Tíminn - 22.09.1979, Page 3
Laugardagur 22. september 1979
3
„Skotglaðir” verða að
endurnýja leyfi sitt
— fyrir skotvopnum fyrir næstu mánaðamót
Nii um næstu mánabmót rennur
lir frestur til að endurnýja leyfi
fyrir skotvopnum.
Meö lögum nr. 46 13. mai 1977
um skotvopn.sprengiefniogskot-
elda voru settar itarlegri reglur
en áöur giltu um skráningu skot-
vopna og veitingu leyfa fyrir
skotvopnum. Er skotvopnaleyfi
nú aöeíns veitt fyrir ákveönu
skotvopni auökenndu meö
númeri. Meö lögunum voru sett
ákvæöi um endumýjun áöur út-
gefinna skotvopnaleyfa. Er at-
hygli skotvopnaeigenda vakin á
þvi aö leita skotvopnaleyfis fyrir
1. október nk., en aö þeim tima
liönum ber aö skila öllum óskráö-
um skotvopnum til lögreglu.
Umsókn um endurnýjun skot-
vopnaleyfis ásamt sakavottorði
ber aö senda lögreglustjóra i þvi
umdæmi þar sem umsækjandi
hefur lögheimili.
Þann 1. október rennur einnig
útfresturtilaö endurnýja leyfi til
verslunar meö skotvopn og skot-
færi. Umsókn um endurnýjun ber
aö senda dómsmálaráöuneytinu.
Akraborgin hefur nú veriö stopp I viku vegna launadeilna.
Opin slysagildra
GP — Þaö má meö sanni segja aö
allur frágangur þessarar gang-
brautar viö Arnarbakka f Breiö-
holti geri hana aö opinni slysa-
gildru.
Ingi Ú. Magnússon gatnamála-
stjóri i Reykjavlk sagöi I samtali
viö blaöiöaö ástæöa þessa slæma
fráeanes væri sú aö barna heföi
oröið umferöaróhapp. Heföu
kantarnir verið brotnir i óhappinu
og svo illa heföi staöiö á aö ein-
mitt þá var kantsteypuvél
borgarinnar biluö og heföi veriö
þaöum tlma. Sagöi Ingi aö vélin
væri nú komin I lag og heföi flokk-
urinn, sem meö hana vinnur, þaö
á dagskránni aö gera viö
skemmdirnar og þaö fljótt.
Ingi sagöi aö þessar þrengingar
viögangbrautirnar, sem vlöa eru
i Breiöholtinu, séu einungis
bráðabirgöaráöstafanir. T.d.
væri hugmyndin aö Arnarbakk-
inn veröi eingöngu notaöur af
strætisvögnum en allri annarri
bllaumferö sem um hann fer veitt
aörar leiöir.
TimamyndGE
GP — A fundi rikisstjórnarinnar 1
fyrradag var tekiö fyrir bréf frá
Vinnuveitendasambandinu, þar
sem þess er fariö á leit aö hún
beiti áhrifum sinum i þá átt aö sumar, veröi kailaöur aftur
geröardómur, sem ákvaö laun saman og hann ákveöi laun
farmanna i farmannadeilunni i Framhald á bls. 15
Gerðardómur í
Akraborgardeilunni?
Samtök herstöðvaandstæðinga:
Mótmælafundur á
Keflavíkurflugvelli
og ganga frá Hval-
eyrarholti í bæinn
AM — ,,Viö ætlum aö mótmæla
þvi harðlega aö Varnarliöiö geti
boöiö hingaö fastaflota NATO,
þegar þvl sýnist, og ætlum þess
vegna aö efna tQ fjöldafundar
framan viö flugstööina á Kefla-
vikurflugvelli, fimmtudaginn 27.
september og ganga frá Hval-
eyrarholti viö Hafnarfjörö til
Reykjavikur, lagugardaginn 29.
september,” sagöi Asmundur
Amundason, formaöur Samtaka
herstöövarandstæöinga, þegar
Timinn ræddi viö hann i gær.
Ásmundur sagöi aö hugmyndin
meö fundinum á Keflavlkurflug-
velli væri einnig aö sýna fram á
aö íslensk lög giltu á Miðnesheiöi,
ekki siöur en annars staöar i
landinu, enda giltu þar bæöi is-
lensk umferöalög og þar væri is-
lensk lögregla. Var lögregluyfir-
völdum send tilkynning um þessi
áform I gær. Asmundur sagöist
telja þaö sérstaklega viðeigandi
aö efna til aögeröa innan flug-
vallargiröingarinnar aö þessu
sinni, vegna heimsóknarínnar og
þess hvernig aö henni var staöiö.
Framhald á bls. 15
Iðnþróunaráætlun
fyrir Reykjavík
Kás — A slöasta fundi
borgarstjórnar var samþykkt aö
hefja undirbúning aö gerö iön-
þróunaráætlunar fyrir Reykja-
vík, og skal leita samstarfs viö
opinbera aöila þar um eftír þvi
sem þörf krefur og ástæöa er til.
Var atvinnumálanefnd borgar-
innar faliö aö skoöa máliö, og
hafa forgöngu um framgang þess.
í greinargerö meö tillögunni
segir aö á undanförnum árum
hafi færst mjög i vöxtaö efnthafi
verið til geröar iðnþróunaráætl-
ana fyrir ýmis byggöarlög og
landshluta hérlaidis. Hefur sllk
áætlunargerö veriö aö mestu I
höndum Framkvæmdastofnunar
rikisins. Meö henni hefur veriö
stefnt aö þvi aö leggja framtiöar-
grundvöll aö iönþróun I sveitar-
félögum og landshlutum, sem
ýmist hafa viljað efla atvinnullf
sitt eöa gera það fjölbreyttara.
Þetta sýnir þá viðleitni og þá
þróun, sem I uppsiglingu er utan
Reykjavlkur. A meöan hafðist
borgarstjórn Reykjavlkur ekkert
aö. Viö svo búið megi ekki láta
standa. Sitji borgin öllu lengur
hjá, megi búast viö þvi, aö
vaxtarbroddur iönþróunar I land-
inu veröi I stööugt vaxandi mæli
annars staðar, einkum þar sem
iönþróunaráætlanir til langs tlma
mynda grundvöll framfara og
framgangs á þessu sviöi.
Lán til nýbygginga bækki árlega
um 5% uns 80% kostnaðar er náð
AM — 1 frumvarpi sem vænta
má aö lagt veröi fyrir Alþingi á
fyrstu dögum þess I haust er
gert ráö fyrir aö aimenn lán til
nýbygginga fari stighækkandi,
á næstu tiu árum eöa sem nem-
ur 5% á ári, uns þau hafa náö
80% af brúttóbyggingarkostn-
aði. Timinn spuröi Þráin
Vaidimarsson i stjórn Hús-
næöismálastofnunar rikisins
eftir aödraganda þessa máls.
Þráinn sagöi aö Gunnar Thor-
oddsen heföi skipaö nefnd á sln-
um tima til þess aö endurskoða
löggjöf um verkamannabústaöi.
Lagöi meiri hluti nefndarinnar
til aö málefni verkamannabú-
staöa heyröu undir Húsnæöis-
máiar‘Jórnina sjálfa, en minni-
hlut inn vildi aö þeim yröi faigin
sérstök stjórn.
Helstu atriöin i þeim frum-
varpsdrögum sem byggö voru á
tillögum nefndarinnar voru þau
aö lánin skyldu hækka úr þvi aö
veröa 80% af byggingarkostnaöi
I 90%.
Lánakjör skyldu vera þannig
aö um yröi aö ræða sem næst
100% verðtryggingu, en engir
vextir, eöa 2% vextir og þá ekki
fullkomlega 100% verötrygging.
Skyldu afborganir ekki veröa
meira en 20% af dagvinnutekj-
um þriggja lægst launuðu hóp-
anna i landinu. Sýnt þótti aö
þetta hlutfall kynni aö þurfa aö
veröa hærrafyrstu árin, en gert
ráö fyrir aö færi upphæöin yfir
20%, mætti fresta greiöslu um-
framhlutans, uns afborgunar-
upphæöir minnkuöu. Skyldu
þessi lán greiðast upp á 33 ár-
um.
Þráinn sagöi aö núverandi
félagsmálaráöherra, Magnús
Magnússon heföi slöar skipaö
fjölmennan starfehóp, til þess
aö gera úttekt á og vinna aö
endurbótum á húsnæðislöggjöf-
inni og heföi hann skilaö miklu
efni um þessi mál, auk annarra
minni hópa, sem rannsökuöu
t.d. leigjendamál.
Viö báöum Þráinn aö segja
okkur af niöurstööum þessa
starfs, en hann starfaði i sumar
i nefnd sem fjallaöi um þessi
mál.
Hann sagöi að þær tillögur,
sem I hinu nýja frumvarpi fæl-
ust varöandi verkamannabú-
staöi væru i stórum dráttum
svipaðar og niöurstaöan varö I
þeirri nefnd sem Gunnar Thor-
oddsen skipaöi vegna þeirra.
Taldi hann aö byggingarsjóöur
verkamanna mundi eiga erfitt
meö aö standa undir þvi aö
menn borguöu ekki meira en
20% af dagvinnutekjum og yröi
þvi atriöi eitthvaö breytt. Þætti
einnig varla mögulegt og ef til
vill ekki skynsamlegt aö miöa
við dagvinnutekjur, þar sem
þær væru svo geysilega marg-
breytilegar, eins og menn vissu.
Enn er rætt um aö byggja upp
hinn almenna byggingarsjóö
rikisins og hiö almenna lána-
kerfi þannig aö séulánin 30% af
byggingarkostnaöi nú, munu
þau á næsta ári veröa 35% og
þannig hækka áfram um 5% ár-
lega, uns þau hafa náö 80% af
byggingarkostnaði.
Pá er rætt um aö óeðlilegt sé
aösamalánséfyrirallar Ibúöir,
hvort sem þær eru smáar eða
stórar. Heföi veriö rætt um aö
þetta kerfiheföi áhrif á aö halda
fólki viö skaplega ibúðarstærö.
Ekki þarf þetta þó aö vera full-
komlega réttlátt, til dæmis ef
fátækar en barnmargar fjöl-
skyldur eiga i hlut. Er ráögert
aö finna eðlilega stærö fyrir
fjölskyldur og eölilegt verö jafn-
framt og lána fyrrgreinda pró-
sentu af þvi.
Gert er ráö fyrir aö almennu
lánin veröi til 21 árs meö 3.5%
vöxtum og fullri verötryggingu.
Þráinn sagöi aö varla heföi
fyrr veriö lögö jafn mikil vinna i
aðrannsaka þessi mál og marg-
ir lagt þar hönd aö. En þar sem
vitaö væri aö frumvarpiö yröi
lagt fram nú á fyrstu dögum
þingsins, taldi hann ekki rétt aö
tiunda fleiri atriöi þess aö sinni.