Ísafold - 07.06.1878, Síða 3

Ísafold - 07.06.1878, Síða 3
ÍSAFOLD. 55 róstulýöinn, og urðu þar margir særðir, en þess er ekki getið að neinn hafi hlotið liftjón. pegar seinast frjettist, var verið að leita sætta, buðust og verkmenn til að taka upp aptur vinnu sína, ef hinir vildu láta sjer nægja að draga 5 af hundraði af kaupinu, en þeim boðum var ekki tekið.—A þ> ý z k a- landi lá við fyrir eigi löngu, að það- an yrðu ill tíðindi að fregna. Laugar- daginn 11. ók Vilhjálmur keisari með dóttur sinni, konu hertogans af Baden, eptir strætinu Unter den Linden í Ber- lín, en vissi ekki fyrri til, en að sjer riðu 3 pístóluskot. Hvorugt þeirra sak- aði að vísu, en borgarmönnum varð heldur en ekki hverft við svo ljóta sögu, og allt varð á tjá og tundri, og fólkið skundaði til hallar keisarans og tjáði gleði sína með miklu fagnaðar-ópi, að keisarinn slapp svo úr sýnni hættu. Menn höfðu skjótt hendur á tilræðis- manninum, og var hann þegar hafður fyrir rannsókn. Nafn hans var Hödel og var pjátursmiður frá Leipzig. Hann sagðist vera atvinnulaus maður og úr- ræðalaus, og því hefði hann útvegað sjer pístólu til að vinna á sjálfum sjer. Hann neitaði, að hann hefði miðað henni á keisarann, en sá framburður var hrakinn af vitnum. f>að sannaðist á ýmsu, að maðurinn var af flokki jafn- aðarmanna (sósíalista) og í herfórum hans fundust blöð þeirra og rit, eða myndir af sumum forustumönnum þeirra. Afleiðingar slíks atburðar voru, sem hægt er til að geta, að þykkjumóður og gremja fólksins snerist í gegn sósíalist- um, prestarnir töluðu um tákn tímans, spillinguna og guðleysið á f>ýzkalandi, og, það sem mestu skipti, að keisarinn bauð stjórn sinni að setja lagaráð til, að sósíalistar yrðu aptur settir, heptar samkomur þeirra og fjelagsskapur, og vandlega gætt til, hvað prentað væri í blöðum þeirra og ritum. Við þá menn er sóttu á fundhans ítrekaði hann það optsinnis, að svo væri stjórn sinni skylt að taka í taumana, að fólk sitt yrði ekki svipt kristinni trú sinni. Fyrir sambandsráðið var lagaboð framborið um að takmarka funda- og rit-frelsi sósíalista í nokkur ár, og fór það það- an breytt í sumu til alríkisþingsins. Hjer urðu allir frelsisflokkarnir á móti þeim lögum, og jafnvel miðflokkurinn (í honum kaþólskir þingmenn) fylgdi þeim að máli. p>etta var í þinglok, og þegar 1. grein laganna var felld fneð miklum íitkvæðafjölda, voru þau aptur tekin. Rjett á eptir var þingi slitið.— Frá Danmörku er ekkert markvert að segja. Veðráttan er góð, og gefur því vel til ferða fyrir „vinstrimenn“ eða klofninga þeirra, semnúhasla hver öðrum völl á ýmsum stöðum til óvægi- legrar samgöngu. Krónprinzinn og kona hans hafa um hríð verið í París í miklum fagnaði og stórveizlum hjá for- seta ríkisins og ýmsu stórmenninu. — Síra þorvaldur Bjarnarson fer nú heim að afloknu verki sínu, er svo mun af hendi leyst, sem hann er flestum fær- ari til slíks starfa. f>að væri óskanda, að íslendingar legðu eitthvað fram opt- ar til áþekkra fyrirtækja, að vjer ætt- um ekki svo mikið undir öðrum eða þeim að þakka, þar sem máli skiptir um útgáfur fornbóka vorra. Frá Yesturlieimi. Svo fara sögur af ástandinu í Bandaríkjunum (norður), að menn óttist þar upptök sama ófrið- ar og usla, sem reis upp á svo mörg- um stöðum í fyrra sumar af hálfu verka- manna við járnbrautimar, en var í raun- inni af jafnaðartoganum spunninn. Nú er talað um, að uppreisnin fái meira allsherjarblæ, og fyrir henni beitist þeir forustu- og formælis-menn verka- mannastjettarinnar, sem flytja kenning- ar jafnaðarmanna. f>að er sagt, að stjórn- in sje við því búin, að ganga í gegn þessum fjöndum með svo miklum krapti, sem á þykir ríða; og því er bætt við, að hún ætli að hafa 70 þús. hermanna til taks, ef á óeirðum tekur að brydda til meiri muna. — í Suður-Ameríkurík- inu Venezuela kom sá jarðskjálfti, að hvert hús í bæ einum litlum, er Cua heitir, hrundi niður, og varð það 200 manna að líftjóni og miklu fleirum til lemstra. Embættaskipan. Hinn 3. þ. m. setti lands- höfðingi Jón ritara Jónson bæjarfógeta i Reykjavík frá 6. þ. m., og Guðmund yfirrjettarmálfærslumann Pálsson sýslumann í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Farþegar með póstskipinu Phönix hingað. Frá Khöfn síra J>orvaldur Bjarnason á Melstað, kaup- mennirnir konsúl Smith og W. Fischer og Chr. Möl- ler veitingamaður. Frá Skotlandi Coghill hestakaup- maður, Krieger vesturflutninga-agent, enskur barón, og ferðamaður frá Vesturlieimi. AUGLYSINGAR. gflp- Skrifstofa Kjósar- og Gull- briníí'usýslu verður til ágústmánaðar- loka í íbúðarhúsi yfirrjett&rmálsfærslu- manns Guðm. Pálssonar. Með því að sýslumaður minn, L. E. Sveinbjörnsson, sem nú mun vera að kveðja okkur, er eigi enn farinn að svara áskorun minni í ísafold 15. f. m. um að gjöra grein fyrir, hvað jeg hefði unnið til aðferðar hans við mig á strand- uppboðinu á Hvalsnesi g. apríl þ. á., hlýt jeg að virða þögn hans svo, að hann hafi enganveginn góða samvizku í því efni, og vil jeg óska honum þess, að hann láti sig eigi henda það optar, að setja á sig embættisrögg til að sýna saklausum manni ójöfnuð, sem engu yf- irvaldi fer vel, en sízt því, er þarf að láta hreppstjóra sinn vera að minna sig á í heilt ár að gegna embættisskyldu sinni með því að tala fyrir áríðandi nauðsynjamáli fyrir heilt sveitarfjelag. Brunnastöðum, 1. júnf 1878. J. J. Breiðfjörð. Jeg undirskrifaður hefi nú byrjað litla verzlun hjer í bænum í Robbshús- unum gömlu, og bið jeg góða og gamla skiptavini mína að unna mjer lítilla viðskipta; um mikið er jeg ekki fær, því byrjunin er lítil. Reykjavík, 7. júní 1878. þorf. Jónathansson. Fjármark Stefáns Jónssonar á Syðra- Seli í Ytra- Hrepp (gamallt erfða- mark): stýft hægra, tvírifað í sneitt aptan vinstra og biti framan. gert eins og Sigurður málari vor: að hjálpa konum til að notahina þjóðlegu fegurð; og þess vegna getur ekki hinn norski kvennbúningur verið eins fagur og smekkhreinn eins og vor íslenzki. Hjeðan fór eg til næstu sveitar sem heitir Bæir. f>ar sá eg 500 ára gamla kirkju; hún var falleg; á fram- kirkjuloptinu, beint á móti altarinu, voru myndaðir helztu viðburðir biflíu- sögunnar, frá Eden til dómsdags. G. H. dal. Hjer hitti eg 5 af piltum þeim, sem voru mínir skólabræður í Gausdal, enda fjekk jeg heldur en ekki góðar viðtökur. Eins og annarstaðar hafði eg engan frið fyrir spurningunum um ís- land; höfðu þeir þó nokkuð heyrt þar um áður. Hlaut eg því að segja þeim margar sögur. þ>areð menntun var hjer mikil, eggjuðu menn mig á að halda fyrirlestra. Eg gerði það ; en þegar eg eptir i1/* tíma, eins og vant var, ætl- aði að hætta, þá kölluðu þeir: „meira“! Hlaut eg þvf að vera að i fjóra tíma og var það þakklátt verk. En nú þótti mjer mest varið í að sjá þá mörgu og merkilegu þjóðgripi á bæjunum; var eg hjer því nokkra daga í hinu bezta yfirlæti — allt var svo heimamannlegt; — einnig fjekk eg að sjá, hvílík áhrif lýðháskólinn hefir á ung hjörtu; þeir sem áður voru fávísir og gáskafullir, voru nú eins og mennt- aðir menn. Enda hef eg vitað það optar en einu sinni bæði í Norvegi og Danmörk, að piltar, sem hafa komið til skólans með hroðahátt og kjaptæði, hafa lagt það algjörlega niður. Hjer sá eg vagna, hús og verkfæri útskorin og stundum máluð með marg- litum, fögrum og skáldlegum myndum. (Enda er J>elamörk haldin hin skáld- legasta byggð Norvegs, og hjer hitti eg einnig skáld). Undir lopti einu var máluð sól og himinský; útmálaðir ein- trjáningsstólar af fururótum og allir spænir, áklæði og áhöld og ílát máluð og útskorin. Húsin geirnegld af stór- trjám. Matbúrið stóð á fjórum stólpum renndum, til að verja þau músum. (f>etta er og víðar í Norvegi). Matur var til búinn góður hjer sem annarstaðar í Norvegi, og voru kökur gjörðar þunnar en seigari en á Upplöndunum; þar eru þær brotnar niður í smámola. Að öðru leyti var heimilisbragur svipaður vorum. Hjer sá eg fagran brúðarbúning, glæsta silfurkórónu, rauða og græna silkiskikkju (samfellu) með gullnum vira- virkisborðum, glæstum silfurbeltum, brjóstskjöldum og hvelfdum hnöppum. Kona ein klæddi sig í búning þenna til að sýna mjer. J>ótti mjer það all- fögur sjón. Og hversdagsklæði kvenna hjer voru svipuð þeim í Vesturfjarðar- dal, en fóru miklu betur. En sorglegt er, að Norvegs listamenn ekki hafa

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.