Ísafold - 17.03.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.03.1876, Blaðsíða 1
3 ð a f o 1 &? III 5* Föstudaginn 11. marzmánaðar. 1*7<1, Eptirmæli ársins 1875. ni. Af landsstjór'n er fált til frásagnar árið sem leið. IIið nýja löggjafarþing reið í garð, að vísu í ótrauðum og fjör- iniklum alorkuhug, en engin stórvirki liggja eplir það þennan fyrsta fund, sem ekki er heldur von, þar sem það átti svo viða óruddar merkur yfir að sækja, en samvinnu þess markaður mjög ^stuttur tfmi. Af þessum órstutta tima eyddist líka helzt til mikið í hið ólán- lega kláðamál; sá tími varð Iijer um bil átaxtarlaus, eplir því sem aður er á vikið. Að vöxtunum til fjekk þingið þó furðumiklu aflokið ; það lagði mjög kapp á að gefa sem flestum tillögum og ósk- um þjóðarinnar einhvern ganm; en þær voru margar, þvi lengi hafði slikt ver- ið látið safnazt fyrir, eins og kunnugt er. Nú þólt slik mikilvirkni sje síður en eigi lastandi, er þó einsætt, að meir ber að lita á hitt, hvert svo alorkusam- lega hafi verið snúizt við þeim málun- um, sem framfarir lands og lýðs eru mest undir komnar, að vel megi við una. Vm það munu dómar manna eigi á einn veg, og sumir næsta óbilgjarn- ir. Engum getur þó dulizt, að þetta þing kom þó af stað þeim málum, er vjer teljum framfarir vorar einkan- lega bundnar við, en sem áður hafði varla verið iofað að bæra a sjer; þaö eru menntunar- eða skólamál vor, og samgöngumálið. það veilti fje til uð koma á stofn hinum fyrsla gagnfræðis- skóla hjer á landi (á Möðruvöllum í llðrgárdal) og kom þvi til leiðar, að stjórnin skipaði nefnd til að íhuga skóla- mál vor yfir höfuð að tala og búa þau undir næsta þing. Með vcgalögunum og ályktuninni til að koma á gufuskips- ferðum umhverfis landið má kalla við- unanlega byrjað á samgöngumálinu. Yegalögin leggja helztu fjallvegi lands- ins undir allsherjarstjórn þess, og mæla svo fyrir, aö kostnað til þeirra skuli greiða úr landssjóði. Með fjðlgun lækna og yfirsetukvenna bætti þingið úr mikl- um skorti, sem lengi hafði verið kvart- að undan. Launalögin voru og þarf- leg að því leyti, sem engin regluleg lög >oru áður til um laun emb*ttismanna úr landssjóði, en misjafnlega hefur mælzt fyrir launabót þeirri handa hin- um æðri embætlismönnum, sem ný- mælum þessum var látin verða samfara. Stjórnarbaráttan við Dani lá að miklu leyti niðri árið sem leið, og ljet þingið sjer nægja að halda í horfinu; til frekari aðgjörða var timinn of stutl- ur, með því lika mörgum þóiti eem málstað vorum mundi engu miður borg- ið, efvjerljetum reynslunastyrkja hann: sýna, að vjer höfum gild rök við að slyðjast, þar sem vjer leljum sljórnar- bót þá, er vjer höfum fengið, mjög svo . ónóga oss. þingið minntist að eins með fám orðum á hin fornu skulda- skipti vor við Dani, og itrekaði þá sjálf- sögðu kröfu frá vorri hálfu, að sett verði nefnd manna, jafnskipuð Dönum og Íslendingum, til að rannsaka reikn- ingaviðskipti hinnar dönsku stjórnar við oss. Hið ólientuga fyrirkomulag á stöðu ráðgjafa vors var annað umtalsefni þingsins hjer að lútandi, enda veilti þetta fyrsta þing eptir stjórnarbótina næga reynslu fyrir þvi, að það fyrir- komulag má eigi án vera bráðra bóta. Hefði að likindum mátt að miklu leyti komazt hjá hinu óþægilega og vafnings- sama kláðaþrasi á þinginu, efþarhefði verið til andsvara maður, sem gat talað afdrátlarlaust í stjórnarinnar nafni, og með fullri ábyrgð fyrir þinginu. Jafnvel þótt íslandsráðgjafinn sje I einni og sömu persónu og einn af dönsku ráðgjöfunum, verður að geta þess hjer meðal íslenzkra frjetta árið sem leið, að n>'r maður komst,, í þessa tign, um það leyti sem árið var hálfnað, í stað Kleins, stjórnarskrár-«föðurins». Hinn nýji ráðgjafi heitir Nellemann, pró- fessor ( lögum við háskólann i Kaup- mannahöfn og landsþingismaður, að vísu valinkunnurmaður og einhverorð- lagðasti vísindamaður í sinni fræðigrein á Norðurlöndum, en fjarstæður hefir hann verið talinn flokki framfaramanna í Danmörku. Oss íslendingum er hann lítl reyndur enn, enda er líkara, að ráðgjafar vorir vcrði s^int, svo lang- gæðir í tigninni, ef þeir eiga að verða áfaslir dönsku ráðgjöfunum, að tími verði til að reyna þá. — í stjórnardeilu vorri við hina dönsku stjórn hafa danskir blaðamenn sumir lengi haft það lag, til að gjöra vorn málítað sem ískyggilegastao, að eigna þras þetta þjóðlegri óvild vorri við 17 bræður vora, hina dönsku þegna kon- ungs vors, er einstakir menn hafi kveykt og alið með vjelum og klækjum, og er eigi trútt um, að nokkrir vor á meðal hafi orðið til að ganga f lið með þeitn, sjálfsagt óviljandi, með því að slengja saman stjórnmálaviðureigninni og við- skiptum beggja þjóðanna að öðru leyti. Af þeim toga er það spunnið, að koma konnngs hingað i hitt eð fyrra átti að eyða allt i einu öllu stjórnmálaþrasinu, átti að mýkja svo skap vort og blíðka, að vjer gleymdum sökum vorum á hend- ur sljórninni í Danmörku. A sama hátt litu þessir menn á þjóðhátíðargjöf Kaupmannahafnarbúa, líkneski Thor- valdsens, sem var afhjúpað hjer í höf- uðstaðnum á afmælisdag hans 19. oóv. f. á., og sömuleiðis á samskotagjafir konungs vors og annara Dana, handa öskiisveitafólkinu í Múlasýslum; gætandi eigi þess, að slík hjálpsemi við bág- stadda menn á ekkert skylt við stjórn- arviðskipti, enda láta bæði Danir og aðrir hana koma engu siður niður á þjóðum, sem standa þeim mjög fjarri, bæði að kyni og stjórntengdum. Sams- konar hjálpsemi og vinahót höfum vjer fslendingar og leitast við að sýna ein- mitt Dönum, eptir vorum veika mætti, þegar þeir hafa orðið fyrir einhverju óláni, og það þólt vjer ættum i megn- asta þjarki við þá, út úr fornum og nýjum skuldaskiptum og stjórnarmálum vorum, og hðfum hvorki búizt við nje ætlazl til, að slíkt hefði nein veruleg áhrif á þá viðureign.- Að ætlast til að vina- hótin eða bræðralagið komi fram í þvf, að sleppa rjetti sínum og gjöra sig að undirlægju, nær engri ált; bræðralagtð getur þvi að eins orðið fullkomið, að því fylgi algjörlegt jafnrjetti. — Vjer megum eigi Ijúka svo þess- um eptirmælum, að vjer látum þess ó- getið, að land vort átti árið sem leið að sjá á bak nokkrum meðal nafnkennd- uslu merkismanna vorra. það vorn þeir Jón Guðmundsson, málatlutningsmaður og rilstjóri þjóöólfs, Pjetur Haystein, amtmaður, og Jósef Skaptason hjeraðs- læknir. Máttu þeir allir heita mikil- menni, eptir því sem hjer er að skipta, en voru hnignir að aldri og fjöri,. er þeir (jellu frá. Jón Guðmundsson stóð lengst æfi sinnar sem hetja í brjósti fylkingar undir þjóðmerkjum vorum, og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.