Tíminn - 15.09.1979, Qupperneq 3
Laugardagur 15. september 1979
3
ÓHUGNAÐUR ÚR DJÚPINU
• Drauganetin halda
aflahlut sfnum
Margir sjómenn og aörir er á-
huga hafa á sjávarafla hugleiöa
þann möguleika, aö svokölluö
„drauganet” hiröi árlega um-
talsverðan „afla”, en drauganet
eru net og netatrossur er neta-
bátar missa i sjóinn af einhverj-
um ástæöum. Þorskanet tapast i
hafiö á hverri vertiö og valda
þvi óveður, sterkir straumar og
margt annað.
Sönnun fyrir veiði
i //drauganet"
Þeir sem bjartsýnastir eru,
halda þvi fram, að ekki stafi
veruleg hætta af drauganetum.
Mjög fljótt safnist i þau botn-
gróður og lifræn efni, sem eyði
þeim og geri þau hættulaus
nytjafiskum okkar, aðrir telja
að draugenetin taki til sin mik-
inn afla, þvi fyrir kemur að tog-
arar fá netjadræsur með úldn-
um fiski i vörpurnar.
Skipverjar á skuttogaranum
BESSA 1S 410 uröu fyrir merki-
legri reynslu, er skipið var að
veiðum i sumar. Þá kom i vörp-
una þorskur, sem haföi um sig
netadræsu, en I netadræsunni,
sem fiskurinn synti meö, voru
auk þess fastar tvær grálúður.
Grálúðurnar toguðu þorskinn
á milli sin og var netið búiö að
sargast inn i fiskinn og á lit-
myndum, sem blaöið hefur und-
ir höndum (og hér birtast i svart
hvitu) sést blóði drifið sárið, þvi
grálúðurnar tvær eru um þaö bil
að sarga þorskinn i sundur á
milli sin.
Yfirleitt er ekki rætt um fiska
frá dýraverndunarsjónarmiði
og engin löggjöf er um meðferö
á fiski frá þessu sjónarmiði, en
slikur óhugnaður hlýtur að
minnsta kosti leiða hugann að
þvi, hvort ekki sé unnt með ein-
hverju móti að fækka drauga-
netum og setja strangar reglur
um frágang þorskanetja, þann-
ig að þau haldi ekki áfram aö
„veiöa” árum saman eftir að
þau tapast. Þetta er unnt að
gera með þvi t.d. að ganga frá
netunum með teinum og öðru,
sem rotnar á ákveðnum tima,
þvi netin sjálf eru úr sterkum
gerviefnum, sem geta enst mjög
lengi.
JG
Okkur er Ijóst. aó þar sem mynd þessi er ekki prentuð i lit, þá sjást
hin hroöalegu mein á þorskinum illa, er hann hefur hlotiö meö þvi
að dröslast um djúpiö meö netadræsu og tvær lifandi grálúöur sér
viðhlið. En ógnvekjandi er til þess aö vita, aö „drauganetin” eru aö
veiðum árum —ef ekki áratugum —saman á fiskimiöum okkar.
„Stereó” út-
varpið færist
sjálfkrafa nær
• Línuleiga til Landsímans yrði mesti
kostnaðarliðurinn, segir Hörður Vil-
hjálmsson, fjármálastjóri útvarpsins
AM - „Þótt tvirása eða ööru nafni
"stereó” útsending, sé það
áhugamál útvarpsráðs, sem
einna auðveldast er aö fá fram-
gengt, þá er þetta viökvæmt mál
vegna landsbyggöarinnar,” sagöi
Höröur Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Rikisútvarps, i viötali við
Tiinann i gær þegar viö spuröum
um livaö þessu máli liöi.
Höröur sagöi, að sá tækjabún-
aður sem til þyrfti væri ekki stór-
kostlegur og þar sem nú færi
smátt og smátt fram endurnýjun
á búnaði útvarpsins, svo sem
hljómborði og útsendingarboröi
og öðru, þá væri ekki um annað að
ræða en nýju tækin yrðu ætluð
fyrir ”stereó” sendingar. Viðbót-
arútbúnaður, sem tengja þarf við
FM sendana vegna þessa.er auð
uppsettur og raunar þegar fvrir
hendi á Vaðlaheiðarsendinum og
kemur brátt á fleiri.
Stúdió útvarpsins eru hins veg-
ar of þröng og þyrfti að bæta þar
um, til þess að full hljómgæði fá-
ist f slikri útsendingu, en annar
helsti kostnaðarliður yröi linu-
leiga til Landsimans, sem mundi
tvöfaldast, þvi helmingi fleiri lin-
ur þarf til þess að koma slikri
Hörftur Vilhjálmsson
sendingu áfram. Mundi sá kostn-
aður verða tilfinnanlegastur.
Engar endanlegar ákvaröanir
hafa verið teknar enn, en svo sem
af oröum Harðar má sjá, virðist
ekki fjarri lagi aö ætla að aðstaða
til þess að hefja tvirása útsend-
ingar sé að skapast af sjálfu sér,
og kann þvi að vera skemmra i
þessar endurbætur en menn
kynnu að ætla, þótt þær komi ekki
öllum að jafn miklum notum til að
byrja með.
Grænfriðungar
hyggja á málaferli
• Landhelglsgæslan aíhendir
bátana í lok hvalveiðivertíðar
AM — Erlendar frétta-
stofur skýra frá þvi að
Greenpeace-samtökin
hafi i hyggju að fara í
mál við Landhelgisgæsl-
una innan tiðar vegna
þeirrar meðferðar sem
áhöfn Rainbow Warrior
hefur sætt i siðasta
leiðangri sinum á
islensk hvalveiðimið.
Ekki er kunnugt um
hvaða dómstóla samtök-
in ætla að leita til.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar sagði
Timanum i gær, að bátarnir sem
gæslan lagöi hald á, væru enn vel
geymdir i vörslu hennar og
mundu eigendur þeirra fá þá i
hendur að nýju i lok hvalveiði-
vertiðar. „Ætli einhver að berja
fólk með priki halda menn auð-
vitað fýrir honum prikinu, þar til
hann áttar sig”, sagði Pétur.
Varðskip
aðstoðar
belgískan
togara
nesi. Hafði togvinda
AM— Kl. 21 i fyrrakvöld hans bilað.
bað belgiski togarinn
Belgian Lady um aðstoð
til þess að ná inn vörp-
unni, þar sem hann var
að veiðum i hólfi 30 mfl-
ur vestur af Snæfells-
Þröstur Sigtryggsson skipherr
sagði blaðinu að varöskipið hefl
komið á vettvang um miðnætti
og hefði gangið vel að koma vii
unum um borð i varðskipið, ser
siðan dró vörpuna inn fyri
belgiska skipið. Litil veiði mu
hafa verið á þessu svæði.
Fimm hafa þegar sótt um
sýslumannsembættið í
Mýra-og Borgarfjarðarsýslu
AM — í lok næstu viku
rennur út mnsóknar-
frestur um borgar-
fógeta- og borgar-
dómaraembætti i
Reykjavik, en auk þess
umsóknarfrestur um
stöðu sýslumanns i
Mýra- og Borgar-
fjaiðarsýslu.
Sýslumannsembættið i Mýra-
og Borgarfjaröarsýslum hefur
verið laust til umsóknar frá þvi
er fyrrverandi sýslumanni,
Asgeiri Péturssyni, var veitt
bæjarfógetaembættið i Kópa-
vogi. Hann hafði gegnt sýslu-
mannsembættinu i 18 ár. Aö
sögn Baldurs Möller ráðu-
neytisstjóra i dómsmálaráðu-
neyti, hafa þegar borist fimm
umsóknirum embættið, en hann
taldi vafalaust að fleiri umsókn-
ir mundu berast áður en
fresturinn rennur út hinn 21.
september n.k.