Ísafold - 14.01.1880, Side 2

Ísafold - 14.01.1880, Side 2
rennur eru í lagi, sje það eigi, er sjálf- sagt að gjöra við það, sem í ólagi er. A vorin byrjar maður að veita á, þegar snjór er leystur og frost að mestu er farið úr jörðu; að byrja fyr, er hvorki nauðsynlegt nje gagnlegt, því á meðan vatnið er ískalt, gjörir það engin not, en getur verið skaðlegt, þá er það gadd- frýs á nóttunni, og þiðnar ekki fyr en komið er langt fram á dag. þegar veðrið er orðið svo hlýtt að eigi gaddar á nóttunni, er tími til kominn, að veita á. þegar áhleypan er byrjuð, er áríð- andi, að láta vatnið renna yfir á hverri nóttu, þá nokkur næðingur er, svo að næturkuldarnir nái ekki grasrótinni. Ekki skal láta vatnið liggja lengi á í einu, nema maður neyðist til þess, ef t. d. kuldakast gjörir, því þá ber að láta vatnið liggja á nótt og dag, með- an á kuldanum stendur. En, undir eins og hlýnar, skal veita af, og þegar al- gjör hlýindi koma, er bezt að veita ekki optar á en svo, að jörðin haldist að eins rök. þ*egar svo viðrar, að sólskin og hitar eru á daginn, en svalt á nóttunni, er gott að hleypa áum miðaptansbilið, svo vatnið geti verið komið yfir, áður en næturkuldinn byrjar; hleypa svo apt- ur af á morgnana kl. þetta 4—-5, svo jörðin nái að njóta sólarhitans á daginn. þ»að er fljótgjört, að taka úr stíflur og setja þær í; má til þess brúka börn, konur og gamalmenni, eptir því sem á stendur. En það er auðvitað, þegar svo er opt hleypt bæði af og á, verður vatnsmegnið að vera töluvert, og svæð- ið sem á er hleypt, má ekki vera of stórt, þegar vatnið á að renna yfir það allt á stuttum tíma; er því bezt að skipta enginu t. d. í ferhyrnda reiti, með skurð- um, hvern völl svo sem 2 dagsláttur. í þessum skurðum rennur vatnið um daga; því ekki tjáir að hleypa of langt í burtu; vatnið er þá of lengi að renna af og á, þegar það hefir svo langan veg að renna. Bezt er að hafa skurðina lárjetta, þar sem því verður við komið, svo vatnið geti alstaðar vætl- að jafnt yfir út af skurðunum. þ>essa skurði á að stífla á ýmsum stöðum, svo vatnið nái að renna af einum reitnum á annan, og komist ekki burt, fyr en það er búið að vökva allt það svæði, sem undir vatnsveitingu er. Haustáveitan er ætluð til að veita jörðunni frjóvgunarefni. þ>á er látið seitlayfir 4—6 daga, helzt þegar vatna- vextir eru, því þá er jafnan mest frjóvg- unarefni í vatninu ; þó verður að gjalda varhuga við, að ekki berist með vatn- inu sandur og möl. Síðan hleypir mað- ur vatninu af og lætur liggja þurt 2— 3 daga; svo er hleypt á aptur, og gengur þetta, þangað til frost byrja. þ>á er hætt. Flóðveita á bezt við á mýrlendri jörð og hallalítilli. þarf hún ekki eins mikillar umhirðu eins og hin fyrri, og er því ódýrri. Til flóðveitu útheimtist fyrst, að í nánd sje vatn, á eða lækur. sem vatn næst úr á flæðiengið; í annan máta, að engið sje hallalítið og eins og í dalverpi; annars verður að hlaða flóðgarða; í þriðja máta, að vatni því, sem safnað er í flóð, sje ætlað afrennsli gegnum hlið á garðinum, þar sem garð- ar eru; í fjórða máta, að afrennslis- skurður sje hafður á hentugum stað eptir endilöngu enginu þaðan, sem vatn- ið er tekið og í hliðið, sem er á garðin- um, og sem hægt er að hafa opið eða apt- ur eptir vild. Sje engið stórt, þarf fleiri skurði beggja megin við langskurðinn með þeim hætti, að þeir liggi þvert á hann, svo vatnið nái að renna sem fljót- ast af enginu, þegar af er hleypt. þ>essa skurði skal, eins og gefur að skilja, taka þar, sem vatn vill helzt sitja eptir, en þó skal þess gæta, að krækja ekki alla polla, heldur hafa skurðina beina og jafnhliða, því bæði er það vinnu- sparnaður og lítur betur út. — Flóðveit- an byrjar á haustin eptir slátt, þegar ljáför eru farin lítið eitt að gróa; er svo vatnið látið liggja á fleiri eða færri daga, eptir því, sem veðrið er hlýtt eður kalt; þó er aðgætandi, að láta það ekki liggja svo lengi á, að það súrni, því þá feyir það grasrótina. þ>á er hleypt af, og engið látið vera þurt nokkra daga o. s. frv., þangað til frost fara að koma; þá er hleypt af, og eng- ið látið vera þurt undir veturinn. En sje vatnið svo djúpt, að það ekki botn- frjósi, má vel fara, að láta það liggja á vetrarlangt; þó má ekki leika slíkt vetur eptir vetur, því þá vill grasrótin fúna, sökum þess hún nýtur ekki áhrifa loptsins allan hluta ársins. Sje vatnið látið liggja á vetrarlangt, verður að varast að hleypa því fyr af á vorin, en frost eru úti, og vorhlýindi komin. Hafi engið aptur á móti legið þurt yfir vet- urinn, hleypir maður svo snemma á sem unnt er, og lætur svo liggja áfram í frostleysur. Síðan er farið að hleypa af og á með svipuðu millibili, en maður gætir þó þess, að láta engið helzt liggja þurt, þegar heitast er. þ>egar hálfur mánuður eða þrjár vikur eru til sláttar, er áhlej'pum hætt. þ>egar af er hleypt, skal þess gætt, að vatnið renni af með mestu hægð, til þess að leðjan og slíið, sem sezt hefir á botninn, og hefir mest frjóvgunarefni í sjer fólgið, verði eptir. Við flóðgarðahleðslu er athugandi jyrst og fremst að hafa garðinn nógu sterkan, annað að velja hentugan stað fyrir hann, þar sem hann má vera stytzt- ur og lægstur; þriðja, að taka efnið í hann ekki nema 3—4 faðma frá hon- um og ætíð fyrir utan hann, en aldrei innan, nema því að eins, að skurðursje grafinn, sem þó má aldrei vera mjög nærri garðinum. Eigi flóðið að vera mikið, sem garðurinn heldur, veitir ekki af, að hafa garðsþykktina neðst íjórum sinnum hæðina. Sje t. d. garð- urinn 4 fet á hæð, þá verður botninn 4 X 4 = 16 fet á þykkt, en þarf þar fyrir ekki að vera nema 1 fet á þykkt efst, eins og myndin hjeráeptir sýnir: b c e Hlið vatnsins er a b c, garðsend- inn er c d e. þ>ví meira sem vatns- megnið er, sem á garðinn leitar, þess þykkri verður hann að vera að neðan, allt eins og sterkari gjarðir eru hafðar á stórum ílátum, en smáum. Garður- inn skal hlaðinn úr sniddum og helzt ef unnt er, borið ofan í hann leir eða leirblönduð jörð eða þá fínn sandur; annars mold, sem þá verður að mylja og troða vandlega. Er við starf þetta bezt, að brúka hesta og teyma þá ept- ir endilöngum garðinum, svo moldin troðist sem bezt. þ>á er gott að berja sniddurnar vel hverja að annari, svo garðurinn verði sem þjettastur. Orsak- ii'nar til þess að flóðgarðar standa illa hjá mönnum er helzt óvandvirkni; gras- rótin er stungin upp og svo er henni einhvern veginn böðlað upp í garðinn, án þess hnausar sjeu muldir eða troðn- ir að gagni. þ>á er sniddunum hlaðið af handahófi, án þess að fella þær vel saman ; garðurinn verður með þessu móti holur innan ; vatnið kemst í hann og hleypir honum upp. ]?ví næst eru þeir optast of þunnir, og loks er vatninu ekki meinað að renna yfir þá, sem aldrei má eiga sjer stað, heldur eiga svo mörg og stór hlið að vera á garðinum, að vatnið geti runnið af jafnóðum og það kemur að. þ>á eru garðarnir opt brúk- aðir of snemma, áður en þeir eru grónir og sígnir. Veitir ekki af, að láta þá standa árlangt áður en þeir eru brúk- aðir, svo þeir nái að vallgróa. Hliða- kampana skal hlaða úr veltugóðum strengjum, svo að endarnir liggi inn í garðinn, til þess, að vilji kamparnir skúta, þá sje hægt að skera úr þeim að ósekju, því trautt verður skorið fyr- ir enda strengjanna. í hliðunum er haft timbur og eru þau opin upp úr gegn. Gott er að tyrfa flóðgarða vatns- megin; sjeu þeir orðnir hnökróttir, sker maður burt alla hnökra, fyllir upp hol- urnar og tyrfir; vallgrær þá garðurinn og styrkist mjög mikið-------„. — þ>ar vjer höfum orðið áskynja, að sumir rengja það, sem staðið hefir fyrir skemmstu í blaði þessu um mismuninn á verðlagi á útlendum varningi, pönt- uðum erlendis og hingað fluttum með gufuskipunum, og á því verði, sem ís- lenzkir kaupmenn leggja á samkynja, en þó optast lakari varning í sinni teg- und, þá setjum vjer, almenningi til fróð- leiks, eptir fylgjandi reikning, dagsett- an í ágústmánuði í sumar eð var, frá merkum og áreiðanlegum kaupmanni í Kaupmannahöfn til bónda hjer á landi, og samhliða meðalverð á samkynja varn-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.