Ísafold - 23.03.1877, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.03.1877, Blaðsíða 3
23 Komizt landið af með færri presta, og margra ætlun er að svo sje, þá er auð- vitað sjálfsagt að fækka þeim. Kirkj- an hjer á landi á stórfje, og þjóðin hefir fyllstu heimtingu á því, að því sje verið skynsamlega og rjettlátlega til þess að gjalda með þjónum kirkjunnar verk- kaup þeirra. Verði það fullsannað, að það vinnist ekki til, þá er fyrst tæki- legt að bera upp kveinstafi sína fyrir þinginu, og upp á gamla móðinn fara að vola um «meira, meira». Með því að undirbúa kappsamlega og haganlega breytingu á skipun prestakalla og tekna, er þeim fylgja, mundi biskup gjöra kirkjunni og kennilýðnum miklu þarf- ara verk, en hann hefir gjört með þessu brjefi sínu til landshöfðingja, of það skyldi geta orðið til þess, að nú um sinn yrði alveg horfið frá að hugsa til neinna umbóta á náminu við prosta- skólann. Yrði málið svo sem það nú liggur fyrir, lagt fyrir þingið, vonajeg að það veiti ekki «öln nje penning» til uppbótar brauðum, fyr en biskup hefir gjört glöggva grein fyrir, í hverja átt tillögur Synodus-nefndarinnar hafa gengið, og ljóslega að sýna, að brýn þörf sje til að leggja kirkjunni fje til uppeldis prestum. í stað þess að koma með slíkar bænir til þingsins, sem vel geta verið alvog óþarfar, ættu menn aptur úr öllum áttum að leggja að því með það, að sjá sem fyrst út föng til þcss að flytja bæði latínuskólann og prestaskólann svo langt burt úr Keykja- vík, að þeir eitrist ekki af þeim vík- verska malarkambs-anda, sem nú órlar á í mörgu, og að real-skólinn, nær sem hann kemst á, verði í sama stað og þeir skólar, og sömuleiðis búnaðarskóli með fyrirmyndarbúi. Á þeim stað gæti þessir skólar verið settir, að ekki yrði ástæða til að vera stórum rífari á til— lögum til gagnfræðisskóla á Norður- landi, en nefndin hefir verið. En með því að þetta er orðið nokkuð langt mál, vil jeg geyma þangað til seinna að sýna fram á, hve miklu haganlegra öllum almenningi landsbúa, er skólana vildu nota, lærisveinum hollara og lientugra, kennurum kostnaðarminna, og landinu öllu saman þrifvænlegra slík tilhögun gæti orðið heldur en sú, er nú er, kennöndum og lærisveinum, námi og námsávöxtum til vanmeta. — Ef einhver ónefndur vinur fátækra presta»ekkna, er skrifar *ig «Spurul», hefði eigi f 23. blaði f. á. ísafoldar hreift hinu nú alkunna 56-króna-máli með spurningu sinni, er hlýtnr að vekja mikinn grun, þá hefði það að líkindum i'allið í gleymsku; sannfæring biskups- ios hefði þá dáið með honum og mín sannfæring með mjer, þó að hún væri gagnstæð hans. Én nú finnst mjer, að jeg sje knúður til að taka til máls og gjöra kunnasannfæringu mína, með því að grein biskupsins í 27. blaði f. á. fsafoldar gefur mjer tilefni til þess. í grein þessari lýsir biskupinn þeirri innilegu sannfæringu sinni, að pening- ar þeir, er áttu að vera 313 kr. 94 aur., og hann með brjefi frá 7. júlí 1875 sendi til mín frá skrifslofu sinni, haíi verið rjett taldir, og að þær 56 kr., er vöntuðu, hafi týnzt á leiðinni frá póst- aí'greiðslustaðnnm Bæ að Stað á Reykja- nesi; segir hann og að rnargt hafi aptr- að sjer frá að láta hefja rjellar-rann- sókn í máli þessu. Svo sem biskupinn telur fram margar ástæður fyrir sinni sannfæringu, verð eg og að lýsa mín- um ástæðum; en þær skulu ekki vera byggðar á ályktunum, ágizkun og rann- sókn um þ;ið, hve illa peningapokinn hafi verið útleikinn eða hve mikið um hann hali kárnað frá Bæ að Stað, eða um það, hve áreiðanlegur hinn aðfengni maður sje, er taldi peningana á skrif- slofunni, heldur á þvi einu, er jeg hygg að fái hrundio sannfæringu biskupsins, um það að þessar 56 kr. hafi týnzt frá Bæ að Stað, hversu innileg og rótgró- in sem hún kann að vera. Biskupinn hefir af sinni vanalegu kurteisi valið orðið «tynzl», en veit þó, að hver mað- ur verðnr að leggja þá þýðingu í orð þetta, að annaðhvort hafi flutningsmað- urinn tekið peningana úr eigin hendi, eða að þeim hafi verið stotið frá hon- um á bæ þeim, er hann gisti á, því að hverjum manni er það Ijóst, að 56 kr. af mairi peningum í poka í vasa hans gátu ekki «týnzt» á annan hátt. í orð- um biskupsins finnst mjer þessi ætlun hans vera skýr, og einkum þar sem hann segir, að margt híifi aptrað sjer frá, að hefja rjettar-rannsókn í máli þessu, því að þá rannsókn hefði hon- um ekki komið til hugar að láta hefja, ef grunur hefði ekki verið í hjarta hans og jafovel sannfæring um mis- verknað. Jeg verð að telja það mjög eðlilegt, þó að biskupinn vilji verja skrifstofu sína, því að þaðan hefi jeg og ætíð, nema í þetta eina skipti, tek- ið mót svo rjett töldum peningum, að eigi hefir skakkað um einn einasta skild- ing; en einu sinni verður eða getur orðið allt fyrst, herra biskup minn ! í brjefi frá 7. desember 1875 óskaði, biskupinn, að jeg sendi sjer skýrslu um, eptir því sem jeg bezt myndi, hversu mikið hefði verið ( hinum opt nefnda hraparlega poka, af gulli, spesíum og rfkisdölum; jeg sendi honnm hina um- beðnti skýrslu og hljóðaði hún svo: «Með vissu man jeg, að í nefndum poka var hvorki meira eða minna af gulli, en 100 kr. eða 5 tuttugukrónapening- ar, ein króna eða gamalt 3 mark og 94 a. vafðir f pappír, en eigi man jeg hversu mikið var af spesíum og rikis- döltim, hvoru fyrir sig, en alls voru það 78 rdl. í heilum og hálfum spesí- um eða 157 kr. f silfri, að meðtöldu hinu áður nefnda 3 marki. Póstafgreiðslumaðurinn í Bæ, herra hjeraðaðslækni Ólafur Sigvaldason, hefir eptir ósk minni, nýlega sent mjer skýrslu um vigt hinna opt nefndu penioga, og samkvæmt þeirri skýrslu voru þeir 2 pttnd og 40 kvint, þá er hann tók þá úr póstskrinnnni. Eptir því, er jeg kemst næst, vega peningar þeir, sem jeg hefi játað, að jeg hafi tekið við, og tilgreint, hvað af þeim hafi verið i gulli og silfri, lóngu áður en jeg vissi hvað peningasendingin ógst í Bæ, einmitt eins, og pókinn ógst, bæði eptir því, sem jeg hefi heyrt á pósthúsinu í Rvík og Bæ, það er að segja 2 pnd og 40 kv. eptir pósthúsvigt. Jeg hygg að jeg hafi með þessu sannað það, sem sanna átti; og lætþví að svo stöddu útlalað um það, þvi að mjer kemur eigi við, hvað orðið helir af þeim 56 kr. á skrifstofu biskupsins sem vöntnðu; en hitt gat jeg ekki lálið mjer óviðkomandi, að reyna að leiða sannleikann í tjós, og með því frelsa viðkomendtir frá þeim illa grun, sem, eplir sannfæringn biskupsins, hefði ella orðið að hvíla á þeim. Stað á Reykjanesi 10. janúar 1877. Ólafur E. Johnsbn. PÓstsIiÍpiðfArcturus, skipstjóri Ambrosen) hafnaði sig hjer í fyrra morg- nn, eptir 20 daga ferð frá Khöfn; hafði fengið mjög slæmt á leiðinni og legið 8 daga í Færeyjum veðurteppt. Far- þegjar: Meadow, laxakaupmaðurinn enski, sem hjer var i fyrra, Pay, út- flntninga-agent, sem hjer kom í haust, snöggva ferð, Lange, verzlunarmaður, og 2 þiljuhátaformenn danskir. Póstskip- ið hafði og meðferðis lík frii Hólmfríð- ar þorvaldsdóltur, til greplrunar hjer, eptir ósk hennar á banasænginni. Utlenriar frjettlr helztu. Af ófriðnum tyrkneska eru lillar nýungar. Friðar-stefnti stórveldanna í Miklagarði er slitið við svo búið, og erindsrekar þeirra heim farnir í styttingi, en Rúss- ar standa «með öxi reidda» yfir höfði Tyrkja: hafa dregið saman óvígan her, sumir segja nær hálfri millíón manna, suðnr við Svartahaf og landamæri Tyrkja. Tyrkir hafa liðsafnað í móli og eru «hvergi hræddir hjörs í þrá», þótt mjög skorti þá liðskost við fjendur sína. Ann- ara er eigi getið við ófriðinn enn, og eigi Englendinga. Fullyrða blöð þeirra, að þingið mundi eigi veita einn eyri til herkostnaðar í varnar-skyni fyrir Tyrkja, ef til ófriðar kæmi. Siðustii l'regnirfrá Miklagarði sögðu Tyrkjasold- án orðinn vitskertan, eins og fyrirreon- ara hans. Pingdeila Dana stóð enn ókljáð. Fjárlögin voru í nefnd í landsþinginu, og þykja nær engar likur til samkomu- lags um þau með deildtinum. Margir búast við, að ráðgjafarnir muni þá þrifa til þess hætturáðs, að gefa út bráða- byrgðarfjárlög, — er Vinstrimenn telja sljórnarlagabrot — heldur en að láta af hendi völdin. Fólksþingið (Vinstri- menn) hefir Iátið hefja 2 ríkismál á hendur nokkrum uppgjafa-ráðgjöfum, annað gegn þeim Krieger, Holstein- Ilolsteinborg og Fonnesbeck, fyrir ólög- lega sölu á Marmarakirkju-brotinu i Khöfn, en f hinu eru þeir Hall og Wor- saae, og sök þeirra sú, að þeir hafa eytt rúmlega hálfri miljón króna uni fram það, sem þingið hal'ði veitt til að koma upp leikhúsinu nýja. Slík mál koma í rikisdóm, er svo er nefndur. Sitja hann allir dómendurnir í hæsta- rjetti, og jafnmargir úr landsþinginu. Er þetta í annað sinn, síðan þingstjórn hófst með Dönum, að slík stórtíðindi hafa að borið. Hitt var 1854 (Örsteds ráðaneyti). Forsetakosningar-rifiildinu með Bandamönnum f Vesturheimi var ný- slitið, er póstskipið kom til Skotlands, og urðu þjóðvaldsmenn drjúgari. Heitir forsetinn nýi Hayes, og var áður land- stjóri ( Ohio, hinn nýtasti maðnr að flestradómi. Varaforsetinn heitir Wheel- er, úr sama flokki. í Mexico er Porfirio Diaz, er upp- reist hóf þar í fyrra, orðinn ríkisstjóri, en gamli forsetinn, Lerdo di Tejada, flúinn úr landi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.