Ísafold - 19.12.1876, Síða 4

Ísafold - 19.12.1876, Síða 4
116 íZMsarí/mr-preslakall var augl. 5. þ. m., og Stóruvellir 4. (ekki 2.). — Helðu rsgjaílr úrstyrktar- sjóði Christians konnngs Níunda í minn- ingu þjóðhátíðinnar hefir landsh. veitt 31. ágúst þ. á. Helga Magnússyni, sýslunefndarmanni og óðalsbónda á Birtingaholti í Ár- nessýslu, 160 kr. og síra Jaltobi GuSmundssyni á Sauðafelli í Dölum 160 kr. Samkvæmt skýrslu hlutaðeigandi sýslu- nefndar tók Helgi við ábýlisjörb sinni í niöuniiðslu og órœkt, en hefir reist parstóran,- skipuleganog velhúsaðan bœ, sljettað 10 dag- sláttur í túninu og umgirt það allt með 740 faðma löngum garði, grcett útúr órœktarmóa og umgirt yfir 2 dagsláttur, keypt til þessara jarðabóta plóg og herfi og fleiri útlend jarð- yrkjutól, aukið áburð að miklum mun, og byrjaði á því fyrstur manna í sínu byggðar- lagi; skorið fram 800 faðma af tvístungn- um vatnsveitingaskurði á engjum sínum; haft bezta fjenaðarhirðing í sínu byggðarlagi og bœtt kynstofn fjárins; fjekk lofsorð á Kaup- mannahafnarsýningunni 1872 fyrir vöruvönd- uu. Hann byrjaði búskap sinn í Birtinga- holti fyrir 25 árum af frernur litlum efnum, en hefir grœðzt talsvert fje, og verið þó mesti ómagamaður — átt 13 börn, komið 2 sonum sínum til skólamenntunar, og er ann- ar þeirra orðinn prestur, og auk þess alið upp 3 tökubörn meðgjafarlaust —. Auk þess hefir hann verið mesti hvatamaður alls konar framfara í búnaði, stofnað jarðabóta- fjelög og stýrt þeim, gegnt ýmsum alþjóðleg- nn störfum, o. s. frv. Samkvæmt skýrslu hlutaðeigandi sýslu- nefndar hefir siraJakob, sem erfátœkur fjöl- Skyldumaður, gjört miklar ogjmjög vandaðar húsa- og jarðaboetur á Sauðafelli þau tvö ár, sem hann er búinn að vera þar. Hann hefir reist þar fallega og trausta timbur- kirkju, byggt prýðilega upp mikið af bœjar- húsunum, sljettað 628 ferh. faðma í túninu úr grýttum móum og götutroðningum, og gjört steinlagt lokræsi undir, 50 faðma langt; skorið fram vatnsveitingaskurði á túni og engjum, gjört 50 faðma brú yfirfen og for- arbleytu norðan að bœnum, trausta, og varan- lega, og grafið lokræsimeð henniallri; fundið nýtt mótak á jörðinni, o. s. frv. (Stjórnart.). Hitt og þetta. — Svo telst til, að á allri jörðunni sjeu afgreiddar 5 miljónir sendibrjefa um vikuna að jafnaði, eða 300,000 á klukkustundinni. Pappírinn, sem fer í sendibrjef um árið, er ætlað á að nemi 46 miljónum punda. — Ung stúlkaí Neworleans (iAmeríku) krafði 10000 dollara af manni einum í bæt- ur fyrir það, að hann hefði heitið að eiga hana, en svikizt um þegar til kom. Eptir langt þref jafnaði einn málaflutningsmaður sökina milli þeirra þannig, að stúlkan fjekk í sárabœtur fjóra baðmullarsekki fulla og nýja regnhlíf. En fyrir ómak sitt tók mála- fiutningsmaðurinn alla baðmullarsekkina fjóra, svo að stúlkan bar að eins regnhlífina, frá borði. Sheridan, dvaldi einhverju sinni um tírna úti á landsbygðinni, hjá gamalli konu, sem vildi tala við hann öllum stundum, en hon- um leiddist þaðheldur. Einhvern dagbeiddi hún hann að ganga með sjer í aldingarði hennar; hann færðist undan og kvað veðrið ekki gott. Litlu síðar mættí hún honum einum á gangi í aldingarðinum. „Hvað er nú, herra Sheridan“, mælti hún, „er veðrið nú betra en áðan“? „Lítið eitt“, svaraði hann, „þó að eins handa einum, en ekki handa tveimur. „Advertistar" nefnist trúarflokkur einn i Massachusetts í Yesturheimi. þeir búast við syndaflóði innan skamms, og hefir for- maður flokksins stofnað hlutafjelag til að koma upp örk, svo mikilli, að hún beri alla þá fjelaga með búshlutum þeirra og gangandi fje. Farið á að kosta 80 kr. á þiljum uppi, en 200 kr. í fyrstu káetu; svo er og til tekið farargjald fyrir hverja skepnu o. s. frv. Örk- in er nú í smíðurn og langt komin. — Gyðingurinn: „Segðu mjer, Móses litli, hefurðu lesið söguna um hannJósef?“—„Já, faðir minn“. — „Geturðu þá sagt mjer, hvaða synd bræður hans drýgðu, er þeir seldu hann“ — „Já, þeir tóku of lítið fyrir hann“. — Á sýningunni miklu í Philadelphíu í sumar var vasaklútur, sem kostaði 3000 kr. (þrjú þúsund króna). — pjóðverjarnir Behm og Wagner, sem munu vera mestir hagskýrslnamenn í heimi, telja nú mannfólkið á jörðunni 1396,500,000. þar af byggja Norðuráifu 303 miljónir, Aust- urálfu 799 milj., Suðurálfu 206 milj.. Vest- urheim 84milj., og Eyja-álfu hálffimmtamilj. — Challenger, skip það hið mikla, er Bret- ar gjörðu út fyrir nokkrum árum i heims- könnunarferð, kom meðal annars við á Ný- Guinea í Ástralíu og lagði þar inn í flóa þann, er Humbertsflói er nefndur. þar hittu skipverjar einhverja hina menntunarminnstu menn, er sögur fara af. þeir þekktu eigi járn, og gengu allsberir, jafnt karlar sem konur. Óðara en skipið lagðist, flykktust eyjarskeggjar utan að því á ótal bátum og báðuskipstjórnai'mannleggja upp í ána, sem re.nnur út í flóann. Hann lætur það eptir fjTÍr þrábeiðni þeirra; en þegar gufuskrúfan fór að snúast og eyjarskeggjar heyrðu buslið í henni, urðu þeir dauðskelkaðir, lögðu á flótta, lustu upp herópi og lögðu örvar á streng. — í New-York voru árið 1820 íbúar 100,000, en 1875 1,018,000. Hefir íbúatalan tvöfaldazt á 55 árum. Auglýsingar. í ísafold 111. 15. hefir Einar bóndi Magnússon á Lambastöðum skrifað greinarkorn, sem hann hefir sett á auglýsingar stimpil, og þvkist hann þar vera að auglýsa, að hann rouni traða hross nágrannanna; en ef grein hans er iesin í kjölinn, þá virðist hún öllu fremur smiðuð til þess, að sýna almenningi, hvílíkur forkur og fyrirtaks- maður hann sje, um leiö og hann reynir til að sverta mig dálítið i aug- um almennings. Án þess að mjer nú detti annað ( hug, en fyrirlíta gjör- samlega ummæli hans um mig, finn jeg mig þó sannleikarmm skyldtigann um, að auglýsa almenningi, að öll um- mæli hans um mig i nefndri grein hans eru belber tilhæfulaus ósannindi; svo einkar ósvífinn er þessi maður, þótt ótrúlegt megi virðast, að hann auglýsir tilhæfulaus ósannindi vísvit- andi í opinberu blaði. þetta samsvar- ar dngnaðarframkvæmdum hans öðrum i fjelagslegu tilliti, t. a. m. hrossa- tröðuninni, sem hann framkvæmdi með mesta fylgi, og það svo, að þegar áleið sumarið og dimma tók nótt, þá tók hann, sjálfsagt í misgripum (! I), mjólkurkýr frá mjer og nágrönnum mínum, og læsti þær inni í hrossa- tröð með griðungum. þá má ekki heldur gleyma afreksverkinu því, að hann ( haust er leið reif stein fyrir stein niður hestarjett mína fyrir sunn- an tún milt, þegar hann ætlaði að fara að hlaða garðinn sinn hinn mikla, sem herra Sveinn búfræðingur og fleiri skynsamir menn álita hið mesta axar- skapt. Allt þetta er hátt-talandi vottur um dugnað og framtakssemi þessa akjörna 3. i stjórnarnefnd fyrir Sand- víkurhrepps-deild jarðabótafjelagsins í Árnessýslu*, og þyki mjer það engin furða, þólt þessi maður, sem heíir svona mikið fyrir stafni, ekki hefði tíma til að leggja til eitt handarvik ( engja-frumskurð þann, sem jeg að til- vísun og með ráði herra Sveins bú- fræðings byrjaði nú í haust. Hann hefir þá hka máske um þær mundir hait það í hjáverkum, að rita einhvern lofgjörðarpistilinn um sjálfan sig; — ekki mun at veita, — því varia mun lofgjörð í þá stefnu koma annarsstað- ar frá. Kaldaðarnesi 13. október 1876. Einar Ingimundsson. Auteríka. Ankor-línunnar atlantiska- hafs_ guiuskipafjelag flytur Yeslurfara frá íslandi yfir Skolland til allra hafna í Ameriku; og á það fjelag, eins og kunnugt er, hin beztu skip til fólks- flutninga. Fæði ókeypis á ferðinni yfir At- lantshafið, svo og læknishjálp og meðöl, ef þörf gjörist. Ef nægilega margir vildu fara, sendir fjelagið eitt af hinum miklu skipum sinum hingað til lands, og flvt- ur það þá beina leið hjeðan lil Ámeriku. t’eir, sem ætla sjer að fara til Vesturheims, ættu að hagnýta sjer tilboð þessa fjelags. Nánariupplýsingar og sannanir fást hjá herra Egilsson ( Reykjavik. Reykjavík, 2. desbr. 1876. pr. Henderson Brothers. W. P a y. Jslenssk frímerki eru keypt við háu verði af Fr. Berlhini ( Nr. 19 í Herluf-Troilesgade í Kaup- mannahöfn — Inn- og útborgun sparisjóðsins verður fyrst um sinn á skrifstofu land- fógetans á hverjum laugardegi, frá kl. 4—5 e. m. ýSgf’ Kærsveitamenu geta vitjað ísafoldar í Apótekinu. — Hinn nafnfrægi enski mælskumaður íssfuld keoiut ót 2 —3«ar á mánubi, 32 bl. | Ársverbib greibist í kaoptíb, eða þá hálft A sumarmálum, hálft á um árit, Kostar 3 kr, árgaugnrinn (er- laudis 4 kr.), stók nr. 20 a. Sólolaim: 7. hvert expl. haostlestum. Augiýsingar eru teknar í blatit fyrir 6 a. smáleturs- línan eba jafnmikib rúm, en 7 a, meb venjulegu meginmálsletri. — Skrifstofa ísafoldac et í Duktorshúsinu (í Blíbarhúsum). iiitstjóri: Björn Jónsson, cand. phii. Laudáprentsmibjan f Reykjavík, Einar pórðarson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.