Tíminn - 14.09.1979, Blaðsíða 20
Heyvinnuvélar í
fjölbreyttu úrvali.
Til afgreiðslu strax.
X)fi£úbtcUivéLa/v h f
MF
Massey Ferguson
hinsigildadrúttarvéi
Kynnið ykkur verð-
lækkunina á Massey-
Ferguson
t)/ijájbtwwélwv hf.
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
Pantiö myndalista.
Sendum í póstkröfu.
C ihMlfAB Vesturgötull
OljUnVHL simi 22 600
atember 1979 200. tölublað - 63. árgangur
Hefja flug á fullri
áætlun strax í dag”
segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri
Arnarflugs
AM — „Viö gerum ráö fyrir aö
byrja meö Islander-vél frá Flug-
félagi Austurlands, og erum auk
þess aö semja um eina tveggja
hreyfla vél aöra, þvl ætlunin er aö
hefja flug á fuilri áætlun strax á
morgun”, sagöi Magnús Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Arn-
arflugs I viötali viö okkur i gær.
Magnús sagöi, aö til aö byrja
meö yröi feröatiöni og feröaáætl-
un Arnarflugs lik þvi sem var hjá
Vængjum, en þetta gæti siöar
breytst, þegar mönnum væri orö-
in ljósari þörfin og óskir fólks á ■
þessum stööum.
Birgir Sumarliöason, fyrrum
flugrekstrarstjóri Vængja, hefur
nú veriö ráöinn flugrekstrarstjóri
hjá Arnarflugi, en siöar er gert
ráö fyrir aö fyrri flugmenn
Vængja komi til starfa, eftir þvl
sem þeir geta, en þeir eru margir
bundnir af uppsagnarfresti hjá
Vængjum, svo hér er um lög-
fræöilegt atriöi aö ræöa.
Magnús sagöi þó Arnarflugs-
menn hlakka til að fást viö þetta
verkefni. Það mundi kynna merki
og starfsemi félagsins betur hér
innanlands en áöur heföi veriö
hægt, en til þessa hafa hinar tvær
vélar félagsins einkum veriö i
notkun á erlendum leiguflugs-
mörkuöum.
Vélar Vængja og Iscargo á Reykjavlkurflugvelli. Timamynd: Róbert.
„Stefnt að einangrun í
farþegaflugi innanlands”
- segir Kristinn Finnbogason forstjóri Iscardo
AM — „Meö þessu er veriö aö
skapa algera einangrun i far-
þegaflugi innanlands og mér er ó-
skiljanlegt hvernig þaö getur ver-
iö hagkvæmt þjóöhagslega að
láta Arnarflug fara aö kaupa vél-
ar fyrir ógrynnisupphæöir utan-
lands frá, þegar þær eru til i land-
inu sjálfu”, sagöi Kristinn Finn-
bogason, forstjóri Iscargo, þegar
Tlminn ræddi viö hann i gær.
Kristinn sagöi aö ákvöröunin
heföi veriö tekin á vanhæfum
fundi Flugráös, þar sem formaö-
urinn var ekki viöstaddur, en þrir
Flugleiöamenn viöstaddir, þar á
meöal framkvæmdastjóri i Arn-
arflugi.
Iscargo var búiö aö gera ráö-
stafanir til þess aö taka viö þessu
flugi, þar sem vélar Vængja voru
i höndum þess, og búiö aö leggja i
milljónakostnaö viö aö kaupa
nýjan mótor i Twin Otter vélina
og gera hana flughæfa. Heföi þvi
enginn átt von á að Iscargo yröi
neitaö um leyfin. Sagði Kristinn,
að starfsfólk Vængja heföi og átt
kost á ráöningu hjá Iscargo, þeg-
ar flugrekstrarleyfi væri fengiö.
Kristinn minnti enn á, aö Is-
cargo heföi um langt árabil veriö
Framhald á bls 19
Alþingi kemur
saman 10. okt
Aö tillögu forsætisráöherra,
gaf forseti islands út fréttabréf I
fyrradag um aö Alþingi skuli
koma saman miðvikudaginn 10.
október næst komandi.
Vinnuveitendasamband
íslands:
Öilum
samúðarverk-
bðnnum aflýst
GP —Siödegis i gær sendi Vinnu-
veitendasamband Islands frá sér
tilkynningu þess efnis, aö I ljósi
þess aö samkomulag heföi veriö
gert i kjaradeilu millum Grafíska
sveinafélagsins og vinnuveit-
enda, þá félli þaö frá öllum áöur
boöuöum samúöarverkbönnum á
hinar ýmsu starfsgreinar innan
prentiönaöarins. I tilkynningunni
segir einnig, að samkomulag
þetta feli i sér 3% meðaltals
kauphækkun og það sé í einu og
öllu f samræmi viö þá launamála-
stefnu, sem Vinnuveitendasam-
band íslands hefi fylgt á þessu
ári.
412 hvalir komnir á land á góðri hvalveiðivertíð
i
9
Nú segja þeir, aö Matti
gangi aftur I rfkisstjórninni.
Þegar fariö var aö selja ný
verötryggö spariskirteini
rfkissjóös I gærdag kom I ljós,
aö undirritunin á skfr-
teinunum var ekki undirskrift
núverandi fjármálaráðherra,
Tómasar Arnasonar, heldur
fyrrverandi, Matthíasar A.
Mathiesen. Var þvf kvittun
fyrir skirteinunum aöeins
gefin út til bráöabirgöa, þar
sem enginn treystir iengur
undirritun Matta.
AM — 412 hvalir hafa veiöst þaö
sem af er hvalveiöivertfö, sam-
kvæmt þvf sem okkur var sagt á
skrifstofu Hvals hf. i gær. Þar af
eru 256 langreyöar, 72 búrhvalir
AM — Feröaskrifstofan Sunna
hefur nú hætt starfsemi sinni eftir
meira en tveggja áratuga starf-
semi og er orsökin sú, aö feröa-
skrifstofan hefur ekki átt þess
kost aö afla nauösynlegs
rekstrarfjár.
Forstööumenn Sunnu hafa
og 84 sandreyðar. Er þar meö
búiö aö fylla kvótann fyrir veiöi á
sandreyöi, en kvóti fyrir lang-
reyöar er 304. Eftir er að deila
niöur veiöi á búrhval.
átaliö lánastofnanir fyrir aö hafa
veitt helsta keppinauti fyrirtækis-
ins verulega fyrirgreiöslu meöan
Sunna átti á engri fyrirgreiöslu
kost, og er nú svo komiö, aö eig-
endur hafa á þessu ári varið tug-
milljónum króna af sinu eigin fé
til greiöslu á kostnaöi, svo aö allir
farþegar Sunnu gætu fariö f feröir
sfnar Þá hafa eigendur gert ráö-
Veiöin hefur oftast staöiö til
hins 20. september, eöa þar um
bil, enda varla aöstaöa til aö
veiöa lengur vegna veöra. Er
sjaldnast veitt allt þaö magn sem
heimild er til aö taka.
stafanir til þess aö allir farþegar
geti lokiö feröum sfnum, en I þvf
skyni reyndist fyrirtækinu nauö-
synlegt aö leita til Samgöngu-
ráöuneytisins um fyrirgreiöslu.
Var hún fólgin f þvi aö ráðuneytið
lét af hendi tryggingafé skrifstof-
unnar, alls 15 milljónir um leiö og
leyfiö til feröaskrifstofureksturs
var fellt niöur.
Sunna hættir vegna
rekstrarfjárörðugleika
Vaðandi sfld
við Stokksnes?
AM — Þegar flugvél Landhelgis-
gæslunnar var á eftirlitsflugi i
gær, töldu áhafnarmenn sig sjá
vaöandi sild um það bil 17 milur
S-SA frá Stokksnesi.
Helgi Hallvarðsson, skipherra,
sagöi blaöinu I gærkvöldi, aö ekki
væri gott aö fullyröa um hvort
þetta væri rétt, en óneitanlega
hefði þetta mjög minnt á sildar-
vööur á fyrri árum. Bjóst hann
viö aö einhverjir Hornafjarðar-
báta mundu kanna máliö nánar
og yrði gaman aö vita hvort svo
reyndist vera, sem þeim gæslu-
mönnum sýndist.
Mjólkursamsalan
,______di
jógúrtdiykkur
svaiandi