Ísafold - 20.07.1878, Síða 3

Ísafold - 20.07.1878, Síða 3
ÍSAFOLD. 71 2% 87 hallæri í norðurhluta þessa mikla ríkis, en síðan hafa borizt þær ógurlegustu sögur af hungursneyðinni. Hjer hefir ekki átt úr steini að hefja í 3—4 síð- ustu árin, enda er sagt, að mannfellir- inn hafi að tölunni náð 5 miljónum. Mennhafa hjerlagt sjerlík hinna látnu til næringar, og leiðzt til þess sem hrylli- legast er, að þyrma ekki lífi nánustu ástmenna sinna. Norðurlölld. Veðráttan hin blíðasta síðan í miðjum júní. Vinstrimenn Dana á miklum fundasveimi, og „tönnlast“ nú „og tyggjast“ sem ákafast, sín á milli. Allt um það er ekki loku fyrir skotið, að saman renni með þeim aptur, þeg- ar haustar, og þeirri ætlan bregður fyr- ir í sumum blöðum þeirra. Konungur vor og krónprinsinn eru á Fjóni þessa daga við landbúnaðarsýningu í Svend- borg. — í dag kom hingað til Kaup- mannahafnar Louis, sonur Napóleons þriðja, á ferð sinni til skyldfólksins í Stokkhólmi. þeim þótti hann heldur sviplítill, er hann sáu. A öðrum gesti er von einhvern daginn ; það er Grant hershöfðingi, forseti (sem var) Banda- ríkjanna. Vera má, að til hans þyki meira koma. Nordenskjöld prófessor er nýlagð- ur af stað á ferð sína til að kanna norð- urströnd Asfu (sbr.Jj „Skírni“ í fyrra bls. 155). Mannalát. 28. maf dó John Russel (jarl) 86 ára að aldri. Hann var einn af höfuðskörungum Viggaflokksins á Englandi, og hefir átt meginþátt að öllum lagabótum, sem hafa aukið og eflt þegnlegt frelsi og jafnrjetti. 12. júní dó í París Georg, landflæmdi kon- ungurinn frá Hannover. Hann varð snemma blindur á báðum augum. Prúss- ar tóku upp fje hans, sem hendur mátti á festa (16 milj. prússn. dala), en buðu honum það aptur, ef hann vildi afsala sjer ríkisrjetti, en þeim sættum vildi hann aldrei taka. Menn segja, að þeir hafi haldið sömu boðum að Ernst Augústi syni hans, en hann hafi ekki heldur viljað að neinum kostum ganga. Hann á að erfa Brúnsvík og verða þar her- togi. — 26. júnf dó hin unga drottning Alfons konungs á Spáni, nýkomin á xg. árið, og höfðu þau ekki lifað leng- ur saman í hjónabandi en síðaní janúar- mánuði þ. á. „Kirkja“ og „kristni44. pað er orðin tfzka nú á dögum f ritum og ræðum, að hafa orðið „kirkja“ ekki einasta um Drottins hús, eins og það hefir alla tíð verið haft hér á landi og almenningur hefir enn, heldur og fyrir kristna trú, kristni, fyrir kennend- ur hennar, stjórnendur hennar, játend- ur hennar, svo orðið „kristniíi, sem hefir lengst af verið haft til að tákna—með orðum sem við áttu—allt þetta, nema húsin, er nú að hverfa úr bókmálinu. J>að er nú óvíða orðið eptir, nema f orðunum „kristniboð'1, „kristniboði“, og að nokkru leyti f „kristinn“ og „að kristna“ (= kenna kristni eða taka inn í kristni). Og þess verður varla langt að bíða, ef sama fargani fer fram, að úr þessum orðum verði: „kirkjuboð“, „kirkjuboði“, „kirkinn“ og „að kirkja“ (nema hvað menn munu sneiða sig lengst hjá seinasta orðinu, af þvf það á sér í málinu samhljóða orð í ólfkri þýðingu, orðið ,,kyrkja“=„hengja“). Að hafa „kirkja“ um annað en húsið, 0 : Guðshús, álít eg útlenzku, tekna upp úr þýzku og dönsku í ís- lenzkuna nú á þessari öld, helzt á næst- liðnum 30 til 40 árum — sjaldan fyrr. Og nú taka óðum hver eptir öðrum orðið í þessum nýju merkingum, sem villir skilning almennings, er aldrei nefnir kirkju annað en húsið, sem kirkja hefir verið nefnt sfðan kristni kom hjer á land. í þeirri merkingu er orðið fyrir löngu búið að vinna hjer málsrjett, en f engri annari. Hinar nýju þýðingar þurfa margar aldir til að vinna hann, því þær eru villandi skilning manna, og margar í sama orðinu. Alþýðan okkar, traustasta vörnin málsins okkar fagra, mun lengi halda orðinu „kristni“ f fornri og rjettri merkingu, en seint fella sig við, að kalla kristna menn og kristna trúkirkju, kristnistjórn ogkenn- ingu kristinnar trúar kirkju, kristnirjett kirkjurjett o. fl. þess háttar. Slíkt eru nýmæli þessara tíma, sem eiga erfitt með að komast inn í skilning almenn- ings og á tungu hans. Og aldrei um aldur og æfi tæki alþýða hjer það ept- ir að segja t. a. m.: hann fór til heið- ingja að kirkja þá, í stað þess að kristna þá, þó bókmálamenn þessara tíma vildu taka það upp af ástfóstri við kirkjuna sína. Eg man ekki eptir að eg hafi sjeð orðið kirkju í sömu þýðingu og kristni í nokkurri bók sem rituð var fyrir næstliðin aldamót og varla heldur í því sem ritað var á 2 til 4 fyrstu ára- tugum þessarrar aldar, nema hvað því bregður fyrir í þýðingum úr þýzku og dönsku og þó sjaldan, það jeg man. — þ>að man eg glöggt, að eg lærði f fræð- unum fyrir nærri 60 árum: „heilög al- mennileg kristni“ eigi „kirkja“ — hvort þau fræði voru skrifuð eða prentuð, það man eg ekki—og eptir næstliðin alda- mót kvað sfra þorvaldur: „pig heilög kristnin herra Guð“, eigi kirkjan. Fús er eg að játa, að eg er ófróður um rit- mál 14. til 19. aldar, því jeg á fátt af bókum þeirra tíma, nema guðsorðabæk- urnar gömlu. pví er djarft af mjer, að fullyrða, að orðið kirkja í sömu þýðing og kristni finnist hvergi í þeim. pað vil eg eigi heldur gjöra. En sjaldgæft mun það vera. Og af því eg er alinn upp og hefi nærri alla tfð lifað eins og í skauti alþýðunnar, þykir mjer hennar mál fegurst, og þegar eg heyri aðþað er enn að mestöllu leyti eins og málið var á gullöld tungunnar, sem fornsög- urnar fögru lýsa, álft eg það bezta mál- ið, sem við eigum til, hættir því við að tortryggja orð og málsgreinir, sem eg heyri aldrei af alþýðu vörum og hefi hvergi sjeð í fornsögum. Og því álít eg málspilli að taka upp í málið útlend aðskota-orð eða málsgreinir, sem alls eigi þarf. pó menn smíði sjer, með okkar málfærum, ný orð úr útlendum orðum, sem málið okkar á engin orð um, það er annað mál. pað auðgar málið okkar og getur prýtt það, þegar vel er smíðað, sem málið okkar á beztu efni til. Veit eg að einstöku skrípaorð hafa komið upp eða inn í daglega mál- ið á ýmsum öldum í ýmsum sveitum, sem eigi eru hafandi í bókmáli, af því þau eiga enga rót f fornmálinu og þeirra þarf eigi við, því samþýdd orð eru til. Enda eru þau að eins einstakra sveita eign, en eigi alþýðu, og því eigi alþýðumál. pað getur og valdið mis- skilningi að taka í bókmál sum þvílík sveitaorð t. a. m. orðið útsuður, sem haft er nú í sumum Reykjavíkurbók- um, eptir sveitamálinu þar, fyrir suð- v e s t u r, en þýðir á Austurlandi s u ð - austur. Orðið „kirkja“, með hinum mörgu þýðingum sem nú er farið að tíðka, er lfklega tekið upp, eptir útlenzkunni, af því það er ofur handhægt. Að öðrum kosti yrði að hafa sumstaðar 2 orð í stað þess. pó tel eg rangt að hafa það, af því það hefir aldrei náð hjer máls- rjetti, nema um Guðs hús, og almenn- ingr skilur ekki aðrar þýðingar þess. Sje þetta hjegómamál, sem eg hefi sagt hjer um þetta orð, að það sje ný tfzka eða danska að hafa það um ann- að en Guðs hús, bið eg þá að leiðrjetta mig, sem betur eru að sjer en eg. 31U 78. S. q. Póstskipið Pltönix, (Ambrosen), hafnaði sig hjer í fyrrakvöld (18. þ. m.). Fer aptur 30. þ. m. kl. 3 e. m. Díana, strandferðaskipið, kom til Kaupmannahafnar 6. þ. m. Frá Nýja-íslandi er oss ritað 7. f. m.: Maí-mánuður var kaldari en í meðalári hjer og um allan norðvestur- hluta Ameríku, og komu talsverð nætur- frost fram yfir miðjan mánuðinn. Eigi skemmdu þau hjerneittað mun. Snjór fjell hjer þann 2. og 3. hart nær 1 fet á dýpt, og varð þá frost 1 stig á R. en alveg var snjórinn tekinn upp þann 5. Slíkt snjófall hefir eigi komið fyrir um þann tfma í manna minnum. Eptir það var þurt og hreint veðurlag, að undanteknum 2 úrfellisdögum, og undir lok maí fór að hlýna að mun. pað sem af er þessum mánuði hefir verið bezta tíð, hitar og sólskin. Meðalhiti þessa viku 11 stig á R. Einstöku menn fóru að sá hveiti seint í apríl, en flestir sáðu eigi fyrenímaí. pað sem sáð hefir verið lftur vel út hjá flestum. Kartöflum er víðast búið að sá, ognú eru ýmsir að sá höfrum byggi og garðfræi. Gras er orðið hnjehátt á

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.