Ísafold - 19.12.1876, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.12.1876, Blaðsíða 1
9 3 ð a f o I fc. III 29. Priðjudaginn 19. desembermánaðar. 1976. Á ‘löng'ii Iíitii», skemmtistig fyrir utan Kaupm.höfn, fram me8 Eyrarsuudi. Ilolgur sunna, særinn dynur svalan óð við íjöruslein; næðir bilur norðanvindur, nakin stynur skógargrein; einn eg sit við sævarströndu, sviptum blöðum undir lund, þrái ættjörð, stúrinn, stúrinn stari fram á Eyrarsund. Heyrðu, bára ljúf, er laugar Iftinn stein að fótum mjer, hvaðan komstu langar leiðir lagar, til að deyja hjer? Ertu fædd við foldu ísa, Fróni munardýru hjá? Berðu máske mjúka kveðju mínum kæru heima frá? Sje eg brosa bláu fjöllin beint á mót, á Svía grund, þau eru há og hrein og fögur, horfa tigin fram á sund; þó er eitthvað — eitthvað vantar, augu mín því hjúpa tár: það er ekki Esjan bláa, ekki Snæfellstindur hár. Nú er heima haust og kuldi, heiðló flúin burtu er, og þó finnst mjer ísland aldrei eiga haust í brjósti mjer, þar sem býr minn beztur faðir, bræður góðir, vinafjöld, þar sem felur milda móður moldin þögul, stirð og köid. Sunna’ er hnigin, særinn þagnar, sofnar hann við unnarstein ; vindur blundar báru’ að faðmi, blaðlaus hnípir skógargreio. Dimman hylur fjöllin fjarri, felur bráðum sæ og grund. frái’ eg ættjörð, stúrinn, stúrinn stari fram á Eyrarsund. G. P. Skattamálið. Isafold varð svo heppin að geta frætt lesendur sina um aðalatriðin úr gjörðum skattanefndarinnar, um það levti sem hún var að ljúka við álitsskjöl sín (ísaf. III 16), og hjetum vjer þá fullkomnara yfirliti yfir störf nefndar- innar, eptir að hún væri búin að skila þeim af sjer. Munum vjer nú binda enda á heit þetta, og setjum bjer ná- kvæmt ágrip af frumvörpum nefndar- innar öllum fjórum, eptir áreiðanlegu eptirriti af þeim Ber það með sjer, að skýrsla vor hin fyrri hefir verið í alla staði rjett og áreiðanleg, það sem hún tók. Raunar er nú í ráði, að á- litsskjölin, bæði skaltanefndarinnar og hínna utanþingsnefndanna tveggja, skóla- nefndarinnar og landbúnaðarnefndarinn- ar, verði prentuð áður langt um líður orðrjett, að tilhlutun landshöfðingja, samkvæmt leyfi ráðgjafans; en bæði er það, að ekki á að prenta nema fáein exemplör af þeim, að eins handa al- þingismönnum og stjórninni, svo að þau verða eigi almenningi svo kunn sem skyldi fyrir það, og í annan stað er mikilsvert að almenningur hafi sem lengstan tíma fyrir sjer, til þess að skoða og íhuga tillögur nefndar i öðru eins máli og skattamálið er. Eigi puk- ur illa við í alþjóðlegum málum yfir höfuð að tala, er það ekki sízt i öllurn fjárhagsmálefnum. Nefndin heflr samið 4 frumvörp: 3 skattlagafrumvörp, og hið fjórða um að setja sýslumenn á föst laun. Fyrsta frumvarpið er um: 1. shatt á jarðir og lausafje. Nema skal úr lögum öll mann- talsbókargjöld, þau er nú eru, en það eru: skattur, gjaftollur, konungstíund, lögmannstollur og manntalsfiskur. í slað þeirra á hver ábúandi jarðar eða leiguliði að gjalda 1 alin eptir meðal- veröi á landaurum í verðlagsskránni af hverju jarðarhundraði, hver sem jörð- ina á, og hver framteljandi 1 alin af hverju lausafjárbundraði, er fram á að telja til tíundar. Gjald þetta skal greiða sýslumanni eða bæjarfógeta á mann- talsþingum, í fyrsta sinn árið 1879, í peningum, eða þessum landaurum: veturgömlum sauðum, hvítri ull, smjöri, skinnavöru, saltfiski og dún, eptir verði þeirra í verðlagsskránni; en það fylgir landauragreiðslunni, að þá skal greiða sjöttungi meira en ef goldið er ( pen- ingum, og á gjaldheimtumaður þann sjöttung. Engar skulu undanþágur undan gjaldi þessu, utan að þvi er snertir þá menn, er nú eru undanþegnir þinggjöldum vegna stöðu sinnar, nema þeir komizt t annað embætti en þeir þá hafa, er lög þessi komast á. J>á er annað frumvarpið, um: 2. húsaskatt. Greiða skal skatt af öllum timbur- húsum og steinhúsum í kaupstöðum, 2 krónur af hverju þúsundi króna virð- ingarverðsins, svo og af öllum timbur- húsum og steinhúsum utan kaupstaðar, ef þau fylgja eigijörðu, er jarðarskatt- ur er af greiddur. Ef þinglýst veð- skuld iiggur á húsi, skal enginn skatt- ur lagður á það verð hússins, er skuld- inni nemur. Lndanþegnar skatti þessum eru kirkjur allar og hús þau öll, er þjóð- 113 eign eru. Landshöfðingi skal úr skera, ef ágreiningur verður um, hvort hús er þjóðeign eða eigi. Virða skal hús öll til skattgreiðslu að tilblutun yfirvaldsins, og eptir reglu- gjörð, er landshöfðingi semur. í Reykja- vík skal þó hlíta brunabótavirðingunni eptir 4. og 5. grein tilskip. 14. febrú- ar 1874. Virðingarmenn fá 3 kr. hvern dag, er til virðingarinnar gengur, úr lands- sjóði; þaðan greiðist og annar virðing- arkostnaður allur. — þriðja frumvarp nefndarinnar er um: 3. tekjuskatt; a. af eign. Þann skatt skal hver jarðeigandi greiða af öllum jarðargjöldum sfnum: landskuldum, leigum, arði af hlynnind- um eða öðru, og er hann 5 krónur af hverju hundraði króna, er tekjur þess- ar nema í peningum eða landaurum eptir verði þeirra f verðlagsskránni. tó skal dreginn frá umboðskostnaður og vextir af þinglýstum jarðarveöskuld- um, þeir er eigandi hefir greitt það ár. Búi eigandi sjálfur á jörð sinni eða hafi leiguliðanot hennar, skal hún virt til afgjalds. Nú á maður fje á vöxt- um, í skuldabrjefum, hlutabrjefum eða öðrum arðberandi höfuðstóli, og skal hann greiða 5 kr. af hverju hundraði króna i þeim tekjum, hvort sem hann á brjef fyrir vaxtaQenu eða eigi. Sama er og, ef maður á lausafje á leigu. í*ó skal sá engan eignarskatt greiða, er árstekjur hans, þær er hjer eru nefnd- ar, ná eigi 100 krónum allar saman. Auk þess skal skatt þennan að eins telja af hverjum fullum tuttugu krónum, en aldrei af minna fje. b. af atvinnu. Af allri atvinnu skal greiða tekju- skatt, ef ágóðinn er meiri en 1 þúsund króna að frádregnum öllum kostnaði, nema þvf sem gengur til heimilisþarfa. Skattur af atvinnu-ágóða yfir 1000 til 2000 er 1 hundraðasti, — '2000 — 3000 — 1 V*----------- — 3000 — 4000 — 2 hundruðustu — 4000 — 5000 — 2l/a hundraðasti — 5000 — 6000 — 3 hundruðustu — 6000 — 7000 — 3Vs hundraðasti — 7000 — 8000 — 4 hundruðustu — 8000 — 9000 — 4l/a hundraðasti — 9000 — — 5 hundruðustu og hækkar eigi skatt-talan úr því. Skatt þennan skal að eins telja af hverjum fullum 50 krónum, en aldrei af minna fje. Tekjur þær af atvinnu, er skatt skal af Ijúka, eru: tekjur af verzlun, iðnaði, lyfjasölu, veitingasölu og hver- jum bjargræðisvegi ððrum ; svo og tek- jur af embættum og sýslunum; eptir- laun, biðlaun, lífeyrir o. s. frv. Enn fremur tekjur af alls konar vinnu ann- ari, andlegri og verklegri. Frá em- bættistekjum skal'telja skrifstofukostn- að, eptirlaun og aðrar kvaðir, er á em- bættinu liggja. c. almennar reglur um tekjuskattinn. Skattinn skal á leggja eptir tek- jum gjaldanda næsta ár fyrir gjalddaga. Hver maður, sem tekjur hefir, þær er skattskyldar eru eptir þessum lögura,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.