Tíminn - 31.08.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.08.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 31. ágúst 1979. r Wíwmm tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- 'arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 sími 86300. — Kvöldsimar biaöamanna: 86563, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr. 3.500 á mánuöi. Blaöaprent. J Réttur fslands Erlent yfirlit Thatcher hefur reynzt sæmilega til þessa til landgrunnsins Sú afstaða Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra hefur hlotið mikinn stuðning, að íslendingar eigi ekki að sætta sig við helmingaskipti á landgrunninu milli íslands og Jan Mayen, sem liggur utan 200 milna efnahagslögsögu íslands. Jafnvel Þjóðviljinn hefur tekið undir hana og styður þvi ekki lengur til- lögu Matthiasar Bjarnasonar og ólafs Ragnars Grimssonar að þessu leyti. í lengstu lög ættu Islendingar að standa gegn þvi að Jan Mayen fengi efnahagslögsögu, sem þýðir yfirráð yfir auðæfum hafsbotnsins. Fáist það hins vegar ekki fram, ber íslendingum og Norðmönnum að semja um skiptingu þessa svæðis á sanngirnis- grundvelli og þá ber íslendingum miklu stærri hlut- ur en helmingur. Gunnar G. Schram prófessor gerði þetta mál að umtalsefni i grein, sem hann birti i Mbl. 15. ágúst siðastl. Þar segir m.a.: „Standa ber fast gegn þeim ráðagerðum Norð- manna að lýsa yfir efnahagslögsögu við Jan Mayen, og það af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi er það eitt umdeildasta atriðið á haf- réttarráðstefnunni hvort smáeyjar, svo sem Jan Mayen, þar sem aldrei hefur verið föst búseta, eiga heimild til eigin 200 milna efnahagslögsögu. Fjöldi rikja telur slikt fráleitt og meðan ótviræð niður- staða er hér ekki fengin væri útfærsla við Jan Mayen andstæð eðli máls og réttum lögum. I öðru lagi myndi slik útfærsla skerða landgrunn og hafsbotnsréttindi íslendinga. Samkvæmt haf- réttaruppkastinu, 76. gr., eiga riki rétt til 260-350 sjómilna hafsbotnslögsögu, ef landgrunnsvæði þeirra i jarðfræðilegum skilningi ná svo langt út. Það gerir islenzka landgrunnsvæðið i áttina til Jan Mayen, þar sem eyjan liggur á islenzka neðan- sjávarhryggnum, svo sem kunnugt er. útfærsla norskrar efnahagslögsögu við Jan Mayen myndi þvi stórlega skerða hafsbotnsréttindi Islendinga á svæðinu, en ella ættu þeir rétt langleiðina til Jan Mayen, þar sem aðeins eru 300 sjómilur milli Is- lands og eyjarinnar. Mörgum er ekki ljóst að þótt riki geti ekki gert til- kall til nema 200 milna efnahagslögsögu yfir hafinu, geta hafsbotnsréttindi þeirra náð næstum helmingi lengra út. Vegna þessa er það afar þýðingarmikið að haldið verði opnum öllum útfærslumöguleikum tslands á hafsbotninum i átt til Jan Mayen og jafn- framt komið i veg fyrir aðgerðir Norðmanna þar með öllum tiltækum ráðum, sem þessum rétti gætu spillt. Þessu til rökstuðnings nægir hér að minna á að það var einmitt á þessu svæði, sem sovézka rannsóknarskipið Akademik Kurchatov fann merki um oliu á hafsbotni fyrir sjö árum. Hér mætti miklu fremur fallast á einhvers konar fiskvemdarlögsögu Norðmanna kringum eyna, sem hefði það að markmiði að koma i veg fyrir að þar veiddu aðrar þjóðir en Norðmenn og íslendingar, nema með sérstökum heimildum. Slik lögsaga á hafinu, utan efnahagslögsögu Islands, myndi aðeins taka til fiskveiða og þvi ekki takmarka eða skerða hafsbotnsréttindi Islendinga”. I samræmi við þessi sjónarmið, ber íslendingum að beita sér fast gegn norskri efnahagslögsögu við Jan Mayen en fáist það ekki fram, verður að byggja viðræður við Norðmenn á þeim grundvelli, að henni verði hagað þannig, að hún skerði ekki landgrunns- réttindi íslands. Það eitt er sanngirni. Þ.Þ. Samt myndi hún tapa kosningum nú röggsamur stjórnandi og hali sæmileg tök á ráöherrum sín- um, a.m.k. enn sem komiö er. Þetta hefur reynzt mörgum brezkum forsætisráöherrum vandasamt, en hjá flestum hefur þetta þó gengiö sæmilega fyrstu 100 dagana. Þvi er þaö tæpast fullreynt, hvernig Thatcher reynist i' þessum efn- um. YFIRLEITT telja fjölmiðlar aö Thatcher hafi komið vel fyrir á alþjóölegum fundum og i viö- ræðum viö erlenda stjórnmála- leiðtoga/m.a. Kosygin sem hún ræddi við á leiö sinni á Tokyó-fund æðstu manna sjö iönaöarvelda. Þar þótti hún standa sig vel. Hjá frjálslyndum mönnum jók hiín þó mest hróöur sinn á fundi æöstu manna brezka samveldisins, sem hald- inn var i Lusaka, höfuðborg Zambiu. I staö þess aö fylgja fram þeirri stefnu, sem hún haföi boöaö fyrir kosningarnar, aö viöurkenna nýju stjórnina i Ródesiu, samdi hún viö þá Nyerere, leiötoga Tanzaniu, og Kaunda, leiötoga Zambiu, um aö efna til nýs fundar allra deiluaöila um Ródesíumálið. Þetta hefur mælzt misjafnlega fyrir meöal hægri manna, en þykir yfirleitt bera vott um meiri hyggindi og sveigju hjá Thatcher en margir áttu von á. I heild verður aö segja aö Thatcher hafi ekki farið illa af staö, en gæta veröur þess, aö fýrstu 100 dagarnir hafa reynzt flestum stjórnendum auðveld- ari en þeir, sem fylgdu á eftir. ____________ “ i Helmut Schmidt og Thatcher á Tokýófundinum. útlit. ÞEGAR 100 dagar voru liönir frá þvi, aö Margaret Thatcher tók viö stjórnarforustunni i Bretlandi, rifjuöu ýmsir fjöl- miðlar það upp hvernig henni heKi tekizt þessi fyrsti áfangi stjórnarferils hennar. Ef dæma ætti eftir skoöana- könnunum, sem fóru fram um þetta leyti, hefur Thatcher ekki aukið vinsældir sinar á þessum tima. Skoöanakannanir bentu til, aö Verkamannaflokkurinn heföi unniö ef þingkosningar hefðu fariö fram um þetta leyti. Samkvæmt þeim var fylgi Verkamannaflokksins oröiö 5% meira en fylgi Ihaldsflokksins en Frjálslyndi flokkurinn haföi haldiö sinum hlut nokkurn veg- inn óbreyttum, miðað viö kosningarnar i vor. Þaö, sem vafalaust átti mest- an þátt i þessum niöurstööum skoðanakannananna, voru veröhækkanir, sem fylgdu I kjölfar skattabreytinganna, sem Thatcher lét verða eitt fyrsta stjórnarverk sitt. Tekju- skatturinn var lækkaöur en söluskatturinn hækkaöur. Svo veruleg varö þessi breyting, aö hún hefur haft meiri háttar veröhækkanir I för með sér, en verölag hefur einnig hækkaö af öðrum ástæöum. Almenningur kennir hins vegar söluskatts- hækkuninni um mestallar eða allar verðhækkanir. Thatcher viröist taka þessum niöurstööum skoöanakannan- anna meö rósemi. Hún segist alltaf hafa gert sér grein fyrir, aö efnahagsástandið myndi versna um skeiö áöur en batinn færi að koma I ljós. Hún ætli frekar aö dæma árangurinn af efnahagsaögeröum sinum af fyrstu 1000 en fyrstu 100 dögum stjórnarferils sins, en alls er Ihaldsfiokknum tryggð stjórnarforusta i rúmlega 1800 daga eöa fimm ár. Fyrr þarf hann ekki aö láta kjósa, nema hann telji sér þaö hagstætt. Thatcher segir lika, aö hún þurfi ekki aöeins eitt kjörtima- bil til aö ná tilætluðum árangri, heldur minnst tvö kjörtimabil. ÞEGAR skattabreytingunum sleppir, hefur Thatcher fram- kvæmt litiö af hinum róttæku loforöum slnum, en segist vera aö undirbúa framkvæmd þeirra. Margir spáöu þvf, aö hún myndi I fyrstu reynast helzt til athafnasöm og sitthvaö þvi geta fariö i handaskolum hjá henni. Hún hefur hins vegar til þessa fylgt mun hófsamari vinnubrögöum en flestir áttu Thatcher hefur tamiö sér glaölegt von á. Hjá reyndum stjórn- málamönnum hefur þetta aukiö álit hennarog er Harold Wilson i hópi þeirra. Hjá ýmsum fylgis- mönnum hennar veldur þetta hins vegar oröiö óþreyju og þeir eru farnir aö óttast, aö hún sé ekki eins róttækur ihaldsmaöur og mátt heföi ætla af ýmsum ummælum hennar fyrir kosningarnar. Að einhverju leyti kann þetta aö stafa af þvi, aö hægaraeraökennajreilræöin en halda þau og að málin horfa oft ööru vlsi viö úr stjórnarstóli en stjórnarandstööu. Fregnir af ríkisstjórnarfund- um benda til að Thatcher sé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.