Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. ágúst 1979.
3
Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson við loðnurannsóknir:
Verður við Jau
Kás — Um næstu helgi
verður hafrannsóknar-
skipið Bjarni Sæmunds-
son komið við loðnuat-
huganir á hið umdeilda
svæði suður af Jan
Mayen ásamt norska
hafrannsóknarskipinu
Gö-sars/ að þvi er Hjálm-
ar Vilhjálmsson
leiðangursstjóri um borð
sagði i samtali við Tím-
ann í gær.
Mayen
Bjarni Sæmundsson, hefur
undanfarna daga verið við
loðnuathuganir út af Norður-
landi, og nú siðasta vestur af
Vestfjörðum. Hafa leiðangurs-
menn loks orðið varir loðnu, en
þó hefur litið fundist af henni,
enn sem komið er.
1 gærkvöldi kom skipið
um helgma
augnablik inn á ísafjörð til að
sækja varahluti sem ekki höfðu
verið til við brottför þess.
A laugardag er búist við að
skipið verði komið á Jan
Mayensvæðið. Aðalverkefni
leiðangursins er að reyna að
mæla út stofnstærð loðnustofns-
ins, Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræöingur sagði i samtali
við Timann, að ekkert benti enn
til þess að fiskifræðingar hefðu
misreiknað loðnustofninn of lit-
inn á siðasta ári, nema siður
væri. Mæltist hann þvi til var-
færni i veiðum, og sagði að tölur
sem fiskifræðingar hefðu nefnt i
þessu sambandi væru sist of
háar þ.e. varðandi hámarks-
veiði á þessu ári.
Menningar
viðburður
í Stúd-
entakjall-
aranu
Menningarviðburður
verður í Stúdenta-
kjallaranum nú í kvöld.
Þar mun norska skáldið og
þýðandinn Knud Ödegaard
lesa úr verkum sinum og
les þá m.a. i fyrsta sinni
nokkur Ijóð. Auk hans
munu koma fram Thor Vii-
hjálmsson rothöfundur/
Einar Bragi skáld og Birg-
ir Svan Símonarson.
Félagsstofnun stúdenta hefur
haft förgöngu um skáldskapar-
kvöldvökur i Stúdentakjallaran-
um, og verður merkinu enn hald-
ið á lofti kvöldið eftir, á föstu-
dagskvöldið, en þá flytja þeir
Björgúlfur Egilsson og Benóný
Ægisson kafla úr væntanlegum
söngleik, Kamarorkester. Er
þess að vænta að söngleikurinn
verði frumfluttur nú i haust.
Isinn hefur selst grimmt í góðviðrinu í Reykjavik síðustu daga. CTímamyndir: Tryggvi)
Til
atvinnuveganna
Til einstaklinga
Til
opinberra aðila
Otlán Búnaðarbankans til atvinnuveganna voru 18.800 milljónir i árs-
lok 1978. Hlutur landbúnaðarins var 10.106 milljónir, iðnaðar og bygg-
ingastarfsemi 3.045 milljónir, verslunar 2.895 millj. sjávarútvegs 1.444
millj. og samgangna ferðamála og ýmisskonar þjónustustarfsemi 1.267
millj. Lán til einstaklinga námu 3.222 millj, og til opinberra aðila 2.733.
Ársskýrsla Búnaðarbankans 1978:
Ekkert ár farsælla
• hlutdeild spariinnlána eykst
HEI — „Staöa Búnaðarbankans
meðal viðskiptabankanna var sú i
árslok, að hann hafði yfirað ráða'
23% af innlánum viðskiptabank-
anna sjö, og jókst hlutdeild bank-
ans nokkuð á árinu”, segir i árs-
skýrslu bankans fyrir árið 1978.
Fullyrða má, segir i skýrslunni,
að ekkert ár i sögu bankans hafi
verið farsælla en árið 1978, hvort
sem litið er til þróunar innlána,
lausafjárstöðu eða rekstraraf-
komu.
Heildarinnlán bankans voru um
27.4 milljarðar i árslok i fyrra og
höfðu aukist um 51,8%. Þar af
voru spariinnlán, þ.e. innistæður
á almennum sparisjóðsbókum og
bundið sparifé, rúmir 21 milljarð-
ur og höfðu aukist um 53,1% frá
fyrra ari
Hluti spariinnlána af heildar-
innlánum hefur aukist siðustu ár-
in, siðan eins árs bundin vaxta-
aukainnlánin voru upp tekin, og
námu þau i árslok 6.786 milljón-
um.
Veltiinnlán, sem eru innistæður
á ávisana- og hlaupareikningum,
námu rúmum 6 milljörðum um
áramót.
Ctibú bankans utan Reykja- -
vikur hafa um 45% heildar-
innlána og varð aukningin meiri
en nokkru sinni fyrr. Þar var hluti
veltiinnlána talsvert stærri en i
Reykjavik.
Framhald á bls 19
Húseigendafélag Reykjavíkur:
Stétt leígusala varla tíl
lengur *.
Stærsti leigusalinn borgin sjálf
útleiga húsnæðis svarar ekki kostnaði.
HEI — „Fyrir röskum 30 árum
mátti heita að félagiö væri fyrst
og fremst hagsmunaaðili fyrir þá
tQtöluiega mörgu Ibúðaeigendur
sem leigöu húsnæði tii annarra.
Sfðan varð smátt og smátt sú
mQtla breyting að sjálfseignar-
Ibúðareigendum fjölgaði jafnt og
þéttognú má segja að leigusaiar
sem stétt sé varla lengur til”.
Ofanritað sagði formaöur Hús-
eigendafélags Reykjavikur á
aöalfundi félagsins nýlega, er
hann ræddi um breytt hlutverk
félagsins.
Pállsagði að stærsti leigusalinn
Framhald á bls 19
Sjónvarp Dýrlingurinn snýr
af tur á skerminn
AM — t gær áttum við tal af
Birni Baldurssyni, umsjónar
manni dagskrár við sjónvarpið,
og spurðum hann hvað helst
yrði að sjá á skerminum I
þessum mánuði, en sjónvarp
hefst að nýju annað kvöld að
afloknu sumarfrii.
Björn sagöi að margt yrði
með sama sniöi og áður, til
dæmis iþróttir og erlend leikrit
á mánudögum. A þriðjudag
byrjar hins vegar nýr
myndaflokkur með Dýrlingn-
um,- Dýrlingurinn snýr aftur,”
cg eru það þrettán þættir. Nýir
leikarar eru i þessum þáttum,
en leikstjórar og höfundar
handrits hinir sömu og i gömlu
þáttunum.
A miövikudagbyrjar sænskur
myndaflokkur i fjórum þáttum,
sem geröur er eftir sögu Gunn
Jacobsen, „Perers Baby,” en
sagahhefur verið lesin i útvarp
og fjallar um 16 ára pilt, sem
eignast barn með jafnöldru
sinni og tekur að sér ummönnun
þess.
A föstudag veröur haldið
Nýi Dýrlingurinn: Ian Ogilvy
áfram meö Skonrokk og verð-
lagsmál þar sem frá var horfið
og á laugardagskvöld verður
sýndur fyrri hluti myndar um
auökýfinginn Howard Hughes,
og er handrit byggt á ævisögu
hans, sem náinn vinur hans og
samstarfsmaöur ritaöi.
Sunnudaginn 12. ágúst veröur
sýnd mynd um heimsókn
forseta tslands á afmælishátlð-
ina á Mön og mun Bogi Agústs-
son, fréttamaöur, flytja skýr-
ingar.
Þriðjudaginn 14. ágúst er gert
ráð fyrir að hefjist flokkur
mynda um ýmis Afrikurlki, en
þaöeru sex þættir um uppbygg-
ingu og framfarir I þessum
heimshluta.
Að öðru leyti sagði Björn að
efni sjónvarps yrði likt og áður,
kvikmyndir á föstudag og
laugardagskvöldum og léttir
poppþættir yrðu að þvi er virtist
margir á næstu vikum.