Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 12
 12 IÞRÓTTIR Fimmtudagur 2. ágúst 1979. KAUPIÐ TIMANN EFLIÐ TÍMANN Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Laus staða Staða hjúkrunarfræöings viö skólana á Laugarvatni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 1. september nk. Menntamálaráöuneytið, 30. júli 1979. Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Eigum fyrirliiífjaiidi flestar stœriir hjólbaria, sólaóa ofj nýja Tökum allar venjulegar stœrölr bjðlbaröa tll sðlunar llmlelgun — Jafnvaglsstllllng HEITSÓLUN KALDSÓLUN Mjög gott verð Fljót og góð þjónusta Opið aUa daga PÓSTSENDUM UM LAND ALLT VINNU STOfAN HF Skiphott 35 105 REYKJAVlK slmi 31055 VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR % Cr •1 \ © • 4 . & w % "r aB3Ba«i ¥ 1.. -1 1 ' 1 Q .<4 ■L 'C- V' s k 9 > (fflmnaust h.t SlÐUMÚLA 7—0 SlMI 82722 Þar sem úrvallO er meat f bfllnn ,Eg á eftir þrjú góð ár fyrir Úlfana”... segir Emlyn Hughes, sem ðlfarnir hafa keypt frá Liverpool á 90 þús. pund Flanagan til Palace —,/ Ég á eftir þrjú góð ár fyrir úlfana", sagði Emlyn Hughes, sem gekk til liðs við Wolves í gær- kvöldi. Þessi 31 árs sterki varnarleikmaður og fyrir- liði enska landsliðsins, sem náði ekki að halda stöðu sinni i Mersey-liðinu, var seldur frá Liverpool fyrir 90 þús. pund. Úlfarnir binda miklar vonir viö Hughes, sem mun taka viö tyrir liðastöðunni af Terry Hibbitt á Molineux. Þeir vonast til að hann eigi eftir að ná að gera Úlfana aftur að stórveldi, eins og hann var aðalmaðurinn i að gera Liverpool að stórveldi. Hughes, sem hefur leikið 59 landsleiki fyrir England, hefur unnið alla þá titla með Liverpool, sem enskur knattspyrnumaður getur unnið. Hann var keyptur fyrir 12 árum til Anfield Road, en þá keypti Bill Shankley, fyrrum framkvæmdastjóri félagsins, hann fra Blackpool á 60 þús. pund. Hughes varð fljótt lykil- maðurinn i ,,Rauða hernum” og sá leikmaöur, sem leikur liðsins byggðist á — hann smitaði aðra leikmenn með hinum mikla bar- áttuanda sinum, enda frægur fyrir að gefast ekki upp fyrr en i fulla hnefana. — ,,Ég er mjög ánægður með að samningar skuli hafa náöst — Hughes á eftir að gera stóra hluti hjá okkur”, sagði Ritchie Baker, aðstoðarframkvæmdastjóri úlf- anna, þegar búið var að ganga frá samningunum við Hughes. EVERTON ... biður nú eftir að Chelsea-leikmaöurinn Gary Stanley komi frá Bandarikjun- um, þar sem hann leikur með Fort Lauderdale Strikers, en for- ráðamenn bandariska liðsins hafa óskað eftir þvi að Stanley fái að leika með liðinu út ágúst. Everton keypti Stanley á 300 þús. pund. 9 EMLYN HUGHES.. mun taka við fyrirliðastöðunni hjá Úlfun- um. Enskir punktar United vill Daley Manchester United er tilbúið að berjast við Manchester City, til að fá Stevc Daley frá Úlfunum, og hefur félagið boðið 1 milljón punda i hann. Það er greinilegt að United erorðið leittá að biða eftir svari frá Chelsea, en félagiö hefur haft áhuga á að kaupa miðvallarr spilarann Ray Wilkins frá Lundúnaliðinu. SUNDERLAND ... er tilbúið aö kaupa júgóslavneska landsliðs- manninn Bozo Bokota á 250 þús. pund og mun úr þvi skerast hvort Oddur keppir í 5 greinum í Osló • þar sem Noröurlandamót unglinga f frjálsum fþróttum fer fram um hefgina 11 unglingar keppa fyrir hönd tslands á Norðurlandamóti ung- linga i frjálsum iþróttum — 20 ára og yngri, sem fer fram i Osló um næstu helgi. Þar verða á ferðinni allir okkar efnilegustu frjáls- iþróttamenn og má þar fyrstan nefna spretthaluparann snjalla Odd Sigurösson. Þeir sem fara til Oslóar eru þessir: Oddur Sigurðsson, KA:/100m, 200m, 400m, 4x100 og 4x400m boð- hlaup. Egill Eiðsson, UIA: 800m, 4x100 og 4x400m boðhlaup Brynjólfur Hilmarsson, UIA 1500m, og 5000 m Óskar Guömundsson, FH : 2000 m hindrun Þorsteinn Þórsson, UMSS: UOm grindahlaup, stangarstókk 400m grindahlaup og 4x400m boðhlaup Guöni Tómasson, Armanni 4x100 og 4x 400 m boöhlaup Guðmundur R. Stefánsson, ÍR: langstökk Guðmundur Nikulásson HSK: þristökk og 4x100 m boðhlaup Óskar Reykdalsson, KA: Klllu- varp og sleggjukast Vésteinn Hafsteinsson, KA: kringlukast Einar Vilhjálmsson,UMSB spjót- kast Bokota fer tilSunderlandá næstu dögum. Flanagan til Palace Crystal Palace keypti marka- skorarann mikla Mike Flanagan frá Charlton I gærkvöldi á 600 þús. pund. — ,,Ég er mjög ánægður að vera kominn á Selhurst Park, þvi að Palace-liðið leikur knatt- spyrnu að minu skapi”, sagði Flanagan. —SOS Forest fékk skefl • tapaði 0:5 fyrir Bayern Miinchen Evrópumeistarar Nottingham Forest fengu heldur betur skell á Olympiuleikvanginum i Munchen i gærkvöldi, þegar þeir töpuðu stórt 0:5 fyrir Bayern Munchen. Kenny Burns, sjálfsinark, Nieder- inayer, Paul Breitner, vita- spyrna, Duernberger og Diet- er Höness, arftaki Gerd Muil- ers, skoruðu mörk Bayern. Liverpool er nú á. keppnis- ferðalagi um V-Þýskaland. 1 gærkvöldi vann Liverpool góðan sigur 4:22 yfir Borussia Mönchengladbach. Ray Kennedy, Terry McDermott, Grame Gouness og Frank McGarvey skoruðu mörk Liverpool, en þeir Schaefer og Lienen skoruöu fyrir „Glad- bach”. Arsenal geröi jafni 1:1 við Duisburg i vináttuleik i V- Þýskalandi i gærkvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.