Ísafold - 02.07.1879, Qupperneq 2
70
þarfleg; en þau eru það og á annan
veg. Eptir því sem næst verður komizt,
eiga menn hjer á landi, að opinberum
sjóðum meðtöldum, um eða rúma hálfa
miljón króna í konunglegum skuldabrjef-
um. þeir sem hafa aflað sjer þeirra,
hafa eigi átt annan kost betri að þeirra
áliti, en mundu miklu fremur hafa kos-
ið að leggja fje sitt i innlend skulda-
brjef, er hægra væri að láta ganga
mann frá manni í kaupum og sölum.
þetta er enn ein ástæðan til þess, að
æskilegt er að lánsfjelög sje stofnuð.
Eg hefi nú talið nokkrar af hinum
almennu ástæðum, er mæla fram með
stofnum slikra fjelaga. Síðar mun verða
farið fám orðum um gagn það, er þau
geta gert til þess að bæta búnað vorn,
og um það, hvort og hvernig' þau geti
komizt á legg.
Hþfundur nokkur, sem kallar sig
„Bónda“, hefir í 6. bl. „J>jóðólfs“ þ. á.
komið fram móti ísafold og bændum.
Af orðum hans að ráða er það sami
maðurinn, sem lagði kaupmönnum
þjóðráðin í 2. tbl. „f>jóð.s“. „þ>jóð.“ sagði
þá, að maðurinn væri „vitur“. Hin „vit-
urlegu“ ráð voru reyndar að mjer fannst
í því fólgin, að kenna kaupmönnum að
ná „fastatökum“ á bændum, þó lausa-
tökin, sem þeir hafa haft, hafi verið nóg
til þess að hafa þá flata. En betra er
það sem betra er. En sízt skyldu menn
ætla, að bændur væru þannig sjálfs
síns meinsmenn.
Ekki vill bóndinn „fylgja11 ísafold
í röksemdum um það, hvað sjeu kaup-
staðarskuldir. ísafold hefir leittrök að
því, að eðlilegast sje, að kalla það eitt
kaupstaðarskuld, sem óborgað sje að
ári liðnu. þetta er óhrakið af bónda
og öðrum, og þessa skoðun aðhyllast
kaupmenn opt í verkinu, þótt þeir að
hinu leytinu neiti þeim biðjandi fátækl-
ing á stundum um alla úrlausn, þó að
hann hafi borgað fulla skuld fyrra árs.
Eða hvað er eðlilegur „gjalddagi11, sem
„Bóndinn11 talar um, ef ekki næsta kaup-
tið eptir að lánið er tekið.
En í stað þess, að gjöra sjer ljóst,
hvað kaupstaðarskuldir eru, sem er þó
aðalatriðið í málinu, þá ber bóndinn það
blákalt fram, að tillögur “þ>jóðólfs“ hafi
verið rangfærðar. Hann segir: ,,f>að
stendur hvergi í „þ>jóð.“, að kaupmenn
skuli ekki framar lána“. I 2. tbl. „þjóð-
ólfs“ stendur þó það fyrsta þjóðráð bónd-
ans, þannig orðað: „Kaupmenn semji
við skiptamenn sína, að þeir hafi borg-
að skuldir sínar við þá, innan 6 ára“.
Er nokkur órugluð hugsun í þessum
orðum, ef lán á að haldast ? Af því að
ísafold hefir sagt, að skuldirnar aukist
hjer vanalega í góðárunum, dregur
„Bóndinn11 þá álykun, að „ekki sýnist.
ómögulegt að losast við þær á 6 árum11.
í þessa ályktun vantar nú það, að þau
6 ár, sem náðarfresturinn stendur, verði
góð. En ráðið kemur nú fram þann 30.
des. 1878, eptir ein þau bágustu ár,
sem gengið hafa á suðurlandi. „Bónd-
inn“ segir: „Að verzla hjer á landi án
láns er flestum ómögulegt11; en hvaða
afleiðing verður þá af því að borga
skuldir á 6 árum ? Fyrir mörgum eng-
in verzlan. f>að segir „Bóndi11, að hverj-
um manni verði að þykja rjett og sann-
gjörn viðskipti, að gjalda 5 af hundraði
af þeim skuldum, sem safnazt hafa í
skuldaverzluninni með fram af því, að
verðið hefir verið hærra af því kaup-
maðurinn hefir gjört ráð fyrir, að mik-
ið mundi liggja arðlaust í ógreiddum
útlánum, og sumt aldrei greiðast. En
er þetta sanngjarnt? Minnkar þá skuld-
in við það, þó að við hana bætist 5 af
hundraði, og kennir reynslan það, að
menn verði því áhugameiri um að borga
skuldina, því hærri sem hún er? kenn-
ir ekki reynslan það gagnstæða, að á-
huginn að lúka skuldinni verður það
minni því meira sem hún vex, og er
það ekki að því leyti eðlilegt, að því
hærri sem skuldin verður, því ómögu-
legra verður mörgum að greiða hana?
f>að er mjög óheppilegt af bóndanum,
að vitna í þessu tilliti til Gránufjelags-
ins ; þó Gránufjelagið væri fyrirmynd,
sem annars ekki er mín skoðun, þá hefir
það ekki tekið þá ákvörðun, að heimta
5 af hundraði, til að minnka skuldir%
heldur af því, að eigendum hlutabrjef-
anna hefir þótt það ranglátt, að sumir
hefðu fje þeirra leigulaust ár eptir ár,
og rýrðu með því leigu þá sem þeim
ber. Eða er þá „Bóndanum11 eins annt
um innstæðu útlendra kaupmanna, og
Norðlingum um sín eigin hlutabrjef?
En er nú þessi rentureikningur „Bónd-
ans“ ekki í sjálfum sjer lokleysa, eins
og verzlaninni nú er háttað? Hver á
að tiltaka þann gjalddaga, sem „Bónd-
inn“talarum? Náttúrlega kaupmaður-
inn segir „Bóndi11. Og kaupmenn hafa
optast haldið því fram, að gjalddagi
hlutarins sje þegar hann er tekinn.
Yerður það ekki dýrðlegur rentureikn-
ingur hjá þeim, sem taka nálega sinn
hlutinn hvern dag ársins? En það er
næst að skilja, að „Bóndinn11 vilji hafa
gjalddagann um nýjár. En hver borg-
ar þá kaupmanni rentur af vörum til
nýjárs, og hver borgar honum rentur
af vörum, sem látnar er upp í skuldina,
en liggja hjer eða ytra óseldar, ef hann
ekki gjörir það sjálfur, þegar hann verð-
leggur þær innlendu og útlendu vörur ?
Með öðrum orðum: rentureikningurinn
er lokleysa, nema á þeim vörum, sem
eru óborgaðar árum saman, en hann er
nýtt meðal til að þvinga bændur, og
hefir engan annan árangur en að auðga
kaupmenn, ef það er arður fyrir þá að
skuldir landsbúa aukist.
Bæði „f>jóðólfur“ og ísafold eru
á því, að kaupstaðarskuldirnar þurfi að
rnihnka. „Bóndinn11 hefir lagt það til,
að kaupmenn heimti inn skuldir á 6
-árum, að þeir gjöri samtök um að lána
eigi framar nema gegn brjeflegri skuld-
bindingu, að þeir fastbindi að taka í
leigu 5 af hundraði af skuldum, aðþeir
þinglýsi öllum stærri skuldabrjefum,
sjálfsagt á kostnað lántakanda. Með
bezta vilja er ekki hægt að sjá, að í
tillögum þessum liggi umhyggja fyrir
öðrum en kaupmönnum, en vera má,
að meiningin sje betri en orðin benda
til. Isafold hefir aptur lagt það til, að
jafnframt því að takmarka lánin verði
kaupmenn að verzla sem bezt og hag-
kvæmast fyrir landsbúa, að þeir hafi
meiri peninga í verzlunum sínum, og að
þeir hafi viðskiptabækur, svo bæði sjálfir
þeir og viðskiptamenn þeirra geti vit-
að nær sem er, hvað viðskiptunum líð-
ur. þessar tillögur álítum við bænd-
urnir skynsamlegar, og hlutdrægnis-
lausar. Sje þessa eigi gætt, þá er hætt
við að skuldirnar verði líkar, hvað sem
öllum „samtökum11 og „skuldabrjefum11
og „rentum11 og „þinglýsingum11 líður.
Ráðið til að minnka slculdirnar er ekki
það, að kaupmenn kúgi bændur meira,
heldur hitt, að þeir með góðum við-
skiptum leiði þá til að vera áreiðan-
legir viðskiptamenn, og gjöri þeim mögu-
legt að vera það. Annar bóndi.
"Vetrarvertíðin hjer innan flóa byrjaði,
eins og lög gjöra ráð fyrir, með því,
að þorskanet voru lögð í Leiru-og
Garðsjó 14. marz; þó lögðu 8 skip út-
lend og 1 innlent þorskanet 13. marz;
þau voru öll úr Leirunni.
Undir eins í fyrstu umvitjun voru
nálega öll net full af fiski, þó enn frek-
ara eptir því sem út á dró. þessi afli
hjelzt allt til hins 22. s. m. þá gerði
ofsaveður á vestan útsunnan, með stór-
brimi. Hjeldust svo rok og umhleyp-
ingar allt fram til mánaðamóta. Fóru
menn þá að leita neta sinna, sumir
árangurslaust að öllu leyti, en sumir
fundu þau í stærri og smærri hnútum,
fleiri og færri trossur saman, fullar af
morknum fiski. Netatjónið var stórkost-
legt, því sumir hafa aldrei fundið einn
möskva af netum sínum. Eptir þessa um-
hleypinga varð alveg fiskilaust í Garðs-
og Leiru-sjó, og þótti það að líkindum,
þar allur sjórinn úði og grúði af neta-
hnútum, fullum af úldnum fiski, svo
brákina lagði með föllunum, eins og
lýsi hefði verið hellt í sjóinn. Eptir
nærfellt hálfan mánuð fór þó að verða
dálítið vart aptur í net í Garði og
Leiru-sjó, en um sama leyti kom fiski-
hlaup fram undan Vatnsleysuströnd,
sem margir náðu í, einkanlega af Inn-
Ströndinni. í Vogum og Njarðvíkum
varð svo að segja enginn afli í net á
grunni, og þykir það benda til þess,
að netastappan og sá mikli skemmdi
fiskur, sem i henni lá, hafi fælt allan
fisk frá að ganga að sunnanverðu inn
til Voga og Njarðvíkur, eins og líka
það þykir fullsannað, að allur sá mikli
fiskigrúi, sem var í Garðsjónum fram
til 22. marz, hafi allur snúið aptur norð-