Tíminn - 27.11.1979, Page 8
8
Þriöjudagur 27. nóvember 1979
BOKAFREGNIR:
Steingrímssaga Steinþórssonar
tlt er komin islensk stórsaga,
sjálfsævisaga Steingrims Stein-
þórssonar, forsætisráöherra, og
nefna Utgefendur bókarinnar,
Bókaútgáfan örn og örlygur,
bókina STEINGRIMS SOGÚ.
Steingrimur Steinþórsson var
einn af oddvitum og skörungum
islenskra stjórnmála um miöbik
þessarar aldar, og iót þar aö sér
kveöa i fulla þrjá áratugi frá 1930
til 1960. Hann var bóndasonur af
kjarnaættum Ur Mývatnssveit,
ólst þar upp á kotbýli og ætlaöi aö
veröa þar bóndi sjálfur eftir
búnaöarnám á Hvanneyri. En
ráörikatvik breyttu þviogbeindu
för hans á Landbúnaöarháskól-
ann i Kaupmannahöfn. Eftir
heimkomuna geröist hann fyrst
kennari á Hvanneyri, en siðan
bdndi og skólastjóri á Hólum i
Hjaltadal, forystumaður i félags-
málum héraösins, alþingismaöur
Skagfiröinga i 26 ár, búnaöar-
málastjóri og loks forsætisráð-
herra og landbúnaðarráðherra.
Hann lést 14. nóvember 1966.
Steingrimur skráöi lengst af
vandaöar dagbækur, og hóf aö
rita sjálfsævisögu sina eftir dag-
bókunum og traustu minni þegar
á miöjum aldri og hélt þvi áfram
meö hléum fram aö sjötugu. Þá
hafði hann aö fullu ritaö rúmlega
helming sögunnar, og einnig drög
og tekiö saman mikiö safn
heimilda aö siöari hlutanum, en
honum entist ekki heilsa til aö
ganga frá handriti að siöustu
þáttunum.
Steingrims saga er mjög sér-
stæö fyrir margra hluta sakir.
Nefna má aö meginkaflarnir voru
ritaöar skömmu eftir timabil sin,
og eru þvi mjög ferskir og ná-
tengdir vettvangi, mönnum og
málefnum. Ritun fyrta þriðjungs
þessa fyrra bindis lauk höfundur
1943, annars hluta 1944 og hins
þriöja 1953.
Annaö sérkenni sögunnar er
óvenjulega nærfærnar, opinskáar
og tæpitungulausar mannlýs-
ingar á miklum fjölda samferöa-
fólks, jafnt Ur hópi alþýöu sem
fyrirmanna. Enginn islensk ævi-
saga kemst til jafns viö Stein-
grims sögu aö þessu leyti.
Þriðja einkenniö er hispurs-
leysi og óhlifni höfundar viö
sjálfan sig, og opinská hreinskilni
um lif sitt og störf. Ymsum kann
aö viröast, aö hann sé helsti dóm-
skár i mannlýsingum og oröskár i
frásögn af mönnum og mál-
efnum, en þar er ekki farið i
manngreinarálit, og sjálfum sér
hlffir hann ekki.
Steingrims saga er i 19 megin-
köflum sem aftur skiptast i 384
undirkafla. Þá erog formáli sem
Andrés Kristjánsson og Orlygur
Hálfdánarson rita, en þeir bjuggu
bókina til prentunar. Lesmáls-
siöur Steingrims sögu eru 280 og
myndasiður 48 og geyma 182
myndir, flestar af samtiðar-
mönnum Steingrims AIls er þvi
bókin 328 blaðsiður.
Steingrims saga er filmusett,
umbrotin og prentuö I prentstofu
G. Benediktssonar og bundin i
Arnarfelli hf. Kápugerö annaöist
Sigurþór Jakobsson.
STONGRLMS
SAGA
Sföustu 26 bindin I höndum Arna
Bjarnarsonar. Mynd Róbert.
FRl — Síöustu 26 bindin af
Almanaki Ólafs S. Thorgeirs-
sonar hafa nú veriö endurprent-
uö hjá Bókaversluninni Eddu á
Akureyri og sá Árni Bjarnarson
um útgáfuna.
Arni hóf verkiö fyrir tæplega 2
árum, en alls eru þetta 60 bindi
og ná yfir árin 1895 til 1954.
Margvislegur fróðleikur er i
Almanakinu um lif og störf
þeirra íslendinga sem námu
land vestanhafs, i Kanada og
Bandarikjunum. Má i þvi sam-
bandi nefna stóran hluta úr
landnámssögu þeirra mörg þús-
und tslendinga sem fluttu vest-
ur. Nemur sá þáttur um 2336
bls. en bindin i heild eru um 9000
bls.
Auk þess birtir Almanakið
dánarskrá vesturfara á hverju
ári og er nokkuö sagt frá upp-
runa fólksins, nánustu ætt-
mönnum, hvenær og hvaðan þaö
flutti af islandi o.s.frv.
Einnig má nefna, aö i
Almanakinu eru um 500 mynd-
ir. Nýir kaupendur
Almanaksins fá aö greiöa þaö
meö mánaöarlegum afborgun-
Síðustu 26. bindin af
Almauaki Olafs S. Thor-
geirssonar komin út
Aðalkosni ngaskrif stofa
Framsóknarflokksins í
Rejkjavík
Ranðarárstíg 18, sími 21480
Allar almennar upplýsingar eru veittar f
sima 24480. Stuðningsmenn látið skrá ykkur
til sjálfboðastarfa. — Framlög i kosninga-
sjóðinn eru þegin með þökkum, skrifstofan
er opin frá 8 til 22.
SIMAR EFTIRTALINNA KJORSVÆÐA ERU:
Alftamýrarskbli 18379
Arbæjarskóli 18679
Austurbæjarskóli 19197
Breiðagerðisskóli 18410
Breiðholtsskóli 19168
Fellaskóli 19425
Langholtsskóli 19053
Laugarnesskóli 18675
Melaskóli 18912
Mióbæjarskóli 19583
Sjómannaskóli 19092
olduselsskóli 19356
B-LISTl.W í ItEVKJUÍk
Óskilahross í Gaul-
verjabæjarhreppi
1. Veturgömul hryssa. Moldótt, ómörkuð.
Rák og stjarna á nefi.
2. Brúnstjörnóttur hestur, 3-4 vetra,
marklaus.
3. Móbrún hryssa, sokkótt, l-2ja vetra,
ómörkuð.
Hreppstjórinn.
um ef þeir óska eftir. Allir 60 ár-
gangarnir kosta aðeins 95.000
kr. og gildir verö og tilboö til 31.
des. nk.
Richard Perkins:
Flóainanna saga,
Gaulverjabær and
Haukur Erlendsson
Þetta er 36. ritiö i bókaflokknum
Studia Islandica og höfundur
Richard Perkins háskólakenn-
ari I Lundúnum sem fjallar um
tilurð Flóamanna sögu Eru
skýringartilgátur höfundar i þvi
sambandi tvær. Hin fyrri er sú,
að frumrit sögunnar hafi verið
skrifað fyrir Hauk Erlendsson
lögmann i' Gaulverjabæ (d.
1334), en textagerð hennar sem
staðiö hafi fremst i Vatnshorns-
bdk (Vatnshyrnu) fýrir Jón
Hákonarson bónda i Viöidals-
tungu (f. 1350). Hin siöari er
hins vegar að Jón Halldórsson
biskup i Skálholti (d. 1339) hafi
haft hönd i bagga viö ritun sög-
unnar, en hún þarfekki endilega
að koma i' veg fyrir þá skýring-
artilgátu aö sagan hafi verið rit-
uð fyrir Jón Erlendsson i Gaul-
verjabæ.
Rit þetta er á ensku, 97 blað-
siöur að stærð, prentaö i Leiftri.
Efniságrip fylgir á islensku,
þýtt af Sverri Tómassyni.
Ritstjóri Studia Islandica er
Sveinn Skorri Höskuldsson
prófessor.
Bókaútgáfa Menningarsjóös
srtou r
RfflfAHO PLIiKINS
FI.O\MA.VNA SAGA.
GVLLVERJABF.lt
AND IIAUKR ERLENDSSOA
Bjarni Guönason:
Fyrsta sagan
Þetta er 37. ritið i bókaflokknum
Studia Islandica. Fjallar höf-
undur, Bjarni ' Guönason
prófessor, um Hryggjarstykki,
bókfrá 12. öld sem samin var af
Eiriki nokkrum Oddssyni.
Margt er á huldu um þessa bók
sem hefur varðveist i safnritum
norskra konungasagna, m.a.
Heimskringlu. Söguhetjan er
Sigurðurslembir sem barðist til
rikis i Noregi og var af lifi tek-
inn 1139 á hroðalegán hátt.
Höfundur telur Hryggjar-
stykki vera fyrstu frumsömdu
söguna á islenska tungu, og leit-
ast hann við að sýna fram á að
fyrsta sagan sé samin um miðja
12. öldog söguritun hafi þvi haf-
ist tveimur áratugum fyrr en
álitið hefur verið. Jafnframt
telur höfundur aö fyrsta sagan
sé mikilvægur tengiliöur milli
erlendrar og innlendrar menn-
ingar þar sem fyrirmynd sög-
unnar hafi öörum þræöi verið
erlendar pislarsögur. Þannig
fær upphaf islenskrar sögurit-
unar eðlilega skýringu.
Fyrsta sagan skiptist i þrjá
meginkafla sem bera fyrirsagn-
irnar Viöfangsefnið, Hryggjar-
stykki og Afangar i bókmennta-
sögu 12.aldar. Aftaster útdrátt-
ur bókarinnar á ensku.
Fvrsta saganer 175 blaðsiður
að stærö, prentuð i Leiftri. Rit-
stjóri Studia Islandicaer Sveinn
Skorri Höskuldsson prófessor.
Bókaútgáfa Menningarsjóös
B-listann vantar ýmsar gerðir bifreiða
á kjördag 2. og 3. desember.
Vinsamlegast látið skrá ykkur
í síma 24480 (Rauðarárstíg 18).