Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 2. ágúst 1979. í spegli tímans Leikur að blöðr um Hann Richard litli Chipperfield hefur hressilega leikfélaga til að hjálpa sér í blöðruleiknum. -Bang! bang! þarna springa blöðrurnar hver af annarri, þegar systurnar Rani og Seita og bróðir þeirra Rajah fara að leika sér með þær. Richard varaði sig ekki á því, hvað klær og tennur tígrishvolpanna eru beittar, og þess vegna eyðilögðust allar fallegu blöðrurnar hans — nema reyndar ein, sem litlu tigrísdýrin ætluðu þó að ráðast á líka, en Richard varð á undan þeim og bjargaði gulu blöðrunni sinni. Tigríshvolparnir eru uppaldir í sirkus, sem Chipperfield-fjölskyldan starfrækir og Richard hef ur leikið sér með hvolpunum síðan þeir fæddust, — en nú er farið að kenna þeim ýmsar kúnstir og þá verða þeir stundum æstir, svo að leiktíminn er á enda hjá þessum leikfélögum. George!! Sjáðu hér í blaðinu... Mildred og George hétu hjónin í vin- sælum breskum sjónvarpsþáttum „Man Around The House" sem birtust í ísl. sjónvarpinu í fyrra. Þau voru hús- eigendurnir, en leigðu ungu fólki uppi á lofti hjá sér, og var það hálfskrýtinn bú- skapur þar hjá tveim stúlkum og einum karlmanni. Þar gekk á ýmsu og var oft glatt á hjalla. Þarna á myndinni sjáum við George og Mildred við upptöku á einum þætti fyrir sjónvarp, og var George upptekinn við að skoða mynd af fallegri stúlku í blaðinu Sun, sem birtir oft myndir af léttklæddum stúlkum. En það er von að George líti upp úr blaðinu sínu, þegar stúlkan — sjálf fyrirmyndin — birtist þarna allt í einu Ijóslifandi hjá honum. Stúlkan heitirDenise Perry 21 árs og er upprennandi stjarna i fyrirsætu- bransanum. Hjónin Mildred og George eru leikin af bresku leikurunum Brian Murphy og Yootha Joyce, en þau hafa leikið svo lengi George og Mildred, að það er algengt að fólk haldi að það séu þeirra réttu nöfn og þau séu hjón. bridge Spilið hér á eftir var talið vera mesta sveifluspilið á Norðurlandamötinu 1978. Islensku unglingarnir náðu bestri nýtingu út úr spilinu af öllum liðunum i leik við Svia. Norður. S H A1043 T AKG L D97632 S/Enginn. Vestur. S 85432 H 852 T 8543 L 10 Austur. S AKDG1076 H KD9 T 9 L 54 Suður. S 9 H G76 T D10872 L AKG8 Talvan sem var látin gefa spilin hefur greinilega ekki fylgt neinum jafnaðar- reglum þegar hún raðaði þessum spilum niður. bví miður vantar sagnir en Egill Guðjohnsen og Guðmundúr Páll Arnars- son sem sátu AV fyrir islenska ul. liðiö fengu að spila 4 spaða sem að unnust slétt. Þorlákur Jónsson og Haukur Ingason létu spaðasagnir Svianna litiö á sig fá og end- uðu i 6 laufum dobluðum sem að sjálf- sögðu unnust. Það gerði 1090 i viðbót við 420 eða 17 impa til fslands. — Þú ert með valdahroka, pabbi... i 2. 3 M ■ ' ■ s P u 7 2 4 H _ ■ • 11 /f IB L ■ * li ■ L 3080 Krossgáta dagsins Lárétt 1) Kona. 5) Svif. 7) Stjórna. 9) Tal. 11) Ofug stafrófsröð. 12) Friður. 13) Egg. 15) Stafurinn. 16) Afar. 18) Rifur. Lóðrétt 1) Mann. 2) Nefnd. 3) öfug röð. 4) Tók. 6) Eldstæði. 8) Matur. 10) Púki. 14) Svik. 15) Amboö. 17) Tvihljóði. Ráðning á gátu No. 3079. Lárétt 1) Hallur. 5) Als. 7) Net. 9) Aur. 11) DI. 12) Rá. 13) Una. 15) Orð 16) Gor. 18) Snoðar. Lóðrétt 1) Hendur. 2) Lát. 3) LL 4) USA. 6) Gráð- ur. 8) Ein 10) Urr. 14) Agn. 15) Orö 17) OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.