Tíminn - 22.08.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1979, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. ágúst 1979 5 LLiÍHiÍi Grétar Unnsteinsson skólastjóri skýrir biaðamanni Tlmans frá til- raunum með lýsingu chrysanthemummóðurplantna og framleiðsiu græðlinga, sem fram hafa farið I Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Græðlingarnir eru i kassanum fremst á myndinni en i baksýn sést i móðurplönturnar. Gestum á garðyrkjusýningu skólans gefst kostur á að skoða tilraupagróðurhúsið, svo sem aðra starfsemi á staðnum. Sýningin er opin kl. 13—21 næstu daga og kl. 10—21 á laugardag og sunnudag, sem er siðasti dagur. TimamyndGE. Samvtnna um ylrækt við HoUendinga • rædd í opinberri heimsókn landbúnaðarráðherra SJ — Undanfarin þrjú ár hafa farið fram að Garðyrkjuskólan- um að Reykjum I ölfusi tilraunir með ræktun chrysanthemum- græðlinga i gróðurhúsi með sér- stakri lýsingu og úðavökvun, en svo sem einhverja kann að reka minni til sýndu Hollendingar áhuga á að fá slfka græðlinga héðan. Árangur af tilraunum þessum er mjög jákvæður eða nær 50% meira uppskerumagn á móðurplöntu en gert var ráð fyrir i tilboði Hollendinganna. Loka- skýrsla um tilraunir þessar verð- ur senn tilbúin. t lok næsta mán- aðar fer Steingrimur Hermanns- son landbúnaðarráðherra i opin- bera heimsókn til Hollands og verður samvinna islendinga og Hollendinga um ylrækt væntan- lega rædd i þeirri ferð. — Okkur hjónunum var boðið að koma til Hollands og þáði ég það ekki sist með tilliti til þessa máls. Niðurstöður ræktunartil- raunanna eru jákvæðar og hækk- andi orkuverð i heiminum tel ég einnig að auki möguleika okkar á þessu sviði, sagði Steingrimur. Húsin tvö, sem risin eru að Vonarlandi. Ljósmyndari Jósep Marinósson HEIMILI FYRIR VANGEFNA Á EGILSSTÖÐUM í NOTKUN 1980 SJ — Fyrsti áfangi Vonarlands, vistheimilis fyrir vangefna á Egilsstöðum, er nú fokheldur, en áætlað að honum veröi lokið fyrri hluta næsta árs. Byggingarfram- kvæmdir hófust í ágúst 1977. Alls eiga að risa sex hús á byggingar- svæði Vonarlands. t fyrsta áfanga eru tvö hús, annað með kjallara og ennfremur kjallari þriðja hússins, þar sem verður kynding og áhaldageymsla. t fyrsta áfanga verður einnig gengið frá nær allri lóðinni og leiktækjum. 1 húsunum tveim er rými fyrir átta vistmenn og aðstaða fyrir stjórn- un, æfingar og kennslu. Stærð hvers húss er 210 fermetrar. Framkvæmdir við Vonarland hafa dregist vegna fjárskorts, en heimilið er byggt fyrir opinbert fé og verður opinber eign, en Styrkt- arfélag vangefinna á Austurlandi átti frumkvæði að byggingunni. Lionsklúbbarnir á Austurlandi hafa tekið að sér að styrkja félag- ið við byggingu litillar yfir- byggðrar sundlaugar við Vonar- land. I sumar er fyrirhugað að grafa fyrir lauginni og steypa upp grunn hennar. Það verk munu fé- lagar i Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði annast i sjálf- boðavinnu. Hönnun vistheimilisins hefur annast Teiknistofan óðinstorg, þ.e.a.s. arkitektarnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir og Vifill Oddsson, verkfræðingur. Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt, hefur séð um skipulag lóðar. Hús- iðjan hf. á Egilsstöðum er bygg- ingarverktaki vistheimilisins og sér um alla þætti framkvæmda. Ýmsir einstaklingar og félaga- samtök hafa fært vistheimilinu gjafir og þakkar Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi þær. Þess má að lokum geta að aðal- fundur Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi verður haldinn á Seyðisfirði sunnudaginn 26. ágúst. Þorsteinn Sigurðsson talkenn- ari verður gestur fundarins og flytur erindi. 22 börn slösuð- ust í júlí en átta I júlí i fyrra GP — Það sem af er árinu hafa orðið 526 umferðarslys með meiðslum og er það ivið færri slys en á sama tima I fyrra en þá höfðu orðið 564 umferðarslys með meiðsl- um. Hins vegar eru nú (þ.e. i lokjúli) orðin 3771 umferðar- slys þar sem einungis er um að ræða eignatjón en voru á sama tima i fyrra 3643 tals- ins. Varðandi slys i júli er það áberandi hversu margir gangandi vegfarendur slös- uðust, 18 af 71 eða 25%. Þá slösuðust 22 börn, þar af lét eitt lifið, á móti 8 slösuðum börnum i júlimánuði i fyrra. Biskup vísiterar í ísafjarð- arpró- fastsdæn ii Biskup íslands visi- terar í Isaf jarðarpró- fastsdæmi dagana 23. ágúst-27. ágúst sem hér segir: Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 15/ Vatns- f jarðarkirkju. Föstudaginn 24. ágúst kl. 14 ögurkirkju. Laugardaginn 25. ágúst kl. 14 Eyrar- kirkju. Sunnudaginn 26. ágúst kl. 14 Þingeyrarkirkju. Sunnudaginn 26. ágúst kl. 17 Hrafnseyrar- kirkju. Mánudaginn 27. ágúst kl. 14 Sæbólskirkju. Almenn guðsþjón- usta verður á öllum kirkjunum á fyrr- greindum tímum. Aðr- ar kirkjur i prófasts- dæminu hefur biskup vísiterað nýlega. d.tHV'SÐ er Portabulk ? ® rloítotio 9/1 AQ _AO Afí mn Á komandi Kaupstefnu ’79 i Laugardaishöllinni dagana 24.08.—09.09., munum við ásamt fuiltrúa frá Norsk Hydro sýna áfyliingu og tæmingu Portabulk stórsekkja, en Portabulk stórsekkir gefa möguleika á flutningi og geymslu á 500—1000 kg af áburði. Með notkun þeirra gefst islenskum bændum kostur á ab auðvelda sér áburðardreifingu, eins og bændur hinna Norðurlandanna gera nú þegar. ÓlAfUK OÍSIASOM I CO. Ilf. SUNDABORG 22 -104 REYKJAVlK - SÍMI 84800 - TELEX 2026 &

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.