Tíminn - 22.08.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.08.1979, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. ágúst 1979 13 Wimvm Jakob S. Þórarinsson: Bjargið brestur ekki Hafið sannleikann áfram að leiöarljósi jafnvel þótt hann sé stundum ekki vinsæll. A siðasta ári fóru fram kosningar, bæði til sveitar- stjórnar og alþingis. í þessum kosningum urðu sviptingar allharðar og kastaö- ist i kekki á milli annars vegar stjórnarsinna sem voru frekar atkvæðalitlir eftir fjögra ára setu i stjórn og hins vegar stjórnarandstæöinga sem voru aðsópsmiklir er þeir tóku aö ýfa skegg sitt. Andstæðingar stjórnarinnar hófu atgeir sinn hátt til höggs og létu óspart riða á varnarlitlum stjórnarsinnum, sem voru ofurliði bornir i sóknarþunga orustunnar og gátu á engan hátt varist harð- vitugum skeytum A-flokkanna. Geir Hallgrimsson og Ölafur Jóhannesson, foringjar stjórnarinnar, voru frekar lið- fáir að kosningum loknum en segja verður að heldur hafi lið Ólafs verið illa á sig komið þar sem ekki voru eftir nema 12 af 17 þingmönnum Framsóknar- manna, en 20 af 24 Geirsmanna. Framsóknarmenn lágu ekki lengi i sárum, en tóku þegar að kanna liðið og vissu að þeir héldu frumkvæði þrátt fyrir fá- mennið, og að ekki var hægt að stjórna skútunni án gamla foringjans, Ólafs Jóhannes- sonar, en hann var aö nýju kvaddur til starfa með sitt fá- menna lið. Ekki voru það félagar hans i Geirsliðinu sem nú kölluðu hann til orustu heldur voru það A- flokkarnir, flokkarnir, sem höföu sakað Framsóknarmenn um hin furðulegustu óhæfuverk, en nú komu þeir sigurvegarnir skriðandi á fjórum, og báðu nú hinn fallna foringja ásjár. Þá vantaði nefnilega foringja. Eng- ir voru til i A-flokkunum sem gátu eða treystu sér til að upp- fylla öll loforðin um lifskjör án þess að fyrir þéim þyrfti að hafa. A-flokkarnir höfðu sem sé hugsað fyrir þjóðina með þvi að slá fram gifuryrðum i mál- flutningi sinum. Þeir höfðu sagt of mikið og gátu ekki staðið við neitt. Ólafur tók að sér forystuna fyrir hinum frekar lágreistu sigurvegurum, og nú reynir hann að teyma ótemjurnar i A- flokkunum og verður að segjast að furðu sætir hvernig honum tekst að láta þá kyngja öllum stóryröum, enda eru högg þeirra bæði bitlaus og stefnu- laus i myrkviði þeirra völundarhúsa sem þeir hvorki skilja né skynja sjálfir. Og svo er það greyið hann Geir. Lengi framan af var engu likara en Geirsliðið ætlaði ekki að jafna sig á ósigrinum mikla. Nú eru liðnir 11 mánuðir frá stjórnarmynduninni, en ekki verður vart við að Geirsliðið hafi náð áttum enn. Þó er eins og sálarskarnið sé annað slagið að komast i liflausa kroppa ihaldsins en það er eins og ein- hver sálarbrenglun hafi átt sér stað, þvi að við einstaka tæki- færi hriktir i hræinu og koma þá þvilik óhljóð úr þvi að engu öðru er likara en Sjálfstæðishræið hafi orðið fyrir hamskiptum. í það minnsta skilur enginn það sálnaflakk sem á sér stað,þvi að engu er likara en Geirsliðið sé farið að taka upp stefnu A-flokk- anna. En það er bara stundum, venjulega vilja þeir gera hitt, og svo þetta, en vita ekki hvað þeir meina. Upp úr þessu stendur svo litill og sjálfstæður flokkur 12 sjálf- bjarga manna,er reyna af öllum mætti aö halda i horfi, litið en traust bjarg sem islenska þjóðin verður enn um sinn að leggja allt sitt traust á. Framsóknar- flokkurinn hefur alltaf sagt þjóðinni eins og er en fáir hafa viljað leggja eyrum við. Það er gott að tala ljúft og bjóða gull og græna skóga eins og A-flokkarn- ir og Sjálfstæðisflokkurinn, en þegar á að standa við stóru lof- orðin þá er treyst á minnisleysi kjósenda og er furða hvað það tekst. Ég skora á Framsóknarmenn að halda áfram að hafa sann- leikann að leiðarljósi jafnvel þótt hann sé stundum ekki vin- sæll. Islenska þjóðin þarf að eiga bjarg sem Framsóknarflokk- inn. Slikt bjarg er eitt liklegt til að varðveita islenskt lýðræöi um aldir. Rögnvald- ur Sigur- jónsson formaður Nordisk Solistrád Aðalfundur Nordisk SolistrSd (Norræna einleikarasambandið) var haldinn i Kaupmannahöfn dagana 2. og 3. ágúst s.i. Fyrir hönd Félags fslenskra tónlistar- manna sátu fundinn Rögnvaldur Sigurjónsson formaður F.I.t. og Ragnar Björnsson ritari félags- ins. A fundinum i Kaupmanna- höfn var Rögnvaldur einróma kosinn forseti samtakanna til næstu tveggja ára, og tók Rögn- valdur við af danska selloleikar- anum Aasger Lund Christiansen. ■ Samtökin Nordisk Solistrad hafa nú i undirbúningi m jög aukiö tónleikahald ungra tónlistar- manna á Norðurlöndum i nánu sambandi við tónlistarskóla land- anna og aðra þá aðila sem að tón- leikahaldi standa. Of snemmt er að skýra náið frá tilhögun þessa tónleikahalds þvi mikil undirbún- ingsvinna er framundan og sam- starf og vilja margra þarf til áöur en af stað verður fariö. Hér er um samstarf að ræöa sem mikla þýð- ingu hefur fyrir unga tónlistar- menn á Norðurlöndum og þd ekki sist fyrir okkar islenska unga tón- listarfólk þvi einn nauösynlegasti þáttur i þroska hvers tónlistar- mannser að hafa tækifæri til tón- leikahalds sem oftast og viöast við hinar óhkustu aðstæður. Nordisk Solistrad væntir góðra undirtekta við þetta mál. H V E L L G f R D R E K I K U B B U R Nú gætí þetta lariöao gangaj vel, enn er veik von um að <j bjarga þessum isbjörnum. Verkur \ þý hefir KunuSy ekki likÞ°rn- ________________ © Bvlls

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.