFT Með Fréttablaðinu alla miðvikudaga Í hádeginu kl 12:12 á Stöð 2 Markaðurinn á Vísi alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.