Ísafold - 10.08.1875, Side 1

Ísafold - 10.08.1875, Side 1
|Kemurút2—3ámánuði. Kostar þrjár krónur uml , f iSkrifstofa Isafoldar erí húsinu nr. 1 á Hlíðarhúsalandi) 11. 15. (árið (32 blöð), stök nr. 20 aura. Ársverðið greiðist í> lO.tt g'USt. j(Doktorshúsi). Auglýsingar eru teknar í blaðiðj * (kauptíð. eða fiá iiálft á sumarmálum. hálft áliaustlestum.) (fynr 10 aura smáleturslínan eða jafnmikið rúm. ) O! sú dásamlega póstafgreiðsla! J»að er inerkilegl, að blöðin, sem eru sno óspör á pakkará- vörputh, skulu aldrei þakka póststjórninni íslenzku fyrir neitt af inum mörgu afreks og snildar-verkum hennar; það er þó sann- arlegt vanþakklæti. — Það er tilgangur þessara lina, að halda þó á loft til verðugs lofs og dýrðar, frægðar og frama að minnsta kosti einu eða jafnvel tveimur af þessmn snilldar-verk- um póstsljórnarinnar. — lír því að hið opinbera lætursjer ekki við koma að gjalda sltkt makiegum iðgjöldum, þá má þó ekki miuna vera, en að almenningur fái færi á að færa þökk fyrir dásemdarverkin á sfna vísu. í fyrra sendi bókmennta-fjelags deildin í llöfn bókapakka upp til íslands í gegnum póstinn, og átti sendingin að fara austur í sýslur. Bækurnar koroa eigi til skila, mennirnir kvarta, deildin skilur ekkert í, hversu á þessu staudi, og allt stendur í vitleysu, þar til í sumar, að forseti þeirrar deildar kemur út hingað á þing, og honum verður reikað á póststofuna hjer; þá Onnur hann þar sendingar-aumingjann, sem þá var víst orð- in ferðafær fyrir þreytu, þvf hún hafði hvflzt þar í eitt ár til að hafa úr sjer sjóruggið. Nú með þvf póstmeistarinn hefir alls ckki sett upp neina húsaleigu fyrir að hýsa sendinguna all- an þann tíma, þá vona jeg að allir vinir bókmennta og bók- memitafjelagsins in specie sje mjer samdóma um, að verðugt sje að halda á lopt þessu veglyndi póstmeistarans og þessari aðhlynning hans að bókmenntunum. Lengi lifi póstmeintarinn l (Lesandinn hrópi 9-fallt «húrra»!). í annan stað er til máls að taka, að send voru brjef o. s. frv., sem lög gera ráð fyrir, úrMúlasýslum um krossmessu f vor, þau er skyldi fara til Reykjavikur og til útlanda. Komust þau klakklaust norður að Akureyri. Póstmeistarinn þar er vlst góðmenni og hefur þótzt vita, að í þeim brjefum væri «fjöld feiknstafa", hryðjusögur umösku-fall, eldgang og öll þau ósköp, er náttúran hefir látið dynja yfir vesalings Austurland; hefir hann hngsað sem svo, að frestur væri á illu bestur, og að vinir og vandamenn Múlasýsltimanna mundu fullsnemma fá að heyra hörmungarsögu þeirra; kann ske lika, að ef brjefin drægjust hálft missiri, þá gætu menn Irjett allt í einu, hörmungarnar og hilt, að þeim væri af Ijett. Hann stingur brjefunum niður aptur, sendir þau til baka austur í Múlasýslur með pósti, svo þau komu fyrst til Reykjavíkur f júlí-lok ásamt brjefum frá næstu ferð á eptir. Jeg vona að aðrir, sem hafa átt hlut í máli, eins og jeg, sje mjer samdóma um, að slíkt sje meir en meðal- nærgætni við tilfinningar náunga sinna. Að allar embættis- skýrslur og brjef sælti sömu forlögum var og vel til fallið og nauðsynlegt, því hvorttveggja er það, að víst í sumum þeirra hefði frjettirnar getað borizt, t. d. þeim, er beinlínis snerta öskufnllið; svo er líka víst mála sannast, að embættismenn í Reykjavík hafi nóg að amstrast í, þegar póstar og póstskip er á ferðum, svo það verða víst allir að játa, að þar hafi lýst sjer hin sama mannúð hjá póslafgreiðslumanninum, að gefa þeim einu sinni hvíld eina ferð yfir. Lengi lifi póstafgreiðslumaðurinn á Akureyril (Lesandinn hrópi 21-fallt «húrra»l). Amtanvjeri. IJtlendar írjettir. 6. Frá Vesturheimi. (Niðurlag). 19. dagur aprilmán. var haldinn hátíðlegur víða í austur- ríkjunúm til minningar um fyrstu orrustu, er háð var þennan dag fyrir hundrað árum (1775) allra fyrst í frelsisstyrjöld Banda- manna gegn stjórnarher Breta. Stóð orrustan, sem mörgum mun kunnugt, við Lexington, lítinn bæ austan til f rikinu Massachusetts (massetsjúsettsl í námunda við Boston, og fengu Bandamenn þar sigur. Eitlhvað um 8 þúsundir aðkomandi manna söfnuðust nú þennan dag sainan í Lexington og hjeldu þar dýrðlega fagnaðarsamkomu. Mörg mestu stórmenni lands- 113 ins tóku þar þátt í, t. a. m. Grant forseti og grúi af þing- mönnum og stjórnfræðingum. Á enn fleiri stöðum voru og hátíðir haldnar eystra til minningar um hið sama. Má þetta telja sem fyrsta undanfara hundraðáraþjóðhátíðarinnar miklu, sem halda á að ári; þykir sem margs ágæts sje að minnast frá þvf fvrst, er frelsisstyrjöld Bandamanna hófst, til þess er sjálfstæði þeirra var viðurkennt; munu því fleiri en ein og fleiri en tvær þjóðhátíðir haldnar hjer í landi þangað til að ári; hugsa sumir það muni draga úr aðalhátiðinni að ári, en það er óvfst. Víða hafa enn komizt upp ýms póstsvik hjer f landinu á siðustu tímum. Póstþjónar hafa sumstaðar sjeð sitl óvænna, er farið var að hreifa þeim málum, og stokkið frá embættum sínum í skyndi; sumir hafa verið settii fastir, og allt gjört lil að búa sem bezt um hnútana framvegis. í*að eru ekki ein- stakir menn, sem fyrir póstsvikum þessum hafa orðið, heldur ríkissjóðurinn. Þótt hvorki hafi hitar nje rigningar verið hjer í vor með meira móti, hafa þó nm langan tíma verið mestu vatnavextir á á sumum stöðum. Mestnin tfðindum þykir vatnsvöxturinn f ánni Missouri sæta, sem reyndar er alvenjulegur á vorin, en kvað nú hafa verið með mesta móti. Stór-fljót þetta, sem er hin lengri af hinum 2 aðalkvíslum Mississippf, sprettur upp í þeim hluta Klettafjalla (Rocky Mountains), er gengur um norður-Wyoming og Montana, í fjölda kvísla *, rennur síðan suðnr og austur um Dakóta, á landamærum Nebraska og lowa (æove), meðfram norðaustnr horni Kansas-rfkis og auslan um Missouri-riki, þar til það fellur I sjálfa Mississippi skammt fyrir norðan St. Louis. Vatnsmegnið í á þessari v?r svo mikið, að hún flóði um víðlend svæði beggja megin hennar og ýmist braut upp stór akurlönd eða bar í þau svo mikla forarleðju, að tóm eyðimörk er eptir. Þetta hefir einkum átt sjer stað í Kansas og Nebraska. I bæ þeim, er Sioux (sjú) nefnist, vest- ast f lowa, braut áin upp kirkjugarð einn og skolaði likunum viðsvegar, og vlða gjöríust önnur stórspell. Jeg get ekki leitt hjá mjer að minnast með fám orðum á nýlendumál íslendinga hjer vestra. Flestir eiga landar vorir heima í og umhverfis Kinmount í vestra-Kanada (Onlario), einn- ig nokkrir í borginni Toronto, flest ungar og ógiptar stúlkur. Ilvort það fólk ætlar sjer að halda þar kyrru fyrir framvegis er mjer eigi fullkunnugt; hygg jeg að þvf liði allvel siðan í haust, þá er æðimargir, helzt börn og unglingar, hrundu nið- ur, og hefir mjer verið ritað þaðan af áreiðanlegum íslendingi, að manndauða þessum muni illhýsi og annar aðbúnaðarskortur hafa valdið. Hjer vestra settust nokkrir i haust að í Shawano- sveit í norður-Wisconsin, og llður vfst þolanlega. Af Alaska- máU Jóm Ólafssonar er það að segja, að hann sat frá jólum í Washington og til þingloka í þvf skyni, að reyna að útvega (slendingum ókeypis flutning til Alaska. En málið situr enn við sama og áður. Það komst aldrei að á þinginu, auk held- ur meira. Þar af leiðir, að ekkert \it er fyrir nokkurn mann að hugsa til Alaskaflutnings á þessu ári. Enginn skyldi held- ur treysta því, að ókeypis flutningar verði heldur veittir, og leggja á stað í þeirri \on. Eptir því sem þeir Ólafur Olafs- son og Páll Björnsson, sem verið hafa á Alaska siðan í haust, rita, munu þeir koma aptur þaðan jafnskjótt í sumar og þeir fá skipsferð til San Francisco, og þetta hygg eg verða enda- lok þess máls. Alaskabæklingur Jóns Ólafssonar mun verða sýnilega nálægur á íslandi, svo um hann þarf ekki að tala. Eg skal geta þess, að þeim Ólafi og Páli hefir eigi verið unnt að koma brjefum hingað austur, frá því f október og til þess f þessuin mán. (maí). Sýnir það hve fjörlegar eru póstgöngur eða samgöngur milli Alaska og mannheima. Enginn af lönd- um hjer vestra hugsar nú til að flytja pangað, f hinn mikla fjarska. Mjer sjálfum Ifzt nú í engu betur á þetta mál, efþví skyldi enn framhaldið \erða, heldur en í haust, þá er eg með fám orðum minntist á það í brjefi til Þjóðólfs. Pess má geta, að mjög herfilega er látið af rjettarfarsástandi f því landi, svo að bæði sje eignum manna og lífi hætta búin. Má um það lesa nóg f blöðunum. Að hve miklu leyti þær lýsingar eru sannar, ábvrgist eg ekki, en eigi eru þær fjarri likindum. 1) Lengst þeirra er talin Yellowstone-áin, er hefir upptök í norSur- horni Wyomings. þar í nánd við upptök árinnar or undraland mikið, með öllu óþekkt þar til fyrir 4 árum eða svo. J>á fundust þar vellandi vatnshverir margir og miklir, sem enn meira er kitið af en bræðrum þeirra á voru landi, og þar rennur áin langa Ieið í gljúfri geyeistórkoit- legu með 2 feiknaháum fossum, sem kváðu einstakir í sinni röð 114

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.