Ísafold - 09.04.1880, Page 2

Ísafold - 09.04.1880, Page 2
34 þessiun þriðjungi í seðlum, sem stjórnin gefur út, engum undir 5 doll.virði. Vöxtu skuldabrjefanna greiðir fjárhagsstjórnin bankanum. 8. Hver banki (í höfuðfylkjunum) hafi til taks ípeningtim fjórðung þeirrar upphæð- ar, sem hann hefir tekið við til geymslu, og leggi jafnframt í ríkissjóð í peningum 5f af því fj e, sem hann hefir í veltu; brúkar ríkissjóður þetta fje til innlausn- ar á seðlum bankans, þegar þess er kraf- izt. f>ó mega þessir 5°/» teljast með þeim 25°/» af upphæð varðveizlufjár, sem getið er í upphafi greinarinnar. (Ef bankinn t. d. hefiríhöndum frá öðrum til varðveizlu 100000 kr., þá verður hann ávallt að hafa 25000 kr. í peningum á reiðum höndum, og hafi hann í veltu í seðlum aðrar 100000 kr., þá verður hann einnig ávallt að hafa geymdar hjá landssjóði 5000 kr. til inn- lausnar seðlum; þó mega þessar 5000 kr. teljast með hinum 25000 kr. ef veltan er ekki stærri að upphæð, en varðveizlufjeð). 9. Enginn banki útborgi afrakstur af hluta- brjefum, fyr en hann er búinn að leggja af hreinum árságóða sínum frá til við- lagasjóðs. 10. Aðminnstakostifimmsinnum á árihverju ber stjórn bankans, undir eiðstaf, að gefa skýrslu um ástand bankans, efnahag, veltu o. fl., og er eptirlitsmanni fjárhags- stjórnar heimilt, svo opt sem honum líkar, og á kostnað bankans, að láta rannsaka hagi hans. f>á skal og skrá yfir alla hluta- eigendur vera til sýnis á degi hverjum í húsum bankans. 11. Enginn láni banki meira en af höfuð- stól sínum. Ekki láni hann heldur gegn veði í sínum hlutabrjefum sjálfs. Ekki taki hann hærra lán, en sem nemur höf- uðstól, nema 1., til þess að innleysa seðla, 2., til að greiða af hendi geymslufje, 3., til þess að afgreiða víxlbrjef gegnpening- um, sem hann á útistandandi, og 4., til þess að lúka áfrakstursskuldum til hluta- eiganda. Ekki setji hann heldur seðla sína í veð fyrir peningum, til þess að auka eða innborga höfuðstól. Heimilt er honum að taka þá vöxtu, sem almennt viðgangast á þeim stað og tíma. 12. Hver banki innleysi seðla sína, þegar krafizt verður, í stofn bankans. Sömu skyldu hefir fjárstjórn Bandaríkja, efseðl- arnir eru framseldir í þusundatölum og þar fram yfir. Bregðist nokkur banki með innlausn seðla, selur stjórnin bankaveðið, scm hvn hefir í höndum og innleysir seðl- ana. 13. Banki greiðistjórninni 1°/» af upphæðseðla í veltu, af upphæð varðveizlufjár, og •|°/o af upphæð þeirri af höfuðstól, sem hann á um fram ríkisskuldabrjef (þau, sem standa í veði hjá stjórninni). 14. Stjórnin (fjárhagsstjórn Bandaríkjanna) geymir í sínum höndum allar seðlaplötur og stimpla, fargar þeim og breytir eptir ástæðum. 15. Gjaldgengir eru seðlar bankans í alla skatta, öll jarðaafgjöld og yfir höfuð öll innanlands viðskipti. Er stjórn Banda- ríkja skyld að taka þá fullu ve.rði í öll opinber gjöld, nema tolla (og vöxtu af ríkis- skuldabrjefum). 16. Heimilt er stjórninni, að vild sinni, að nota banka til innborgana og útborg- ana á opinberu fje og yfir höfuð allra þeirra peningaviðskipta, sem henni lík- ar, og skyldur er banki að takast þessi störf á hendur með þeim kjörum, sem ná- kvæmar eru tiltekin. (Banki hefir t. d. peningaforða og eyðslufje ríkisins undir höndum, gegn því veði, sem stjórnin á- kveður, greiðir dagvöxtu af því, og endur- borgar það, eptir því sem krafizt verður, gegn ávísunum fjárhagsstjórnar, o. fl). Með þessu fyrirkomulagi hafa bank- ar Vesturheimsmanna reynzt mjög vel og bezt síðan mest lá á, eptir styrjöld- ina milli norður- og suðurríkjanna. þ>eim er þáð að þakka, og heíi jeg þar fyr- ir mjer sögusögn stjórnarinnar sjálfrar í skýrslum fyrir 1878 og 1879, sem Comptroller of the Currency hefir lagt fyr- ir allsherjarþingið í Washington, að láns- traust ríkjanna er viðreist og skuldir þeirra minnkaðar stórum. Hafa þeir, sjálfsagt í samvinnu við stjórnina, komið reglu á peningaverðið og peningahreyf- inguna, eins og að ofan er ávikið, kippt í liðinn jafnvægi milli gulls, silfurs og seðla, og með því gjört seðlana gulli jafngilda, gjört öll viðskipti og alla verzl- un ljettari ogliðugri, og sjeð svo fyrir, að ætíð hafa nægir peningar verið fyr- ir hendi til hvers nytsams fyrirtækis, hvort það er í þarfir hins opinbera, sveita- Qelaga eður einstakra manna. En — engin af þeim rúmlega 2000 þjóðbönk- um (því þar að auk er Qöldi af fylkja- (States) -bönkum, sparibönkum o. s. frv., hefir brugðizt eður orðið gjaldþrota, sök- um þess, að scðlaupphœðin er jast tak- mörkuð, og að ríkjastjórnin hefir það í sínu valdi, að girða fyrir, að fleiri seðl- ar komi út manna meðal, en henni lík- ar og lög leyfa. Hugsi maður sjer nú, að hjer á landi væri stofnaður banki eptir Vesturheims- sniði, það af þeirra bankalögum notað, sem hjer á við, en jafnframt, eptir fyr- irmynd Dana, upptekið fasteignarbanka- veð, sem skylduveð fyrir landssjóð, en frjálst fyrir einstaka menn, eptir sem hverjum líkaði, þá væri fyrst að safna hluta-samskotum í peningum eða fast- eign, eptir ástæðum og ósk hvers eins, og væri t. d. byrjað með því minnsta, sem hugsazt getur, 100000 kr., en hver hluti væri 100 kr., þá þyrfti 1000 hluti til þess að þessar fyrstu 100,000 kr. væri fengnar. (þá kæmi landssjóður til stuðnings og tæki eins marga hluti, eins og svarar 6“/» af andvirði opinberra fast- eigna, eða 720 hluti =' 72000 kr.; væri þá saman kominn 172,000 króna höfuð- stóll. Af þessari upphæð ætti að af- henda landssjóði þriðjung, eða 57,400 kr. í kgl. skuldabrjefum, sem landssjóður, eins og hver maður sjer, gæti tekið undir sjálfum sjer; en fyrir þetta geymslufje ljeti landssjóður bankanum afhendi 90°/» af varðveizlufjenu (57,400 kr.) í íslenzk- um seðlum, er hljóðuðu upp á 5 kr. og þair yfir, og sem væri gjaldgengir í öll viðskipti og öll opinber gjöld, nema tolla eina (alls 51660 kr.). Bankinn hefði með þessu móti í veltu: kr. 172000-f- 57,4000 kr. -j- 51660 kr. == 169660 kr., þar af íseðlum ekki fullan þriðjung. Kæm- ist bankastofnunin svo langt, ímynda jeg mjer, að sparisjóður Reykjavíkur, sem varla myndi treysta sjer til að stand- ast í sama bæ við hliðina á banka, myndi steypa búi sínu saman við bankann, og hl)>ti kraptur bankans að aukast tals- vert við það, sjer í lagi að góðum veð- um og skuldabrjefum. f>ó jeg vitiþað ekki upp á víst, ætla jeg, að óhætt væri, að búast þaðan við hjer um bil 100000 kr. viðbót, sem reyndar mest .mun vera varðveizlufje annara, og því ekki má skoða algjörlega sem viðbót í höfuðstól, heldur að miklu leyti, sem viðbót ein- göngu í veltu. Allt um það myndi óhætt, að auka seðlaupphæðina fyrir bragðið um 10—20000 kr., svo seðlaveltan yrði 60—70000 lcr., en öll veltan 200,000 —210,000 kr.— Nú bætist bankanum, eins og hverjum öðrum sparibanka, geymslufje í stærri og minni innborg- unum, bæði ómyndugra fje, arfaupp- hæðir frá sýslumönnum — sem fegnir myndu verða að geyma þess konar pen- inga í áreiðanlegum banka — o. fl., og er líklegt, að þessar innborganir vonum bráðar myndu ná 100000 kr., eða svo, að fjármagn bankans væri orðið um 300000 kr. Af varðveizlufjenu ætti hann ávallt að hafa 25°/°, eða fjórðung fyrirliggjandi í peningum og af seðlaveltunni 50/. i vörzl- um landssjóðs, til innlausnar seðlum, sem í púsundatölum og þar yfir væri fram- boðnir landssjóði til skipta fyrir gull eða silfur, og sem landssjóður svo aptur setti í rás. Gefur að skilja, að viðskipti lands- sjóðs við bankann hlyti, báðum í hag, að verða mörg og margvísleg, og þegar bankinn þroskaðist, sem dæmi sparisjóðs Reykjavíkur sýnir að brátt myndi verða, þá er vitaskuld, að bankinn fengi pen- ingaforða og eyðslufje laudssjóðs í stöð- uga veltu, gegn lágum dagvöxtum, eins og annarsstaðar á sjer stað. Við höfuð- stól ætti á ári hverju að leggja Yio af árs ágóða bankans, og mætti jafnframt einnig fjölga seðlum að hinu ofanákveðna takmarki 900/. af þriðjungi innstæðunn- ar. Með þessu móti yrði bankinn bæði landsbanki og einstakra manna banki, einsog þjóðbankar Ameríkumanna; þá yrði hann byggður bæði á fasteignum, skuldabrjefum og peningum, og seðla- upphæðin, tæpur þriðjungur, gæti aldrei orðið honum að falli, því fyrir henni fyrirfyndist ávallt fullt veð í landssjóði af arðberandi skuldabrjefum. Ekki þyrfti heldur nein lög nje samninga við Norður- lönd, til þess að útvega íslenzkum seðl- um gjaldgengi í Danmörku, Norvegi og Svíþjóð og, ef til vill, víðar; þvi undir- eins og þeir hjer á landi ganga jöfnu verði við gull og silfur (pari), verða þeir boðnir og velkomnir í þeim lönd-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.