Tíminn - 22.08.1979, Blaðsíða 7
Miövikudagur 22. ágúst 1979
7
Sérfræðingaliðið
orðið upp á móti
um öflun raforku á Austurlandi
Strax þegar sýnt þótti aö
virkjun Bessastaðaár og nálægs
vatnasvæðis i 32-64 mw orkuveri
væri hagkvæm varð full sam-
saða með Austfirðingum um
þann virkjunarkost. Rök þeirra
eru margvisleg og fóru mjög
saman við álit sérfræðinga fram
um siðustuáramót. Má þar m.a.
nefna ummæli Kristjáns Jóns-
sonar rafmagnsveitustjóra
rikisins i minnisblaði til iðnað-
arráðherra 11. 12. ’78, en þar
segir um tillögur rafmagns-
veitnanna um Bessastaðaár-
virkjun orðrétt:
„Helstu röksemdir eru eftir-
farandi:
í áfangaskýrslu verkfræði-
stofanna þriggja i nóvember
1977, sem Orkustofnun og
Rafmagnsveiturnar fengu tii að
gera samanburðarathuganir á
virkjunarvalkostum á Austur-
landi, kemur fram varðandi
fyrstu virkjunaráfanga þar aö
Bessastaðaárvirkjun er talin
hagkvæmastur þeirra virkjun-
arvalkosta sem fyrir liggja aö
Múlavirkjun undanskilinni sem
er 200 mw virkjun og of stór fyr-
ir núverandi markað auk þess
sem rannsóknir hafa ekki verið
framkvæmdar fyrir þá virkjun
fyrir utan ofangreindar saman-
burðaráætlanir.
Bessastaðaárvirkjun er auk
þess eini valkosturinn sem kom-
inn er á það stig að unnt sé nú
þegar að taka ákvörðun
um framkvæmdir, en öiium
undirbúningsrannsóknum er
lokið og hönnun komin á loka-
stig.
Niðurstaða ofangreindra
rannsókna er sú, að hagkvæm-
ast sé að ráðast I Bessastaðaár-
virkjun sem sjálfstæða virkjun
án tengsla við siðari stórvirkjun
á svæöinu, en miðlunarmann-
virki á Fljótsdalsheiöi gætu þó
nýst siðar ef Fljótsdalsvirkjun
yrði valin I stað Múlavirkjunar,
en nákvæm hagkvæmnisathug-
un yrði að skera úr um hvor val-
kosturinn yrði valinn.
Bessastaðaárvirkjun tryggir
reksturinn á Austurlinu og
öryggi I orkuöflun fyrir Austur-
land.
Ekki er æskilegt að byggja
svo til alla orkuvinnslu fyrir
landskerfið á virkjunum á eld-
virkum svæðum, heldur ber að
stefna að þvi að dreifa virkjun-
um um landið og reisa þær utan
eldvirkra svæða. Dreifing virkj-
ana er auk þess hagkvæmari
með tilliti til dreifikerfisins.
Bessastaðaárvirkjun getur
talist hagkvæm miðað viö stærð
og fyrsti áfangi hennar fullnýt-
ist um leið og hann er tekinn i
notkun.
Við athugun verkfræöistof-
anna þriggja á öllu vatnasviði
svarandi töpum.
1 fullri stærð með 64 mw nýtist
virkjunin vel sem toppaflstöð
fyrir Iandskerfið”.
Það er i fullu samræmi við
þetta þegar þeir Páll
Linan kemur ekki í staöinn fyrir
Jökuisáa á Norðausturlandi
kom i ljós að aörennsli að
Bessastaðaárvirkjun var of lágt
áætlaö i skýrslunni 1976. Er
meðalrennsli nú talið vera 50%
meira en áður var áætlaö. tir
Bessastaðaá sjáifri fást þá
aðeins um 28% af meðalrennsli
til virkjunarinnar. öðru vatni er
veitt úr ám vestar á Fljótsdals-
heiði. Vegna aukins vatns er nú
einnig reiknað meö stærri miðl-
unum en fyrr.
Bessastaðaárvirkjun er miðl-
unarvirkjun þar sem vatni er
safnað yfir sumarið og það sið-
an nýtt yfir veturinn til raforku-
vinnslu. Fellur þetta vel að
eftirspurn á Austurlandi þar
sem mikil húshitun og loðnu-
bræðsla kalla á mikið afl að
vetrinum sem ella þyrfti að
flytja um langa linu meö til-
virkjun.
Flygenring ráöuneytisstjóri,
Jakob Björnsson orkumála-
stjóri og sami Kristján Jónsson
rafmagnsveitustjóri rikisins
segja mánuði fyrr i minnisblaði
til ráðherra: — „Liður i þeirri
viðleitni er að ljúka á næsta ári
endanlegri hönnun Bessastaöa-
árvirkjunar og gerð útboðs-
gagna svo og hefja byrjunar-
framkvæmdir, svo sem vega-
gerö, vinnubúðir og þ.h. Til
þessara þátta er talið þurfa
1,056 m. kr. á næsta ári”.
Fram aö þessum tima skilur
vart eöa ekki á milli sérfræö-
inga og Austfirðinga og nota ég
hér rök hinna fyrrnefndu til aö
skýra viðhorf þeirra siðar-
nefndu. Virðist mér fara vel á
þvi. Hér er skýrt til orða tekið
enda þótt mennirnir hafi reynt
að snúa þvi öllu i villu fáum vik-
Seinni hluti
um siðar.
Hér til viðbótar skal aðeins
áréttað að enda þótt Austfirð-
ingar séu hlynntir hringteng-
ingu, eins og fyrr er fram tekið,
þá leggja þeir ekki að jöfnu það
öryggi og hagræði sem fæst viö
virkjun grunnafls heima fyrir
annars vegar og hins vegar með
löngum háspennulinum frá
orkuverum á eldvirkum svæð-
um um öræfaslóðir og jökul-
hlaupa- og eldstöðvasvæði.
Austfirðingar vilja þvi ekki
láta af kröfu sinni um virkjun
grunnafls á heimaslóðum.
Sérfræðingar,
Reykvíkingar
og ráðherra
orkumála
A meðan núverandi iðnaöar-
ráðherra, Hjörleifur Guttorms-
son, var pólitiskt laus og liðugur
var hann óspar á stór orð og
særingar varðandi virkjunar-
mál Austurlands. Lagði hann
alúð við val hnjóðsyrða i garð
pólitiskra andstæðinga i blöðum
og á mannfundum fyrir að vera
ekki byrjaðir á virkjun Bessa-
staðaár sem þá var enn verið að
hanna.
Nú er Hjörleifur Guttormsson
valdamesti maður orkumála á
tslandi og reynir á sjálfum sér
að oft er hægara um að tala en i
aö komast.
Sérfræðingar rikisvaldsins
gáfu þær umsagnir, sem að
framan greinir um góða kosti
Bessastaðaárvirkjunar laust
fyrir siðustu áramót. Nokkrum
vikum siðar sneru þeir gersam-
lega við blaðinu, svo sem einnig
er fram komið hér að framan.
Og í bréfi Orkuátofnunar frá 7.2.
’79 segir orkumálastjóri Jakob
Björnsson einfaldlega: „Miöað
við sömu orkuspá eru ekki
kostnaðarleg eða rekstrarleg
rök fyrir þvi að reisa Bessa-
staðaárvirkjun fyrir 1990 og lik-
lega ekki fyrir aldamót”.
Hann bætir að visu við:
„Hægari orkuspá gefur tilefni
til endurskoðunar á þeirri
niðurstöðu. Hugsanlegt er að
hún geri það hagkvæmt aö reisa
Bessastaðaárvirkjun siðaast á
næsta áratug eða upp úr 1990, en
varla fyrr. Þetta verður kannað
nánar þegar orkuspá hefur ver-
ið endurskoðuð”. Þrátt fyrir
Vilhjálmur
Hjálmarsson
þennan fyrirvara er hér um al-
gera kúvendingu að ræða. Þaö
sér hver maður sem ber þessi
ummæli saman við ummæli
sama embættismanns frá 9.11.
’78 áður tilfærð hér. — Sérfræö-
ingar eiga eftir að gefa full-
nægjandi skýringu á þessum
hringsnúningi.
Austfirðingar foraktasvona
vinnubrögö sérfræðinga og vilja
aö sjálfsögöuaö þau séu að engu
höfð. — Þetta eru hörð orð. En
sá sem þau ritar hefur fylgst
með hlut sérfræðinga rikisins
varðandi virkjanir á Austur-
landi i 30 ár og hann hefir ekki
alltaf verið björgulegur.
Staða iðnaðarráðherra er að
sumu leyti önnur en Austfirð-
inga almennt. Sérhver ráðherra
nýtur við ákvarðanatöku stuðn-
ings og ráðgjafar þeirra stofn-
ana og sérfræðinga sem
undir hans ráðuneyti heyra,
Miklu varðar að innan
þeirrar heildar riki gagn-
kvæmur skilningur og traust.
Ráðherra á þvf vissulega úr
vöndu aö ráða i þegar sérfræö-
ingar hans allir með tölu, skilst
mér, og stjórn Rafmagnsveitna
rikisins ráða honum frá virkjun
Bessastaöaár, enda þótt kú-
vendingin i vetur komi mönnum
spánskt fyrir sjónir og virðist
ekki sérlega traustvekjandi. —
En þetta haggar ekki þeirri
staðreynd, að ráðherrann hefir
húsbóndavaldið.
Enn fleira kemur til sem gerir
ráðherra orkumála „leiöina tor-
sótta” i þessu mikilsverða máli.
Unnið er að stofnun landsfyrir-
tækis til öflunar og flutnings á
raforku. Það er vitað að áhrifa-
miklir aðilar, sem þar koma viö
sögu, vilja, ef af stofnun sliks
fyrirtækis veröur, hafa óbundn-
ar hendur um val virkjunar-
kosta.
Iðnaðarráðherra leggur mikið
kapp á að koma landsfyrirtæk-
inu á fót og hyggst leggja með
þvi nokkurn grundvöll að verð-
jöfnun raforku. Og þar er hann
að framkvæma tilsvarandi á-
kvæði stjórnarsáttmála.
Einnig þetta mun hafa stuölað
að þvi að hann nú samþykkir til-
Framhald á bls. 15
EFLUM TÍMANN
Sjálfboðaliðar hringi' I sima
86300 eða 86538, Siðumúla 15
Reykjavik, á venjulegum skrif-
stofutima.
• • • ••
Þeim sem senda vilja framlög
til blaðsins er bent á að giró-
seðlar fást i öilum pósthúsum,
bönkum og sparisjóðum. Söfn-
unarreikningurinn er hlaupa-
reikningur nr. 1295 i Samvinnu-
bankanum.
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
§<-----------------------
Eg undirritaður vil styrkja Timann með
því að greiða i aukaáskrift
[ | heila Q2] hálfa á Hlánuðl
Nafn__________________
Heimilisf.
Sími