Ísafold - 14.01.1880, Síða 4

Ísafold - 14.01.1880, Síða 4
4 viðhöfð hjer á grunninu, þar sem litlir eða engir straumar eru. það mun því flestum virðast betra að leggja lóða- brúkun niður með nýári, heldur en að halda henni áfram til vetrarvertíðar, því „af tvennu illu skal taka hið minna“. Ekki fóru Strandarmenn fyrstir með ýsulóð út í Garðsjóinn á yfirstandandi haustvertíð, svo mikið er víst. þ>ar næst minnist Njarðvíkingurinn á, að á fundinum hafi verið stofnuð samtök til þess að útrýma inntökumönn- um, og spáir, að þau muni fara á sömu leið og lóðarsamtökin. Hvar þarf þeirra samtaka nú helzt við hjer í hreppi, má jeg spyrja? — Ekki á Ströndinni; því, auk þess sem inntökumenn hafa engir verið teknir á innanverðri Ströndinni hinar síðastliðnu vertíðir, þá hefir þeim einnig verið fækkað að góðum mun á Suður-Ströndinni á síðustu árum. En, hvar skyldu þeir hafa fjölgað mest hjer i hreppi undanfarnar tvær vertíðir ? Ur því ætla jeg að lofa Njarðvíkingnum að leysa sjálfum. Að endingu segir „Njarðvíking- urinn“, að ekki skuli „bóndasonurinn“ í þ>jóðólfi láta sig furða á því, þó illa hafi gengið með verzlunarfjelagið á Ströndinni, fyrst svona hafi gengið þar með önnur samtök. Að vísu verður það ekki ráðið af grein bóndasonarins, að hann kenni það fremur Strandar- mönnum en öðrum, sem í fjelaginu voru, að það var upp haiið, en sje það mein- ing hans, þá hefir hann máske ekki varað sig á, að í fjelaginu voru fleiri en Strandarmenn einir, þó það væri nefnt Strandarfjelag. Jeg ímynda mjer samt, að Qelagið stæði í fullum blóma enn í dag, ef Strandar- og Vogamenn hefðu einir haft nógan vöruafla til að halda því áfram; svo mikið er víst, að á Strönd- inni verzlaði margur maður við fjelagið meira af vilja en mætti, en máttinn gef- ur sjer enginn sjálfur. þess utan veit jeg með vissu, að nokkrir menn á Strönd- inni verzluðu í fjelaginu árlega svo þúsundum króna skipti, þó engir hafi stutt það eins öfiugt og Vogamenn. Aptur á mót er mjer kunnugt, að i fjelagið gengu menn, sem hvorki voru af Ströndinni nje úr Vogunum, verzl- uðu við það að nafninu öll árin, meira af forvitni en fjelagsanda, meira til þess að hnýsast eptir vöruverði og ástæðum fjelagsins yfir höfuð, en til að eflaþað, og færðu sjer svo í nyt það sem þeir frjettu, á þann hátt, sem peim sjálfum hentaði bezt. Ekki voru það Strandar- menn, sem fyrstir manna, á fyrsta ári fjelagsins, rufu verzlunarsamningana og brutu þar með þau lög, er þeir höfðu undirskrifað tæpu ári áður, og ekki voru þeir heldur úr Vogunum. það get jeg gjört Njarðvíkingnum til geðs, að bera ekki á móti því í þetta sinn, að Strandarmenn yfir höfuð standi fyrir aptan Njarðvíkinga í því sem við- víkur fjelagslífi og fjelagsanda, en ef svo er, þá vona jeg að þetta fari nú bráðum að lagast, því Njarðvíkingurinn hefur nú (að líkindum) einmitt hitt á hið rjetta ráð til að kippa því í lag, eða, er það ekki eina meðalið til að efla samtök og bróðurlegan fjelagsanda í sveitinni, að bera út bresti nágranna og sveitunga sinna — helzt í blöðunum — og bæta svo ofurlitlu við, til að drýgja þá í meðferðinni? Strandaringur. —Nefnd sú, sem undirbjó afnám verzlun- areinokunarinnar hjer á landi 1786 (Schim- melmann, Eeuentlow, Thodal, Jón Eiríks- son, Schou, Erisch, Eggers og þrír verzlun- arstjórar, Martini, Pontoppidan og Hamme- leff) segir í áhtsskjali sínu, dagsettu 8. ágúst 1786, svo: að eptir bókum verzlunarinnar hafi hún í þau 11 ár, 1774—1784 haft þessar TEKJUE: Ed. Sk. 1., Islenzkur varningur ... 2519031 46 2., Vöruforðar í Khöfn ..... 113600 »» 3., Vöruforðar á íslandi ... 32418 50 4., Hús og áhöld áíslandi .. 62488 »» Samtals ...... 2924638 »» og ÚTGJÖLD: 1., Útlendur varningur ..... 1326600 65 2., Farmgjald ............... 752905 88 3., Tryggingargjald........... 89595 37 4., Kostnaður í Khöfn ....... 298167 15 5., Kostnaður á íslandi ..... 435101 81 2902370 94 6., Vextir af þeim höfuðstól, sem í verzluninni stóð, 1050000 rd. 42000 »» Samtals .................. 2944370 94 Útgjöldin altsvo þessi 11 ár til samans hjer um bil 20,000 rd. meiri en tekjurnar. Verðið á útfluttum (íslenzkum) varningi var að meðaltali ár hvert af 21 næstundan- gangandiárum .............. 222,100 rd. á aðfluttum (útlendum) .... 183,000 — Mismunur ........ 39,100 — sem íslenzkur vamingur hafði numið meira á ári hverju, en aðflutturvamingur. Islenzki varningurinn er reiknaður eins og hann seld- ist í Kaupmannahöfn og annarsstaðar í út- löndum. Útlendi varningurinn er reiknaður eptir innkaupsverði, að viðbættu farmgjaldi, tryggingargjaldi og 10°/° fyrir minni útgjöld, svo sem vinnu- og afgreiðslu-laun, skemmu- leigu, o. s. frv., bæði fyrir að- og útfluttan vaming. Allt að einu verður afraksturinn íslandi í hag, og það, eins og nefndin að orði kemst, »þótt verzlunin væri rekin í Kaup- mannahöfmc 39,100 rd. á ári, eða 21-J°/° af þeirri innstæðu (222,100 rd.), sem útheimtist til allrar útgjörðar og annara útgjalda, og tekur nefndin það fram, »að hver kaupmað- ur muni láta sjer þennan afrakstur nægja«. Nú láta kaupmenn sjer ekki minna nægja en upp og ofan 33—50°/°, og á stöku vörum, svo sem salti, miklu meira. HITT OG ÚETTA. —Maður rúmlega tvítugur, Vigfús að nafni þmrsteinsson á Gröf í Grímsnesi, hafði milli jóla og nýárs ráðið sjer sjálf- um bana, og annar í sömu sveit nokkru fyr, báðir með hengingu. í Borgar- firði hefir og maður drekkt sjer í Hvítá. — J>rír menn, úr Mosfellssveit, sóttu upsa til Hafnarfjarðar snemma í þess- um mánuði, urðu þeir þaðan síðbúnir, fengu hrakviðri mikið um nóttina á heimleiðinni; komust tveir til bæja, en einn, Halldór Halldórsson frá Hamra- hlíð, varð úti örskammt frá bænum Korpólfsstöðum. — Alþingistíðindin eru nú öll komin út. þ>au eru um 200 arkir. En þótt þau sjeu svona stór, er þó alþingis- kostnaður í þetta sinn nærri 3,000 kr. minni en árið 1877. —- í Hafnarfirði hefir um tíma verið ákaflega mikil upsaveiði. — í fyrra dag (12. jan.) reru menn hjer til Sviðs og fiskuðu lítið sem ekkert. — Einn af kaupmönnum vorum hefir gjört oss viðvart, að eitt af því, sem olli óáreiðanlegleika verzlunarskýrslna vorra, sjer í lagi hvað snertir aðfluttan varning, sje það, að vörurnar sjeu fyrst framtaldar þar, sem skipið hafnar sig fyrst, t. d. í Reykjavík, og því næst, þegar skipið fer með nokkuð af farm- inum á aðra höfn, t. d. Hafnarfjörð eða Keflavík, sjeu þær vörur, sem þangað eru fluttar, einnig taldar þar fram, sje því, með þessu móti, sami varningurinn á stundum tvítalinn. Sje þetta rjett, sem oss þó þykir lítt trúlegt, þá mun óhætt að treysta því,að útgefandi Stjórn- artíðindanna álíti sjer skylt, að laga þetta framvegis. Að öðrum kosti eru skýrslurnar villandi. Smáskamtar úr ,,J>jóðólfl“ (XXXII, 2):— „f>jóð.“ vill hafa samtök til að „panta vínföng11, ekki nauðsynjar? — Jú! með þvi móti myndu kaupmenn losast við að greiða tollinn í peningum. Að öðru leyti „gefur f>jóð. ekki mikið fyrir verzl- unarkenningar Isafoldar“. Nei! það veit maður, liann kaupir ekki kenningar. — „f>jóð.“ segir, að teikning alþingishússins, sem sent var inn í haust, „líkaði eklci alls lcostar11. — Hún var samþykkt óbreytt af öllum, sem hlut áttu að máli, landshöfðingja jafnt og öðrum. í grein sinni um Mormónana segir „J>jóð.“, að „nýir trúarflokk- ar sjeu ætíð voðalegir óupplýstum almúga11 ogrjett á eptir, að „hinir hreinustu og andlegustu flokkar hafi optast fæsta lærisveina11; eru þ e s s i r flokkar þá einnig „voðalegir?“ og vill „í>jóð.“ eptir þessu hafa sem fæsta áskrifendur? — Loksins hrósar ein- hver aðsendill „J>jóðólfs“ þeim sem hann kallar „millibilsritstjóra ísafoldar11 fyrir það lánstraust sem hann hafi í öllum kaupstöðum“. — Hversu ó- verðskuldað sem þetta lof kann að vera, þá er svo mikið víst, að þessi ritstjóri hefir ekki lag á að borga kaupstaðarskuldir sínar með innskriptum. —Arabiskur maður, Seid Ali, var á dýraveiðum, og er hann gekk heim um kvöldið með byssu sina á bakinu, mætir hann kölska. f>eir kastast kveðj- um á, og spyr kölski, hvað Ali hafi á baltinu. Séid Ali segist hafa pípuna sína. „Gef mjer einn reik“, segir kölski, og stingur upp í sig byssu- hlaupinu, „en þú verður að kveikja í henni“. — Ali hleypir byssunni af, en hvað verður kölska við ? hann hrækir út úr sjer kúlunni og segir: „Ekki er gott tóbakið þitt, Seid Ali!“ — Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð með hraðpressu Isafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.