Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 6
r Útgefaudi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-' arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Glsiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 slmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 180.00. Askriftargjald kr. 3.500 á mánuöi. Blaöaprent. J Myndugleiki ríkisvaldsins TÍMINN hefur nokkrum sinnum nú upp á siðkast- ið látið i ljós það álit, að bestu viðbrögðin við vanda þjóðarbúsins nú séu þau að snúast gegn honum af alefli og hörku með þvi að lögbinda kaupgjald, verðlag, vinnufrið, framkvæmdir og rikisútgjöld um nokkurt skeið að hætti Norðmanna. Á þvi er ekki nokkur vafi, að slikar aðgerðir myndu þegar i stað hljóta mikinn og almennan skilning meðal almennings. Á sama hátt er það ljóst, að harkalegar aðgerðir af sliku tagi eru atvinnulifinu nauðsynlegar nú. Sú stefna, að mæta vandanum með slikum hik- lausum hætti, er i fullu samræmi við afstöðu Fram- sóknarmanna bæði fyrr og siðar. Það er athyglis- vert að þegar á árinu 1942, þegar verðbólgan hóf innreið sina i islenskt efnahagslif, gerðu Framsókn- armenn tillögur um sambærilegar varnaraðgerðir til þess að koma i veg fyrir að allt ryki upp úr öllu valdi. Nú þegar menn lita um öxl sjá þeir og skilja, að það var örlagarikt fyrir þjóðina að kalli Framsókn- armanna var ekki sinnt þá þegar. Þá var uppi sami auglýsingasöngurinn sem löng- um siðan, sama innihaldslausa loforðasnakkið um ástina á alþýðunni og frelsinu. Þá, eins og löngum síðan, vildu aðrir flokkar ólm- ir taka þátt i striðsdansinum, ákaft hvattir og knún- ir fram af leiðtogum hagsmunasamtaka, og gildir einu hvort menn töldu sig hægrimenn eða verka- lýðssinna svo kallaða. Afstaða Framsóknarflokksins markast hins veg- ar ekki sist af þvi, að flokkurinn hefur aldrei verið ofurseldur valdabaráttu einstakra forystuhópa sem allt of oft hafa samtökin sem þeim er trúað fyrir að leiksoppi. Þvi hefur Framsóknarflokkurinn ætið lagt alla áherslu á þjóðarhag, á framför landsins alls og þjóðarinnar allrar. Af sömu ástæðum eru varnaðarorð Framsóknar- manna nú — sumarið 1979 — nákvæmlega hin sömu og þau voru i fyrra — sumarið 1978 — og i hitt eð fyrra og árið þar áður og á öllum öðrum timum. Sem löngum fyrr er það nú aðalatriðið, að allir leggist á eina sveif þegar háski steðjar að. Þá þarf samstöðu og sameiningu. Aldrei á félagshyggjan brýnna erindi til þjóðarinnar en einmitt þegar háska ber að höndum. Nú er það enn eitt árið háski verðbólgunnar sem magnast með hverri nýrri hækkun oliuvarnings. Til þess að koma málefnum þjóðarinnar á réttan kjöl verður rikisvaldið að taka myndugt frumkvæði. Rikisvaldið verður að vera myndugt i þjóðfélaginu og þess megnugt að knýja fram hag og viðhorf heildarinnar. Og nú þarf að verja þjóðarhag. Oliu- kreppan nýja á að nægja til að sannfæra menn um það að þetta meginatriði hefur ekkert breytst siðan i fyrra. Slikur myndugleiki rikisvaldsins er nú forsenda þess að unnt verði að reisa við frjálst athafnalif og þar með gróandi þjóðlif og stöðugar framfarir. JS Haraldur Ólafsson: Erlent yfirlit Evrópuþingið og kosningarnar til þess Hús Evrópuþingsins I Strasbourg. Fyrsta þing Efnahagsbanda- lagsrikjanna, Evrópuþingiö svokallaöa hefur nú hafiö störf. Um miöjan júli komu hinir 410 þjóökjörnu fulltrúar saman I Strasbourg. Fyrsta verkefni þeirra var aö kjósa forseta þingsins til eins árs. Eins og viö var búizt varö franski heilbrigö- isráöherrann Simone Weil fyrir valinu. Húner úrflokki Giscard d’Estaing forseta og hefur nú um nokkurt skeiö veriö hækk- andi stjarna á frönskum stjórn- málahimni. Þetta nýja Evrópuþing er merkileg nýjung i samskiptum þjóöa. Efnahagsbandalagsrikin kjósa samtals 410 fulltrúa til þingsins, og fer þingmanna- fjöldi aö nokkrueftir fólksfjölda I viökomandi rikjum. Þó gildir þaö ekki um fjölmennustu og öflugustu rikin. Þau kjósa öll jafnmarga. I mörgum rikjanna voru kosningarnar tÚ þingsins all-sögulegar. Margir stjórn- málamenn I fremstu röö buöu sig fram, og innan hvers ríkis var hörö kosningabarátta. I Frakklandi var kosninga- baráttan haröari en víöast ann- ars staöar. Flokkur Chiracs, fyrrum forsætisráöherra, stundum kallaöir gaullistar, vegna þess aö I honum eru margir af gömlum samstarfs- mönnum de Gaulle, lagöi mikla áherzlu á aö fá sem flesta full- trúa kjörna. Chirac er hat- rammur andstæöingur Giscards d’Estaing og taliö, aö hann stefni aö þvi aö bjóöa sig fram gegn honum i forsetakosningun- um 1981. 1 þeim flokki er lika Michel Debré, fyrsti forsætis- ráöherra de Gaulle er hann kom aftur til valda 1958. Debré telur, aö meö Evrópuþinginu sé veriö aö draga völd úr höndum þjóö- þinganna, og veröi aö sporna gegn þeirri þróun, aö sjálfstæöi rikja til aö setja eigin lög veröi skoröur settar. Chirac lagöi alla áherzlu á aö vinna sigur i þess- um kosningum, þar eö góö út- koma mundi styrkja hann i bar- áttunni viö forsetann. Sósialistar undir forystu Mitt- erands áttu lika talsvert i húfi. Mitteranderaö vfeuenn leiötogi flokksins og tókst aö koma I veg fyrir, aö Michel Rocard ýtti sér til hliöar á flokksþinginu I vetur. En Mitterand fer aö eldast og hann á ekki mörg tækifæri enn til aö komast til æöstu metoröa i Frakklandi. Hann veröur aö nota hvert tækifæri sem gefst til þess aö styrkja stööu sina fyrir forsetakosningarnar 1981. Tap flokksins I hverjum kosningun- um á fætur öörum hlýtur aö leiöa tilþess.aö Mitterand veröi aö vikja og aörir aö taka viö. Mitterand og Chirac eru þvl i mjög s vipaöri stööu: þeir veröa aösýna, aöþeir geti aflaö flokk- um sinum fylgis, ella veröa vonir þeirra um forsetaembætt- iö aö engu. Og loks veröur Gis- card aö sýna styrk sinn meö þvl aö leiöa flokk sinn til sigurs! Kosningarnar fengu þvl blæ for- keppni fyrir forsetakosningarn- ar eftir tvö ár. Giscard d’Estaing valdi Simone Veil til aö vera i forystu fyrir frambjóöendum flokks sins I kosningunum til Evrópu- þingsins. Hún er um fimmtugt og hefur um skeiö veriö ráö- herra heilbrigöismála og fé- lagsmála. Vakti hún mikla at- hygli fyrir forgöngu sina um rýmkun löggjafar um fóstur- eyöingar, þar sem farin er sú leiö, aö konur ráöi meiru um þaö en nefnd svokallaöra sér- fræöinga (oftast lækna, sálfræö- inga og einhverra andlegrar stéttar manna). Veil er Gyöing- ur og var ein af þeim sem kom- ust llfs af úr útrýmingarbúöum nasista á styrjaldarárunum. Úrslit kosninganna I Frakk- landi uröu ótviræöur sigur Sim- one Veil, en Chirac og Mitterand styrktu ekki stööu sina. Chirac fékk þólangtum lakariútreiö en Mitterand, en hinn síöarnefndi mátti eftir atvikum sæmilega viö una. Þess má geta, aö vegna deilu um Uthlutun sæta eftir talningu vafa-atkvæöa, þar sem sætivar úthlutaö lista Veil.neit- aöi Mitterand aö taka sæti á þinginu. Úrslit kosninganna almennt uröuþau, aöfrjálslyndir flokkar og þeir, sem venjulega eru tald- ir til hægri fengu meirihluta á þinginu. Varviöþvi búizt aö for- seti þingsins yröi kjörinn Ur þeim hópi. Frakkar héldu fram Simone Veil, en meöal annarra sem til greina komu var efstur á blaöi Gustave Thorn, fyrrum forsætisráöherra I Luxemburg. Ekki áttu vinstri menn auövelt meö aö velja frambjóöanda. Margir töldu aö Willy Brandt kæmi til greiná, en Italski sósialistinn Mario Zagari varö hlutskarpastur. t lokaatkvæöa- greiöslunni var svo Veil kjörin. Samkvæmt fréttum frá Strasbourg var talsveröur hiti I mönnum á fyrstu dögum þings- ins. Þaö er augljóst, aö forseti þess getur ráöiö miklu um I hvaöa átt störf þess þróast. Samkvæmt lögum hefur þingiö ekki mikil völd, og hvert riki veröur aö staöfesta samþykktir þess og tillögur. En á þvl leikur enginn vafi, aö samþykktir þess hljóta aö hafa mikil áhrif á sam- vinnu bandalagsrlkjanna. Sam- þykktir sem ekki eru bindandi aö lögum munu koma til meö aö hafa bæöi áróöursgildi og verka sem þrýstingur á viökomandi rlki. Michel Debré sagöi á fyrstu dögum þingsins, aö um þaö mætti hafa eftirfarandi ummæli Willy Brandts: Kólumbus var mesti sósialisti sögunnar: hann vissi ekki hvert hann var aö fara, ekki hvert hann var kom- inn, og allt fyrir peninga ann- arra. Simone Veil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.