Tíminn - 31.08.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.08.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. ágúst 1979. (gS** <♦ [Q-*HÍli l!t 9 í !i 3 Fulltrúar norrænna verkalýðsfélaga ræða við Benedikt Gröndal S-Afríku um í gær áttu fulltrúar sambands norrænna verkalýðsfélaga (NFS) fund með Benedikt Gröndal, utanrikisráð- herra, um stefnu NFS varðandi Suður Afriku. Stefnuskrá þessi er i 14 liðum og hefur verið send öllum utanrikis- ráðherrum á Norður- löndum og mun væntan- lega verða tekin fyrir á sameiginlegum fundi þeirra sem hefst á morgun. Benedikt Gröndal var á fundi þessum fulltrúi allra utanrikis- ráðherra á Norðurlöndum og kynntu fulltrúar NFS stefnu- skrána um S-Afriku fyrir honum sem slikum ogbundu miklar von- ir við umfjöllun utanrikisráðherr- anna um þetta mál d fundinum i gær. 1 stefnuskránni er kveðið á um atriði eins og stöðvun nýfjárfest- inga i S-Afriku, að hætt skuli vopnasölu þangað og hindraðir aðflutningar á tækjum til fram- leiðslu atómorku. Þá er lagt til að bann verði sett á landið hvað menningar og iþróttasamskipti varðar og að séð verði til þess að grannriki þurfi ekki að láta atvinnulausa í lönd- um sinum ieita til S-Afriku eftir vinnu. Þá er kveðið á um sérstak- ar aðgeröir sem hægt sé að fram- fylgja serstaklega á Norðurlönd- um, svo sem varðandi fjárfest- ingar, verslun og flutninga. Enn er hvatt til áframhaldandi stuðn- ings viö faglegar og pólitiskar stofnanir sem andæfa gegn stjórnarstefnunni i S-Afriku og til upplýsingar og fræðslu um kyn- þáttakúgunina! Frá héraösmóti V-Barðstrendinga á Tálknaf iröi: Ungmennafélag Tálknfirðinga starfar af lofs- verðum þrótti 1E-Tálknafirði —Þann 11. og 12. ágúst sl. var haldiö héraðsmót V .-Barðastrandarsýslu i Tálkna- firði. Keppt var i öllum aldurs- flokkum i mörgum greinum frjáls-iþrótta, og sundi og knatt- spyrnu i eidr» og yngri flokki. Keppendur voru frá Ungmenna- félagi Tálknafjarðar, UMF Herði Patreksfirði, UMF Barða- strandar, iþróttafél. Bildudals og frá Rauðasandi. Arangur í einstökum greinum mátti teljast góður, með tilliti til þess aðundanfarin mörg ár, hafa iþróttir iitið eða ekki verið stund- aðar i héraðinu. Mörg fyrirtæki og einstaklingar i héraðinu sýndu hug sinn til mótsins, með þvi að gefa myndarleg verðlaun sem keppt var um. 1 sundkeppninni bar UMFT sigur úr býtum, hlaut 86 stig og fagran farandbikar, sem út- gerðarfélagið Tálkni h/f gaf, Höröur hlaut 49 stig, UMFB 6 stig. 1 frjálsum iþróttum sigraði UMFT einnig, hlaut 360 stig og farandbikar, sem sýslan gaf í þvi skyni fyrir mörgum árum, en ekki hefur verið keppt um fyrr en nú. Hörður hlaut 137 stig, UMFB 74 stig, ÍFB 49 stig og Rauðsend- ingar hlutu 15 stig. I knattspyrnu fullorðinna sigraði Hörður Patreksfirði, en i yngri flokknum (14 ára og yngri), sigraöi UMFT. Keppt var um farandbikara, sem gefnir voru af Eyrarsparisjóði og Landsbank- anum Bildudal. Stigahæstur einstakiinga I mót- inu var Jóhann Ó. Jónsson UMFT. Hann hlaut 45 stig og fagran eignarbikar, gefinn af Kaupfélagi Tálknafjarðar. UMFT hlaut lika eignarbikar sem stigahæsta félagið samanlagt. Þann bikar gaf Fiskiðjan h/f á Bildudal. Til gamans má geta þess, að yngstu keppendurnir voru 8 ára, en þeir elstu 45 ára. Mótið þótti takast meö ágætum Framhald á bls. 15 Rit helgað minningu Gabriel Turville-Petre prófessors I forn- islenskum fræðum SPECVLVM NORROENVM er rithelgað minningu Gabriel Tur- ville-Petre prófessors i fornis- lcnskum fræðum i Oxford. 1 ritinu eru 32 greinar eftir ncmendur hans og vini, og ráð- gerter að það komi út hjá Odense University Press i desember n.k. Ritstjórar þess eru: Ursuia Dronke, Guðrún P. Helgadóttir, Gerd Wolfgang Weber og Hans Bekker-Nielsen. Þeir sem vilja votta Tur- ville-Petre virðingu sina og fá nafn sitt á memorial Tabula þurfaað senda pöntunsina til for- lagsins eigi siöar en 15. septemb- er n.k., en þeir sem vilja fá ritiö á áskriftarveröi þurfa að senda pöntun fyrir 31. október n.k. Askriftareyðublöð fást á eftir- farandi stöðum: á skrifstofu Menningarsjóðs Skálholtsstig 7, I Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar Austurstræti 18 og i Bóka - verslun Máls og menningar Laugavegi 18. Verðbótaþáttur vaxta hækkar SEÐLABANKINN sendi frá sér í gær eftirfarandi fréttatiikynn- ingu vegna áfanga veröbóta- þáttar vaxta: Samkvæmt lögum um stjórn efnahagsmála o.fl. skal stefna að þvi að verötryggja sparifé landsmanna og almannasjóða. Skulu vaxtaákvarðanir á árun- um 1979 og 1980 við það miðað- ar, að verötryggingu sparifjár og inn- og útlána veröi komið á i áföngum fyrir árslok 1980. A sú regla sérstaklega við um spari- fé, sem bundiö er til þriggja mánaða, þ.e. 3ja mánaða vaxta- aukainnlána, en verötrygging annarra innlána og útlána á- kveöst með hliösjón af breyt- ingu verðbótaþáttar þessara innlána. Lögin gera ráö fyrir, að verð- trygging inn- og útlána banka- kerfisins gerist með þeim hætti, að sérstakur veröbótaþáttur vaxta sé tengdur verðlagsbreyt- ingum með formlegum hætti og leggist viö höfuðstól láns. í framhaldi af fyrstu vaxtaá- kvörðun innan hins nýja láns- kjarakerfis, sem tók gildi 1. júni sl., hafa innlánsstofnanir samið starfsreglur um þessa meðferð verðbótaþáttar vaxta, og hefur Seðlabankinn staðfest þær. Miða þessar reglur aö þvi að tryggja, að raunveruleg greiðslubyröi atvinnurekstrar og einstaklinga aukist sem minnst við aölögun að verð- tryggingu fjármagns meö þess- um hætti, heldur beinist hún aö þvi að varðveita verðgildi fjár- skuldbindinga i framrás verð- bólgunnar. í samræmi við það kemuraðlögun vaxtakjara fram á verðbótaþættinum, er leggst við höfuðstól sem fyrr segir, en grunnvextir eða greiðsluvextir haldast óbreyttir. Hinn 1. september nk. er kom- ið að öðrum áfanga vaxtaá- kvörðunarskv. reglum laganna, en meginatriði þeirra starfs- reglna, sem beitt er, komu fram i fréttatilkynningu Seðlabank- ans hinn 29. mai sl. Það sem fyrst og fremst ræður breytingu verðbótaþáttar vaxta er mat verðbólgustigs, sem miðast við siðustu tvær hækkanir visitalna framfærslukostnaðar (2/3 gildi) og byggingarkostnaöar (1/3 gildi) ogspá Þjóðhagsstofnunar um næstutvær hækkanir þeirra, þó þannig að siðasta hækkun og næsta spá vega tvöfalt þyngra en hækkanirnar á undan og eft- ir. Verðbólgustigið var metið' 41,8% fyrir vaxtabreytinguna hinn 1. júni, en nú er metið með sama hætti 52,3%. Að þvi lokamarki fullrar verðtryggingar,sem lögin segja fyrir um, að ná skuli við lok árs- ins 1980, liggja mismunandi leiðir, en mismunurinn liggur fyrst og fremst i þvi, hversu hrattaðlöguninskuli gerast. Við mat á þvi er eðlilegt að hafa hliðsjón af verðbólguþróuninni eins og hún reynist vera og horf- ur eru á að hún verði samkvæmt spánni á hverjum tima. Við ákvörðun verðbótaþáttar hinn 1. júni sl. var við þaö miöað aö ná fullri verötryggingu á 3ja mánaða sparifé I sjö áföngum til árstoka 1980. Heildarvextir af 3ja mánaða vaxtaaukalánum voru þá 25%, en veröbólgustigið áætlað 41,8%, en samkvæmt þvi þurfti fyrsti áfangi aðlögunar að nema 2,5%. Nú er veröbólgu- stigið hins vegar talið komiö upp i 52,3%. Bilið milli þess og 25% vaxta nemur þvi 27,3%, en það þarf að brúa i sjö áföngum, sem hver um sig þyrfti þá að vera 3,9%. Þeir tveir áfangar, sem komnir eiga að vera til framkvæmda 1. september nema þvi samanlagt 7,8%, en af þeirri hækkun komu 2,5% til framkvæmda hinn 1. júni sl. Nú þarf þvi 5,3% hækkun verðbóta- þáttar til viðbótar til að tveim sjöundu hlutum aðlögunarinnar sé tokið, eins og upphaflega reglan gerði ráð fyrir. Út frá þessu hefur banka- stjórnin, að höföu samráði viö rikisstjórn og bankaráð, ákveð- ið að verðbótaþáttur vaxta skuli hækka hinn 1. september nk. um 5 prósentustig, og verða þá heildarvextir 3ja mánaða vaxtaaukainnlána 32,5%. Verð- bótaþáttur annarra út- og inn- lána fylgist að við þetta nema sérstakar ástæður séu til hlut- fallslegrar aðlögunar auk þess sem einstök vaxtaákvæði eru sléttuð I heilar og hálfar prósentur. Ennfremur er nú fært að láta útlánsvexti hækka litiö eitt minna en innlánsvexti vegna breyttrar samsetningar útlána innlánsstofnana á undan- förnum mánuðum, sem komiö hefur þeim til góða. Loks hækka einstök vaxtaákvæði útlána minna að forminu til en þessu nemur sökum áhrifa fleiri vaxtagjalddaga innan ársins á heildarávöxtun yfir árið. Þótt með framangreindri hækkun verðbótaþáttar sé búið aö brúa tvo sjöundu hluta bilsins milli vaxtastigsins fyrir 1. júni sl. og áætlaðs verðbólgu- stigs nú, eins og upphaflega var að stefnt, nægir þessi breyting þó ekki til þess aö halda óbreytt- um raunvöxtum. Þessu veldur hin mikla aukning verðbólgu- stigsins siðustu þrjá mánuöi, sem á þó að þó nokkrum hluta rætur að rek ja til óvæntra utan- aðkomandi hækkana á oliu- verði. Er ekki óeðlilegt, að nokkuöhægi á i framsókninni til fullrar verðtryggingar við þess- ar aðstæður, enda von til þess, að hér sé að nokkru um tima- bundin ytri verðbólgutilefni að efla. Hin nýju vaxtaákvæöi verða samkvæmt þessu þau, sem hér fara á eftir. Taka þau gildi hinn 1. september 1979. Grunnvextir eru óbreyttir, en breytingin kemur eingöngu fram f aukinni verðtryggingum þ.e. hækkun verðbótaþáttarins. Seðlabankinn gaf I gær út tilkynningu um vaxtabreytingarnar l.september,oggreinargerðmeðþeirri tilkynningu. Samkvæmt tilkynningu bankans verða vextir sem hér segir: Vextir og veröbót frá 1.9. ’79 Vextir nú Grunn- Veröbóta- Vextir samtals vextir þáttur alls % % % % Veltiinnlán . 5,5 11,0 11,0 Sparifé, almennt . 22,0 5,0 22,0 27,0 Sparifé 6 mán. reikn . 23,0 6,0 22,0 28,0 Sparifé 12 mán og 10 ára reikn. . 24,5 7,5 22,0 29,5 Sparifé 3ja mán vaxtaaukar. . . 27,5 5,5 27,0 32,5 Sparifé 12mán vaxtaaukar. .. . 34,5 7,5 32,0 39,5 Afurðalán, endurkaupanl . 20,5 3,5 20,0 23,5 Vixillán, forvextir . 25,5 5,5 23,0 28,5 Hlaupareikningslán (grunnvextir fyrirfr.) . 27,0 5,0 25,5 30,5 Skuldabréf, alménn . 28,5 6,5 25,5 32,0 Vaxtaaukalán . 35,5 8,5 31,5 40,0 Verðtryggðskuldabréf . 2,0 2.0 Vanskilavextir, á mán . 4,0 4.5 Kjör lána út á útflutningsafurðir, sem almennt eru bundin gengi Bandarikjadollars, eru háð kjörum erlends fjármagns I Seölabankanum, og er engin breyting gerð á þeim nú, en vextir þeirra eru 8,5%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.