Ísafold - 20.07.1878, Side 2
70
ÍSAFOLD.
2%78
anó. Kastalarnir við Duná verða brotn-
ir niður, en til landvarna sunnanmegin
skulu standa Sjúmla og Varna, og á-
samt rein fyrir sunnan Balkan skal
Sofia fylgja þessum parti. Fyrir sunn-
an Balkan verður landið líklega kallað
Rúmelia, og skal svo háð soldáni, að
það hafi kristinn forstjóra, en Tyrkir
verða að fara á burt með lið sitt úr öll-
um köstulum, og i þeirra stað kemur
landvarnarlið af íbúum landsins. þó er
sagt, að Tyrkjum muni leyft að hafa
her á verði í sumum fjallsundum og
skörðum i Balkan, t. d. Sjipkaskarði.
Um viðáttu þessa parts getum vjer ekki
greint neitt áreiðanlegt, en það er sagt,
að suðurtakmörkin muni ná Grikklands-
hafi. 011 landamerki verða nánara á-
kveðin af nefndum (stórveldanna), þar
sem þeim skal breyta. Um sundin
milli Grikklandshafs og Svartahafsins
ætla menn, að allt standi í sömu skorð-
um og áður. Bessarabíugeirann fá
Rússar suður undir Dunárósa, en þeir
verða þó á valdi Rúmena, en land
þeirra svo aukið í staðinn, sem til var
tekið í San Stefano. Líklega verða
takmörk Serbiu litið eitt út færð, eða
á borð við það, sem áður var tilskilið,
og Svartfellingar fá hafnarbæ við
Adríuhaf, er Antivari heitir. þessi
þrjú lönd verða með öllu óháð Tyrkjum
og komast í ríkjatölu. Um Bosníu og
Herzegóvínu hefir svo samizt, að her
Austurríkiskeisara skuli halda inn í þau
lönd og skipa þar til griða og land-
stjórnar, og þykir mönnum utan efs,
að þau lönd komist ekki undir Tyrki
framar, hvað sem þeir segja. Að svo
komnu hafa erindrekar soldáns mælt
þessu á móti, en þó er talið líklegt,
að þeir fái önnur boð frá Miklagarði
áður líkur. 80 þúsundir hermanna eiga
að veita þessar atfarir, og þó Tyrkir
hafi nokkuð lið i þeim löndum, mun
þeim koma það til lítils, að rísa á móti
svo miklu ofurefli. þar sem svo mikið
verður á burtu sniðið nyrðra, þá þykir
vandi að tæta af Tyrkjanum að sunnan-
verðu, og þó yrðu Grikkir eins vel að
sínum hlut komnir og aðrir. Talað er
um að láta þá fá Krít og laga landa-
mæri þeirra að norðan þeim í vil.
Bretum og Austurríkismönnum þykir
ísjárvert að gjöra Tyrkjann veikari
fyrir og aflaminni en hann þegar er
orðinn, og það getur verið að við
Grikki verði sagt: „ffið verðið að bíða
þangað til í næsta skipti! “.
Hvernig sem stórveldin búa um
þessa hnúta sína, þá er ekki örvænt,
að sumt kunni að losna bráðara en þau
varir af því sem nú verður bundið í
Berlin „í nafni heilagrar þrenningar“.
Sem að hefir farið fyrir sunnan Balkan
síðan í vor, má vart við öðru búast,
en þar hafa Tyrkir ogBolgarar skipzt
illu einu við með gripdeildum og of-
sóknum, svo að her Rússa hefir haft
meir en fiillt í fangi að halda þeim í
skefjum. Komist friður á, eiga Rúss-
ar að halda á burt af öllum herstöðv-
um innan 5 mánaða, og er þá vel, ef
um allt verður búið til fulls, svo að eigi
verði uppnám og óspektir, erþeir fara
á burt. Hins vegar er allt svo stopult
í Miklagarði, að þar má ugga um verri
tíðindi en stórveldin eiga við búið.
Soldán er svo hræddur um líf sitt og
völd, að hann er hálf-ær orðinn, eða
litlu betri en bróðir hans (Murad) var.
Uppreisn og höfðingjaskipti í Mikla-
gæti komið svo miklu brjáli á austræna
málið eða á lyktirnar í Berlín, að friðar-
goð álfu vorrar kynnu að þurfa að
ganga á nýjan leik á rökstóla sína.
— Eitt af því sem eptir var ókljáð
á fundinum og ágreiningur var um,
var það að skipa um hagi Armeníu,
og svara kröfum Rússa, sem vilja halda
hafnarborginni Batum við Svartahafið.
Rússar hafa orðið að sleppa öllu hinu,
sem þeir áskildu sjer þar eystra í sátt-
málanum í San Stefano, en þeim þykir
mikið fyrir, að láta Batum ganga úr
greipum sjer. Talað er um, að gjöra
höfn þeirrar borgar öllum þjóðum jafn-
heimila til legu án landauragjalds.
(Frd ýmsum löndum). þýzkaland.
Hljóti þetta ríki þær sæmdir af sætt-
inni í austræna málinu, sem vonandi er,
þá verða þær samt vart meiri en til
uppbóta fyrir það, sem þjóðverjum
þykir sjálfum hafa orpið myrkva á
virðingu sína á síðustu tímum. Ur öll-
um heimsálfum streyma menn til Par-
ísar og dást að „erkifjanda“ þýzka-
lands, snilli hans, hagleik og framtaks-
semi, þar sem pjóðverjar hafa orðið að
játa, að þeir hafi ekki treyst sjer að
koma með iðnað sinn og sýnismuni til
sýningarinnar. Á Frakklandi fer nú
allt 1 spekt og friði, og Frakkar veita
sökudólgum sínum og útlögum (frá 1871)
uppgjafir saka og heimkomuleyfi svo
þúsundum skiptir, þar sem þjóðverjum
þykir sem hjá sjer sje búið við land-
skjálfta af fólsku manna og guðleysi—
já, af alls konar „frakkneskri spill-
ingu“—, og þar hefir um hríð ekki á
öðru gengið meir en mannveiðum og
handtökum. Ulræðið, sem vjer gátum
umi frjettunum síðustu, var endurtekið
2. júní. þá ók Vilhjálmur keisari um
sama stræti og fyr heim að höll sinni,
er þar liggur, og riðu þá að honum
tvö eða þrjú haglaskot úr glugga, þar
sem vagninn fór fram hjá. Keisarinn
hafði hjálm á höfðinu, sem höglin unnu
ekki á, en þau komu á kinn hans, öxl,
úlflið og fót. Hann var á aðra viku
heldur þungt haldinn, en þegar lækn-
arnir höfðu náð út öllum höglunum, fór
honum að batna, og nú er hann á ferli
næstum fullbata. Sá er tilræðið veitti
heitir Nobiling, og er doktor að nafn-
bót. Hann skaut kúlu í gegnum höf-
uð sjer, áður en höndur urðu á honum
hafðar. það vannst honum þó ekkitil
bráðs bana, en heilinn skaddaðist svo,
að menn efast um, að hann fái aptur
fulla rænu, þó hann kynni að rjetta við.
það þykir sjálfsagt, að þessi maður hafi
verið í samsæri við fleiri, og að ráðin
komi frá sósíalistum. Fyrir þá eru því
helzt gildrurnar settar, og nú hefir sam-
bandsráðið gert enda á umboði ríkis-
þingsins, og boðað nýjar kosningar,
sökum þeirrar tregðu sem það gerði
á að takmarka funda- og ritfrelsi sósí-
alista. pað mun láta sönnu nærri, sem
menn segja, að Bismarck hafi hjer not-
að tækifæri til að afla sjer betra þing-
liðs ístað „þjóðemis- og frelsismanna“,
sem hafa orðið honum opt stríðir og
erfiðir, þegar hann þurfti á þeirra full-
tingi og fylgi að halda.
Frakkland. Frá því mun ekki
fjarri fara, að sýningin mikla í París
sje nokkuð fjölsóttari en nokkur önnur
áundan. Hennar vitja nú að jafnaðiyo—
80 þúsundir manna á dag, og fyrir nokkr-
um dögum, eða 30. júní, var talið, að
þar hefðu komið 300,000 manna. pann
dag hjeldu Parísarbúar mikla þjóðhá-
tíð, eða xjettara sagt þjóðveldishátfð, en
hún byrjaði með þvi, að mikil og fögur
líkneskjumynd eða kvennlíkneskja var
afhjúpuð á Trocadero, táknandi þjóð-
veldið frakkneska. Hún situr á stóli
með hjálm á höfði, brynhlíf um brjóst,
og styður hægra olboganum á stólbrík-
ina, en heldur á sverði. í vinstri hendi
hefir hún lagatöflu, og á henni eru orðin :
Republique francaise, Constitution du 25.
fcvrier 1875. Marcére, ráðherra innan-
ríkismálanna, hjelt vígsluræðuna, og
minntist þess í snjöllu máli, að þjóð-
veldið ætti nú allar þrautir sínar af
staðnar; þvi hefði unnizt að löghelga
frumreglurnar frá 1789, sæti nú að völd-
um i ró og friði á landi sínu, og hefði
sjer að verði eigi flokk manna, heldur
alla þjóðina. pó mikið væri um dýrðir
og fögnuð þann dag, er sýningin var
vigð, segja menn, að hjer hafi langt yfir
tekið, enda hafði borgarstjórnin lagt ó-
grynni Qár til viðhafnar og skemmtana.
Belgía. Hjer hafa nýlega orðiðráð-
herraskipti, er það tókst loksins (við
kosningarnar síðustu) að draga þingafl-
ann frá klerkavinum. Frére Orban, einn
hinn helzti forstöðuskörungur frelsis-
manna, kom saman hinu nýja ráðaneyti
og veitir því forstöðu.
Bandaríkin í Norður-Ameríku. Hjer
hafa ljót svik komizt upp um þjóðveld-
isflokkinn, sem sumir hans helztu menn
— jafnvel sumir ráðherrarnir í Washing-
ton — hafabeitt við forsetakosninguna
síðustu. pað þykir nú sannað, að Hayes
hafi borið hærra hlut fyrir falska at-
kvæðatölu. pjóðvaldsmenn segja, að
þeim muni auðgefið að finna líkt hinna
megin, ef vel sje leitað. Hvað sem upp-
götvað verður af þessum ósóma, þá er
það þó ætlan manna, að kosningunni
verði eigi brjálað úr þessu, enda líkar
öllum vel við forsetann nýja. En við
hinu búast allir, að þetta spilli drjúg-
um fyrir þjóðveldismönnum við næstu
kosningar.
Sínland. Vjer höfum minnzt áður á