Tíminn - 14.09.1979, Síða 6
6
Föstudagur 14. september 1979
Erlent yfirlit
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
'arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86563, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 180.00. Askriftargjald kr.
3.500 á mánuöi. Blaðaprent.
Ársafmæli
stjórnarandstöðu
Morgunblaðið helgaði eins árs afmæli rikis-
stjórnarinnar bæði forustugrein og Reykjavikur-
bréf. Þar var stjórninni talið allt til foráttu. í út-
varpsviðtali lét formaður Sjálfstæðisflokksins um-
mælt á þá leið, að hann gæti ekki sagt neitt gott um
rikisstjórnina.
f þessum ummælum Mbl. og Geirs Hallgrims-
sonar felst slikt ofstæki, að þau missa alveg
marks. Það er rétt, að rikisstjórnin hefúr á vissum
sviðum ekki náð þeim árangri, sem hún stefndi að
i upphafi. Þannig hefur henni ekki tekizt að draga
úr verðbólgunni. En hvaða rikisstjóm hefur tekizt
það á þessu umrædda ári? Verðbólga hefur nær
hvarvetna aukizt á þessum tima og valda þvi hinar
miklu verðhækkanir á oliunni. Séu oliuverðhækk-
animar teknar út úr dæminu, myndi heldur hafa
dregið úr verðbólgunni hérlendis á umræddu ári
vegna aðgerða rikisstjórnarinnar.
Þetta breytir hins vegar ekki þvi, að nýtt átak
verður að gera til að draga úr verðbólgunni. Þetta
breytir ekki heldur þvi, að margt hefur snúizt á
betri veg á umræddu ári. Viðskiptahallinn við út-
löndhefur minnkað verulega. Sparifjársöfnun hef-
ur heldur aukizt. Atvinna hefur verið næg, öfugt
við það, að atvinnuleysi hefur aukizt i mörgum
löndum á sama tima. Þannig mætti telja áfram.
En fyrst Mbl. og Geir Hallgrimsson ræða svona
mikið um rikisstjórnina i tilefni af ársafmæli
hennar, hvers vegna sleppa þessir aðilar að ræða
jafnframt um ársafmæli stjórnarandstöðunnar?
Þar ætti að blasa við eitthvað önnur og glæsilegri
mynd, ef stjórnarandstaðan hefði haldið betur á
málum en rikisstjórnin. Hvers vegna er þetta ekki
gert? Svarið er ákaflega augljóst. Frammistaða
stjórnarandstöðunnar hefur verið með slikum en-
demum, að þögnin hentar henni bezt.
Stjórnarandstaðan hefur verið eins stefnulaus
og ábyrgðarlaus og framast hefur verið mögulegt.
Hún hefur lofað skattalækkunum, en ekki bent á
hvernig hægt væri að framkvæma þær, án tekju-
halla hjá rikissjóði eða stórfellds samdráttar.
Jafnframt þessu hefur hún svo krafizt mikilla út-
gjaldahækkana á mörgum sviðum. Hún hefur stutt
flestar kaupkröfur, sem fram hafa verið bornar,
og gagnrýnt harðlega allar lagfæringar á visitöl-
unni, sem stefnt hafa að þvi að draga úr verðbólg-
unni. ósamræmið i tillöguflutningi hennar hefur
borið þess augljós merki, að hana skortir bæði
stefnu og ábyrgðartilfinningu.
Vafalaust stafa þessi vinnubrögð af ýmsum
ástæðum. Ein mikilvægasta ástæðan er sú, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur raunverulega enga
verkstjórn. Formaður flokksins hefur ekki slik tök
á flokknum og fyrri foringjar hans. Alls konar
óróaöfl vaða uppi og valda glundroða i stað stefnu-
mótunar. Glöggt dæmi um þetta eru tillögur
Matthiasar Bjarnasonar i Jan Mayenmálinu, sem
voru fluttar án samráðs við þingflokkinn, og tveir
færustu þjóðréttarfræðingar flokksins, Gunnar
Thoroddsen og Gunnar Schram, munu telja veru-
lega gallaðar.
Slik stjórnarandstaða getur ekki aflað sér
trausts. Það er von, að Mbl. þegi um ársafmæli
hennar.
Meðan Sjálfstæðisflokkurinn er jafn stefnulaus
og stjórnlaus, hentar bæði honum og þjóðinni bezt,
að hann verði áfram i stjómarandstöðu.
Þ.Þ.
Ógerlegt að spá um
úrslitin í Sviþjóð
Lokakeppnin milli sósíaldemókrata og miðflokkanna
Rétt fyrir siöustu mánaöamöt
birtistiDagens Nyheter i Stokk-
hólmi grein eftir pólitiskan
fréttaskýranda þess, Sven
Svenson, þar sem hann komst
aö þeirri niöurstööu, aö sósial-
demókratar væru á góöum vegi
meö aö vinna þingkosningarn-
ar, sem fara fram i Sviþjóö 16.
þ.m.
Sven Svenson taldi þaö helztu
skýringuna á þessu, aö miö-
flokkarnir tveir, Miöflokkurinn
ogFrjálslyndi ftokkurinn, heföu
ekki staöiö nógu vel saman og
ekki gefiö nægilega glöggt til
kynna, aö valiö væri fyrst og
fremst á milli þeirra og sósial-
demókrata. Þetta heföu bæöi
flokkur sóslaldemókrata og í-
haldsflokkurinnnotaö sér. Þeim
heföi tekizt aö styrkja þaö álit,
aöraunverulega væri valiö milli
stefnu sósialdemókrata og
stefnu ihaldsmanna. Flest benti
þvi til þess, aö þessir flokkar
væru aö vinna á á kostnaö miö-
flokkanna, og aö Ihaldsflokkur-
inn yröi stærsti borgaralegi
flokkurinn eftir kosningarnar,
en Miöflokkurinn hefur skipaö
þaö sæti um skeiö.
Fram aö þessu höföu spár
heldur hnigiö I þá átt, aö borg-
aralegu flokkarnir myndu halda
velli og sósialdemókratar
myndu þvi ekki ná þvl marki aö
komast til valda á ný. Sven
Svensson áleit, aö þetta væri aö
breytast, þegar aöeins rúmar
tvær vikur voru eftir til kosning-
anna.
Sunnudaginn 2. þ.m. var svo
birt skoöanakönnun Sifostofn-
unarinnar og hún virtist leiöa i
ljós, að SvenSvensson hefði haft
rétt fyrir sér. Könnun þessi fór
fram i ágúst. Samkvæmt henni
myndi^ sósialdemókratar og
kommunistar fá meirihluta á
þingi og Olof Palme mynda
stjórn með hlutleysi komm-
únista.
Skoðanakönnun Sifo, sem fór
fram i júnímánuöi, haföi bent til
þess, aö borgaralegu flokkarnir
mypdu halda velli. Niöurstaöa
hennar var á þá leið, aö
borgaralegu flokkarnir myndu
fá 49,5% greiddra atkvæöa
samanlagt, en póslaldemó-
kratar og kommunistar 48%.
Ýmsir smáflokkar fengu 2,5%
samanlagt. Þetta haföi nii snúizt
viö. Borgaralegu flokkarnir
voru komnir niöur i 47% en
sósialdemókratar upp í 48,5%. 1
raun höföu þeir aöeins bætt viö
sig 0,5%. Aöalbreytingin var
fólgin I þvi, aö smáflokkarnir,
sem engan þingmann munu fá
kjörinn, fengu 4,5% I ágúst I staö
2,5% i júni. Þetta nægöi til aö
tryggja sósialdemókrötum og
kommunistum meirihluta sam-
kvæmt skoöanakönnuninni.
Hjá einstökum flokkum haföi
Palme fagnaöi niöurstööum Sifo
breytingin oröið mest hjá
Frjálslynda flokknum. Fylgi
hans haföi minnkaö úr 15,5% i
júni i 12% I ágúst. Þetta tap
hans virtist skiptast þannig, aö
íhaldsflokkurinn haföi bætt viö
sig 1%, sósialdemókratar 0,5%
og smáflokkarnir 2%. Miöflokk-
urinn haföi staðiö i staö meö
16% og kommúnistar meö 5%.
Samkvæmt þessum niðurstöö-
um fengu sóslaldemókratar
43,5% og Ihaldsflokkurinn 19%.
Hann var þannig oröinn stærst-
ur borgaralegu fbkkanna. Talið
er, aö hann megi þakka þaö
skeleggum málflutningi for-
ingja sins, Gösta Bohmans.
Aðeins þessir fimm flokkar
eru liklegir til aö vinna þing-
sæti. En auk þeirra bjóöa fram
15 flokkar aörir . Flestir þeirra
fá sáralitiö fylgi eöa ekkert.
Mest fylgi viröist flokkur
náttúruverndarmanna eiga
(1,5%), en fiokkur kristilegra
(1,2%) og nýi flokkurinn (0,8%).
Sósialdemókratar fylgdu
niöurstööum þessarar skoöana-
könnunar éftir, meö þvl aö birta
ásunnudaginn (2. sept.) áætlun
um það, sem þeir myndu gera
fyrstu 100 dagana, ef stjórnar-
forystan félli þeim I skaut. I
raun var þar þó ekki um neitt
nýtt aö ræöa, heldur dregnar
saman i heild þær tillögur, sem
þeir höföu flutt á siöasta þingi.
Aöalkjarni þessarar 100 daga á-
ætlunar þeirra var aö bæta hlut
barna og unglinga. Þá lofuöu
þeir nokkurri tekjuskattslækk-
un. 1 staðinn átti aö hækka ýmsa
skatta, m.a. á fyrirtækjum.
Miöflokkarnir geröu sér ljóst,
aö viösvo búiömáttiekki lengur
standa. Þriðjudaginn næsta (4.
sept.) birtu formaöur 'Miö-
flokksins, ThorbjörnFalldin, og
formaöurFrjálslynda flokksins,
Ole Ullsten, sameiginlega á-
ætlun um aögeröir, sem þeir
myndu beita sér fyrir, ef
stjórnarforystan félli þeim I
skaut. Samkvæmt þessari á-
ætlun myndu þeir lækka tekju-
skattinn, hækka barnastyrki og
lengja fæðingarorlof eða
fæöingartryggingu foreldra úr 9
mánuðum i 12 mánuöi. Fjár til
þessara aögeröa - skyldi aflaö
meö verðhækkun á áfengi ogtó-
baki, benzi'ni, oliu og rafmagni.
Hækkun orkuverösins átti m.a.
aö hafa þann tilgang aö stuöla
aö betri orkunýtingu.
Formaður íhaldsflokksins
lýsti siöar stuðningi sinum viö
tillögur miöflokkanna.
1 yfirlitsgrein, sem Sven
Svenssonbirti i Dagens Nyheter
rétt á eftir (5. sept.), komst
hann aö þeirri niöurstööu, aö
staöan væri oröin svo óviss, aö
útilokaö væriaö spá um úrslitin.
Skoöanakönnun, sem var birt
i Stokkhólmi i fyrradag (12.
sept.), viröist staöfesta þetta.
Samkvæmt henni höfðu
borgaralegu flokkarnir bætt
stöðu sina, en aöeins munaöi
0,3% á fylgiþeirra annars vegar
og sósialdemókrata og
kommúnista hins vegar.
Þ.Þ.
Faildin og Ullsten áhyggjufullir.