Tíminn - 22.08.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1979, Blaðsíða 3
Miövikudagur 22. ágúst 1979 3 11 ár frá innrás í Tékkóslóvakíu t gær voru ellefu ár liðin frá inn- rás rikja Varsjárbandalagsins inn i Tékkóslóvakiu og af þvi til- efni efndu Samtök herstöðva- andstæðinga til mótmælaað- gerða, sem hófust kl. 17 við tékkneska sendiráðið við Smáragötu. Kl. 18.15. var svo haldinn fundur við sovéska sendiráðið, og var þar sungið og lesi.ð upp stutt ávarp. 1 lok fundar afhenti fulltrtii mið- nefndar sendiherranum mót- mælaályktun fundarins. Að- gerðirnar tókust vel, en f þeim tóku þátt riimiega hundrað manns. Norðmönnum afhent mótmælaorð- sendingin I gærmorgun: ,Slíkar aðgerðir auka ekki líkur á samkomulagi’ Sendifulltrúi Noregs, Svein- Erik Siggerud, var i gærmorgun kvaddur i utanrikisráðuneytið til að taka við eftirfarandi mót- mæium vegna ákvörðunar norska sjávarútvegsráðuneytisins um framlengingu á loðnuveiðum norskra skipa á Jan Mayensvæð- inu: „Utanrikisráðuneytinu hafa borist upplýsingar þess efnis, að sjávarútvQgsráöuneyti Noregs hafi breytt fyrri ákvörðun sinni um lok loðnuveiða norskra skipa á Jan Mayensvæðinu aö þessu sinni. Veiðileyfi hafa verið fram- lengd og virðist heildarafli geta orðið allt að 30% meiri en sam- kvæmt fyrri ákvöröun. Háðuneytinu þykir mjög miður að slik ákvörðun skuli hafa verið tekin þrátt fyrir eindregin tilmæli þess hins 14. þ.m. um tafarlausa stöðvun veiðanna og eftír aö bæði islenskir og norskir fiskifræð- ingar hafa ítrekað nauðsyn á verndun loönustofnsins og niður- skurði afla. Þá verður umrædd fram- lenging veiöa að teljast óeðlileg i ljósi þeirrar staðreyndar að loðnuafli norskra skipa á svæðinu er þegar kominn yfir þau 90 þúsund tonn, sem i viðræðunum i júnl s.l. voru með tilliti tii aö- stæðna talin hæfilegt aflahámark, og þar sem veiðitimabilið er nú byrjað i Barentshafi hafa skipin þegar möguleika á að halda veiðum sinum áfram á þeim slóðum. Takmörkunaflamagnsaf loðnu á núverandi vertið hefur verið veigamikið atriði i tilraunum islensku og norsku rikisstjórn- anna til að koma á nýjum við- ræðum um Jan Mayen málið. Þess vegna lýsir utanrikisráðu- neytið furðu sinni yfir þessum ákvörðunum norska fiskimála- ráðuneytisins og mótmælir þeim harðlega. Slikar aögerðir veröa sist til að auka likur á friðsam- legu samkomulagi um máliö”. Fasteignamat ríkisins: Búast má við 62-68% hækkun á íasteignaverði FI — t frétt frá Fasteignamati rikisins kemur fram að búast megi við 62%—68% hækkun á fasteignaverði milli áranna 1978—1979. Er þá miðað viö niður- stöður könnunar á söluverði I Hellisheiði syðri og eystri lokaðar SJ — t gær voru Hellisheiðar báðar lokaðar fyrir umferð. Mal- bikunarframkvæmdir hófust I gærmorgun á Heilisheiði hér syðra og var auglýst að vegurinn yfir heiðina yrði lokaður fyrir umferð fram á föstudag. Heliis- heiði eystri var ófær vegna snjókomu. Hjá Vegaeftirlitinu fengum við þær upplýsingar að i athugun væri að hafa Hellisheiði opna frá þvi vinnu lýkur á kvöldin og til morguns. Niðurstaða var þó ekki fengin þegar samtalið fór fram. '.Ennfremur var þá talið að lik- legt að malbikunin tæki skemmri tima en áætlað hefði verið svo vegurinn gæti hugsanlega opnast á fimmtudag. Garöyrkjusýning stendur nú yfir i Garöyrkjuskóla rikisins i Hveragerði og fýsir eflauaí marga að skoða hana. t dag a.m.k. verða menn að leggja leið sina yfir Þrengslin og var i gær veriö að mýkja veginn þar og hefla. Reykjavikurborg annast mal- bikunarframkvæmdirnar fyrir Vegagerö rikisins og var ekki um að ræða að þær færu fram á öðrum tima. Hellisheiöi eystri milli Vopna- fjarðar og Fljótsdalshéraðs varð I fyrrinótt ófær vegna hálku. Þá gerði leiðindaveður og úrkomu á Norður- og Austurlandi og slydda var á heiðum uppi. Hætta var tal- in á hruni i Njarðvikurskriðum. april, mai og júnf I ár. Skv. þeim hefur fasteignaverð hækkað um 45% frá þvi verðlagi, sem gengið varút frá við matið f fyrra og hef- ur hækkunin á mánuði numið 4,5% að jafnaði. En heldur þessi þróun áfram með tilliti til nýju vaxtareglnanna? Stefán Ingólfsson deildarverk- fræðingur I Fasteignamati rikis- ins sagði I samtali við blaðið, að , þeir hjá Fasteignamatinu væru sjálfir að velta þessari spurningu fyrir sér. Ennþá væru áhrifin engin skv. þeim kaupsamningum, sem skoðaðir hefðu verið, en þó ætti eftir að fara yfir kaupsamn- inga I júli. Þróunin undanfariö og það allt frá 1965 hefur veriö sú, að hlutfall útborgunar er alltaf að hækka. Var þetta hlutfall 67% i fyrra, en var i april, mai og júni i ár komið upp i 72%. Spurning væri hvort verðtryggingarstefnanheföi áhrif á þessa þróun og útborgun lækk- aði. „Ef verðtrygginginhefur áhrif, þá minnkar hlutfall útborgunar, en heildarverðið hækkar ivið. Lækki hlutfall útborgunar ekki, þá reiknum við með, að heildar- verðið lækki iviö. Þetta er sjálf- sagt undir fasteignasölunum komið”. Stefán sagði ennfremur, að nú færi hækkun fasteignaverð um- fram hækkun byggingarkostn- aðar, en l fyrra var þessu alveg öfugt farið og i hitteðfyrra voru hlutföllin svo til jöfn. Almenn hækkun á fasteigna- mati ákvarðast af hækkun mark- aösverðs fasteigna frá þvi, sem það er i' október fyrra árs til sama tima þess árs, sem matið fór fram. Bilarnir tveir á slysstaö I gær. (Timamynd: G.E.) Hringbraut/Njarðargata: HARÐUR ÁREKSTUR í GÆRMORGUN GP i gærmorgun varð harður árekstur á mótum Njaröargötu og Hringbrautar. Ung kona sem ók fólksbilnum á myndinni mun hafa farið yfir á röngum tima og áreksturinn þv/ orðið óumflýjan- legur. Fólksbillinn er mikið skemmdur og ökumaður hans mun hafa fengið einhverjar skrámur en að ööru leyti ekki slasast mikið. Jeppinn er hins vegar litið skemmdur og öku- mann hans sakaði ekki. ÞYSKUR FERÐAMAÐUR LÆTUR LIFIÐ GP — Banasiys varð á Þingvalla- veginuin I gær þegar bíll erlendra ferðamanna fór útaf veginum og valt. 1 bilnum voru fjórir þýskir ferðamenn og slasaðist einn þeirra það mikiö á höfði aö hann lést þegar á sjúkrahús I Reykja- vík kom. Hinir farþegarnir sem i:bilnum voru munu ekki hafa slasast miki. Maðurinn sem lést var 24 ára gamall Kölnarbúi. w Asgeir Pétursson, sýslu- maður. Fagna því að vinna á nýjum stað að nýjum verkefnum segir Ásgeir Pétursson nýskip- aður bæjarfógeti i Kópavogi GP — Steingrimur Her- mannsson dómsmálaráð- herra hefur mæit með Asgeiri Péturssyni sýslu- manni i Borgarnesi i embætti bæjarfógeta i Kópa- vogi en Ásgeir var einn niu umsækjenda um embættiö. Forseti tslands rak siðan endahnútinn á stöðuveit- inguna með skipunarbréfi i gær. Asgeir Pétursson hafði ekki fengið fréttirnar, þegar Timinn hafði samband við hann i gærmorgun, en hann sagðist fagna þvi að fá nú að vinna á nýjum stað að nýjum viðfangsefnum. ,,Ég hef verið sýslumaður hér i Borgarnesi i 18 ár og mér hefur fallið ákaflega vel að vinna hér, enda borinn og barnfæddur Borgfirðingur,” sagði Asgeir. „Hins vegar er það skoðun min að embættis- menn eigi og þeim sé hollt að skipta um umhverfi og við- fangsefni”. Eins og áður sagði hefur Asgeir veriö sýslumaður i 18 ár og mun sú mikla starfs- reynsla hafa ráðið úrslitum um stöðuveitinguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.